Tíminn - 23.04.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.04.1964, Blaðsíða 15
SÓLSKINSDAGAR Framliald af bls. 19. hingað til skírnar. Hér við þetta altari krjúpa ungmenni og stað- festa sinn skírnarsáttmála. Hingað koma ungir elskendur til að stað- festa sitt hjúskaparheit og hljóta blessun kirkjunnar. Að síðustu eru lík hinna framliðnu borin hingað og hér eru hinir látnu kvaddir hinztu kveðju og beðið fyrir sálum þeirra. Ég verð var við að fólkið er á gangi í kirkjunni og gæti að hvort það sé að ganga út úr kirkjunni, en svo er ekki. Það af fólkinu sem getur sungið gengur upp á söngloftið og syngur þar sálm undir stjóm frú Kristínar Axels- dóttur sem lék undir á kirkju- orgelið. Að söngnum loknum er þögn um stutta stund en síðan er gengið úr kirkjunni. Er ég kem út, finn ég að hér hefi ég átt helgistund, sem mun ekki gleymast. Nú þegar ferðafólkið fór í bfl- ana var allmargt af Vopnfirðing- um með. Það er ekið austur fyrir Hofsá og að stórbýlinu Krossavík en þar er snúið við og ekið fram að Refsstað. Á Refsstað eru miklar bygging- ar og mikil ræktun, tún eitt hið st^ersta sem sést á einni jörð. Allar byggingar og ræktunin munu vera verk Páls bónda Metú- salemssonar og sona hans. Hér á Refsstað er hópnum skipt. Um 40 manns fer að Torfastöðum og sitja þar kaffiboð, en þeir, sem eftir verða þiggja veitingar á Refsstað. Á Torfastöðum eru miklar byggingar, er það heimavistar- skóli fyrir börn úr sveitinni í Vopnafirði. Hér var okkur sögð sú saga, að fyrir nokkrum árum dó bóndinn á Torfastöðum Alex- ander Stefánsson, hann var ókvæntur og barnlaus, en vel fjáð- ur maður, gaf hann allar eigur sínar til skólastofnunar á Torfa- stöðum. Nú er skólinn risinn, stór og góð bygging og sjálfsagt má barnafjöldi í Vopnafjarðar- sveit tvöfaldast eða meir áður en skólahúsið verður of lítið. Frá Refsstað og Torfastöðum var ekið inn Vesturárdalinn og inn að Ytri-Hlíð. í Ytri-Hlíð hafa búið lengi hjónin Oddný Metú- salemsdóttir og Friðrik Sigurjóns son hreppstjóri. Nú er Sigurjón sonur þeirrá og kona hans farin að búa þar líka. í Ytri-Hlíð er ræktun mikil og byggingar góðar en það sem vekur undrun gest- anna er hinn stóri og fagri garð- ur, sem er við bæinn. Garðurinn mun vera um 3000 fermetrar að stærð. Það virðist vera mikil gróska í öllu sem vex í garðinum og allur ber garðurinn vott um snyrtimennsku og vökula um- hyggju. Nú nýlega hefur húsfreyjan í Ytri-Hlíð verið sæmd riddara- krossi hinnar íslenzku fálkaorðu fyrir störf að garðyrkju. Munu allir, er eitthvað þekkja til frú Oddnýjar og starfs hennar telja hana vel að þessari sæmd komna. í Ytri-Hlíð voru okkur bornar veitingar út í garðinn og völdu menn sér góð rjóður til að sitja í meðan veitinganna var neytt. Það var sem fyrri daginn. Héð- an varð að halda þó margur hefði kosið að dvelja lengur hér í þess- um vopnfirzka Eden. Nú er leiðin lögð út í Vopna- fjarðarkauptún en þar er okkur búin hin veglegasta veizla í félags- heimilinu Miklagarði. f félags- heimilið kom margt af fólki úr Vopnafirði sem sat veizluna með ferðafólkinu. Þarna i Miklagarði var glatt á hjalli og skemmtu menn sér við ræðuhöld og mikinn almennan söng undir stjórn Sugur- jóns Friðrikssonar í Ytri-Hlíð. Einn Norður-Þingeyingur Hall- dór Ólason á Gunnarsstöðum flutti frumsamið kvæði. Þegar borð höfðu verið upp- tekin var stiginn dans um stund. Þegar leið að lágnætti var hófinu slltið og ferðafólkið fór til sinna fyrri gististaða, glatt yfir góðum og ógleymanlegum degi. Sunnudagurinn 30. júní rann upp broshýr og bjartur. Nú voru gestgjafar í Vopnafirði kvaddir, en síðan lagt á Sandvíkurheiði og haldið sem leið liggur norður Langanesströnd. Hvergi er komið við á ströndinni og hvergi er töf, þar til komið er á sýslumörkin milli Norður-Múlasýslu og Norður-Þingeyjarsýslu. Þar var flokkur mahna fyrir til að taka á móti okkur. Voru það stjómir búnaðarfélaganna á Langanesi og í Þistilfirði og nokkrir fleiri. Nú var haldið að félagsheimil- inu í Þórshöfn, en þar var matur á borðum er við komum. Hér fóru fram kveðjur og hér voru far- gjöld innheimt. Fararstjórum var þökkuð góð fararstjóm og bfl- stjórum margvísleg greiðvikni og góð samvera. Þegar farið var frá Þórshöfn fór íerðafólkíð í bflana eftir því í hvaða sveit það á heima. Ferða- fólkið af Langanesi varð eftir á Þórshöfn og þegar kom inn í Þistilfjörðinn fór fólk að fara úr bflunum. Um kvöldið voru allir komnir heim, sælir og endur- nærðir eftir hið ágæta ferðalag. Halldór Ólason, Gunnarsstöðum. MEXICO Framhald af bls. 25. skyldleikann við fortíðina. Jafnvel slíkt má segja um ein- býlishúsin, þó sum geti virzt þyngslaleg. Táknrænt dæmi um þjóðlegan nútímastíl, ef svo mætti að orði komast, eru háskólabyggingarnar nýju í Mexikóborg, sem reyndar er elzti háskóli Norður-Ameríku og jafnframt sá nýtízkulegasti. í því sambandi má minnast á háskólabókasafnið fræga, sem er eitt augljósasta dæmi um form og útlit byggingarlistar- innar í dag. Og það er einmitt á þessu sviði sem Mexikó, eitt sérstæðasta landið í Ameríku, hefur auðgað svo margar þjóð- ir. Kaupfélag Eyfirðinga Akureyri ásamt útibúum, verksmiðjum, og öðrum fyrirtækjum þess, óskar starfsfólki og viðskiptavinum um land allt, góðs gengis á komandi sumri og þakkar liðinn vetur. mmmm SINDl OG T/EKIMI HALOAST f HENDUR OG ÁRANGURINN VERÐUR Melrl Belrl Ódýrarf FStAMLEIÐSLA STÓRFELLD VERDLÆKKUN á rússneskum hjólbörðum stærð verð stærð verð 560x15 750.00 650x20 1.768.00 670x15 1.025.00 750x20 2.834.00 600x16 932.00 825x20 3.453.00 650x16 1.148.00 900x20 4.142.00 750x16 1.733.00 1100x20 6.128.00 KJLAPPARSTIQ 20 SlMI 1-7373 TMRIBB&S F&STEIBIII Smjör Ausfurstræfi 10. 5. hæð Símar 24850 og 13428. NORSKIR \ GRENIBÁTAR Mars Trading Company h. f. RÚSSNESKI HJÓLBARÐINN ENDIST 12 feta, léttir og liðlegir fyrir 3—10 ha. utanborðsmótor. Hagstæti verS 14% fet, léttur í róðri, góður sjó- bátur fyrir 3—5 h.a. utanborðs- mótor. GUNNAR ASGEIRSSON H.F. Suðurlandsbraut 16. TRADINC CO. HF. T í M I N N, fimmtudaglnn 23. april 1964 31

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.