Tíminn - 27.05.1964, Page 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson.
Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif-
stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar
skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. lnnan-
lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiöjan EDDA h.f.
Jákvæð andstaða
Stjórnarblöðin hafa undanfarið verið að tíunda þau
mál, sem urðu að lögum á seinasta þingi. Sú upptaln-
ing sýnir, að þingið hefur ekki afgreitt nein meiriháttar
stórmál. Þó skal fúslega játað, að þingið afgreiddi fáein
mál, sem horfðu til nokkurra bóta, eins og aukin framlög
til vegamála og aukna aðstoð við litlu búin, en þar var
yfirleitt um að ræða mál, sem Framsóknarmenn höfðu
beitt sér fyrir á undanförnum þingum.
Nær öll hin meiriháttar mál, lét þingið hins vegar
leggjast til hliðar. Reynslan leiddi í ljós, að varðandi þau
hafði ríkisstjórnin enga stefnu eða neikvæða afstöðu.
Hér má t. d. nefna efnahagsmálin, húsnæðismálin, jafn-
vægi í byggð landsins, eflingu framleiðni og endurbætur
á skólakerfinu. í öllum þessum málum fluttu Framsókn-
armenn tillögur um nýjar aðgerðir og úrlausnir, en þeim
var undantekningarlaust stungið undir stól af þingmeiri-
hlutanum. Þannig einkenndist þingið af neikvæðum
vinnubrögðum stjórnarflokkanna og jákvæðum tillögu-
flutningi Framsóknarmanna.
Sá meginárangur náðist af þessari jákvæðu baráttu
Framsóknarmanna, að ríkisstjórnin féll frá lögþving-
unarleiðinni í launamálunum og reynir nú samningaleið-
ina með góðum horfum um samkomulag.
Þess munu ekki mörg dæmi, að stjórnarandstaða hafi
haldið uppi eins jákvæðri baráttu og Framsóknarmenn
gerðu á seinasta þingi. Hún var alger andstæða neikvæðr-
ar afstöðu Sjálfstæðisflokksins í tíð vinstri stjórnarinnar.
Skuldasöfnun í góðæri
Stjórnarblöðin eru þagmælsk um þá staðreynd, að
skuldir þjóðarinnar umfram inneignir hafi vaxið um
340 millj. kr. síðan í árslok 1958, þrátt fyrir óvenjulegt
góðæri og hagstæða gjaldeyrisöflun, engar meiriháttar
stórframkvæmdir og öll fyrirheit stjórnarinnar um að
draga úr erlendum skuldum. Með þessu er m. a. fallin
sú fullyrðing þeirra, að „viðreisnin“ hafi þó alltaf auk-
ið inneignir bankanna erlendis. Slíkt. er vitanlega ekki
hrósvert, þegar upplýst er, að skuldir hafa aukizt miklu
meira en hinum auknu inneignum nemur.
Til þess að draga athygli frá þessum staðreyndum,
beita stjórnarblöðin nú ýmsum smáskæruhernaði. T. d.
var nýlega lesið upp í útvarpinu, úr forustugrein í Vísi, að
gjaldeyrisstaða bankanna hafi verið óhagstæð um mikla
upphæð, þegar vinstri stjórnin lét af völdum. Töflur, sem
fylgja nýbirtri ársskýrslu Seðlabankans sýna hins vegar,
að gjaldeyrisstaða bankanna var hagstæð um 228.5 millj.
í árslok 1958. Slíkur er málflutningur stjórnarblaðanna.
Kvöldsala í Reykjavík
Mjög eykst nú óánægja meðal neytenda í Reykjavík
vegna afskipta borgarstjórnarinnar af kvöldsölunni. Áð-
ur en þessi afskipti borgarstjórnarinar hófust, gátu þeir,
sem seint komu úr vinnu, fengið keyptar ýmsar nauð-
svnjavörum heimilanna. Nú er þetta úr sögunni, en hins
vegar er auðvelt að ná í tóbak og sælgæti.
Þetta er óneitanlega spor aftur á bak, enda var þetta
ekki tilgangur borgarstjórnar. Meðferð þeirra, sem mest
hafa fjallað um þessi mál, hefur hins vegar leitt til þess-
arar i'iikomu. Vegna þessa eru neytendur eðlilega gramir.
Það er nauðsynlegt, að borgarstjórnin taki þetta mál
upp að nýju og veiti neytendum viðunandi úrlausn.
T í M I N N, miðvikudagur 27. maí 1964. —
Verður kosið um fána í Kanada?
Pearson mun gera fánabreyfingu að fráfararafriði.
KANADA hefur búið á annað
ár við minnihlutastjórn Frjáls
lynda flokksins undir forustu
Lester B. Pearsons. Almennt
mun álitið, að stjórninni hafi
tekizt vonum fremur, þar sem
hún hefur jafnan þurft að
semja við aðra flokka um fram
gang þingmála eða átt mála-
lok undir afstöðu þeirra. Það
hefur styrkt stjórnina verulega
að hinir flokkarnir hafa haft
takmarkaðan áhuga fyrir nýj-
um þingkosningum og því ekki
kært sig um að fella stjórn-
ina.
Horfur eru nú taldar þær,
að Frjálslyndi flokkurinn sé
vænlegur til að ná hreinum
meiri'hluta, ef kosningar færu
fram á næstunni. Því er talið
líklegt að Pearson muni brátt
leita eftir tækifæri til að efna
til kosninga, en einhverjar mál-
efnalegar ástæður þurfa þó
helzt að vera fyrir hendi. Ýms-
ir blaðadómar eru nú á þann
veg, að fánamálið muni verða
honum slíkt tilefni, en margt
bendir nú til þess, að það verði
mikið deilumál í náinni fram-
tíð.
FÁNI Kanada er nú eftirlík-
ing brezka fánans, að því undan
skildu, að í miðju hans er lítið
merki, sem á að minna á Kan-
ada. Þetta rekur rætur til þess.
að Kanada var upphaflega
brezk nýlenda, en hefur síðan
verið brezkt sambandsríki.
Margir Kanadamenn una því
illa, að fáninn skuli þannig
vera eftirlíking erlends fána.
Einkum gildir þetta um Frakk
ana í Quebec-fylki, þar sem
um priðjungur þjóðarinnar býr
Þar hefur krafan um nýjan
fána lengi átt mikið fylgi og
þar hefur Frjálslyndi flokkur-
inn lengi átt traustustu ítökin.
Fyrir seinustu kosningar lofaði
flokkurinn því, að hann myndi
láta skipta um fána, ef hann
fengi meirihluta í kosningun-
um. Strangt tekið er flokkurinn
ekki bundinn við þetta loforð,
þar sem hann fékk ekki meiri
hluta, en siðferðilega telur
hann sig þó bundinn við það ag
reyna að koma málinu fram,
þar sem stjórnarforustan féll
honum í skaut.
Það hefur svo ýtt undir þetta
að skilnaðarhreyfing eykst nú
mjög í Quebec-fylki. Fransk-
ættaðir menn eru þar í miklum
meiri hluta og telja Quebec
hafa verið haft útundan að
ýmsu leyti. Þær kröfur fá því
góðan jarðveg þar, að Quebec
eigi að heimta víðtækari heima
stjórn og jafnvel að segja sig
úr tengslum vig Kanada. Pear
son hefur reynt að mæta þess-
um kröfum með því að taka
vaxandi tillit til fylkisstjórnar
innar í Quebec, en þar fara
flokksbræður hans nú með
völd. Hvað eftir annað, hefur
hann gert það að fráfararatriði
ef slík mál fengjust ekki sam-
þykkt á þingi.
Þrátt fyrir þetta dregur ekki
neitt úr skilnaðarhreyfingunni
í Quebec, nema síður sé. Þess
vegna reynir Pearson nú en að
koma til móts við hana með
því ag lofa að skipta um fána.
en jafnhliða er ætlunin að lög-
Þannig mun nýi fáninn sennilega Ijta út. Þrjú rauð viðarlauf á
hvífum feldi með bláum röndum til endanna.
Þannig lítur núverandi fáni Kanada úf. Hann er að mestu eftir-
líking brezka fánans, að undanskildu smámerkinu í miðjunnl.
festa þjóðsöng. „O Kanada1'
verður þá sennilega þjóðsöngur
Kanada, en það er tillaga
Frakka í Quebec. Brezkætt-
aðir menn vilja hins vegar
annaðhvert lögfesta „God
Save the Queen“ eða „The
Maple Leaf Forever“' Eins og
er, hefur Kanada raunverulega
engan þjóðsöng.
PEARSON hefur fyrir nokkr
um dögum tilkynnt þinginu, að
hann muni brátt leggja fyrir
það tillögu um nýjan fána og
gera þá tillögu ag fráfararat-
riði.Jafnframt sagði hann, að
enn hefðj ekki verið tekin
endanleg ákvörðun um gerð
hins nýja fána. Blöðin telja
hins vegar, að slík ákvörðun sé
þó raunar sama og tekin, þótt
það hafi ekki verið gert form
lega. Samkvæmt frásögnum
þeirra verður fáninn þannig,
að á honum verða þrjú rauð
viðarlauf á hvítum feldi, en
bláar rendur verða tii endanna.
Viðarlauf hefur um alllangt
skeið verið sérstakt einkennis-
merki Kanada.
Búizt er við að fánabreyting
in muni mæta harðri mótstöðu
meirihluta íhaldsflokksins og
ef til vill einstakra þingmanna
í Frjalslynda flokknum Afstaða
minni flokkanna tveggja, Social
Credit-flokksins og Nýja jafn-
aðarmannaflokksins, er ekki
alveg eins Ijós, en þó má búast
við, að sá fyrr nefndi fylgi
breytingunni, þar sem hann á
aðalfylgi sitt í Quebec Ann-
ars getur vel svo farið, að allir
flokkarnir klofni eitthvað um
fánamálið í samræmi við bú-
setu þingmannanna.
Pearson er talinn hafa tekið
þessa ákvörðun vegna þess, að
honum sé ljóst, að Frjáslyndi
flokkurinn geti því aðeins hald
ið velli, að hann treysti aðstöðu
í Quebec, og því hætti hann
heldur á það í sambandi við
fánamálið að tapa fylgi annars
staðar, ef þag gæti styrkt að-
stöðu hans þar. Auk þessa sé
svo fánabreytingin nauðsynleg
til þess að tryggja samheldni
Kanada. Vaxandi áhrif skilnað
arsinna í Quebec má m.a.
marka á því, að fylkisþingið
þar samþykkci nýlega að láta
fara fram fræðilega athugun á
þeim áhrifum, sem það hefði
á efnahag Quebec, ef það yrði
sjálfstætt ríki. Andstæðingar
skilnaðarsinna vona, að þetta
leiði i ljós, að skilnaður væri
fjárhagslegt óráð, en eigi að
síður sýnir þetta, að þeir
treysta sér ekki til annars en
að taka mikið tillit til skilnað-
arhreyfingarinnar.
í ÞEIM fylkjum Kanada, þar
sem brezkættaðir menn eru í
meirihluta mun 'fánabreytingu
verða mjög misjafnlega tekið
og sennilega getur hún leitt
til harðrar mótspyrnu þar.
Mörgum finnst það, að með
fánabreytingunni sé verið að
slíta aldalöng tengsl við Breta-
veldi. Líklegt þykir, að þetta
muni Diefenbaker, leiðtogi í-
haldsmanna reyna að nota sér
út í vztu æsar.
Kosningar sem færu fram í
Kanada nú, þykja líklegar til
að bitna hart á smáflokkunum.
Sumir telja, að Social-Credit-
flokkurinn gæti alveg þurrkazt
út, ef kosið yrði um fánamálið,
en Nýi jafnaðarmannaflokkur-
inn ætti á hættu að missa fylgi
til beggja aðalflokkanna.
Tveggja flokka kerfi myndi þá
að nýju koma til sögunnar <
Kanada.
Þ. Þ.
7