Tíminn - 12.04.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.04.1964, Blaðsíða 7
Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar:\ Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas ICarlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Walter Lippmann ritar um alþjóðamái: Fullbright hefur ennþá sýnt að hann þorir að segja sannleikann Ræða hans mun veróa upphaf aó tímabærum umræðum Verðtrygging sparífjár Fjórir þingmenn Framsóknarflokksins, Jón Skaftason, Ólafur Jóhannesson, Karl Kristjánsson og Skúli Guð- mundsson, hafa nýlega lagt fram í sameinuðu þingi til- lögu um kosningu fimm manna milliþinganefndar, sem athugi með hverjum hætti verði komið við verðtrygg- ingu sparifjár, að öllu eða einhverju leyti. í greinargerð tillögunnar er það rakið, að um alllangt skeið hafi innlánsvextir af spaxifé ekki nægt til að vega á móti þeirri verðfellingu peninga, sem átt hafi sér stað. Einkum hafi þetta þó verið áberandi tvö seinustu árin. Þetta hafi haft óheppileg áhrif á mörgum sviðum. Sparifjársöfnun hafi orðið of lítil, því að menn hafi held- ur kosið að festa fjármuni sína í öðru. Þess vegna hafi orðið skortur á lánsfé og það valdið atvinnuvegunum miklum erfiðleikum: Þá er sýnt fram á, að hin stöðuga verðrýrnun pen- inga hefur matað verðbólgudrauginn, sem trödríður ís- lenzkri þjóðfélagsbyggingu meir og skaðvænlegar en flest annað. Gróðinn, sem sífellt verðfall peninganna hefur skapað, orsakar æðisgengið kapphlaup um hið tak- markaða lánsfé og verðbólgufjárfestingu. Endurskipt- ing eigna þjóðfélagsins, þar sem lántakendur hagnast stöðugt á kostnað lánveitenda, getur ekki talizt sanngjörn né verðskulduð. Vegna alls þessa telja flutningsmenn rétt, að fram fari ýtarleg athugun á því, með hverjum hætti mögulegt gæti verið að verðtryggja sparifé að einhverju eða öllu leyti. Sparifé hefur verið verðtryggt að meira eða minna leyti í Finnlandi, Frakklandi, fsrael, Svíþjóð og ef til vill víðar, og er nauðsynlegt að kanna, hver reynslan af því hefur orðið í þessum löndum. Fyrirsjáanlegir eru nokkrir framkvæmdaerfiðleikar við upptöku verðtryggingar á sparifé, en þeir ættu að vera yfirstíganiegir hér, ef þeir eru það í framangreind- um löndum. Mikilvæg spurning er, hversu víðtæk verðtryggingin eigi að vera, hvort hún eigi að ná til allra innlána ellegar aðeins til bundinna sparifjárinnstæðna. Fyrir fram er erfitt um slíkt að dæma, en það yrði eitt af verkefnum milliþinganefndarinnar að finna svör við því. Eðlilegt er að miða verðtryggingu sparifjárins við vísi- tölu neyzluverðlags, eins og hún er á hverjum tíma. Auð- vitað yrði þá einnig að vísitölubinda útlán þessa fjár. Flutningsmenn thlögunnar telja knýjandi, að mál þetta sé rannsakað gaumgæfilega nú þegar. Fer,síðan eftir niðurstöðum þeirrar rannsóknar, hverjar leiðir þykja færar. Einskis má láta ófreistað til að sporna við þeirri óheillaþróun, sem hefur átt sér stað og færzt mjög í aukana seinustu árin. Rétta þarf hlut sparifjáreigenda og draga úr yfirstandandi dýrtíðarspennu, en verðtrygg- ing gæti áreiðanlega haft mikla þýðingu til þess að vinna móti verðbólguþróun. Kvöldsala verzlana Ákvarðanir þær, sem bæjarstjórn Reykjavíkur hafði tekið um fyrirkomulag kvöldsölu verzlana, hefur nú far- ið út um þúfur vegna sleifarlags á undirbúningi. Neyt- endur verða því verr settir eftir en áður, nema ný skipan verði gerð. Það er því nauðsynlegt, að bæjarráð og bæjarstjórn taki þetta mál upp að nýju og vinni að lausn málsins á þeim grundvelli, að sem flestir megi vel una, en þó verður að hafa það fyrst í huga, að hlutur neytenda sitji í fyrirrúmi. FULBRIGHT öldungadeildar- þingmaður var sjálfum sér lík- ur um daginn, þegar hann flutti yfir tómum þingsal ræðu um nauðsyn þess, að breyta ýmsu í utanríkisstefnu okkar til samræmis við breyttar stac- reyndir í heiminum. Þetta hef- ir oft komið fyrir áður. Ful- bright heldur því fram, sem hann álítur satt og rétt, en ekki hinu, sem talið er vin- sælt þá og þá stundina. En í þingsalnum er ekki hlustað á hann fyrr en allur heimurinn er búinn að taka eftir því, sem hann sagði. Hann er orð- inn aðalvitni sannleikans, eins og hann nú er, en það er ekki höfuðsynd að hafa rétt fyrir sér einum of snemma. Fyrir 20 árum, meðan heims styrjöldin stóð yfir, var Ful- bright þingmaður frá Arkans- as enn óþekktur. Þá bar hann fram Fulbright-ályktunina. Hún hlaut samþykki þingsins og öldungadeildin lét Conally ályktunina fylgja henni. Með þessum samþykktum varð við- horfið allt annað en það hafði verið 1919. Bandaríkin til- kynntu, að þau yrðu þátttaí- andi í heims-santökum, sem kunn eru orðin undir nafninu Sameinuðu þjóðirnar. ÞEGAR Fulbright gerðist öld ungadeildarþingmaður lagði hann fram áætlun um náms- mannaskipti, sem kosta átti með söluverði umframbirgða ýmissar vöru, sem hernutn hafði verið ætluð. Þetta var upphaf hinnar kunnu Fulbright stofnunar Fulbright varð fyrstur t:l að stinga upp á því, að þátt- taka Bandaríkjanna í endur- reisn Evrópu eftir stríði, sam- kvæmt Marshallaðstoðinni, væri g einnig látin stuðla að aukinni einingu innan Evrópu. Hann var einna fyrstur til þess að leggjast gegn „hefndarkenning unni“, sem átti rætur sínar að rekja til tilraunar Eisenhower stjórnarinnar til þess að spara fé- (Lögð var áherzla á eflingu kjarnorkuvopna en dregið úr framlögum til annarra þátta herbúnaðarins, þar sem kjarn- orkuvopnin þóttu ódýrari mið að við afkastagetu). Fulbright hefir verið aðo.l hvatamaður aðstoðar við erlend ar þjóðir til langs tíma, svo að unnt væri að koma við áætlun um til frambúðar. Og hann hef ir verið einn p.f þeim sárafáu. senn hreyft hafa andmælum vegna þeirra einkenna her- veldisstefnu, sem bólað hefir á. Fulbright var eini þingmaður inn í öldungadeildinni, sem þorði að greiða atkvæði gegn fjárveitingu til kúgunaraðgerða McCarthys. Það þorði enginn annar- Þannig einkennist ferill Ful- brights af framsýni og hug- rekki og sú saga væri höfð hér lengri ef rúmið leyfði. Engan þarf því að undra þótt hann hafi einu sinni enn kveðið upp úr með margt, sem ýmsir trúa, þó að fáum hafi enn fundizt henta að segja það. VIRÐING mín fyrir Ful- bright öldungadeildarþing- manni er ekki sprottin af því, að ég sé með öllu sammála honum í skoðunum. Eg á hér ekki við þátttöku hans í af- stöðu Suðurríkjanna að því er félagslegu réttindin varðar Hann er öldungadeildarþing- maður fyrir Arkansasfylki og hefir því orðið að velja um, hvort hann kysi að snúast gegn stefnu yfirgnæfandi meirihlutá í fylkinu eða sitja áfram í öld ungadeildinni. Eg fyrir mitt leyti er feginn því, að hann hefir kosið að sitja áfram í öldungadeildinni. Mig greinir mest á við Ful- bright um afstöðuna til Frakk- lands og Þýzkalands á þessum síðustu tímum, þegar de Gaulle ríkir enn, en Adenauer er far- inn frá. Mér virðist hann ekki hafa gert sér enn ljósar ýmsar afleiðingar alvarlegrar stað- reyndar á ástandi mála í Evr- ópu. Hin alvarlega staðreynd er, að eftirstríðs-tímanum er lokið, og Fulbright fjallaði ein Kaflar úr ræðu Fu!- bright munu birtast hér í blaðinu næstu daga. mitt um það í ræðu sinni, hver áhrif þetta hefði á kalda strið- ið og hinn vestræna heim yfir- leitt- ADRA menn greinir efalaust á við hann að sumu eða öllu leyti um önnur atriði. En þess verður sannarlega minnzt, að hann hefir hafið opinberar um ræður um hina óráðnu þætti utanríkisstefnunnar. Við njótum málfrelsis sam- kvæmt stjórnarskránni, en mál frelsi verður að rækja, ef það l að verða til heilla. Mörg þeirra atriða, sem Fulbright fjallaði um í ræðu sinni - kalda stríðið, Sovétríkin, Kína kommúnist- anna, Kúbu, Panama, Suður- Vietnam —, hafa ráðamenn lít ið rætt opinberlega og forðast ýmsar staðreyndir þessara máia meira en heilbrigt getur talizt. Ekki verður því þó neitað, að allir þessir þættir eru erfið ir viðfangs, margslungnir og óráðnir. En þeir hafa ekki ver ið ræddir, heldur hefir ríkt sam særi góðgimi og ættjarðarástar í allri opinberri meðferð þeirra. Látið hefur verið í veðri vaka, að við hverri spurningu um í þessu efni sé Fulbright á und- rétt svar, og þetta svar fengist hvenær sem væri hjá hinum opinbera málsvara utanrfkis- ráðuneytisins. •. ÝMSIR kimna nú að spyrja: Hvað um alla þá republikana, sem eru að rökræða utanríkis- stefnu Kennedy-Johnsons stjórn arinnar? Framhald é 13 síðu. í í M I N N, sunnudagur 12. aprfl 1964. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.