Tíminn - 11.04.1964, Side 9

Tíminn - 11.04.1964, Side 9
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: ngaást eftir Ernst Brun Olsen og Finn Savery, leikstjórar Benedikt Árnason og Erik Bidsted þýðandi Jónas Kristjánsson, leiktjöld Lárus Ingólfsson Táningaást (Teenagerlove) má víst telja eitt nýstárlegasta og margslungnasta leiksviSsverk, sem rram heftir komið á Norðurlönd- um um áratuga skeið, gerði höf undinn frægan út fyrir landstein- ana á einni nóttu og sumir hafa orðið heimsfrægir fyrir minna, en enn hefur það ekki komizt á svið fjær en í frændlöndunum, og þökk sé Þjóðleikhúsinu fyrir að láta það ekki sér úr greipum ganga eða draga að flytja það. Hér var höfundurinn, Ernst Bruun Olsen, áður alls ókunnur. Við fyrstu kynni koma nöfn tveggja kollega upp í hugann, tvö fræg „B“, Bert Brecht og Brend- an Behan, Táningaást minnir rétt sem snöggvast á Túskildingsóper- una og Gísl og jafnvel Sögu úr vesturbænum (West Side Story). Og efcki er leiðum að líkjast. Þó er þetta ekki sagt til að varpa rýrð á hið nýja danska skáld, því að hann flýgur ekki á annarra fjöðrum. Þótt áhrifa gæti frá öðr um snillingum, er ekki um að sakast, og hitt er meira um vert, að þessum danska höfundi hefur lánazt að skapa sérstætt listaverk, þræðir ekki troðnar slóðir, leifc- rit hans með tónlist eftir Finn Savery tilheyrir O'kkar öld, slær í takt við tímann. Þetta fádæma skemmtilega bú- in ádeila á viss fyrirbæri nútím- ans, í aðalatriðum á yfirborðinu þá, er standa fyrir skemmtana- skrumi og múgsef jun unglinganna, sem virðast hafa þörf fyrir átrún aðargoð til að tilbiðja. Sú var tíð að Sinclair sálugi Lewis reit hverja ádeiluskáldsöguna af annarri á þriðja tug aldarinnar, þar sem hann gerði gervinga stétta eða starfshópa að aðalsögupersónum, teygði sundur og saman í háði manntegundir, sem svífast einsk- is og búa sér féþúfu og valdahreið ur undir göfugu yfirskini: Arrow- smith var ekki glæsilegt tákn læknastéttarinnar, hinn trúhræsn- andi Elmer Gantry var ekki dá- fögur mynd af trúboðum, og marg ur fjármálamaðurinn hefur síð- an gengið undir nafninu Babbitt, nafni ameríska bisnissmannsins í samnefndri sögu skáldsins. Allt olli þetta miklu umróti og úlfaþyt í heimalandi skáldsins fyrir nálega fjörutíu árum, og raunar er nafn- ið Babbit mörgum munntamt hug tak enn í dag. Þannig réðst Lew- is sálugi á margt í fari landa sinna, en aldrei kom frá hans hendi saga um dægurlagasöngvar- ana, og ríður þó sá bisniss meira húsum í því landi en annars stað- ar á byggðu bóli, þótt þau menn- ingaráhrif hafi skotið rótum í flest um löndum heimskringlunnar á ótrúlega skömmum tíma og dafni mætavel. Því leikur manni forvitni á að heyra, að Teenagerlove verði sett á svið i Ameríku, því þangað sýnist það eiga nokkurt erindi, en hvernig yrði þar brugðizt við? Mundi það reynast líkt og að stökkva vatni á gæs eða valda tópp hjá vissum aðilum eins og sögur Lewis forðum? Hetjan í Táningaást, Billy Jack, segir: „Ef einhver hróflar við Billy Jack, þá er hann kommún- isti! Að segja sannleikann um Billy Jack, er sama og að grafa undan allri tilverunni. Nútímaþjóðfélag- ið byggist á publicity, auglýsing- um, áróðri, og það hefur þann eina tilgang að selja sem allra mest, allt frá heimspólitik niður í aumustu slagara .Allir reikna með lyginni sem mitólvægasta þætti í mannlífinu. Það er ektó hægt að græða á sannleikanum, það er lygin, sem selst!“ Þegar haft er í huga, að þorri manna var á milli vonar og ótta um það ,hversu þessari sýningu Þjóð- leikhússins mundi reiða af, er víst óhætt að fullyrða, að tæpast nofck ur sýningargesta hafi orðið fyrir vonbrigðum, enginn þorað að gera meiri kröfur en uppfylltar voru. Og var þó sýningin ekki alfull- komin. Að sjálfsögðu var það skyn samlega ráðið að ætla sér ríflegan tíma til æfinga þrjá mánuði, sem ekki hefur víst veitt af, þar sem um svo margslungið og nýstárlegt verk var að fjalla.. Benedikt leik stjóri Árnason og Lárus leiktjalda málari Ingólfsson hafa sannarlega ektó setið hangandi hendi þennan tíma, en hitt vitum við ekki gjörla, fyrir hvað hverjum heiður ber. Leiktjöld munu hér sniðin eftir því sem gerðist á sýningunni í Kaupmannahöfn, en allt um það eru þau svo haganlega komin hér til skila, sem bezt verður á kosið. Benedikt hefur sýnt það áður, hvers hann er megnugur sem leik stjóri, þegar hann liggur ekki á liði sínu, t. a. m. stjórn hans á Nashymingunum eftir Ionesco. — Hér hefur hann orðið að leggja sig enn meira fram og gert það með miklum sóma, en þó er freist andi að ætla, að enn útsjónarsam- ari hefði hann orðið sem leikstjóri, ef hann hefði neitað sér um að láta líka ljós sitt skína sem einn af leikurum, en maður var farinn að vona, að þessi árátta væri hér um garð gengin a .m. k. þangað til ofckar menn væru ótvírætt fær- Hliómsveitln í Tánlngaást. TaliS frá vinstrl: Jón Páil B jarnason, Vilhjálmur Guðjónsson, GuSmundur Stein- grímsson, Jón SigurSsson og Árni ísleifsson. AtriSið í Tántngaást, er Maggf og Billy „endurlifa" sinn fyrsta fund. Billy fellur á kné, leggur höfuðið upp að hennl eins og barn á brjósti — og grætur. Maggf: Svonasvonasvona — Eg þekkl þetta vel — Það er erfitt — Það er svo margt — Eg þekkl það vel — Stundum, þegar ég er dauðþreytt á öllu saman — Sonasvonasvona — Á ég að segja þér — þá leik ég mér að brúðunni minni — Það er óskaplega bjáanlegt — Á mínum aldri — Em ég hressist við það — Það er óskaplega bjáanlegt — Á erfitt fyrlr okkur stelpurnar skal ég segja þér — Það er hræöilega erfitt að vera ung stúlka — Svomasvonasvona —. ir í flestan sjó, en þess verður efcki með sanngirni krafizt, þó að við þykjumst karlar í krapinu ís- lendingar, að við getum allt „bæði po sjóur og po land“, ef okkur bara dettur það í hug. Efcki var nema sjálfsagt að fá hingað ball- ettmeistarann Erik Bidsted til að leggja síðustu hönd á verkið, það er ótrúlegt, hvað slíkir þauæfðir hæfileikamenn geta greitt úr flækj um og hespað saman á ný á skömm um tíma, auk þess sem Bidsted er af erlendum leikhúsmönnum kunnastur hér öllum hnútum, foik ið lætur sýnilega fljótt að hans stjórn, svo lempinn og snar hann hann er í senn sem leiðbeinandi. Er því hans þáttur trúlega ólítill í þessari sýningu, þótt ekki gæfist honum lengri tími en tvær vikur til að sinna henni. Einn er samt ljóður á leiksýningu .þessari og hlýtur áð skrifast á reikning Bene- dikts leikstjóra, það hversu fram- sögn sumra leikenda er áfátt (t.d. lýtir það mjög leik Rúriks, sem þó er annað mesta leikaírek sýn- ingarinnar), og að lagzt hefur und ir höfuð að koma áherzlum á rétt- an stað bæði í söngvum og lausu máli, en það er víða sagt fram með fastri hrynjandi eins og ljóð- leikur væri. Jafnvel þótt Bidsted væri nægilega kunnugur íslenzkri tungu, hefði honum samt reynzt ógerningur að kippa þessu i lag, þegar aðeins tvær vikur voru til stefnu. Vitanlega átti í upphafi æfingatímans að ráða annaðhvort sérfræðing é þessu sviði eða þá að leikstjóri, hljómsveitarstjóri og þýðandi bæru saman bækur sínar, er fengin var nokkur Teynsla af því, hversu textinn færi í munni og við lag. Þessir gallar eru þeim mun leiðinlegri, að sýningin er að öðru leyti vönduð vonum framar. Ekki fer hjá því, að þessir áherzlu gallar bitni á þýðingu Jónasar Kristjánssonar, sem er með mikl- um ágætum gerð, málið hreinasta fyrirtak, og var það þó enginn barnaleikur að snara bundna mál- inu án þess að úr yrði hrognamál eða óskapnaður. Þýðandinn var áð- ur kunnur sem einn hinna málhög ustu í hópi yngri menntamanna, sem ritað hafa í lausu máli, en þessi ljóðaþýðing hans kemur nokkuð á óvart og er ein bezta söngleiksþýðing, sem hér hefur heyrzt í háa herrans tíð. E. t. v. hefði mátt ætlast til þess af hljóm sveitarstjóranum, Jóni Sigurðs- syni, að hann tæki hér í taumana. En hvort sem hann er líka um að saka að þessu leyti, þá hefur hann sannarlega ekki vanrækt sitt að- alverk, því leikur hljómsveitar- innar er sönn prýði í þessari sýn- ingu, músíkalskur maður á hvert hljóðfæri, stjórn og andirleikur af bragð. Illa er ég svikinn, ef sum- ir söngvarnir í þessum leik verða ekki komnir á hvers manns varir áður en langt um líður. Leikendur eru með færra móti í þessu verki, en samt verður ekki farið mörgum orðum um frammi- stöðu þeirra. Er skemmst af að segja, að leikur þeirra Herdísar Þorvaldsdóttur og Rúriks Haralds- sonar bar svo af f sýningunni sem gull af eir, ekki fyrir þá sök, að hann sé alveg heilsteyptur og hnökralaus, heldur sökum þess hve blæbrigðaríkur hann er og minnisstæður einstökum atriðum. Enginn leikenda fór illa með hlut verk sitt. Trúlega var leikur Ró- berts Arnfinnssonar öruggastur og heilsteyptastur, hlutverkið er fastmótað og Smith er í túlkun Róberts sannarlega háll og kald- ur eins og hver annar plastbolti, enginn leikur sér að því að reyta af honum aurana, sem hann liggur á eins og ormur á gulli, og þó Framhald á 13. sfðu. T í M I N N, laugardagur 11. aprfl 1964. 9

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.