Tíminn - 12.04.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 12.04.1964, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR, 11. apríl. NTB-Nicosía. — Grískir og tyrkncskiir menn skiptust á skotum fyrir sunnan hafnar- bæinn Kyrenia á Kýpur í morg- un. — Makaríos, forseti Kýpur, fór í tlag ti.I Aþenu, og mun ræ5a við ríkisstjcirnina þar og Grivas hershöfðingja, fyrrv. leiðtoga EOKA-hreyfingarínn- ar. NTB-Liege. — Tilkynnt hef- ur verið um fjölda tilfella af mislingum, skarlatssótt og rauðu hundunum í Beigíu, og hafa læknar þar varað við far- andsóttum. — Gilson innan- ríkisráðherra sagði í dag, að verkfallið leystist vonandi í byrjun næstu viku. ! NTB-Nicósíu. — Sú fyrsta, af þeim fjórum fiugvélum, ! sem flytja eiga sænska Sþ-her- menn til Kýýipur, kom til Ni- , cósíu seint í gærkvöld. Her- mennirniir eru alls 1.000, en í S, fyrstu flugvélinni var 171 her- | maður NTB-London. — Bretland m hefur sent mótmælaorðsend- | ingu til Öryggisráðs S.þ. vegna | þess, að flugvél frá Jemen , hafi brotið flughelgi Suður- í| , Arabíska Sambandsins í gær. g Ástandið þar hefur verið mjög I spennt, síðan brezkar flgvélar köstuðu sprengjutn á virki i Jemen, nýlega. NTB-Moskvu. — Nikita Krústjoff, forsætisráffherra Sovétríkjanna, segir í orðsend- ingu til ungverska fó'iksins í dag, að ungversku Ieiðtogarn- ir hafi rétta og viturlega stefnu: NTB-Oslo. — Sáttarfundur hófst milli norska Alþýðusam- bandsins og atvinnurekenda kl. 100 í morgun, og mun hann af- gjöra, hvort 135.000 iðnverka- K menn fara í verkfall bráðlega. g Ekkert bendir til að von sé á ,, samkomulagi nú. NTB-Helsingfors. — Mál- gagn finnska Agrarflokksins, Maakansa, Iét fyrst í ljós álit sitt á Sukselainen-mlinu í dag og skrifaðí, að fyrrv. forsætis- ráðherra hefði átt að harma, að hann hafi tekið þátt í veizlu með flóttamönnum firá Est- landi, i stað þess að koma með fjölda skýringa. NTB-London. — Boðað hef- ur verið til fundar foirsætis- ráðherra Samveldislandanna einhvern tíma í júli. Talið er líklegt. að forsætisráðherra Zanzibar muni mæta. Auk þess mætiir forsætisráðherra Ny- asalands, og frá Kýpur kemur líklega Makaríos forseti. NTB-Canberra. — Forsætis- ráðherra Ástralíu sagði í dag, að Ástralía myndi veita Mala- ysíu hernaðaraðstoð, ef hún þyrfti þess með vegna deiln- anna við Indónesíu. NTB-Aþenu. — Þúsundir stúdenta fóru í mótmælagöng- ur í Aþenu í dag, og kröfðust þess, að Grivas,' fyrrverandi EOKA-leiðtogi, fengi að hverfa heim til Kýpur. Þáttur kirkjunnar irð og hjorð Það eru fáir drættir úr þeirri fjölbreyttu mynd, sem manns- hugurinn hefur gjört sér af Kristi, sem hafa orðið íslend- ingum hugstæðari en hirðirinn með lambið á herðum sér eða í faðrr.i sér. Þetta er raunar engin furða, því að þessi líking mun eftir rúnaristum í hellum og kata- kombum, einmitt vera ein hin fyrsta, sem vekur og hvetur hönd og huga listamannsins til að móta myndir af Jesú. Og hins vegar hafa íslend- ingar um aldaraðir fyrst og fremst verið hjarðmannaþjóð, svo að nær hver einasti maður hefur einllvern títma verið smali . og átt þá ósk heitasta, að geía kallazt góði hirðirinn Margir, jafnvel núlifandi menn, hljóta að muna atvik frá æsku sinni, þar sem þeir næst- um dag eftir dag, lögðu að ein- hverju leyti Lífið í hættu fyrir hjörðina í óveðrum og einstig- um. íslenzkrar náttúru og auðn- ar. Og eins niuna sumir stund- ir, þar sem lítið lamb var vaf- ið í fötin, sem tekin voru af eigin líkama, eða látið ofan í rúm og lífgað við ylinn frá eigin hjarta, meðan hríðin eða slyddan fór ómjúkum kruml um um þekju og ljóra. Nú fækkar íslenzkum hirð- um, og fjárgeymslan hefur breytzt og orðið auðveldari í girðingum og aðstöðu tækni, og tækja. En samt mun hirðis- líking guðspjallanna um Krist enn vera hugstæð og hjart- fólgin íslenzku sveitafólki. Og aldrei skilja fslendingar Krist betur en sem góða hirðinn, sem getur lagt allt í sölurnar. En hirðislíkingin helzt, þótt aðstaðan breytist, færist aðeins yfir á annað svið: Kennari og nemendur geta verið og ættu að vera hirðir og hjörð í hættum og sviptibylj- um hraða og glaums, þar sem úlfurinn stundum í lambslíki eða sauðargæru, er hvarvetna til baga. Prestur og söfnuður gætu líka verið og hefur oft ve'/' líkt við hirði og hjörð. Þótt stundum hafi verið skipt um nafn og presturinn kallaður sauður, þegar hann hefur lítt hirt um forystuhlutverk sitt lengi. En bæði á hann að gæta hjarðar sinnar við hættum aldarfarsins og úlfum hræsni og blekkinga og leiða hjörðina í grænkandi sumarlönd guðs- ríkis friðar, frelsis og fegurð- ar. Og þó er ótalið enn það svið andlegs eða menningarlegs lífs, þar sem hirðir og hjörð eru einna sterkast mótuð nú á dögum, en það er flokkur og foringi í stjórnmálum. Og þar komum við að því, sem Kristur varar sína læri- sveina mest við, hjarðhvöt og hugsunarleysi, ef illa tekst til og hirðirinn gæti reynzt fals- spámaður Enda má einnig full- yrða, að stærsta hættan í lífi þjóðanna og mannkynsins, geti falizt í sambandi birðis og hjarðar, ef hirðirinn er slæm- ur, eigingjarn eða blindur og hjörðin heimsk og sljó. Þannig hefur ávallt farið með stórar hjarðir, já, heilar milljónaþjóðir, áður en stór- styrjaldir brjótast fram, „og hugstola mannfjöldans vitund og vild er Villt um og stjórnað af fám“. Þannig hefur verið í Hitlers- Þýzkalandi okkar tima á Ítalíu og Spáni, í Rússlandi og jafn- vel meira og minna í lýðfrjáls- um löndum, sem svo eru nefnd. Og sannarlega ættum við öll að gæta vel að ekkert slíkt geti hent jafnvel í smáum stíl í okk- ar eigin félags og stjórnmála- lífi. Það þarf að prófa hirðana, hvort rödd þeirra er Guðs rödd sannleika, kærleika og réttlæt- is. „Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá“, sagði góði hirðirinn sjálfur. Hann sagði rrfrssmm líka KOMIÐ, FYLGIÐ MÉR, en hinir segja FARIÐ, HLÝÐ- IÐ SKIPUNUM höfðingjanna, herforingjanna, klíkustjórnar- anna, sem við setjum ykkur. Einn mesti aðstöðumunur, og eitt af því, sem ekki má gleym- ast í hirðisstarfi Austurlanda og Vesturlanda, t.d. hér á ís- landi, er það, að hirðirinn á dögum Jesú kallaði hjörð sína á eftir sér, og gekk á undan henni og leiddi hana þannig fram hjá hættum og í gott hag- lendi. Þarna skapaðist því miklu eðlilegra og innilegra samband milli hirðis og hjarðar en orð- ið gæti til hirðislíkingar hér, þar sem smalinn rekur hjörð- ina á undan sér. En þannig þekkist einnig GÓÐI HIRÐIRINN. Hann ætl- ar sér mestu hættuna og erf- iðið sjálfur, brýtur ísinn, ryð- ur brautina, heggur frumskóg óteljancíi wrðugleika, vinnur ljósin á veginum. En LEIGULIÐINN veigrar sér við hættunum, fórnar engu og gætir fyrst og fremst eigin hagsmuna. „Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá.“ „Eng- ' inn les vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum.‘“ Líkist hirðir þinn Kristi, hetju ljóssins, friðarboðanum, guðskrafti hans, sannleiksholl- ustu og fórnarlund. Ef svo er ekki, ættir þú að gæta vel hverjum þú fylgir, hvar sem þú ert í hjörð staddur. Og svo er takmarkið sem hjörð Krists stefnir að, auðþekkt hið GÓÐA, FAGRA og FULLKOMNA. Verið fullkomnir eins og fað- irinn í himnunum, segir góði hirðirinn við sína hjorð. Árelíus Níelsson. ríMINN FL YTUR FJÖLL Flestir íslcndingar, sem láta sig myndlist nokkru varða, eru senni- lega hættir að trúa því, sem einu sinni var logið í þá, að vissar stefnur í málaralist, sem voru að ryðja sér til rúms á miðjum fyrra helmingi þessarar aldar, væru tilraunir til að blekkja fólk. Að minnsta kosti er fátítt aö hitta fólk, sem hefur haldið í slík an átrúnað fram á þennan dag. Fyrir tíu til fimmtán árum var það daglegt brauð, þar sem mynd list bar á góma. Þessi skoðana- mótun var hægðarleikur við þjóð, sem kunni lít tskil á myndlist og hefði glutrað niður þeim fornu myndlistarverðmæt- um, sem hún sjálf átti ef nokkrir ötulir safnarar hefðu ekki gerzt til að bjarga, því jafnvel enn í dag finnast listgripir í reiðileysi á kirkjuloftum eða koma til skila úr glatkistunni. Ef flett er blöðum, ca. 20 ára gömlum, má finna margar grein- ar, þar sem íslendingum er sagt, að „menn eins og Picasso" hafi gefizt upp á listinni og tekið upp loddaraskap til að breiða yfir það og svindla á almenningi. Menn eins og Candinsky og Mondrian hefðu fengið fyrir ferðina, ef greinarhöfundar hefðu kunnað að nefna þá, en höfundar voru „menn með ábyrgð“. Þeir réðust ekki á garðinn, þar sem hann var lægst- ur og hirtu lítt um minni spá- menn, en töldu sér skylt að vara þjóðina við innlendum sporgöngu mönnum Picassos og hans kóna. En brjóstvitið gcrði strik í reikninginn. Áreiðanlega var það brjóstvitið, sem læddi því að mönnum, að það væri útilokað að ógeggjaðir málarar verðu ævi sinni til að blekkja fólk kaup- laust. Þeir litu á „klessumálar- ana“ og fengu ekki séð, að þeir væru geggjaðir. Þetta reið bagga- muninn, svo tíminn leiddi í ljós, hverjir voru að blekkja fólk. Þeir eru nú, að mestu, horfnir af rit- vellinum, en blekkingar þeirra rifjast upp, þegar komið er á sýn- ■ingar abstraktmálara, þar sem •mörg verk hafa selzt. • Kristján Davíðsson heldur nú málverkasýningu í Bogasal Þjóð- minjasafnsins og þar hafa 15 mál verk selzt af 25. Kristján hefur verið sterkur persónuleiki í ís- lenzkri málaralist síðustu fimm árin, maður, sem óþarft er að kynna, en verk hans freistandi umræðuefni, þótt undirritaður leikmaður fjalli ekki um slíkt í blaðagrein. En vert er að gera sér ljóst, að sala 15 abstrakt-mál- verka eftir sama mann hefði ekki átt sér stað í Reykjavík fyrir ca. 20 árum. Að fólk hefði komið á slíka málverkasýningu fyrir 20 ár- um, til annars en að fussa ' og sveia, er ekki sennilegt. Hitt er áreiðanlegt, að þá hefðu verið skrifaðar greinar til að sýna fram á skepnuskapinn og m5 gera sér í hugarlund, að þær hefðu komið einhverjum á sýningarstað, þó ekki væri til annars en fussa yfir málverkunum. Það merkilegasta er, að tíminn flytur þau fjöll, sem byrgja fyr- ir útsýnið. Bald'ur Óskarsson. KLÚBBFNUDUR Næsti klúbbfundur Framsókn- armanna í Reykjavík verður hald. inn að Tjarnargötu 26 mánudag. inn 13. apríl kl. 8,30. Fundarefni: Sveinn Torfi Sveinsson verkfræð- ingur flytur erindi um yfirborð vega. Framsóknarmenn, sækið fundinn vel. — Nefndin. ÁRNESINGAR Hin árlega árshátíð Framsókn- armanna í Árnessýslu verður hald- in í Selfossbíó* síðasta vetrardag (22 apríl). Eins og jafnan áður verður vandað til dagskrárinnar og verðui nánar sagt frá henni síðar í blaðinu. Framsóknarkonur Félag Framsóknarkvenna í Reykjavík heldur fund miðviku- daginn 15 þ.m. kl. 8:30 i Tjamar- götu 26, Dagskrá verður auglýst síðar. FUF Á AKRANESI Aðalfundur FUF Akranesi verður haldinn í Framsóknarhús- inu, sunnudaginn 12. apríl kl. 2 e.h. Á fundinum mætir Eyjólfur Eysteinsson, erindreki SUF. _ stjórnin. Kristján Davíðsson í Bogasal. (Ljósmynd: Tíminn, GE) 2 T í M I N N, sunnudagur 12. aprfl 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.