Tíminn - 12.04.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 12.04.1964, Blaðsíða 14
56 KONA CHURCHI inentine, og síðan skelltu þær báð- ar upp úr. „Ég gerði mér ekki grein fyrir, hve hratt ég gekk,“sagði frú Roose velt síðar, „ég veitti því heldur ekki neina athygli, hve þreytt hún varð. Ég er viss um, að hún var ekki jafn hraust og ég var þá, svo að hún hlýtur að hafa verið alveg úrvinda." Eleanor baðst afsöknar á hegð- un sinni, en eftir fáeinar mínútur kviknaði gamla Churchill þraut- seigjan á ný í brjósti Clementine, og hún stóð upp, og þær héldu á- fram för sinni. „Ég man greinilega eftir því, sem við sáum í Dover", sagði frú Roosevelt síðar. „Það hafði verið gerð sprengjuárás á aðalstöðvar W.R.N., og við fórum til að sjá, hvaða tjóni hún hafði valdið, og fórum einnig til að skoða skip, sem þeir sáu um. Við komumj þangað, sem fólkið hafði leitað sér hælis í klettum. Þetta voruj mér mikil viðbrigði, enda var ég nýkomin frá Ameríku, þar sem j við höfðum af engu þvílíku að segja. Þetta var mjög fróðlegt.'' í þnár vikur ferðuðust þær nær hvíldarlaust á mtUi herstöðva, hergagnaverksmiðja og eyðilagðra heimila. Þegar frú Roosevelt kom aftur til London, snæddi hún kvöldverð a Downing Street. Það voru fáir gestir. Þeir voru Brend- an Bracken upplýsingamálaráð- herra, iafði Denman, yfirmaður landhers kvenna, lafði Limmerick frá brezka Rauða krossinum, Rak el Crowdy hefðarfrú, en hana hafði frú Roosevelt hitt í Banda- ríkjunum. Enn fremur var þarna Brook bershöfðingi, yfirmaður herráðsins, Henry Morgenthau yngri, fjármálaráðherra Banda- ríkjanna, og einkaritari og félagi Eleanor Roosevelt, ungfrú Thomp- son. í samkvæmi þessu kynntist Eleanor Roosevelt enn betur per- sónuleika Clementine. „Hún hafði afar fallega framkomu, sem íkom vel í Ijós þetta kvöld“, sagði frú Roosevelt. „Talið barst að Spáni, og það varð til þess að skoðana- ágreiningur kom upp á milli hr. Churchills og mín. Hann hafði spurt Morgenthau, hvort Banda- píkin sendu nógar vörur til Spánar og hvort þær næðu þangað heilu og höldnu. Þegar Morgenthau svaraði því til, að hann vonaði að nægar birgðir kæmust á leiðar- enda, sagði ég, að ég teldi það heldur seint og bætti við, að við hefðum átt að gera eitthvað til að aðstoða lýðveldissinna á Spáni á meðan á borgarastyrjöldinni stóð.“ „Ég var stuðningsmaður Franco stjórnarinnar, þangað til Þjóð- verjar og ítalir héldu inn í Spán til að aðstoða Franco,“ sagði Win- ston. „Ég fæ ekki séð, hvers vegna ekki hefði átt að aðstoða lýðveld- issinna“, maldaði frú Roosevelt í móinn. Forsætisráðherrann svar- aði: „Þéi og ég hefðum verið meðal beirra fyrstu, er misstu höfuðið, ef lýðveldissinnar hefðu sigrað. Andstaðan gegn fólki eins og okkur, hefði breiðzt út “ ,,Það skiptir. engu máli, þó að ég hefði misst höfuðið/' sagði Eleanor. „Ég vil hvorki, að þér missið höfuðið né ég sjálfur," svaraði Winston þrjózkulega. Clementine hafði hingað til hlustað þrætur þeirra án þess að mæla orð af vörum, en nú hall- aði hún sér fram á móts við Win- ston og sagði rólega: „Ég held, að frú Roosevelt geti haft rétt fyrir sér.“ Winston var augsýnilega ofsa- reiður. „Ég hef haft vissar sann- færingar í sextíu ár, og ég hef ekki í hyggju að fara að breyta þeim nú,“ svaraði hann gremju- lega. Umræðurnar voru komnar í hálfgerða sjálfheldu, svo að Cle- mentine ákvað einfaldlega að relca á þær rembihnútinn,'1 sagði frú Roosevelt síðar. „Til allrar hamingju vorum við í þann veg- inn að Ijúka málsverði. Hún reis á fætur og sagði aðeins við bónda sinn: „Ég held að það sé kominn tími til að við yfirgefum þig.“ Og við fórum. Hún hafði ákveðið á kurteisan hátt að kvöldverðin- um væri lokið, enda séð fram á að það væri heppilegast eins og á stóð. Hún var afskaplega kurteis og kunni .sig fram í fingurgóma. Þá sá ég í fyrsta sinni, hve stór- snjöll hún er í viðræðum sínum við hann. Hún getur bæði tekið á móti og bitið frá sér.“ Á fáum andartökum hafði Cle- mentine gert frú Roosevelt fylli- lega ljcct. að hún var ófús til að i láta sem iienni líkaði vel við skoð- j anir manns síns, ef hún var ekki á sama máli Reiði Winstons og þjakandi andrúmsloftið, sem fylgdi eftir þessar orðræður, j hvarf skjótlega, eftir að Clemen- tine hafði nær áreynslulaust töfr- að umræðurnar yfir á annað svið. Þegar Eleanor kom heim hinn 17. nóvember, var símskeyti þeg- ar sent til Downing Street, svo- j hljóðandi. i „F:D:R. til Winstons S. Chur- chill Fyrrv. sjóliði: Frú Roosevelt kom heim heilu og höldnu í morgun. Ég tók á imóti henni á flugvellinúm, og leið henni vel og var afar ánægð með ferð sína Ég þakka yður og frú Churchill fyrir að annast svo vel um hana Roosevelt." I Clementine varð oftar sjálf- skipaður mannasættir milli þeirra Eleanor og Winstons, þegar þau lentu í löngum þrætum um, hvern- ig ætti að endurskipuleggja heim- j inn. Við oadegisverðarborðið eitt sinn, þegar þetta umræðuefni bar 1 á góma, sagði Eleanor og lagði ' ríka áherzlu á orð sín: „Bezta i leiðin til að varðveita friðinn, er, að bæta lífskjör fólks í öllum löndum.“ Winston mælti henni á móti og sagði: Bezta ráðið til að koma á varanlegum friði, væri samkomu- lag með Englandi og Bandaríkj- unum um að . koma í veg fyrir heimsstyrjöld með því að sameina heri sína Að sjálfsögðu gætum við einnig boðið Rússlandi upp á sama samstarf,“ bætti hann síðan við. Hvorugt þeirra vildi láta undan. Clementine breytti um umræðuetni og þrætunum var lokið án niðurstöðu. Oft kom það í hlut Clementine að lægja öld- urnar á ný, eftir að Churchill hafði einhverra ástæðna 'vegna, móðgað einhvern. Eitt sinn var hann í útvarps- , stöðinni B.B.C. og sat þar fund um útvarpsmál. Clementine hafði farið með honum. Umræðurnar tóku ekki þá stefnu, sem hann vildi, svo að honum gramdist. Öll- um viðstöddum á óvænt, gekk | hann, skyndilega út, án þess að gefa nokkra skýringu á hátterni sínu. Þegar hann var farinn, reis Clementine upp. „Verið þér sæl- ir“, sagði hún og brosti töfrandi brosi við öllum viðstöddum, og þannig róaði hún fundarmenn eftir undrunina og óttann vegna hinnar skyndilegu útgöngu for- sætisráðherrans. 4. janúar 1944 kom bréf frá Hvíta húsinu, sem kom stríðinu ekkert við, en bar Ijóslega vitni vaxandi ástúð og vináttu milli Churchill-tjölskyldunnar og Roose 1 velt-fjölskyldunnar. Bréfið var svohljóðandi: „F.D.R. til hr. og frú Churchill í Lundúnum. Kæru Clemmie og Winston: Meðfylgjandi úrklippu fann ég á borði mínu, er ég kom heim. j Af henni að dæma, virðist dag- 1 blaðið Desert News í Salt Lake 1 City, telja náin skyldleikabönd milli Clemmie og Mormóna. Og síðasta setningin sýnir, að Winston er skyldur þeim einnig í sjötta lið 14 leiksviðið baðað hálfrökkri. Gjald kerinn fann, hvernig þreytt hjarta hans barðist veiklulega í brjóstinu. Þeim mun ljósari var honum sú angurljúfa ham- ingja, sem hlaut að fylla brjóst ungra elskendá, sem sátu hlið við hlið í þessu umhverfi og létu heimullega vel hvort að öðru, svo hættulegt sem það annars gat ver- ið. Hann fylgdist með síðustu sólargeislum hinnar hnlgandi sól- ar leika í bogagluggunum, hlust- aði á hvernig strokhljóðfæri hljóm sveitarinnar léku undir ljúfum tónum einleikarans og andaði djúpt að sér höfgum rósailminum og hugur hans fylltist skilningi og meðaumkun með þessum tveimur ungu hjörtum, sem slógu við hlið hans. Ást þeirra var ef til vill eitthvað, sem var symþigt og rangt samkvæmt ströngustu siðaskoðunum, en þau voru bæði ung, indæl og mannleg og Jaatin- en fékk ekki séð hvernig hann gæti sanjræmt tilfinningar sínar til þeirra því, sem almenn skyn- semi hans bauð honum að gera. Leikurinn hélt áfram sinn gang uppi á sviðinu. Jaatinen tokst með herkjum að hemja tilfinn- ingar sínar. Og til þess að sann- færa sjálfan sig um að hann hefði aðeins orðið vottur að einum leik, fálmaði hann eftir piparmyntu- töflu í vasa sínum og reyrtdi að fylgjast með því, sem gerðist á sviðinu, á meðan hann mau-laði pilluna. í kvöldkyrrðinni heyrðist tón- listin frá dansstöðunum niður við ströndina í Visby greinilega í gegnum opna gluggana og allt niður til skips. Leiknum í klausturrústunum hafði lokið um ellefu leytið. Þ^r sem m/s Cassiopeja átti ekki að leggja af stað til Kaupmannahafn ar fyrr en klukkan þrjú um morguninn, stakk Latvala byggingarverktaki upp á, að þau skyldu leggja leið sína til Snack- gardsbaden og fá sér þar eitthvað að snæða og njóta lífsins í eftir- lajtisstað túristanna í Visby. Berg verkfræðingur féllst þegar á upp- ástunguna óg Lindkvist og gjald- kerinn tóku henni með fögnuði. Hins vegar var hún ekki jafnvin- sæl hjá konunum Kirsti Hiekka og Aulikki Rask þögðu, en það mátti glögglega sjá að þær brunnu í skinninu eftir að kom- ast þangað. Frú Berg og frú Lat- vala lögðust gegn tillögunni og hik uðu ekki við að láta skoðun sína í Ijós, en að lokum *beygðu þær sig undir vilja meirihlutans súrar i bragði. Kvöldverðinum var lokið. Hann var dýr, en stóð samt fyllilega fyrir sínu Þau höfðu einnig drukkið ; hofi og að lokum fengið sér kaffi og konjak, en samt sem áður ekki allt eins og bezt varð kosið. Það var eins og eitthvað lægi í loftinu, eitthvað, sem boðaði illt og fél! ekki inn í umhverfið. Umhverfiö — ramminn — var næstum fullkominn. Þau sátu í loftgóðum, snyrtilega búnum veit ingasal og höfðu fengið þægilegt gluggaboið Dyrnar út á svalirn- ar stóðu opnar og milt nætur- loftið streymdi inn. Það var ekki heldur neitt út á útsýnið að setja. Smáhækkandi máninn lýsti upp kolsvarta nóttina. Ágæt hljómsveit lék á palli við vegginn á móti og vínarvals hafði j komið mörgum gestunum til að i iðka fótamennt á gólfinu. Berg og Latvala höfðu verið svo kurteisir að bjóða upp mökum sínum, Lind kvist hafði dansað við Hiekka lækni og Jaatinen hafði orðið eftir við borðið ásamt ungfrú Rask. Gjaldkerinn hafði 4 gamal- dags hátt afsakað sig kurteislega og talið aldur sinn koma i veg fyrir að hann gæti dangað, en þeim mun kurteisari yar hann sem borðnautur. AuliKki Rask ! virtist ekki láta sér bilt við verða og þau spjölluðu á meðan um leikinn. Fram að þessu hafði allt gengið vel. En nú, þegar hljómsveitin hóf upp annan slag og eggjandi négramúsík fyllti salinn, var sem öll samræða við borðið yrði þving uð og óeðlileg. Jaatinen, sem vissu leyti taldi sig standa utan við fylgdist af athygli með breyttri rás viðburð- anna. Hann horfði á Lindk.ist og honum var ljóst, að þessi k^pfafélagi hans gerði sér einnig ljóst. að eitthvað nýtt var á seyði, enda hafði hann áður játað fyrir t Jaatinen. að hann hefði gaman | af að virða fyrir s-iír fólk og at- huga viðbrögð þess. Nú fylgdist hann með af athygli, þótt í fljótu bragði virtist á honum kæruleysi- svipur. Latvala hafði augsýnilega hitn- að í dansinum Feitlagin kona hans hafði áreiðanlega verið of þng fyrir hann til að dragnast með úti á dansgólfinu. Að minnsta kosti andaði hann þunglega og blés og stundi við þungan. Jafn- framt svipaðist hann órólega um salinn. Kona hans hallaði sér aftur í stólinn og hélt á sígarettu milli fingranna. Hún svipaðist einnig um, en augnaráð hennar var hvorki óró- legt né hvikult. Þessi grænu, hörðu augu virtu fyrir sér víg- stöðuna, hörð og köld. Berg, sem sat við svaladyrnar, iðaði óstyrkur í sæti sínu. Að lokum greip hann teskeið og byrjaði af ákafa að hræra í kaffi- bollanum. Frú Berg sat jafn hnarreist og ætíð endranær og það var ekki laust við að færi hrollur um gjaldkerann, þegar hann horfði á hana. Hún minnti hann ósjálfrátt á uppsetta stál- brynju miðaldarriddara. Getur hún aldrsi sett upp annan svip en þennan fýlulegan og fráhrindandi hofróðusvip? hugsaöi Jaatinen gremjulega Og aftm rann honum kalt vatn milli skinns og þörunds. Kirsti I-Iiekka og Aulikki Rask ræddust við í hálfum hljóðum um 1 einhverja einskisverða hluti. Sú síðamefnda hló við, en hlátur hennar var stuttaralegur og óeðli legur. Það sló þögn á alla og glamrið í skeið Bergs varð enn greini- lega. Hann hætti snögglega, greip konjaksglasið og tæmdi það í botn. Þá sneri hann sér við og virtist fyrst nú taka eftir tónlist- inni. Hann skaut fram hökunni þrjózkulega stóð á fætur og hneigði sig síðan fyrir Kirsti Hiekka. — Kannske ættum við líka að fá okkur snúning. . . Hún leit sem snöggvast á frú Berg, en reis upp á sama andar- taki. Berg steig einu skrefi nær henni og bauð henni arminn. Þau gengu rakleiðis að dansgólfinu og voru von bráðar horfin inn í dansandi skarann. Jaatinen gjaldkeri hóstaði og nokkur stund leið, áður en hann þorði að gjóta augunum á frú Berg. Hún sat jafn róleé sem áður og leit nánast út sem úthöggvinn saltstólpi. Ef til vill var munn- svipurinn örlítið ákveðnari og ákveðnari og rauðir dílarnir í kinnum hennar höfðu ekki verið þar fyrir. — Þú mátt ósköp vel fylgja fordæmi vinar þíns. Það var frú Latvala, sem talaði, hunangssætt og ísmeygilega, og það var greinilegt að hún hafði beint orðum sínum að manni sín- um. Það virtist sem þrjózkan væri smitandi í kvöld, þar sem Latvala svaraði konu sinni aðeins með því að yppta öxlum. Síðan sneri hann sér að einkaritara sínum og sagði: — Hvers vegna ekki? Það væri ágæt hreyfing. Eigum við að reyna? — Það var rétt, reyndu bara, hélt frú Latvala áfram silkimjúkri röddu. Aulikki Rask hristi dökkt hárið Iiún deplaði augunum og hikaði T í M I N N, sunnudagur 12. apríl 1964. _ 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.