Tíminn - 12.04.1964, Blaðsíða 3
fbúð brezka söngkvartettslns
„Tlie Beatles" í London, þar
sem þeir búa, þegar þeir ern
á þeim slóðum, fylltist nýlega
af bréfum og gjöfum vegna
þess, að einn bítlanna, George
Harrison, varð 21 árs. Alls >
þurftu póstþjónarnir að rogast
þangað með 52 póstpoka, fulla
af alls kyns gjöfum, m. a. hár-
burstum, skyrtum sokkum o.
fl. þess háttar. Á myndinni sjá
um við George líta yfir póstinn.
★
Dr. Richard Beeching, hinn
umdeildi, en harðduglegi for-
stjóri járnbrautarlesta brezka
ríkisins, reynir nú að auka tekj
urnar með því að notfæra sér
einn óútrýmanlegasta þált
mannlegs eðlis, þ. e. „snobbjð".
Felst það í því, að fyrir 10 sh.
pr. mílu getur farþegi fengið
að vera í vagni, sem áður var
eingöngu notaður af drottningu
landsins!
Fyrstu viðskiptavinirnir voru
fyrirtæki, sem vildu fá að halda
ráðstefnur og fundi í frið og
ró. Og auk þess þótti þeim gott
að heyra, að flutningskostnaður-
inn kemur til frádráttar á skaít
skýrslunni!
¥
Bandaríkjamenn gera hvað
þeir geta til þess að geta verið
jafn framarlega á sviði vísinda-
rannsókna í framtíðinni og
Sovétríkin, og í því skyni ætla
þeir nú að reyna nýtt kennslu-
kerfi í tíu borgum Bandaríkj-
anna, þar á meðal í New York,
Chicago, San Francisco og
Baltimore. Þeir ætla sér að
kenna fimm ára börnum grund
vallaratriðin í stærðfræði,
eðlisfræði og dýrafræði!
¥
Ættflokkastyrjaldir Indíán-
anna í Bandaríkjunum eru
ekki liðnar í tímanna skaut, og
í dag geisar styrjöldin milli
Matinecock-ættbálksins og
Mohawk-ættbálksins. Og deilu-
málið er frímiðar á Heimssýn-
¥
inguna í New York!
Mohawkarnir telja sig, sarn-
kvæmt gcailum samningi, eiga
rétt til þess að dvelja á Flush-
ing Meadow, þar sem heimssýn
ingin verður haldin.
En Matinnecockarnir, með
Sun Tamo prinsessu í broddi
fylkingar, telja, að Mohawkarn
ir hafi aldrei komið nær en
300 km. frá Flushing Meadow
af þeirri einföldp ástæðu, að
landareignin var í eigu for-
feðra hennar.
„Ef einhverjir Indíánar fá
frímiða á heimssýninguna, þá
verðum það við“ — sagði
prinsessan. — „Mohawkarnir
ættu að hafa vit á að halda
sínurft löngu fingrum burt frá
veiðilöndum okkar!“
Tíkin hér á myndinni er engin
venjuleg tík — hún er stórfínn
akróbat! Hún heitir Perla og
er í eigu józks bónda, sem
eitt sinn sá sirkus. þar sem
hundar sýndu akróbatik. Hon-
um datt í hug, að þetta hly(i
Perla að geta líka og hóf því
að æfa hana sjálfur.
Og í dag gerir Perla hinar
furðulegustu kúnstir. Hún get-
ur t. d. farið í þrjú hcljarstökk
aftur á bak í röð! Og í slíku
heljarstökki fer hún venju-
lega hálfan annan metra upp i
ioftið!
Það er því ekki að furða,
þótt Perla sé eftirlæti í byggð
inni — þ. e. allra nema dverg-
hundsins Fido, sem alltaf er
fullur af öfundsýki!
*
★
Eangelsi er venjulega sá stað
ur, sem fólk reynir að forðast,
én svo var þó ekki um Louis
Santana í Los Angeles. Hann
var gamall fangi, sem sleppt
hafði verið til reynslu, en var
stuttu síðan handtekinn fyrir
að brjótast inu í fangelsið! Sagð
ist hann vera að flýja frá kvcn
manni. '
Og Louis var heppinn. Dóm
arinn taldi, að innbrotstilraun
hans væri brot á skilyrðum
reynslutímans og stakk honum
inn aftur.
*
Skýrsla bandarísku heilbrigð
sígarettureykinga varð til þess,
sígarettureykinga vairð til þess,
að fjölmargir fóru í næstu verzl
un og keyptu sér pípu. Og kon-
urnar eru engir eftirbátar karl
mannanna í þeim cfnum.
Ungar stúlkur virðist halda
mest upp á iangar pípur þessa
dagana, og danska söngkonan á
myndinni, Dorthe Larsen,
keypti sér eina nýlega og sór,
að hún skyldi aldrei aftnr
snerta á sígarettum. Hún kallar
pípuna Tobias, en vinátta þeirra
varð dáiitlum erfiðleikum bund
in til að byrja með, eins og
sjá má.
¥
Oberst Lowell Conner fannst,
að menn hans í heimavarnariið-
inu í Georgíu væru alit of feit-
ir og skipaði þeim því að megra
sig þegar í stað.
Nú nýlega komu 418 heima-
varnarliðsmenn til obertsins,
röðuðu sér upp fyrir framan
hann og tilkynntu stoltir, að
þeir væru nú samtals tveirn
tonnum léttari!
En Conner var ekki ánægður:
„Farið og megrið ykkur um
eitt tonn til“ — sagði hann, —
„þá fyrst getur Georgía verið
þekkt fyrir að hafa ykkur!“
yv
Ráðamenn í Sovétríkjunum
berjast hart gegn alls konar
trúarbrögðum og reyna margt
í því skyni. Nú nýlega var
send út áskorun þess efnis, að
verkamennirnir skyldu hætta
að halda upp á úrelta helgidaga.
en minnast í staðinn þess dags.
þegar þeir fengu laun sín f
fyrsta sinn. eða þegar þeir
fengu persónuskilríki!
Fyrir nokkru er lokið töku
þeirrar djörfustu kvikmyndar,
sem tekin hefur verið í Holly
wood — þ. e. „The Carpetbagg-
ers“ með hinni þekktu Carroll
Baker. í myndinni dansar Can -
oll nektardansa og gerist fyrir-
sæta í listaskóla í París (sjá
mynd). Og í fyrsta skipti á æv-
inni birtist hún allsnakin, sitj
andi fyrir framan snyrtiborð-;
spegil. Þegar það atriði var
tekið, voru allir aðrir en tækni-
fræðingarnir og leikstjórinn
reknir út og kvikmyndaveríð
umkringt af lögreglunni!
Þegar að myndatökunni lok
inni fór Caroll til Kenya, þar
sem hún leikur í kvikmyndinni
„Mister Moses“ ásamt Robert
Mitchum. Og fegurö hennar
vakti einnig athygli þar, því
að einn hinna innfæddu höfð-
ingja vildi kaupa hana fyrir
267 pund og 10 shillinga, auk
150 kúa og 200 geita, en það
er miklu hærra verð en tíðkast
á kvennamarkaðinum þar.
T í M I N N, sunnudagur 12. apríl 1964.
J
3