Tíminn - 23.04.1964, Blaðsíða 1
4 i
SUMARDAGURINN FYRSTI
BLAÐ II
sterku lifðu
BSsJan kemur upp í fangið á
manni í skrautlegasta vorkjólnum
síuum, þegar viB ökum upp
Mosfellssveitina í logni og bjart-
asta skini morgunsólar. Hún er
í bvítdröfnóttri blússu og dökku,
jafnlitu pilsi og lyftir brúnum
fagurlega. Vogar og firðir innan
vi5 Viðey eru loknkyrrir og sól
stafaðir, en utan blánar í smá-
gráði undan norðankaldanum, sem
nær sér fram á flóann undan
Akrafjallinu en Esjan ver leiðina
innan eyja. Þegar við komum á
melölduna sunnan Kollafjarðar
skiptir um svið, því að við erum
komnir undir pilsfald Esjunnar.
Niðri á fjörusandinum eru menn
að verki, ýtur og vélskóflur. Þar
er búið að ýta upp göfðum, og
milli . þeirra eru kvosir. Þarna er
verið að gera fiskeldistjarnir á
vegum laxaklaks ríkisins. Þeim,
sem þama hefur stundum farið
um í roki, og séð sjóinn skafa inn
yifir fjöruna ásamt þangi og sandi
þyíkir ólfklegt að auðvelt verði
að halda þar við eldistjörnum.
Heima á Kollafjarðartúni eru enn
meiri umsvif og vélar að verki.
Þar er allt í flagi, haugum og
gðrðum — enn fleiri laxeldis-
tjamir.
En í brekkuslakkanum beint á
móti þeim, sem kemur akandi að
sunnan .ofan í Kollafjörðinn, blas
ir við vin, er seiðir augað til sín.
Þar er allt orðið fagurgrænt til
að sjá. Skógarlundir og belti
teygja sig um brekkuna, og í
skjóli þeirra er hvítt hús, en yf-
ir gnæfir hvöss burst Kistufells-
ins. Þama hafa kunn hjón úr
Reykjavik unnið merkilegt sum-
arstarf í rúm tuttugu ár, og ár-
angurinn er stór og fagur gróð-
urreitur, sem á sér fáa líka. Þessi
hjón era frú Ása Jóhannsdóttir
og Sigurjón Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri, Grenimel 10 í
Reykjavík.
Fyrir rúnium tuttugu árum
fengu þau þama spildu hjá Kol-
beini Högnasyni, skáldi og bónda
i Kollafirði og hófu landnáms-
starfið. Þau ræstu fram mýrina,
byggðu sér sumarhús og fóru síð-
an að planta skógi. Það starf allt
bar svo glæsilegan ávöxt, að sér-
staka athygli vakti, enda unnu
þau þama öllum frístundum, er
þau máttu því við koma Lund-
urinn í nöktum hlíðarslakkanum
vakti æ meiri eftirtekt þeirra
sem um veginn fóra. Þarna var
skjól gott, og skógurinn þaut upp.
Þama var íslenzkt birki, íslenzk-
ur reyniViður, aspir, greni og fura
frá fjörrum löndum og fagrir
runnar. Fuglamir þyrptust að og
verptu hundruðum saman í trján-
um og undir runnunum. Um-
hyggjan og ræktunarstarfið var
þrotlaust, enda voru ársprot-
ar trjánna 40—60 sentimetrar og
varð aldrei hlé á þeim vexti. Lund
urinn- vakti trú æ fleiri á því,
sem hægt værí að gera í skógrækt
armálum hér á landi. ef nógu vel
var að verki unnið. En svo skall
reiðarslagið yfir, Vorið kom
snemma 1963, Allur síðari hluti
vetr'arins var samfelldur blíðu-
tími með sólfari og hlýindum. —
Gras tók að spretta og tré að
bruma, og menn vonuðu að sum-
arið væri komið. Þá skall kulda-
áhlaupið mikla á eftir sumarmál-
in. Það áhlaup munu menn muna
lengi sár þess öll verða seint
og var berskjaldaður.
—- Hér er ekki fagurt um að
litast, sagði Sigurjón, þegar við
ókum upp að hliðinu í fyrradag.
— Þarna hafa eyðilagzt milli þús-
und og ellefu hundruð tré, mörg
nær tvítugu og nokkuð á fjórða
metra á hæð. Við erum að rífa
þau upp með rótum þessa dag-
ana. Við notum vélarafl, annað er
ekki hægt. Þetta er mikið rask
ar og heim. Nú planta ég birki,
réynivið og viðju, sem er mjög
falleg og hefur reynzt þolin hér'
og vex fljótt.
— Og þér finnst þetta hafa
borgað sig, þó að svona færi?
— Já,. margborgað sig. Hér höf
um við verið að minnsta kosti fjóra
mánuði hvert sumar. Þetta hefur
stundum verið erfitt, og þreytan
lagzt í bakið, en ég er sannfærður
Þessi mynd var tekin sumarið 1962 í skógarlundi Sigurjóns Guðmundsson-
ar,, framkvæmdastjóra við sumarhús hans í Kollafirði. í jjessum fagra lundi
drápust rúmlega þúsund grenitré og aspir í áhlaupinu í fyrra, og nú er verið
að kippa upp kalviðunum og búa undir gróðursetninguna að nýju. Um þetta
og tuttugu ára skógræktarstarf Sigurjóns er rætt í þessari viðtalsgrein.
grædd að fullu. Frostið var tíu
stig dögum og nóttum saman hér
suðvestan lands og kaldara
nyrðra. Trén, sem opnað höfðu
allar brumhlífar sínar, króknuðu
í þessu heljartaki. Verst urðu
úti innflutt tré, einkum ösp og
greni, og hervirkin voru mest og
verst þar sem hlýjast og sólrík-
ast hafði verið, því að þar hafði
gróður verið kominn lengst á veg
en verður að vinnast, ef unnt á
að vera að planta einhverju aft-
ur.
— Þú ætlar að planta aftur? Þú
ætlar ekki að gefast upp?
— Nei, ég ætla að reyna aftur.
En líklega verður það lítið af
greni fyrst í stað, fyrr en þeir eru
þá búnir að finna veðurþolnari
stofna og beti'i við okkar hæfi.
Eftir áföll snýr maður oftast inn-
um að ég á góða heilsu nú þessu
starfi mjög að þakka, og ánægj-
an — ég get ekki lýst henni.
Við göngum heim gangstíginn
undir vöxtulegum trjám, sem
flétta lim saman yfir höfði manns.
Birkið og reynirinn eru að springa
út. Reymrinn er toppkalinn
hér og hvar síðan í fyrra, en hef-
ur þó staðizt raunina vel. Birkið
lætur ski á sjá. Aspimar eru
dauðar, hver ein og einasta, þessl
blaðfögru gróskumikln tré, en
grænir sprotar teygja sig þó hér
og hvar út úr feyskjum og rótum
og sýna, að enn leynist líf í kal-
viðnum. En milli hinna grænu
trjáa standa beinagrindumar •—
dauðkalnir barrviðimir. Sumir
felldu allt barr í fyrra, en aðrir
hafa verið að veslast upp, urðu
brúnir þegar leið á sumarið, og
í vor kom enginn nýr brumhnapp
ur á þá, þeir eru dauðir.
— En líttu á, segir Sigurjón.
Eitt og eitt tré stendur enn grænt
og lifandi. í hópi þessara land-
nema vestan úr Alaska eða aust-
an úr Síberíu hefur verið einn og
einn einstaklingur, sem þoldi veð
urhörkuna hér á landi. Skógrækt-
armennirnir horfa spyrjandi á
þessi tré núna. Hvaðan eru þeir?
Hvar var fræ þeirra tekið? Hvaða
viðnámsþróttur býr í stofni þeirra
og gerir þá lífseigari bræðrum
sínum? Er von okkar um rækt-
un barrskóga hér á landi bundin
við að geta fjölgað kyni þeirra?
Það er satt, að í þessum kal-
viðaskógi kemur það kynlega fyT-
ir sjónir að sjá eitt og eitt greni
tré standa algrænt með þrútna
brumhnappa og í fullu vaxtar-
fjöri, og menn spyrja: Hvers
vegna stóðuzt þið raunina?
— Eg veitti því athygli, sagði
Sigurjón — að nokkur munur var
á grenifræi því, sem við notuð-
um. Eg er sannfærður um, að
þarna á meðal hefur verið fræ af
viðum, sem vaxnir eru við skipuð
veðurskilyrði og hér og hafa því
þolað raunina. Við hefðum þurft
að kanna veðurlag betur á þeim
sióðum, sem við söfnuðum á fræi
erlendis. Ef til vill tekst okkur
nú að fá gott grenifræ af þeim
frostþolnu einstaklingum, sem lif
að hafa þetta af hjá okkur og
tekst betur næst. Og rauðgrenið
hefur alveg staðizt raunina. Það
sér ekki á því, en það er nokkuð
seinvaxið.
— Hvað hefurðu stórt land
hérna undir skógrækt Sigur-'
jón?
— Það eru nú 3,9 hektarar, en
ég hef stækkað það í tveimur eða
þremur áföngum.
— Hver voru tildrögin að því,
að þú hófst handa hérna?
— Eg er alinn upp í sveit, hef
ætíð þráð og dáð fagra náttúru
og mig langaði ekki til neins frem-
ur en eiga mér einhvern friðar-
blett, sem ég gæti leitað til á
sumrin úr bænum, og þá helzt ekki
allt of fjarri honum. — Margir
renndu augum i Kollafjörð fyrr á
árum og sóttust eftir bletti þar
undir sumarbústað. En Kolbeinn
Högnason vildi helzt ekki sumar-
bústaðamergð í túnfæti sínum, og
hann var vanur að benda þeim,
sem báðu hann um sumarbústaða-
land, á tnýrarslakka, keldu- og ó-
ræktarfen þarna undir hæðinni.
Fæstum Virtist það girnilegt, en
Framh. á bls. 21
TlMINN ÓSKAR ÖLLUM GLEÐILEGS SUMARS
1 v I I I