Tíminn - 27.05.1964, Síða 5

Tíminn - 27.05.1964, Síða 5
Átta brautskráð- ir úr leikskóla S. 1. laugardag var Leiklistar- skóla Þjóðleikhússins slitið og brautskráðust þaðan 8 nemendur, eftir tveggja ára nám. Leiklistar skóli Þjóðleikhússins er tveggja ára skóli og útskrifast leiklistar- nemar þaðan annað hvert ár. Þeir sem útskrifuðust að þessu sinni, voru Arnar Jónsson, Anna Her- skind, Bryndís Schram, Jón Júlíus son, Leifur ívarsson, Oktavía Stefánsdóttir, Sverrir Guðmunds- son og Þórunn Magnúsdóttir. Þetta er 9. árgangurinn, sern brautskráðst hefur frá Leiklistar- skóla Þjóðleikhússins, en samtals hafa 55 nemendur lokið prófi frá skólanum. Kennarar við skólann í vetur voru lei'karamir Gunnar Eyjólfs- son, Kristín Magnús, Kelmenz Jóns son, Benedikt Ámason og Jón Sig- urbjörnsson, sem kenndi til ára- móta. Elizabeth Hodgshon, ballett- meistari, kenndi sviðshreyfingar og ballett. Auk þess kenndu pró- fessorarnir Steingrímur J. Þor- steinsson og Símon Jóhann Ágústs son við skólann, héldu þar m. a. fyrirlestra um sálfræði, leiklistar- sögu o. fl. Skólastjóri er Guðlaug- ur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri. Þrír af nemendunum, sem út- skrifuðust að þessu sinni, hafa far ið með stór hlutverk á leiksviði Þjóðleikhússins á s. 1. vetri. Am- ar Jónsson lék stórt hlutverk í Gísl, Þórunn Magnúsdóttir lék Ófelíu í Hamlet og Bryndís Schram lék titilhlutverkið í Mjall hvíti og stórt hlutverk í Táninga- ást. Prófdótnarar voru mjög ánægð ir með frammistöðu nemenda á prófinu og töldu þetta einn bezta árganginn, setn útskrifazt hefur frá Leiklistarskóla Þjóðleikhússins. Skólastjóri brýndi fyrir nemend- um að sýna alúð í starfi, hvort sem hlutverkið, er þeim væri fal- ið að túlka, væri stórt eða lítið. Vera trúm köllun sinni og missa ekki kjarkinn, þótt móti blási. Hann benti þeim einnig á, að sjálfsgagnrýni væri ekki síður nauðsynleg, því að sjálfsgagnrýni og sjálfstraust væru þeir eiginleik ar, sem hverjum leikara væru nauðsynlegir. Að svo mæltu ósk- aði hann hinum ungu leikurum velfarnaðar og góðs gengis á leik listarbrautinni. Næsta haust fær Leiklistarskóli Þjóðleikhússins nýtt og gott hús- næði til afnota í hinum reisulegu salarkynnum Dagsbrúnar og Sjó- tnannafélagsins við Lindargötu. Við það fær Leiklistarskólinn betri starfsskilyrði og mun öll kennslan fara þar fram næsta vet- ur. — Myndin er af þjóðleikhús- stjóra og Arnari Jónssyni við skóla uppsögn. i IZnrs/wc íaf{.L Sinfóníuhljómsveit íslands Ríkisútvarpií Rússneski píanósmllingurinn VLADIMIR ASHKENAZY leikur með Sinfáníuliljómsveit íslands á aukatónleikum í Háskólabíói, fimmtudag- inn 4. júní, kl. 21,00. ^ / Stjórnandi: IGOR BUKETOFF Efnlsskrá: Mozart: ............ Sinfónía nr. 35 „Haffner" Beethoven:...........Píanókonsert nr. 1, C dur Rachmanoinoff:.......Píanókonsert nr. 3 d-moll Áskriftarskírteini gilda ekki að tónleikunum, en föstum áakrLfendum er gefinn kostur á forkaupsrétti aðgöngu- mtða til fðstudags 39. maí — gegn framvísun áskriftar- gkfrteina I bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og bóka- M8om Lárusar Blöndal, Skólavörðustíg 2, og Vesturveri. Sýning í Bogasalnum ÍSLAND VIÐ ALDAHVÖRF Allar hinar frægu myndir frá leiðangri Paul Gai- mard til íslands árið 1836 (201 mynd) verða til sýnis og sölu dagana 27. til 31. maí. Opið daglega frá kl. 2 e.h. til 10 e.h. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja dælustöðvarhús við Grensásveg fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Útboðsgagna skal vitja í skrifstofu vora, gegn 3.000,— króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar Stúlka óskast á skrifstofu happdrættis FUF í Tjarnargötu 26, í 4—6 vikur. Upplýsingar eftir kl. 4, á skrifstofunni. ÍSLANDSMÓTIÐ Laugardalsvöllur miSvikudag kl. 20,30 Valur — Þróttur Mótanefnd Bæjarstjórn Akraness hefir ákveðið að efna til hugmyndasamkeppni um merki fyrir kaupstað- inn. Uppdrættir skulu vera 12x18 cm á stærð og skulu þeir sendir til bæjarstjórans á Akranesi fyr- ir 15. júlí 1964. Umslag skal auðkennt með orðinu Samkeppni. Nafn höfundar fylgi í sérstöku umslagi vandlega lokuðu. 15.000 kr .verðlaun verða veitt því merk- inu sem valið verður og áskilur þæjarstjórnin sér rétt til þess að nota merkið að vild sinni án frekari greiðslu. Einnig áskilur bæjarstjórnin sér rétt til að hafna öllum tillögum sem berast kunna ef henni þykir engin hæf til notkunar. Bæjarstjórinn Akranesi Björgvin Sæmundsson T í M I N N, mlðvikudagur 2/. maí 1964. 5

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.