Tíminn - 20.05.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.05.1964, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 19. maí. NTB-Washington. — Banda- ríska utanríkisráðuneytið til- kynnti í kvöld, að rúmelga 40 tainemar hefðu fundist í veggj- um Bandaríska sendiráðsins i Moskvu, og mótmæltu þessu harðlega. NTB-Washington. Robert Kennedy, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, fer í dag í opin bera heimsókn til V.-Berlínar 26. júní, en John F- Kennedy heimsótti borgina sama dag í fyrra. NTB-Cape Kennedy. Banda- ríkjamenn munu skjóta út í fyrsta sinn tunglskipi sínu, Ap- ollo, 26. maf, með Satum I. eldflaug. NTB-Port Said. — Krústjoif forsætisráðherra sagði í dag á útifundi í Port Said, að íbúar Arabíska Sambandslýðveldisins hefðu gert meiri kraftaverk en faraoarnir gömlu. NTB-Nicosiu. — Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að taka fastar á hlutunum á Kýpur eft- irleiðis. NTB-Uong Beach. — 7 af far þegum norska skipsins Sandang er,1 sem eldur kom upp í i gær- morgun, er saknað, og taldir af, svo og skipstjórinn. Tvö lík hafa fundizt. Skipið er á reki fyrir utan strönd Californíu. Ueitinni er hætt. NTB-London----Adlai Steven son, aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá SÞ, sagði í dag, að Banda- ríkjastjórn hefði sent Sovétríkj unum nýjar tillögur um fjár- hagslegan rekstur SÞ. NTB-Osló — Maður nokkur, líklega geðveikur, reyndi að koma fyrir sprengju fyrir utan konungsgarðinn á Bygdöy, en þar mun Krústjoff forsætisráð- herra dvelja, þegar hann heim sækir Noreg í sumar. NTB-Míami — Tilkynnt var í dag, að kúbansltir skemmdar- verkamenn hafi farið á land á Kúbu og sprengt í loft upp sex brýr. NTB-Accra — Lokastigi virkj unarinnar við Volta-fljótið í Ghana var lokið í dag. Hún hefur kostað um 9.000 milljón- ir ísl. kr. NTB-Moskvu. — Marlene Dietrich kom í dag til Moskvu í tveggja og hálfs vikna heim- sókn. Mun lnin koma fram 20 sinnum, bæði í Moskvu og Leningrad. NTB-Stokkhólmi — 14 ára gamall sænskur drengur var drepinn um helgina. Mun ein- hver hafa haldið fast fyrir munn hans og nef og kæft hann. Uppreisnarhugur um borð í Liberiu-skipi: Drápu skipstjórann! NTB-Stokkhólmi, 19. maí. JAKOB NATVIG, skipstjóri á Liberiu-skipinu „Pomona“, var d'repinn, er skip hans var á leið frá Formósu til Los Angeles í síðustu viku. Fyrsti stýrimaðurinn, Alf Olsen, þorði ékki að taka til- boðinu um að gerast skipstjóri, af ótta við að verða drepinn sjálfur. Einn hásetanna er í haldi, grun- aður um drápið. Natvig skipstjóri, sem var norsk ur, var drepinn í síðustu viku og fyrsti stýrimaðurinn, Alf Olsen, sagði í viðtali við „Expressen" í Lézt af kol- sýrueitrun KJ—Reykjavík 19. maí Magnús Stardal starfsmaíður Vegagerðarinnar lézt í vegavinnu- skúr í Borgarnesi aðfaranótt sunnu dagsins. Magnús heitinn kveikti á olíuofni i skúrnum, skömmu áður en hann fór að sofa á laugardags- lrvöldið, og mun ofninn hafa ósað og Magnús látist af völdum kol- sýrueitrunar. Magnús var um fer- tugt ókvæntur og barnlaus. dag að uppreisnarhugur hafi verið í sikipshöfninni síðustu tvær vik- umar. Slagsmál voru tíð og áhöfn- in neitaði að hlýða skipunum skip stjórans, sem var mjög harður og hataður eftir því. Það var Olsen, sem fann skip- stjórann dauðan í lúgarnum, og var ákveðið að láta áhöfnina ekki vita um drápið af ótta við upp- reisn. Sænskur sjómaður segir blaðinu að lífið um borð í „Pomona“ hafi verið hreint helvíti í seinni tíð. Hafi 36 manna áhöfn átt að vera á skipinu, en hún var aðeins 25 manns. iS&íþto jt (g F* KJ-Reykjavík, 19. maí. ÞANNIG hafnaSI þessl Skoda- blll útl í Urriðaá á Mýrum upp úr klukkan nlu á laugardags- kvöldlð. f bílnum var fernt á leið vestur á Snæfellsnes. Alllr sem { bílnum voru slösuðust, og voru fluttir tll læknls I Borgar- nesl og síðan á Slysavarðstofuna i Reykjavfk tll frekari aðgerðar. Blllnn er næstum alónýtur. Öku- mannl nýrrar Trabant blfrelðar varð full starsýnt á flak Skodans I gilinu og fór sá bíll líka út af og skemmdist töluvert. (TÍMAmynd: JE) USA:„GRIPUM TILALLRA RAÐA // NTB-Washington og London 19. maí Bandaríkin tilkynntu í dag, að þau myndu yfirvega að grípa til allra tiltækra ráða — einnig hern aðaraðgerða — til þess að vernda hlutleysi og sjálfstæði Laos, þar sem herlið Pathet Lao-kommún- ista hefur gert árásir á bækistöðv ar hægrisinna og hlutlausra und- anfarið. Það var talsmaður bandaríska utanríkismálaráðuneytisins, sem sagði þetta, er hann var 'spiirður, hvort Bandaríkin rnyndu yfirvega þann möguleika, að senda herlið til Thailands á sama hátt og gert var árið 1962 í sambandi við Laos deiluna. Lagði talsmaðurinn á- herzlu á, að Bandaríkin reyndu að leysa Laos-deiluna eftir stjórn málalegum leiðum, en bæt^i við, að ríkisstjórnin útilokaði ekki möguleikann á að grípa til allra tiltækra ráða til þess að farið verði samkvæmt Geneve-samningnum um Laos, en þar segir, að Laos eigi að vera hlutlaust, sameinað og sjálfstætt land. Bæði í London og Washington eru ráðamenn mjög uggandi vegna þróunarinnar í Laos, vegna fram- sóknar Pathet Lao-herliðsins á MIKLAR BRUNASKEMMDIR KJ—Reykjavík 19. maí. Töluverðair skemmdir urðu í eldsvoða á aðfaranótt sunnudags- ins að Miklubraut 15. Slökkviliðið var kvatt á staðinn laust fyrir klukkan fjögur um nótt- ina. Logaði þá út um herbergis- glugga á annari hæð hússins, þari bjargað út um glugga og slapp við sem eldurinn átti upptök sín. meiðsli. Mikið tjón varð í herberg Fólki, sem statt var á hæðinni var 1 inu, en eldsupptök eru ókunn. Krukkusléttu í miðhluta landsins, en í síðustu viku náði það á sitt vald aðalbækistöð Kong Lee hers höfðingja, yfirmanns herliðs hlut lausra í Laos. Bretland bað í dag Kínverska Alþýðulýðveldið um að nota á- hrifarvald sitt, svo að stjórn Sou- vanna Phouma styrkist og friður skapist í landinu. Er talið, að sendifulltrúi Breta í Peking, Terene Carvey, hafi beðið kín- versku ríkisstjórnina um að fá Pathet Lao-kommúnista til þess að hætta árásum sínum í Mið- Laos. |Björn og Dúfan FB-Reykjavík, 19. maí. BJÖRN PÁLSSON er búinn að kaupa sér nýja flugvél, og lenti hann henni í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli í gær- dag. Eins og við skýrðum frá á laugardaginn er vélin af De Havilland Dove-gerð, og getur flutt 9 farþega. Björn gerir ráð fyrir, að vélin geti lent á flestum litlu völl unum úti á landi, nema þar sem jarðvegurinn er laus í sér og hjólin grafast niður. Þar é? hætta á að spaðarnir rekist í vegna þess hve lág vélin er. Flugþol Dúfunnar er 5 y2 til 6 tímar, og flughraðinn um 260 km. á klukkustund. Ætlunin er að Dúfan verð'' bæði í leiguflugi, áætlunar flugi og sjúkraflugi, eftir því, sem þörf krefur. Björn hefur verið að hugsa um að selja Ló- una, en býst ekki við að gera það fyrr en í haust, og nota hana i ferðamannaflug í sumar (Ljósm.: Bj.) 2 TÍMINN, miðvikudaginn 20. maí 1964 —■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.