Tíminn - 24.05.1964, Side 7

Tíminn - 24.05.1964, Side 7
Úfgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jómas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Walter Lippmann ritar um alþjóöamáh.. " ■■ ...* Mesta vandamál Evrópu er aö rjúfa göt á járntjaið Hlé í Vestur-Evrópu vegna nálægra þingkosninga. Bann, sem verður að afnema í „viðreisnarlögunum“ 1960, var það eitt höfuðatriðið að banna atvinnurekendum að semja um verðtryggingu launa samkvæmt vísitölu. Ríkisstjórnin hélt því fram, að með þessu yrði komið í veg fyrir víxlhækkanir kaup- gjalds og verðlags og hér væri því stórt spor stigið í baráttunni gegn verðbólgunni. Af hálfu Framsóknarmanna var lagzt gegn því, að slíkt bann yrði sett í lög, en hins vegar yrði sett lagaákvæði um, að ríkisstjórnin og stéttarsamtökin skyldu reyna að ná samkomulagi um að draga sem mest úr víxlhækk- nnum kaupgjalds og verðlags. í umræðum á Alþingi bentu Framsóknarmenn m. a. á, að bann gegn verð- tryggingu launa væri líklegt til að hindra kaupsamninga til lengri tíma, því að verkalýðssamtökin væru eðlilega ófús til slíkra samninga, án einhverrar verðtryggingar á laununum. Þessum aðvörunum skeytti stjórnarliðið ekki neinu, heldur samþykkti bannið. Það eru nú liðin fjögur ár síðan þetta bann var lög- fest. Reynslan hefur sýnt eins glöggt og verða má, að það hefur síður en svo náð þeim tilgangi, er stjórnarliðið hafði ætlað því. Þvert á móti hafa víxlhækkanir verð- lags og launa aldrei orðið stórfelldari, þótt verðlaginu hafi með fulltingi ríkisstjórnarinnar veitt stórum betur 1 þeirri keppni. Þegar launþegar gátu ekki samið um verð- tryggingu, reyndu þeir að sjálfsögðu að tryggja hag sinn með öðrum hætti, sem reynzt hefur þjóðinni óheppilegri. Meðan verðtrygging var í gildi, skapaði hún ríkisvaldinu einnig nokkurt aðhald um að halda verðlaginu í skefjun. Síðan það var afnumið, hefur rík- isvaldið reynzt enn áhugaminna í þessu efni en áður. Þannig hefur bannið gegn verðtryggingu beinlínis stutt að aukinni dýrtíð og verðbólgu og því reynzt gersamlega misheppnað. í samræmi við það lögðu Framsóknarmenn til á sein- asta þingi, að það yrði numið úr lögum og stéttasam- tökum gert frjálst að semja um verðtryggingu launa. Ríkisstjórnin og flokkar hennar vildu þó ekki falla frá banninu. Þeir munu þó reyna, að ekki verður til lengdar haldið í þessa bannstefnu „viðreisnarinnar“. Svo greinilega hefur það sýnt sig á þessu sviði, eins og flestum öðrum, hve vanhugsuð og óhyggileg „viðreisn- arstefnan“ var og er. Aburðar verksmið j an Um þessar mundir eru liðin 10 ár síðan áburðarverk- smiðjan tók til starfa. Hún var þá fyrsta stóriðjufyrir- tækið á íslandi. Fyrstu drögin að stofnun hennar voru lögð í tíð vinstri stjórnarinnar fyrri eða á árunum 1934 —’37, þegar Hermann Jónasson beitti sér fyrir rann- sókn þessa máls. Vilhjálmur Þór tók málið aftur upp á síðari hluta stríðsáranna en nýsköpunarstjórnin lagði það til hliðar. Fyrst eftir að Framsóknarflokkurinn komst í ríkisstjórn 1947, var málið tekið upp af fullu kappi og því hrundið í framkvæmd. Áburðarverksmiðjan hefur reynzt landbúnaðinum og þjóðinni gagnlegt fyrirtæki. Hún er jafnframt gott vitni um þann stórhug, sem þjóðin verður að hafa, ef hún á ekki að dragast aftur úr. Slíkan stórhug hefur skort sein- ustu árin. í TVEIMUR þeirra höfuð- borga, sem ég heimsótti ný- lega, Bonn og London, er hlé í stjórnmálunum eins og sakir standa, unz myndaðar verða ríkisstjórnir með varanlegu umboði að afstöðnum kosning- um, sem fyrir dyrum standa. Sir Alec Douglas-Home og dr. Erhard, eru báðir önnum kafn- ir við undirbúning kosning- anna. Brezka stjórnin getur ekki tekið sig fram um neitt og engar bindandi ákvarðanir tek- ið, þar sem allar líkur benda til að Verkamannaflokkurinn myndi ríkisstjórn í október í haust. Stjórnin verður að vísu að annast dagleg og eðlileg viðbrögð við athöfnum þeirra Nassers og Sukarno, en allt verður það að fara eftir meg- inlínum þeirrar stefnu, sem áður hefir verið mörkuð. ERHARD kanslari er sagður mjög vinsæll í Vestur-Þýzka- landi, en hann á engu að síð- ur eftir að sigra í kosningum á eigin spýtur. Honum er mjög vel ljóst, að hann stendur í sporum annars manns, dr. Ad- enauers, líkt og stóð á með Johnson forseta fyrstu vik- urnar eftir 22. nóvember s.l. Franska þjóðin gengur aft- ur á móti út frá því sem gefnu, að vald de Gaulle hershöfð- ingja haldist óbreytt enn um nokkur ár. Þá er gert ráð fyr- ir, að hann verði heill heilsu þrátt fyrir uppskurðinn, sem hann gekk undir fyrir skemmstu. f París vakti það sérstaka athygli mína, að svo virðist sem þar sé fengið svar við fcinni erfiðustu spurningu í sambandi við einvalda, — erf- iðustu spurningunni í sam- bandi við de Gaulle hers- höfðingja. Þetta er spurningin um eftirmann hershöfðingj- ans, ef hann fatlast frá með einhverjum hætti. Georges Pompidou forsætisráðherra, hefir unnið mjög á að undan- förnu, og er tvímælalaust væntanlegur eftirmaður de Gaulle. Ekki virðast neinar lík- ur á að honum verði í þessu efni veitt nein samkeppni með- al Gaulleista. TÍMABIL almennra kosn- inga meðal þeirra þjóða, sem að vestrænum samtökum standa, verður að vísu ekki um garð gengið fyrr en í lok næsta árs. Þó verður að telja eins öruggt og unnt er yflr- leitt að telja um slíka hluti, að Johnson forseti hljóti kosn- ingu, og þeir aðalleiðtogar, sem hann kemur til með að eiga samleið með, verði Char- les de Gaulle, Harold Wilson og Ludwig Erhard. Hér verður að slá þann var- nagla, að ekkert er algerlega öruggt í slíkum efnum, eins og við hljótum að kannast við, sem ályktuðum rangt um úr- slit kosningabaráttu þeirra Dewey og Trumans 1948. Ým- is undur geta gerzt, sem nú eru ófyrirséð og ófyrirsjáan- leg. En gerist engin stórmerki De Gaulle er öruggur í sessi. eða kraftaverk, verða ofan- taldir fjórir menn leiðtogar þeirra ríkisstjórna, sem fara með aðalhlutverkin í vest- rænni samvinnu á næstunni. EKKI gat ég greint þess merki í Vestur-Þýzkalandi, að sósíaldemókratar geri sér vonir um að sigra dr. Erhard, eða sýni ákveðna viðleitni til þess. Enginn reginmunur virðist á utanríkisstefnu Sósíaldemó- krata og Kristilegra demó- krata, sem þeir Erhard og Sehroeder veita leiðsögu. De Gaulle hershöfðingja hef- ir ekki tekizt að laða Vestur- Þjóðverja úr Atlantshafsbanda- laginu. Fransk-þýzka brúðkaup ið, sem hann og Adenauer héldu hátíðlegt, hefir ekki komið til framkvæmda. Allir þeir Þjóðverjar, sem ég hitti að máli, virtust mjög svo háðir Bandaríkjunum, ná- lega vandræðalega að því er mér fannst. Ef minnzt var á uppástungu Eisenhowers hers- höfðingja um að minnka her- afla okkar í Vestur-Þýzka- landi úr þeim sex herfylkjum, sem þar eru nú, olli það van- þóknun og hryggð. f INNANRÍKISMÁLUM Vest ur- Þýzkaland gætir eindreg- ins fráhvarfs frá marxisman- um meðal vinstri aflanna, eins og raunar hvarvetna annars staðar í Vestur-Evrópu. Sjón- armið þýzkra og brezkra sósí- alista eru í höfuðdráttum hín sömu í því efni. Deila þeirra við íhaldsmenn stendur ekki um, hvort þjóðnýta eigi iðrp aðinn eða ekki. Deiluefnið er hitt, hvernig iðnaðurinn verði aðhæfður þeirri tæknibyltingu, sem nú er aðeins nýbyrjuð. Marxisminn varpar engu ljósi á þetta mikilvæga efni. Marx reit fræði sín langa löngu áður en sú tæknibylting hófst, sem nú stendur yfir. Brezkir og þýzkir sósíalistar hafa því lagt marxismann á hilluna að heita má. Hann er með öllu horfinn úr hugsun þeirra og áformum og að mestu úr kjörorðunum. ÍHALDSSTJÓRNIN í Brét- landi hefúr fyrir skömmu snú- izt til fylgis við þá hugsun, að gera beri áætlun um fram- vindu efnahagslífsins. Munur- inn á stefnu hennar og stefnu Verkamannaflokksins undir for- ustu Harolds Wilsons er ekki svo sérlega mikill í þessum efnum. Ég hygg, að orða mætti þetta svo, að deilan komi ekki til með að standa um, hvað gera eigi í megindráttum, heldur hvor geti komið því í framkvæmd. Sósíaldemokratar þeir, sem ég átti tal við í Þýzkalandi, rökstuddu ákaft nauðsynina á tilveru einkaframtaks og einkafjárfestingar. Þess ber og að minnast, að efnahagskerfið í Frakklandi var komið alllangt áleiðis í sósíalisma áður en de Gaulle hershöfðingi tók við völdum. Það hefur ekki fjarlægzt sósíal ismann undir forustu hershöfð ingjans. Kreddur hans og hleypidómar bera því að vísu vott, að hann er höfðingja- sinni og íhaldsmaður, en það á ekkert skylt við það hömlu- leysi, sem gengur undir nafn- inu íhaldssemi hér í Banda- ríkjunum. ALLT .VIRÐIST þetta geta haft alvarleg áhrif á megin- þættina í stefnu Evrópu í al- þjóðamálum og almenna af- stöðu þeirra ríldsstjórna, sem væntanlegar eru. Mildun fræði- og kennisetn- inga er nauðsynleg vegna þess, sem er að gerast og á að gerast. Þar er fyrst og fremst um að ræða að opna Austur-Evrópu fyrir Vestur- Evrópu og Vestur Evrópu fyr- ir Austur-Evrópu, eða í sem fæstum orðum að rjúfa göt á járntjaldið. TÍMINN, sunnudagfnn 24. maí 1964 7

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.