Tíminn - 23.04.1964, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.04.1964, Blaðsíða 13
Þeir menn, sem lifðu sitt blóma skeið um og eftir aldamótin síð- ustu og eru nú aldraðir orðnir eða fallnir frá, hafa í vitund margra orðið hinir dæmigerðu hugsjónamenn, sern sáu lengra en fiestir aðrir og oft af furðu mik illi glöggskyggni. Þeir sáu í anda pjóðfélag, sem skyldi grundvail ast á reynslu forfeðranna og fram faragöngu þjóðarinnar, þótt sú reynsla væri byggð á mörgum víxl sporum og mistökum. Aldamótamennimtr svokölluðu voru eins konar andlegir arftakar ,,viðreisnarmanna“ íslenzku þjóð- arinnar, þeirra Fjölnismanna og Jóns Sigurðssonar. Þeim var inn blásin sú bjartsýni, sem leiddi af sigrum íslendinga í sjálfstæðis baráttunni 1874, þegar löggjafar vald og fjárforræði fluttist inn i landið, og svo tilkomu fyrsta inn lenda ráðherrans 1. febrúar 1904 Þær sýnir, sem fyrsti íslenzki ráð herrann, Hannes Hafstein skáld, sér í Aldamótakvæði sínu, urðu einkunnarorð aldamótafóíksins: Sú kemur tíð, er sárin foldar gróa, sveitimar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móðurmoldin frjóa, menningm vex i lundi nýrra skóga. Sé ég I anda knör og vagna knúða kraftl, sem vannst úr fossa þinna skrúða, stritandl vélar, starfsmeni) glaða og prúða, stjórnfrjálsa þjóð, með verzlun eigin búða Hér virtist allt sagt, sem segjg þurfti, og nú var aðeins að láta draumana rætast. Hentug tæki tii þess voru ungmennafélögin, sem spruttu upp um allt land á næstu arum. Þess ber þó að gæta, að hugmyndin um stofnun þeirra var að nokkru tilkomin fyrir áhrif írá norskum og dðnskum lýðhá- skólum. Ungmennafélögin urðu nú, á- samt góðtemplarareglunni, sem stofnuð var nokkru fyrr, áhrifa- raestu félagssamtök í landinu, og' sámeiginleg andstaða þeirra gegn innflutningi og söiu áfengra drykkja leiddi til bannlaganna 1915. Það var bjart yfir þessum fé- lögum í upphafi — starfsvilji og heiðríkja . . . Sfðan þessir menn voru ungir að érum hefur mikið vatn til sævar lunnið á fslandi. Tímamir breytt ust, og aldamótamennirnir hafa ð- afvitandi elzt og séð mikið af hugsjónunum stranda og eyðast. Þeir vöknuðu upp við vondan draum einn góðan veðurdag og uppgötvuðu, að i stað góðra verka komu tvær heimsstyrjaldir, upp- lausn og sfðan peningaflóð, sem líka teygði hramma sfna hingað til ísiands. Ungmennafélögin smá vesluðust upp og eru nú aðeins svipur hjá sjón. Helzt minna þau á tilveru sfna »neð því að gangast fyrir vafasömum danssamkomum i félagsheimilum landsins. Ýmis fé lög og félagasamtök hafa tekið upp á sína arma sum stefnumál ung- mennafélaganna, ef þau þá hafa ekki alveg gleymzt. f dag sýnist það ekki fípt á fslandi að vera hug sjónamaður. Nú fimjpt kannske sumum nóg komið urn þetta marg þvælda hugsjónakjaftæði. Já, hver veit yfirleiH hvað orðið hugsjón þýðir? Var ekki nazisminn í Þýzka landi Hitlers og þjóðarmorðið á Ungverjum hvort tveggja runmð af hugsjón (líklega þó ekki sömu)? Minn leikmannsskilningur á þessu orði er sá, að hugsjón sé eitthvao það ókomið, sem menn geta séð hugarsýnum og lagt niður fyrir sér, eins og það hafi raunveru- lega gerzt. Hugsjónamenn eni þeir, sem hafa þennan hæfrleika Merkur maður lét svo ummæit í útvarpserindi einhvern tíma, að að það sé vinsælla að vera fynd Ólafur Hallgrímsson: inn á vorum dögum en hafa hug- sjónir. Skyldi ekki vera dálítill sannleikur í þessum orðum? Talri nú samt einhver upp á því að fara „að hugsa", er vænlegast allra hluta vegna fyrir hann að læðu- pokast með hugsanir í sínu homi. Ef hægt er að blanda peningura inn f — hafa eitthvað upp — fer strax meira fyrir hugsjónunura. Stundum fer þá svo, að það, sera áður- var óvinsælt, verður allt í einu vinsælt og eftirsóknarvert. Það eru þessar hugsjónir, sem við heyrum og lesum noi næstum dag lega, hvort sem eru ölfrumvörp á Alþingi eða gróBafyrirtæki pen- ingamanna. Þetta á allt að gefa eitthvað í aðra hönd, og hér erj það peningamir, sem vísa veginn um það, hvað verða muni sálarheill mannsins fyrir beztu. Eg efast mjög um, hvort al- mennt er gert nóg af því að segja frá þeim lífshræringum, sem spretta upp og lifa lífi sínu í kyrrlátri önn daganna meðal okk ar hvers og eins. Þær em vissu- lega margvíslegar og eiga skilið athygli alþjóðar. Stundum er þag að svo vandlega um allan slíkan gróður, að hann beinlínis deyr af þeim sökum. Þess vegna dettu- mér í hug að freista þess að segja hér örlítið frá einni slíkri tilraun, sem á alla sína tilveru und ir því, að horft sé inn í ókomna tímann og reynt að gera sér ljóst, hvernig þróunin verði. Eg tek þó fram, að hér verður aðeins um hugleiðingar leikmanns að ræða, þar sem ég hefi enga sérþekkingu ■á þessu sviði. Hér á ég við skógrækt á íslenzkri grund. Viljið þið, lesendur góðir, fylgjast með mér í huganum aust ur að Hallormsstað s. 1. sumar. Hvért bam á skólaaldri veit, að Hallormsstaðarskógur er stærsti og fegursti skógur landsins og að hann liggur á Upp-Héraði efst í Vallahreppi, þar sem heitir í Skógum. Skógurinn teygir sig neð an frá Leginum og hátt upp i hlíðar háls þess, sem skilur að Skóga og Skriðdal. Inn af Legin um er Fljótsdalur. „Skógar og Fljótsdalur er eitt hið fegursta hérað á landinu. Það er dalur með fögrum hlíðum til beggja handa. f dalbotninum er Lagarfljót sem mikið og frítt stöðu vatn. Þá er ég kom þangað fannst mér sem ég væri kotninn í ein- hverja undrahöll. Lagarfljót mynd ar hallargólfið og þá er sólin staf ar á vatnsflötinn spegilsléttan er sem langeldar séu kyntir þar að fomum sið. Hlíðarnar mynda hall arveggina og era þar skrifaðar fögram myndum. Himinhvolfið myndar hin‘a undursamlegu þak hvelfingu hallarinnar. Fyrir gaíl inum sézt Snæfell í öndvegi sem væri það norrænn fornaldarhöfð- ingi“.* Þannig lýsir maður að r.afni Sæmundur Eyjólfsson um- hverfi Hallormsstaðar í ferðasögu sinnl um Austurland og Þingeyjar sýsiu árið 1893, og fæ ég ekki séð, að það verði betur gert. Alls spann ar skógarflæmið og land, sem brátt mun verða skógi klætt, yfir um 600 ha. Hjá Skógrækt rfkisins á Hall- ormsstað starfa á sumrin þegar flest er, milli 20—30 manns — karlar og konur. Vinnan hefst f *Guttormur Pálsson: Hallormsstað ur og Hallormsstaðaskógur, Rvík 1931, bls. 4. Orðið er frjálst: #' kringum miðjan maí á vorin, og flest er fólkið í júní — júlí en smá fækkar svo fram á haustið, þar til ekki era eftir nema 3—1 karlmenn, sem vinna að skógar- höggi (grisjun) allan veturinn, þegar veður leyfir. Vinnu þessa fólks má skipta í tvennt. Annars vegar er sú vinna, sem fram fer í Mörkinni (en svo er gróðrarstöð in sjálf oftast nefnd), og er eink- um fólgin í að dreifsetja ÓLAFUR HALLGRÍMSSON 3—5 ára gamlar plöntur úr fræ- beðum í önnur beð, þar sem þær vaxa, þar til þær teljast söluhæfar 5—8 ára. Mikið af tímanum fer einnig í hirðingu stöðvarinnar og undirbúning fyrir næsta vetur. Við þetta starfar einkum kvenfólk, en nokkrir af sterkara kyninu eru þó alltaf við höndina til að útbúa beðin fyrir stúlkurnar, vökva plönt umar í sólarhitanum og einnig að afhenda plöntur til sölu vítt um land, en hún er alltaf mikil. Hins vegar er svo vinna úti í skóginum: grisjun • skógarins, sem áður er drepið á, samandráttur cfniviðar, sögun, birking staura og síðast en ekki sizt gróðursetning in. Þá er unnið að lagningu vega um skóginn, viðhaldi girðinga o. fl. Öll þessi störf eru unnin af karlmönnum. Nú skulum við at- huga gróðursetninguna dálítið nán ar og sjá, hvemig einum degi er varið þar. Það er sólbjartur júnídagur. Sunnanandvarinn bærir mjúklega laufkrónur trjánna. Angan birkis ins leggur fyrir vitin. Laust fyrir kl. 8 um morguninn má sjá fólk á ferli við verkamannabústaðinn í skóginum. Þar er þá mættur skóg arvörðúrinn, Sigurður Blöndal, á- samt Páli Guttormssyni verkstjóra, og skipa þeir liðinu fyrir verkum. Við fylgjumst með karlmðnnunum þennan dag. f dag skal gróðursetja úti í Parti, en svo er yzti hluti skógar ins nefndur. Ekið er sem leið liggur út skóginn, en er komið er út undir Hafursá, er sveigt upp skógarafleggjara og upp á þann stað, er gróðursetja skal á. í jepp anum hjá okkur höfum við járn- stampa allmikla, og í þeim eru plöntunar — greni — zúntaðar niður (oftast 25 eða 50 í búnti) og rótunum dýft í moldargraut, svo að þær þomi ekki. Við drögum djúpt að okkur andann, er út ketn ur. Aldrei er skógurinn dásamlegri en snemma morgúns eftir nátt- döggina. Hér er grisjað svæði, og nú skal tekið til starfa. Við gróður setninguna eru notaðlr sérstakir pokar úr segli undir plöntumar. f hann eru venjulega sett 2—4 búnt af plöntum í einu, rakur mosi lagð ur að rótunum, en höggvið Iítils háttar af þeim áður. Fjðlda plantna færir hver inri í bók jafn óðum. Þá er það gróðursetningar spaðinn, sem er þýzkt áhald og hefur nýlega leyst gömlu hakana að mestu af hólmi við gróðursetn inguna. Hann líkist reku í laginu, en blaðið er íhvolft. Planta skal í beinar rásir, og eru oftast notuð mislit flögg til að halda línunni. Verður því hver gróðursetningar maður að hafa sinn sérstaka lit. Nú er allt tilbúið og spaðanum stungið lóðrétt niður, kippt upp og stungið skáhallt á móti aftur, kippt upp á nýjan leik og nú fylgir þunn hnausflagan með. Plöntupokinn er á vinstri hönd, ein planta tekin úr og sett að lóð réttu hlið holunnar, greitt úr rótum, hnausnum renrit af spaðan um í holuna og þjappað duglega að með hælnum einu sinni, kippt í plöntuna — og búið. Síðan kemur næsta planta — mælt á milli með spaðanum — og þannig koll af kolli, unz komin er heil rás, margar rásir? Hand tökin verða vélræn með æfingunni og kref jast æ minni umhugsunar. Þannig líður dagurinn 1 gróður setningunni, brátt er hádegismatur, miðaftann og vinnu lokið kl. 7. Algeng dagsverk era 5—8 hundruð plöntur á dag, og sumir fara miklu hærra. Það fer nokkuð eftir út- haldi og áhuga hvers og eins. Gróð ursetningin er að mestu leyti unn in í ákvæðisvinnu og s- 1. sumar greiddir 56 aurar á plöntuna- Aðal trjátegundirnar, sem gróðursettar eru nú í skóginum, era lerki, greni þinur o. fl. í náinni framtíð verðu- Hallormsstaðarskógi breytt í barr- skóg, og eru þegar stór svæði þak in hönum. Margir munu þá sakna birkisins fagra, en þetta er stefna ráðandi manna í skógrækt, og inn í umræður um þau mál vil ég sem leikcnaður ekki blanda mér. Reynslan ein mun skera úr um það, hvaða stefna í skógrækt verð ur heilladrýgst, en augljóst er þó, að þar eiga barrtrén framtíðina fyrir sér sem nytjaskógur, hér á landi sem annars stáðar. Það finnst mér þó helzt á skorta í þessum málum, að skógræktin sé nógu almenn. Þarf að auka áróður fyrir ræktun skógarlunda við hús og bæi. Ef takast á að klæða landið, verður skógræktin að vera almenn en ekki starf fá- menns hóps áhugamanna. En hvað sem öllum slíkum bolla leggingucn líður, held ég, að ölluin sem á annað borð hafa unnið við skógrækt, sé það ljóst, að hér er unnið þjóðþrifaverk, sem veitir sanna gleði að loknu hverju dags verki. Er það meira en hægt er að segja um mörg þau störf, se.n unnm era í þjóðfélaginu og veita ef til vill fljótfengnari gróða. Ekki hvað sízt væri bðmum og unglingum það hollt og þroskandi að vinna við skógrækt hóflega lang an vhmudag og undir sérstakri stjóm við sitt hæfi. Það fer ekid hjá því, að öll ræktun er mannbæt andi. Eg hefi í þesum linum reynt að vekja athygli á því starfi, sem unn ið er við skógrækt í Hallormsstaðar skógi. Því verður þó aldrei lýst til fulls með orðum einum. Hafi mér tekizt að fá einhverja til að íhuga þessi mál meira en hingað til, er tilganginum náð. Það verð ur aldrei of mikið sagt frá því já- kvæða, sem gerist vítt um byggðir landsins. Það er llka einn liðurinn í þeirri viðleitni að viðhalda jafn vægi milli þéttbýlisins annars veg ar og hínna dreifðu byggða hins vegar, en það virðist ganga erfið- lega um þessar mundir. Okkur vantar meiri hugsjónir og víðari sjóhdeildarhring, betri of einlægari vilja til að leysa vancfe málin og umfracn allt trú á fram þróun mannsins. Niðurlagsorðin era Guðmundar Böðvarssonar skálds: Og þér er gott í gullnu skini vorsins að gegna dýrri kvöð: Þú gróðursetur agnarlítinn anga með aðeins f jögur pínulítil blöð, svo iót hans verði sæl í sinni moldu og sál þín glöð. Reykjavík 16. marz 1964. TIL SÖLU EFRI HÆÐ OG RISHÆÐ á fallegu húsi í Laugarneshverfinu Hæðin er 157 ferm., 5 herb., eldhús og baðher- bergi m. m., en rishæðin (110 ferm.) 4 herb. eld- hús og bað. Ljós eikarinnrétting á báðum hæð- um. Teppi fylgja. (Verðmæti ca. 90 þús.). Sér geymsla í kjallara. Enn fremur þvottahús o. s. frv. í sameign með neðri hæðinni. Tvennar svalir. Sér hitaveita — Steyptur grunnur fyrir bílskúr. Lóðin ræktuð og girt. Húseign fyrir stóra fjölskyldu eða tvær samhentar. Greiðsluskilmálar eru góðir. Upplýsingar í síma 22790 Málflutnlngsskrlfstofa: ÞorvarSur K. Þorsteinsson Mlklubraut 74. FastelgnavlSsklptl: GuSmundur Tryggvason Síml 22790. T í M I N N , fimmtudaginn 23. apríl 1964 29

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.