Tíminn - 24.05.1964, Side 8
KVIKMYND UM ÆVIJESU
f ágústmánuði næst komandi
verður frumsýnd kvikmynd sú
vestan hafs, sem tekið hefur
margra ára undirbúning og
ríkt meiri leynd um, eftir að
gerð hennar hófst, en flestar
kvikmyndir aðrar. Hún fjallar
um ævi Jesú frá Nazaret, bygg
ist á frægri bók, sem út kom
fyrir fimmtán árum og heitir
á frummálinu „The Greatest
Story Ever Told“ eftir Fulton
Oursler, hefur komið út á
Norðurlandamálum undir heit
inu „Bók bókanna". Margir
hafa unnið að kvikmyndahand-
ritinu, m. a. skáldið Carl Sand-
María Mey — Nafn leikkonunnar
ekkl gefiS upp a8 slnnl.
burg. Eftir mikla leit í mörg-
um löndum ákvað leikstjórinn,
George Stevens að fala sænska
leikarann Max von Sydow til
að leika Jesúm, leikarinn neit-
aði fyrst, en lét loks til leið-
ast. En ekki verður leyft að
birta neinar myndir af honum
í hlutverkinu fyrr en myndin
verður sýnd seint í sumar.
Nokkrar myndir birtast samt
hér úr hinni einstæðu kvik-
mynd.
Max von Sydow frá Lundi
hefur um nokkur ár verið í
tölu fremstu skapgerðarleikara
Svía, þótt enn sé hann maður
á léttu skeiði. Hann náði fyrst
frama á leiksviðinu, en frægð
hans hefur farið enn viðar eft-
ir að hann fór að leika í kvik-
myndum, því að frægasti kvik-
myndastjóri Svía, Ingmar
Bergman, hefur sett hann í
hvert stórhlutverkið á fætur
öðru í kvikmyndum sínum.
Eftir að Max von Sydow
féllst á að leika aðalhlutverk-
ið í kvikmyndinni um ævi
Jesú, hélt hann vestur um haf,
var þar mánuðum saman til að
undirbúa 'sig undir hlutverkið
og síðan hófst sjálfur leikur-
inn í myndinni, en gerð henn-
ar tók á tiunda mánuð eftir
nokkurra ára aðdraganda og
undirbúning leikstjórans.
Hann lauk hlutverki sínu
snemma í vetur og hélt þá
heim aftur til Svíþjóðar. Fer
hér á eftir útdráttur úr við-
tali við hann eftir heimkom-
una, og er hann fyrst spurður
um álit á kvikmyndinni yfir-
leitt, en hann svarar:
— Ég hef ekki séð kvik-
myndina og get því ekki látið
í ljós skoðun á henni. Mér er
næst að halda, að óklippt sé
hún a. m. k. tíu klukkustunda
löng, en hún á ekki að taka
lengri sýningartíma en þrjár
klukkustundir. Hún er búin
að kosta einhverja feikn af
peningum, víst sem nemur 75
milljónum sænskra króna, ég
kann ekki tölu á öllum þeim
sérfræðingum, sem að henni
unnu, hvað þá aðstoðarmönn-
unum. Mér voru gefnar mjög
frjálsar" héndur um mótun
hlutverksins. Hver maður 'hef-
ur sína hugmynd um Jesú.
Hinir trúuðu vita með sinni
trúarvissu, hvernig hann var.
Mér var nauðsynlegt að
gleyma þeim myndum, sem
menn hafa gert af Jesú, einn-
ig minni gömlu hugmynd um
hann, því að ég er leikari, og
verð að leika Jesúm í samræmi
við leikritið. En þetta er feiki-
lega erfitt viðfangs og þýðir
ekki að fara eigin leiðir um
túlkun, sem gengur alveg í ber
högg við sameiginlegar hug-
myndir allra þeirra milljóna
væntanlegra áhorfenda um-
hverfis jörðina. Því varð leik-
stjórinn að finna einhvern sam
nefnara þeirra hugmynda áð-
ur en ákveðið var, hvernig
Jesús yrði túlkaður í útliti
jafnt sem framsögn. En þrátt
fyrir það munu margir halda
því fram, þegar þar að kemur,
að kvikmyndin sé meingölluð
og heiðin. Hér í Svíþjóð hefði
Ingmar Bergmann getað hætt
á að framleiða kvikmynd, sem
ylli heiftúðugum deilum —
en það er hægt að ráðast í slíkt
í Bandaríkjunum.
Þetta sagði Max von Sydow.
En það er haft fyrir satt, að
hann hafi mestu ráðið um að
móta svip hlutverksins. Hann
hafi beitt vísindalegri ná-
Gyðinga til að kynna sér útlit,
klæða- og limaburð og daglegt
líf almennings á þessum tímum
Hann hafi myndað sér þá skoð-
un, að Jesú hafi litið út eins og
venjulegur mennskur maður,
ekki óaðfinnanlegur, en um-
fram allt staðfastur í trú sinni
í réttlæti. Hann hafi skorið sig
úr að því, að hann sýndi öðr-
um fremur örlæti og umburðar
lyndi og var hleypidómalaus.
Háþroskaður maður í geðprýði,
sem máske tillitslaus í aðeins
einu — sannleiksástinni. En
hvernig leit hann út? og Max
. von Sydow svarar:
„Við bundum okkur ekki við
neina ákveðna fyrirmynd í
myndlistinni. Augun hljóta að
hafa verið eitt hið sérkennileg
asta í andliti Jesú. Þá var
enni mitt hækkað nokkuð og
skeggið stuttklipptara en það
var á mér. Hárið er nánast það
sem við köllum passíuhár, lát-
Max von Sydow. Ekki fékkst
leyfl til aS taka nærmyndir af
honum f Jesúhlutverklnu í kvtk-
myndlnnl, ekkl fyrr en myndin
verSur frumsýnd í ágúst.
Var tekin með leynd og
kvæmni í rannsóknum heimilda
en raunar er ekki um auðugan
garð að gresja hvað snertir
heimildir um manninn Jesúm,
útlit hans, limaburð eða göngu-
lag. Leikarinn lét sér ekki
nægja að lesa og bera saman
margar Biblíuþýðingar. Heldur
sökkti hann sér niður í sögu
Þetta er þaS næsta, sem Ijósmyndarinn komst til aS taka mynd af Jesú og lærisveinum hans í kvikmynd-
innl.
iö ttylja eyrun að þeirrar tíðar
sið. Og fötin eins fábrotin og
hugsazt getur, trúlega ódýr-
ustu föt í aðalhlutverk í sögu
lavikmyndagerðarinnar: Nokk-
ar skikkjur, aðeins mismunandi
blettóttar.
Spurningunni um það, hvernig
Jesús tali í myndinni, svarar
leikarinn:
„Eg fékk margra mánaða
kennslu hjá gáfuðum háskóla-
kennara í Los Angeles, þar sem
ég var í hálft ár áður en kvik-
myndatakan hófst. Málið, fram
sögnin átti ekki að vera há-
tíðleg, heldur blátt áfram og
hversdagsleg — aðeins með
skipunartón þegar það átti sér
staklega við. Skólaenskan mín
varð nokkuð að víkja, en í
staðinn fór ég bil beggja milli
brezkrar og amerískrar ensku.
Og þeir sem léku hina nánustu
fylgismenn Jesú, samræmdu
talmál sitt eftir mér . . . “
Kvikmyndatakan fór fram
nær eingöngu vestan hafs. T.
d. varð Pyramid Lake í Nevada
að Geneseratvatni í myndinni
og Colorado-fljótið varð athafna
svæði Jóhannesar skírara, var
raunar vígt til þess eða öllu
heldur skírt með því að hella
yfir það úr flösku vatni úr ánni
Jórdan. Aldrej fór þó svo, að
Jesús kvikmyndarinnar kæmist
ekki til Landsins helga, en
dvaldist þar ekki nema í einn
dag.
Sá, sem nefndist Júdas.
Fí ORD UM MÁLVERKASVNINGAR
Það er mikil upplyfting í mál-
verkasýningum í Reykjavík um
þessar mundir. ekki færri en
þrjár samtímis: Eiríkur Smith í
Bogasalnum, Hafsteinn Aust-
mann i Listamannaskálanum, og
Valtýr Pétursson í Húsgagna-
verzlun Reykjavíkur um hvíta-
sunnu.
Hvort sem það er árferðinu að
þakka eða einhverju öðru, hafa
þessir þrír hrist af sér slenið og
farið að sýna eftir nokkuð langt
og viðburðalítið tímabil. Þeir
hafa þó ekkj haldið að sér hönd-
um meðan ekki spurðist til
þeirra, um það vitna sýningarn-
ar. Almenningur hefur tekið
rösklega undir við málarana, og
meira að segja keypt af þeim
myndir Þessar þrjár sýningar
hafa verið talsvert mikið sóttar,
og svo er um aðrar málverkasýn-
ingar nú í vor. Það kæmi ekki 4
óvart þótt málarar okkar væruj
lítið eitt undrandi með sjálfuml
sér, en sannast sagna eiga þeir!
öðru að venjast, margir hverjir.i
Gólfið í Listamannaskálanum j
bilaði, þegar Vorsýning Mynd-|
listarfélagsins var opnuð. Þá1
buldi við brestur, en gólfræfill-
inn þoldi ekki allan þann mann-1
skap, sem var kominn til að
skoða hir. aðskiljanlegu mál-
verk Þetta var líka kostuleg sýn-
ing. Kjarval átti eina mynd, hóg-
| værlega og gamla, rétt hjá dyr-
I um, og Jón Engilberts fimm|
myndir á gafli, mjög nýjar. Jón
var þarna eins og ljón í lamba-
hópi Eiginlega tók maður ekki
eftir lömbunum fyrr en maður
fór að skoða sýningarskrána. Þá
komu í ljós myndir eftir hina og
þessa télagsmenn, já, meira að
segja Finn Jónsson, sem lagði
einu sinni merkan skerf til ís-
íenzkrai myndlistar. En hvað var
nú að tarna?
Það er mál manna, að þessi
Vorsýning hafi verið betri en sú
í fyrra. Það er sennilega rétt. En
sundurieitari sýning mun tæpast
hafa verið haldin á landi hér.
Það verður ekki sagt um fyrr-
nefndar sérsýningar, að þær séu
sundurleitar hver um sig, og
raunar má segja um Eirík Smith
og Valtý Pétursson, að þeir fáist
við hliðstæð vandamál, og jafn-
framt um Kristján Davíðsson á
nýafstaðinni sýningu í Bogasaln-
um. Eiríkur og Valtýr hafa yfir-
gefið geómetríska skólann, Krist-
ján hetur aldrei fylgt honum.
Allir prír virðast sækja innblást-
ur til náttúrunnar, og tjá sig
nónfígúratíft, á þann hátt, sem
stundum hefur verið kallaður
tacheismi, eitthvað í þá áttina.
En viðhlítandi nafngift fyrir-
8
TÍMINN, sunnudaginn 24. maí 1964