Tíminn - 24.05.1964, Síða 2

Tíminn - 24.05.1964, Síða 2
LAUGARDAGUR, 23. maí. NTB-Vientiane. — Yfirniað | ur herlias hlutlausra í Laos, Kong I,ee hershöfðingi, sagííi í dag, a5 erlent lierlið yrði að koma til landsins strax til þess að stöðva framrás Pathet Laa- kommúnista. Hann skoraði á þau 14 ríki, sem undirrituðu Geneve-sáttmálann um Laos, að þvinga Pathet Lao til að hætta árásum sínum. NTB-Washington. — Dean Rusk, utanríkisráðherra Banda ríkjanna, sagði í gærkvöldi, að Bandaríkin teldu tæplega tíma bært að halda nýja Geneve-ráð stefnu um Laos. NTB-París. — Madame Var- cel Dassault, konu eins ríkasta manns Frakklands, var rænt í nótt af þrem grímuklæddum mönnum. Ekkert hefur heyrst frá þeim síðan, en bfll þeirra hefur fundist. Höfðu þeir stol- Rf honum. NTB-Berlfn. — Vestur-þýzki verkalýðsmálafréttaritarinn Heinz Brandt, sem dæmdur var f 13 ára þvingunarvinnu í A. Þýzkalandi í maí 1962 fyrir njósnir, hefur verið látinn laus. Tveir aðrir V.-Þjóðverjar voru iátni’r lausir í A.-Þýzkalandi í gær. NTB-London. — Lögreglunni tókst að hindra mikil ólæti og slagsmál unglingaflokkanna „Mods“ og „Rockers" í mörg- um bæjum Englands í gæj1- kvöldi og nótt. Margir ungling anna voru handteknir. NTB-Georgetown. — Brezkt herlið er nú á leið til Brezku Guiana í Suður-Afríku, en þar hafa óeirðir blökkumanna og Indíumanna kostað mörg manns líf upp á síðkastið. Hernaðar- ástandi hefur verið lýst yfir \ landinu. NTB-Luala Lumpur. — Hátt settir embættismenn frá Indó- nesíu, Malaysíu og Filippseyj- um halda fund í Tokíó í fyrstu vibu júnímánaðar í því skyni að reyna að finna lausn á Mal- aysíudeilunni. NTB-Oslo. — Norska ríkisút- varpið hefur úthlutað sínum ár- lesu „óskaljóðaverðlaunum". — Að bessu sinni hlaut þau Arn ulf Överiand. Verðlaunin eru 4.000 norskar krónur (24.000 ís- lenzkar krónur). NTB-Álasundi. — Undirbún ingurinn fyrir sfldveiðarnar við ísland er nú í fullunt gangi og munu fyrstu norsku bátarnir leggja af stað í byrjun júní. NTB-Kona nokkur fæddi tví- bura í farþegaflugvél á leið- inni frá Khabarovsk til Moskvu Það voru tveir drengir og hefl. ir annar þeirra Nikolas, eftir flugmanninum, og hinn Alios ha, en svo hét læknir, sem var um borð og hjálpaði til við fæðinguna. Þáttur kirkjunnar „Sólskin útí — sólskin inni" NÚ ÞEGAR vetrar- og skóla- störfum er að ljúka, auðnast flestum að komast eitthvað út í “ sólskin og ilmblæ sumarsins. — Sumarleyfin hefjast og flest ís- lenzkt skólafólk er svo heppið að njóta enn þeirrar aðstöðu að komast í snertingu við gróanda vorsins og • framleiðslustörf þjóðarinnar. Ný og ókunn andlit mætast daglega við hin ólíkustu og fjöl breyttustu störf og í framandi umhverfi bæði utanlands og innan. Og sólskin sumarsins signir allt þetta fjölbreytta líf varma ljósi og vonum. En hvernig er það annars með öll þessi andlit og augu, sem við mætum? Og hvernig er það með okkar eigin svip? Geisl ar einnig sólskini innan frá’ Eru það vorsólir gæddar gróður magni helgra 'krafta og heilags anda, sem við mætum? Eða eru það' haustsálir hroka og önug- lyndis? Ef til vill hefur ekki sjáif drottning ljóssins, sól himins ins eins mikið að segja um gieði og undur sumarsins eins og fólkið sem á veginum ver'ð ur. Þar gildir regla, sem felst í gamalli ferðaósk: Hvar sem leiðin þín liggur um lönd eða höf, berðu sérhverjum sólskin og sumar að gjöf! Ekkert veldur meira um á- hrif sumarsins en einmitt það. sem felst í þessum tiLmælum „Það er ekki gott, að maður sá einsamall“ og „Maður er manns garnan" eru forn spakmæli frá tveim uppsprettum menningar, en birta þó sömu hugsun og þrá, löngun mannshjartans eft ir samfélagi annarra. Og þótt þar skipti í tvö horn eftir því sem á .er haldið, þá munu samt flestir viðurkenna algilda speki þessara orða. En auðvitað er þá aðalatriði; að manneskjan sem við mætum sé vorsál, auðug af sólskini ástúðar og skilnings í hugsun og tilfinningu. Haustsálimar fullar skuggum gagnrýni og úlf úðar skapa engum sumar. Og um þær gildir það, sem vitur kona sagði um eina slíka, „Mér fannst, að mér liði alltaf illa í návist hennar jafnvel þótt hún segði ekki neitt, aðeins ef hún var nærstödd“. Að sjálfsögðu skapa slíkar manneskjur hvorki sumar né sælu. En sem betur fer eru þær ekki margar. Og flestir eiga sinn „charma“, sína innri birtu, ef vel er skyggnzt um, og það ættum við sannarlega að gjöra. Og eitt af því sem fylgir ys og hraða, sem einkennir þessa.öld, er einmitt sú staðreynd, hve fá- um við mætum í orðsins fyllstu merkingu. í fjölmenninu getur fól'k búið í sama húsi árum sam- an, án þess að kynnast nokkuð eða komast í snertingu hvert við annað. Svo allt í einu uppgötva tvær manneskjur hvor aðra á tröpp unum eða í lyftunni. Skyndi- lega brýzt geisli gegnum rökk- ur ókynnisins, sem hefur um- lukt persónuleikann, og þá birtist heill og bjartur sólskins dagur, sem varað gæti árum og áratugum saman, allt e^tir festu og þroska þeirra, sem mættust. Þannig er einnig á ferðalög- um og í sumarleyfum. En yfir- leitt erum við íslandsbörn of lokuð fyrir öðrum, innhverf og fálát. Og þótt við megum telj- ast gestrisin þjóð og góðvilj- að fólk upp til hópa, þá gildir samt yfirleitt það sem ungur útlendingur, sem dvaldi hér heilt ár, sagði við mig. „Þið eruð eins og íslenzku fjöllin, fjarlæg og afskipta- laus, þangað til maður uppgötv ar að það er eldur í ykkur. En á því verður víst oft löng bið.“ íslenzka þjóðin er nú orðin í þjóðbraut þúsunda og millj- óna, sem aldrei mundu hafa svo mikið sem hugsað til okkar áður. Þess vegna ættum við að skipta um svip, líkjast meira ljóssins börnum hið ytra, leggja niður skammdegissvip einangrunar og vetrarhríða, og minna á að ísland er líka „nótt laus voraldarveröld“. En ávöxt ur ljóssins er einskær góðvild, réttlæti og sannleikur," sagði postulinn forðum. Og meistar inn frá Nazaret hvatti læri- sveina sína ekki síður til að líkjast Föður ljóssins, og ljósi heimsins, sjálfri vorsólinni og sagði: „Þannig lýsi Ijós yðar mönnunum", og það Ijós, það sólskin kemur að innan. Og þótt við verðum oft fyr- ir vonbrigðum með félaga og vini og blekkingin skapi oft skugga, þá leggur loga bjarta frá hjarta til hjarta, ef við ekki lokum okkur inni í myrkrinu og göngum síðan um eins og haustsálirnar með grímu tómlætisins og sýndar- mennsku. Og þá rnunum við líka finna hve mikið af sólskini flestir eiga, éf það er ekki byrgt að baki skýja og skugga ókynnis og ömurlyndis. Og hversu hjartanlega þakk lát erum við því fólki sem að- eins með nærveru sinni, vekur umhverfinu litu og Ijóma. Bros þess, orð, athöfn og söngvar skrifa eins og geislar vorsólar og blæhvísl sumarmorguns um láð og lög: „Himneskt er að lifa.“ Árelíus Níelsson. TiSkynning frá fjármálaráðuneytinu um breytingu á lögum um tollskrá Athygli er vakin á því, að lög um breytingu á lög- um um tollskrá o. fl. taka gildi frá og með mánu- deginum 25. maí. Fjármálaráðuneytið, 23. maí 1964. FERÐABÍLAR 17 farþega Mercedes-Benz hópferðabílar af nýj- ustu gerð, til leigu í lengri og skemmri ferðir. — Afgreiðsla á Sendibílastöðinni í síma 24113, á kvöldin og um helgar. Sími 20969. HARALDUR EGGERTSSON Grettisgötu 52 Skólagarðar Reykjavíkur taka til starfa 1. júní n.k. Innritun fer fram í görðunum við Holtaveg og í aldamótagörðunum dagana 28. og 29. maí kl. 13—17 e.h. Börnum á aldrinum 9—14 ára, heimil þátttaka. Þátttökugjald kr. 250,00 og greiðist við innritun. Garðyrkjustjóri Aðalfundur Aðalfundur Barnavinafélagsins Sumargjafar verð ur haldinn í skrifstofu félagsins, Fornhaga 8, mið- vikudaginn 27. þ.m. Fundur hefst kl. 8,30 s.d. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Samband veitinga- og gistihúsaeigenda Aðalfundur S.V.G. verður haldinn að Hótel Sögu mánudaginn 25. þ.m. kl. 4,00 e.h. STJÓRNIN Á því viljum við vekja athygli viðskiptavina, að vegna flutninga á aðalskrifstofu frá Reykjanes- braut 6 í hina nýju byggingu Loftleiða á Reykja- víkurflugvelli, dagana 25, 26. og 27. þ.m., má gera ráð fyrir, að símaþjónusta og önnur fyrirgreiðsla í skrifstofunni á því tímabili verði ekki jafn snurðulaus og aðra daga. 2 TÍMINN, sunnudaglnn 24. mai 1964

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.