Tíminn - 11.04.1964, Qupperneq 13
ORÐSENDING
TIL UTANBÆIARMANNA
VitJ tökum aÖ okkur aÖstoÖ vití útveg-
un á húseignum og íbútJum í Reykja-
vík og nágrenni og kappkostum at$
veita sem bezta og öruggasta þiónustu
Láti'Ö okkur vita hva'ÍJ yÖur vantar og
hvernig þér viIjitJ haga greiÍJslum.
KOMIÐ, SKRIFIÐ EÐA HRINGIÐ
MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA:
Þorvarður K. Þorsfemssoit
Miklubraut 74
FASTEIGNAVIÐSKIPTI:
Guðmundur Tryggvason.
Sími 22790.
________________________
Við seljum
Volkswagen ’63—’5"<
Mozkowitz ’59 station
| Caravan ’60
Zhephyr ’62
Zodiac ’58
Simca 31 ’63
Ford '55 2ja og 4ra tlyra
ChevTolet ‘55, 2ja og 4ra dyra
Willys-jeppi ’60. — Glæsilegur
bíll, ekinn 14 hundruð km.
Látið bílinn standa hjá okkur
og hann selst
LÁTIÐ BÍLINN STANDA
HJÁ OKKUR OG HANN
SELST
SKÚLAGATA 55 — SÍVlJt 15812
íhúðir óskast
Höfum fjársterka kaupendur
að íbúðum af flestum stærð-
um í borginni og Kópavogi.
TIL SÖLU:
flaðhús í austurborginni, 128
ferm. á tveimur hæðum auk
þvottahúss o. fl. í kjallara.
Næstum fullgert. Góð kjör.
3ja lierb. risíbúð við Lindatr-
götu.
TIL SÖLU.
2ja herb. íbúðir við Ásbraut,
Blómvallagötu, Langholtsveg.
3ja herb. íbúð við Shellveg.
Verð 350 þús., útborgun kr.
120 þús., eignarlóð. Bílskúr.
3ja herb. nýstandsett íbúð í
gamla bænum, með harðvið-
arhurðum, nýmáluð, laus
strax, eignarlóð.
3ja herb. fbúð við Miðstræti.
3ja herb. stór rishæð við Sig-
tún, laus eftir samkomulagi.
,3ja herb. góð kjallaraíbúð við
Kvisthaga.
3ja herb. góð kjallaraíbúð á
Teigunum, 90 ferm., sér inn-
gangur.
3ja herb. hæð í timburhúsi við
Þverveg, verð kr. 360 þús. út-
borgun kr. 130 þús. Eignar-
lóð.
3ja herb. risíbúð við Laugaveg,
sér hitaveita, þvottur og
geymsla á hæðinni.
3ja herb. ný og glæsileg íbúð
í háhýsi við Sólheima, tvenn
ar svalir, teppi á stofu og
holi, hagkvæm kjör.
5 herb. ný og glæsileg íbúð,
120 ferm., í vesturborginni.
Glæsilegt einbýlishús við Mel-
gerði í Kópavogi, fokhelt
með bílskúr.
Glæsilegar hæðir við Álfhóls-
veg og Hlíðarveg, fokheldar
með allt sér.
■ Steinhús við Langholtsveg, 4
herb. íbúð í risi og 3ja herb.
íbúð á hæð með herbergi i
kjallara. Stór ræktuð lóð.
Fyrsti veðréttur laus á báð-
um íbúðunum.
Timburhús við Suðurlands-
braut, 5 herb. íbúð vel stað-
sett. Verð kr. 300 þús., út-
borgun kr. 100 þús.
6 herb. glæsilegar endaíbúðir,
130 ferm., við Ásbraut í
smíðum. Sér þvottahús á
hæð, miðstöð með sér hita,
tvennar svalir,. tvöfalt gler.
Sameign á göngum og kjall-
ara fullfrágenginn, húsið
málað að utan með járn á
þaki.
Byggingarlóðir og grunnar í
Kópavogi.
ALMENNA
F&STEI6NASAIAH
IÍnPARGATA 9 SlMI 21150
HJALMTYR PÉTURSSON
HEIMA OG HEIMAN
mánuði“ — segir hún. — „Eg
gæti ckki lifað fleiri vetur í
Englandi“.
Qg líklega þarf hún þess
ekki, því að fjölskyldan er þeg
ar farin að undirbúa ferð sína
til Kenya.
— Enginn veit, hvernig
þetta gengur — segir Hector,
„en við förum samt sem áð-
ur strax, þegar við höfum pen
inga fyrir farmiðunum."
Forsætisráðherra Kenya,
Jomo Kenyattaa, er kvæntur
hvítri konu og hefur verið
það lengi. En hingað til hafa
þau verið neydd til þess að
búa hvert í sínu landi — hún
í Englandi og hann í Kenya.
En á sjálfstæðisdegi landsins
flaug hún til Kenya og býr nú
með manni sínum.
— „Það er gott tákn fyrir
mig og Angelínu" — segir
Hector. Og vonandi hefur hann
rétt fyrir sér.
TÁNINGAÁST . . .
Framhald af 9. síðu.
leggur hann talsvert á sig fyrir
einkadótturina, því að konan er
rokin frá honum. Bryndísi Schram
verður engin skotaskuld úr því
að sýna rétt útlit og hreyfingar
hinnar dekruðu einkadóttur, en
þótt málfar slíks fólks hér í okk-
ar borg sé ekki á marga fiska,
hefði þó framsögn Bryndísar mátt
að skaðlausu verða skiljanlegri á-
heyrendum. Benedikt leggur á-
herzlu á, ef áherzlu skyldi kalla,
að sýna leti og ómennsku dægur-
vísnahnoðarans Tommys og þó það
að ekki sé honum alls varnað og
eigi til ærlegar taugar, en átök
detta niður, þegar á á að herða.
Duddi er nú bara bomba, >)g það
er Sigríður Jósteinsdóttii líka.
Rúrik Haraldsson þyrfti að vanda
málfar sitt betur, sem áður var
á minnzt. En leikur hans í þessari
sýningu er firna þróttmikill, og
kemur þó engum á óvart, sem til
þessa ágæta leikara þekkir. F'áir
mundu, að loknum söng hans,
segja „sú rödd var svo fögur“,
en það er nú líka hægt að kalla
ýmislegt rödd á þessum markaði.
Einnig mun persónan vera ýkt
(karikeruð) frá höfundar hendi,
TIL SÖLU
3ja herb. íbúð
í smíðum í Kópavogi
4ra herb íbúð
við Njörvasuna
4ra herb íbúð
tilbúÍD undir tréverk í Kópa-
vogi.
I 3ja herb. risíbúð ^
við Undargötu
3ja herb. íbúð
í Skerjafirði
Einbýlishús
á Grimsstaðaholti.
Einbvlishús
í Kópavogi
Tvíbýlishús
við Óðinsgötu
7 herb. íbúðir í Háaleitishverfi
tilbúnar undir tréverk.
2ja herb. íbúð á Seltjarnarnesi
og Skerjafirði. Vægar út-
borganir og góð lán áhvíl-
andi.
4ra herb. risíbúð i Kópavogi.
Lóð undii tvíbvlishús
í Kópai’ogi
3ja herb. sér íbíið
í tvíbýlishúsi í Kópavogi. —
Harðviðannnrétting og teppi
á stofu. Laus 14. maí.
í SMÍÐUM
3ja og 4rg herb íbúðir
á góðum stöðum f Kópavogi.
Útborganir frá 100 þús.
Endurskoðunar- op
fasteipnastofa
Konráðs Ó. Sævaldssonar
Hamarshúsinu við Tryggvagötu
5 hæð (lyfta)
Símar 20465—24034 og 15965
og Billy, orð hans og æði og
athafnir eru trúlega samnefn-
arar fleiri persóná hátt og lágt
í þjóðfélagsstiganum. Oftast fer
Rúrik á kostum, þegar hann æðir
úr einum ham í annan. Skepnu-
skapurinn er svo sjálfsagður í
fari Billys, að heiftin sker sig
ekki alltaf úr frá öðru látæði
hans. Samleikur Billys og Maggý-
ar var ákaflega vel æfður, nokk-
urs óstyrks gætti í fyrstu, en
leikararnir sóttu stöðugt í sig
veðrið og voru beztir undir lok-
in. Millileikurinnn endurlifaði í
hjólageymslunni var ekta tær
list, eitt hinna sjaldgæfu stund-
arkorna á íslenzku leiksviði.
Maggý er, þegar allt kemur til
alls, gimsteinninn á þeim sorphaug
sem er sögusvið þessa leiks, eina
ærlega manneskjan, og í túlkun
Herdísar Þorvaldsdóttur er hún
líka perla kvöldsins.
Gunnar Bergmann
HVERNIG VERÐUR
BÚSETU . . .
Framhald at 7 siðu
VII.
Hugleiðingar sínnr íegir V. K.
að séu tilraunir til að setja fram
tillögur á kerfisbundinn hátt um
það, hvernig megi hafa jákvæð
áhrif á þróun byggðarinnar í land
inu og „tryggja þróttmikla
byggð“------„án þess að hamla
gegn hagvextinum".
„Tillögurnar eru þörf reifun
mikilsverðs vandamáls.
Hins vegar má ekki taka þær
of bókstaflega eða sem lausnar-
orð.
Með tillögunum v^intar — enda
eðlilegt að svo sé á þessu stigi
— ýtarlega greinargerð um það,
með hvaða ráðum þær yrðu fram
kvæmanlegar.
í tillögunum er gengið á sjón-
arhól, en varla skyggnzt nógu
langt. Það er nærtækt að hugsa
sér og sjá í anda kerfisbundna
byggðarþróun. Og áreiðanlega
þarf að leitast við að hafa skipu-
lag á þróún hyggðarinnar: Hing-
að til hefur þróunin verið að
kalla mætti sjálfvirk. En hún
gæti líka hins vegar orðið um of
stórvirk. Hún gæti leitt til al-
eyðingar mannabyggðar utan
„þróunarsvæðanna", ef of geyst
er farið í kerfisbindingu.
Þjóðinni fjölgar ört. Talið er
að um næstu aldamót sé líklegt
að hún verði orðin hátt á fjórða
hundrað þúsundir manna eða
meira en helmingi fjölmennari
. en hún er nú.
Að því ber að stefna — að
mínu áliti — að tryggja í höfuð-
atriðum jafnvægi í byggð lands-
ins með þéttbýliskjörnum — og
vöxt borgar norðanlands til mót
vægis aðdráttarafli höfuðborgar-
innar syðra.
En jafnframt á, eins og segir
í ályktun miðstjórnar Framsókn
arflokksins, „að viiina gegn því
að lífvænleg byggðarlög fari í
eyði.“
Það víðsýni er nauðsynlegt að
hafa í þessum málum.
Hin öra fólksfjölgun í landinu
á að geta gert kleift að fullnægja
báðum þessum sjónarmiðum, ef
vel er á haldið.
VIII.
Um leið og þjóðinni fjölgar
þarf hún meira og meira til sín.
Atvinnuvegirnir þurfa að geta
vaxið með henni.
Sú skoðun er uppi, að fisk-
stofnarnir á íslandsmiðum þoli
ekki nema 20% meiri veiði en
nú er. Ekki getur útvegurinn,
samkv. því, tekið á móti vænt-
anlegri fólksfjölgun, nema stutta
stund.
Iðnaðurinn getur að sjálfsögðu
, aukizt takmarkaminna, en hann
er að miklum hluta ekki beinn
frumgjafi lífsþarfa á sama hátt
og sjávarútvegur og landbúnaður.
þjónusta hans í þjóðarbúskapn-
um er fyrst og fremst til að-
stoðar og þægindasköpunar,
nema að því leyti, sem hann get-
ur jlagt til útflutningsvöru.
Á hvað verður þá mest að
treysta, þegar fram í sækir?
Verður það ekki landið sjálft —
gróðurmoldin?
Sagt hefur verið, að aðeins
3% af hinum ræktanlega hluta
íslands séu komin í rækt. í þessu
virðist liggja mesta framtíðar-
öryggi íslenzku þjóðarinnar.
Þjóðir, sem búa við land-
þrengsli munu telja það mikil
auðæfi að eiga 97% af stóru
landi ótekin til ræktunar.
Strjálbýlisfólkið er aðalvarð-
sveitir þessara landkosta okkar.
Það verndar og viðheldur þgim
verðmætum, sem búið er að
„festa“ í strjálbýlinu, — og helg
ar áfram þjóðinni sjálfri hin lítt
numdu svæði landsins.
Ekki ætti að vera ofætlun fyrir
90% þjóðarinnar að búa þannig
að þeim 10%, sem eru í varð-
sveitunum, að þær haldist við á
varðstöðvunum, ef þær annars
geta unað búsetunni þar og metið
nægilega eftirsóknarvert það,
sem strjálbýlið hefur að bjóða
framyfir þéttbýli í ýmsum efn-
um..
Tækni og verkkunnátta hljóta
fljótlega — ef allt er með feldu
—að gera níu tíundu hlutum þjóð
arinnar, sem á þéttbýlissvæðun-
um búa, auðvelt að standa undir
hinum skylda varðsveitarkostn-
aði, þangað til fólksfjölgunin
kemur út í hinar „lifvænlegu"
byggðir og leysir þannig varð-
mennina af hólmi.
Svo langt verður að horfa inn
í framtíðina að sjá þess þörf og
þróun líka.
Á þeirri sýn er ályktun mið-
stjórnar Framsóknarflokksins
byggð, — jafnframt hinu, sem
nær liggur.
Vélritunarstúlka
Vön vélritunarstúlka, óskast.
KJARARANNSÓKNARREFND
Sími 12578
Hagfræðingur
- Viðskiptafræðingur
Kjararannsóknarnefnd viU ráða hagfræðing, eða
viðskiptafræðing, til starfa.
KJARARANNSÓKNARNEFND
Sími 12578
Jörð til sölu
Eignar- og ábýlisjörð mín, Þurá í ölfusi, fæst til
kaups og ábúðar í næstu fardögum.
Sæmundur Eyjólfsson.
T í M I N N, laugardagur 11. apríl 19M.
13