Tíminn - 20.05.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.05.1964, Blaðsíða 5
HEÞ l Myndim aö ofan er frá leik Keflavíkur og KR f síSustu viku, sem Kefivíkingar unnu meS 3:1. Liklega verSur 1. deildar keppnin í ár mjög tvísýn og hörS. ÍSLANDSMÓm HEFST / DAG Hsím-REYKJAVÍK, 19. maí. ÍSLENZK knattspyrna er eins og íslenzk veðrátta — óútreikn- anleg — og því erfiðasta verk íþróttaskrifara, og þá um leið eitt það vonlausasta, að skrifa hugleiðingar um íslenzka knattspyrnu og vera með spádóma í upphafi móts. Hér á landi er sól og rign- ing á sama tíma á sama stað — logn eina mínútu, rok þá næstu, og vindáttin getur snúizt á örstuttri stund rú norðanátl í sunnan átt. Allt eru þetta einnig einkenni íslenzkrar knattspyrnu, 119, sem á sólskinsleik í dag er liða lélegast á morgun og því raun- verulega lítið til að byggja á. Undirritaður ætlar þó að ger- ast svo djarfur, að sikrifa nokkra þanka — sundurlausa auðvitað — um íslandsmótið í knattspyrnu — hið 53. í röðinm sem hefst í dag, og verður- leildn ein umferð í 1. deildinni. Og þá er fyrst að líta á leikina, sem hefjast allir kl. 8,30, en þeir eru: KR-Valur á Laugardalsvelli. Akranes-Þróttur á Akranesi, Keflavík-Fram í Njarðvíkum. f fyrra urðu KR-ingar íslands meistarar, Akranes í öð’ u sæti. Valur í þriðja, Fram í fjórða, Keflavík í fimmta en Akureyri féll niður í 2. deild — en kem ur væntanlega tvíeflt til leiks í 1. deildinni þegar næsta ár. Mótið hefst óvenju snemma vors að þessu sinni og öll liðin í 1. deild hafa þegar leikið nokkra leiki, í Reykjavíkurmót- inu og „Litlu bikarkeppninni“ auk bæjarleikja og afmælis- leikja. Úrslit hafa verið — eins og oft í vorleikjum — tilvilj unarkennd og oft mjög óvænt og því lítið á þeim að byggja. Hin tvöfalda umferð íslands mótsins hefur sett annan bl.æ á mótið. leikjum hefur fjölgað um helming — leikið er heima og heiman — þannig, að vellir og áhorfendur hafa ekki haff svo lítið að segja í sambandi við úrslit. Mótið er ekki eins ti'. viljunarkennt og áður, og það er næstum hægt að fullyrða, að síðan tvöfalda umferðin var tek in upp, hafi bezta liðið í mótinu nær alltaf sigrað, KR oftas’, einnig Akranes og Fram. Og hvað þá um mótið, sem nú er að hefjast? Sjaldan eða aldr- ei hefur óvissan verið meiri en nú í upphafi móts. f dag virð- ast Keflvíkingar — undir hand- leiðslu Óla B. Jónssonar, sem hefur svo oft fært lið til sigurs í fslandsmóti — sterkastir, en þar fyrir er enginn kominn tii að segja, að íslandsbikar- inn hafni nú í ár í fyrsta skipti í Keflavík, en þess má geta að aðeins Akurnesingar, au.k Reykjavíkurfélaganna, KR, Fram, Vals og Víkings hafa unr, ið íslandsbikarinn. Líkur eru þó til þess, en Keflvíkingar fá áreiðanlegr harða keppni frá Akurnesing um og KR-ingum, og að mínu áliti einnig frá Valsmönnum. — Þó Valur hafi náð mjög lélegum árangri í vor er þó miklu meiri kjarni í liðinu en komið hefur fram í leikjum þess í vor. Ég .hpf mikligni^ú trú á því, að Valsmenn írlandi sér í barát! uná urn- efsta sætið, frekar en fallsætijð, sem svo margir vilja álíta. Þrátt fyrir góða viðleitni Þróttar — en leikmenn þeirra æfðu mjög vel í vetur — hefu: liðið ekki svo mörgum góðum leikmönnum á að s’kipa — eða baráttuvilja á úrslitastund — að það komi til með að standast samkeppnina í 1. deild — og verður sennilega að sætta sig við, að leika að nýju í 2. deild næsta sumar. En baráttan er þó ekki vonlaus. Furðanleg heppni varði Fram falli í fyrra- sumar — og þó liðið leiki nú til úrslita í Reykjavíkurmótinu — er liðið svo misjafnt í leikjum sínum, að mjög erfilt er er gera sér grein fyrir raun- verulegri getu þess. Líklegt ei þó að Fram verjist falli nú, á kostnað Þróttar — en þó er það engan veginn öruggt, því verða leikmenn Fram að gera sér grein fyrir. Ég hef lítið minnzt á Akur- nesinga og KR hingað til, en að minni hyggju eru þessi lið enn líklegust til að berjast um efsta sæti<5 og ef til vill ræð- ur síðasti leikur mótsins, en þá mætast þessi lið á Laugardals velli, úrslitum, eins og svo oft áður í mótinu. Bæði liðin hafa reyndustu leikmönnunum á að skipa, og einnig beztu einstakl. ingunum. En það verður að taka til greina, að beztu leik- menn liðanna undanfarinn ára- tug, eru farnir að eldast og far- ið að halla undan fæti hjá sum um hverjum. En ungir, efnileg ir piltar eru fyrir hendi hjá báðum liðum, og það, ásamt leikreynslu og hæfni hinna eldri, getur ráðið úrslitum. En sem sagt. Íslandsmótið, sem nú er að hefjast, verður áreiðan- lega eitt hið tvísýnasta í sögu knattspyrnunnar hér á landi, og litlar líkur til, að línur í því skýrist nokkuð að ráði, fyr” en í síðustu leikjum þess. Hsím. England sigraði Portúgal í landsleik í Lissabon mcð 4:3 og skoraði miðherji Englands, Byrne (West Ham) þrjú af mörkunum, þar af sigurmarkið þremur mínútum fyrir leiks- lok. Portúgalska liðið cr talið mjög sterkt og kom sigur Eng lands því nokkuð á óvart. — Bobby Charlton (Manch. Utd). lék nú á hægri kanti og liefur þá leikið í öllum stöðum í framlínu enska landsliðsins — eini leikmaðurinn, sem það hef ur gert. Á vinstri kanti lék Thomson (Liverpool) sinn fyrsta landsleik. • Sama dag lék cnska ung- lingalandsliðið í Telaviv gegn ísrael og sigraði með 4:0. — Tambling (Chelsea) skoraði 2 mörk. • Bobby Brightwell, Evrópu meistarinn í 400 m hlaupi, hljóp um helgina á Brezku leikjunum í London 800 m og fékk tímann 1:48,1 mín. sem er bezti tími í heiminum í ár á vegalengdinni. Þetta er í ann- að skipti, sem Brightwell hleypur þessa vegalengd (fyrst á 1:50,1 mín. fyrir nokkrum dögum) svo liér er um ótrú- legt að ræða. Hann er nú tal- inn mjög sigurstranglegur á Olympíuleikjunum í Tokío í haust. í tilefni af 75 ára afmæli danska knattspyrnusambands- ins leikur úrvalslið Norður- landa gegn úrvalsliði Evrópu og verður lcikuriun háður á Idretsparken í Kaupmanna- höfn. Lið Norðurlanda liefur áður verið birt hér á síðunni, en þess má geta, að í því leika engir atvinnumenn. Úrvalslið Evrópu (Rest of Europe) er þannig skipað: Yashin (Sovét) Wilson (Engl.), Bomba i(Tékkó slóvakíu), Voronin (Sovét) Popluhar (Tékkó), Baxter (Skotlandi), Agusto og Eusi- bio (Portúgal), van Hinst (Belgíu) Law (Skotlandi) og Charlton (Englandi). Af vara mönnum má nefna Greaves (Englandi) og Henderson (Skotlandi) og er reiknað með því, að þeir myndi hægri arm sóknarinnar í síðari hálfleik. Albert skorar Alf-Reykjavík, 19. maí. ALBERT Guðmundsson var á ferð í París i síðustu viku — og það er eins og þangað megi hann ekki stíga fæti án þess að sýna frönskum knattspyrnuá horfendum listir sínar á leik velli. Óðar en Albert var kom inn á franska grund, fékk hann símskeyli, þar sem hann var beðinn um að lcika með bikar meisturum Racing Club de Par is frá 1949, en það eru gamlir leikfélagar Alberts. Liðið, sem Racing Club „model ‘49“ mætti er áhugamannaliðið A. S. Anik al, en var styrkt í þessum leis með fimm frönskum landsliðs mönnum. Svo fóru leikar, að hinir ALBERT GUÐMUNDSSON gömlu bikarmeistarar lutu i lægra haldi, skoruðu 3 mörk, en Anikal 4. Albert átti góðan leik skoraði eitt mark og átti allan heiðurinn af öðru. Áhorfenda pallarnir voru troðfullir og va- gömlu kempunum fagnað vel. — Þess má geta, að Albert fékl- góða dóma i Parísarblöðum eft ir leikinn — og þau minntu ó spart á, að „lengi lifir í göml um glæðum“. Vel heppnað Skarðsmót Margt aðkomumanna gisti sem fram fór við hin beztu á Siglufirði um hvítasunnuna skilyrði, sambandi við Skarðsmótið, Helztu úrslit urðu eins og Hörð keppni Golfmanna Þorvarður Árnason bar sigúr úr býtum í „hvítasunnu- keppni“ Golfklúbbs Reykjavíkur. Keppni var með útslátt- arfyrirkomulagi og vann Þorvarður Óttar Ingvason í mjög jöfnum úrslitaleik, fengust úrslit í 18. og síðustu holu. Þessi hvítasunnukeppni golf manna hófst fyrir tæpum hálfum mánuði, en aðalúrslitakeppnin stóð yfir um sjálfa hvitasunnuna, þar sem sextán golfmenn leiddu saman hesta sína. Keppni Þorvarðar og Óttars var mjög hörð og jöfn, eins og fyrr segir. Þorvarður hafði lengst af yfir, en undir lokin seig Óttar jafnt og þétt á — og hefði hon- um tekizt að vinna í síðustu holu, hefði aukaleikur orðið að fara fram. En jafntefli varð og nægði það Þorvarði til sigurs. Mikið líf er nú í starfsemi Golfklúbbsins og má geta þess, að firmakeppni klúbbsins hefst n.k. laugardag. hér segir: Svig kvenna: Sigríður Júlíusdóttir, Sigluf. 86,5 Kristín Þorgeirsdóttir, Sigluf. 126,4 Svig karla: Samúel Gústafsson, ísaf., 113,5 Reynir Brynjólfsson, Ak. 113,6 ' Ásgrímur Ingólfsson Sigluf. 115,1 Unglingaflokkur: Eyþór Haraldsson, Rvík, 55,5 Tómas Jónsson, Rvík 56,1 Kristbjörn Bjarnason Sigluf. 66,5 Stórsvig kvenna: Sigríður Júlíusd. Siglf. 76.4 Árdís Þórðardóttir, Siglf. 78,5 Karolina Guðm.d. Rvík 79,8 Stórsvig karla: Jóhann Vilbergsson, Siglf. 88,3 Kristinn Benediktsson, ísaf. 90.4 Svenberg Þórðarson, Ólafsf. 96,4 Uppboð Uppboð verður haldið að Holtsmúla í Landsveit laugardaginn 23. maí 1964. Selt verður hross og margs konar búshlutir. Hefst kl. 1 e.h.___________ Hreppstjórinn T í MI N N , miðvikudaginn 20. maí 1964 — i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.