Tíminn - 30.05.1964, Qupperneq 2
I
FÖSTUDAGUR, 29. maí.
NTB-Alsír. — Minnst 30 upp
reisnarmenn hafa veriff drepn
ir í bardögum í Kabylia-fjöll-
unum í Alsír undanfarið.
NTB New York. — Ríkisstj.
Suður-Afríku réðist í dag
harkalega á skýrslu Sameinuðu
þjóðanna um Apartheid, sern
birt var í aprílmánuði. Örygg-
isráðið kemur saman í næstu
viku til að ræða þessi mál að
nýju.
NTBParís. — Robert Marjo-
lin, varaforseti framkvæmdan.
EBE, varaði í dag EBE-löndin
alvarlega við dýrtíðarhættunni
— sem hann kallaði ógnun
gegn lífsmögíu.leikum handa-
Iagsins.
NTB-Moskva. — Ulbricht,
leiðtogi a.-þýzkra kommúnista
kom í dag í heimsókn iil
Moskvu. Krústjoff tók á móli
honum og hyllti hann vegna
Beriínarmúrsins.
NTB-Geneve. — Viðskipta-
málaráðstefna Sameimiðu bjóð
anna í Geneve samþykkti í
dag áskorun til iðnaðarland-
anna um, að veita um 1% af
þjóðartekjum sínum til hjáip-
ar vanþróuðum löndum.
NTB-Weert. — Sex menn
létu lífið í strætisvagni, sem
lenti á milli tveggja vörubila
I Weert í Hollandi í dag.
I NTB-Brussel. — Nú er tal-
ið öruggt, að Kennedyráðstefn
unni í Geneve immi ljúka mörg
um mánuðum seinan en áætlað
var í fyrstu.
r
NTB-Albertville. — Herlið
• rikisstjórnarinnar í Kongó hef
< ur nú náð höfuðborg Norður
Katanga, Albertville, á sitt
vald á ný.
NTB-New York. — Yfirvöld
In í New York munu á kom-
andi haiusti gera hvað þau
geta til þess að uppræta kyn
þáttamisréttið í skólum borg-
arinnar.
NTB-London. — Leiðtogi
brezka Verkamannaflokksins.
] Harold Wilson, fer í opinbera
heimsókn til Moskvu á sunnu
daginn og mun ræða við Krúst
joff forsætisráðherra um al-
þjóðamál.
NTB-Stokkhólmi. — Umræð
unum um Wennersrtöm-mállð
lauk í sænska þinginu í dag-
Við atkvæðagreiðsluna bar rík-
isstjórnin sigur úr býtum, eins
og við var búizt-
NTB-Sydney. Hafnarverka-
menn í Sydney í Ástralíu haía
neitað að afferma suður-afrisk
ar vörur úr norska skipinu Hav
falk. Er orsökin stefna Suður-
Afríku í kynþáttamálum.
BYRJAÐIR AÐ
NÝJUIÖLAFS-
VÍKURHÖFN
AS-Ólafsvík, 28. maí
í fyrradag hófust hafnarfram-
kvæmdir hér ,í Ólafsvík að nýju.
Hingað er væntanlegur Loran-
krani á morgun, og ætlunin að
verkið hefjist af fullum krafti eft
ir helgina. f sumar verður unnið
fyrir 6 milljónir króna.
í þetta sinn á að loka höfninni,
og verður endaker úr stáli rekið
niður og einnig verður töluverður
grjótflutningur.
Mikið er um byggingafram-
kvæmdir hér á staðnum. Viðbygg
ing barnaskólans, sem byrjað var
á í apríl, er í þann veginn að kom
ast undir þak, þá er unnið af full
um krafti við kirkjubygginguna
og einnig er verið að vinna við
sundlaugina. Fyrir utan þetta eru
hér í smíðum 5 íbúðarhús.
Hvíti bíllinn fór of hratt f beygiuna, sem sést á myndinnl, lenti f lausamöl í hægra kanti, steyptist síðan
kollhnís og valt út af vinstra megln vlð veglnn.
Variö ykkur á lausamölinni
KJ-Reykjavík 29. maí
Nú þegar sumarferðalög eru að
hefjast um landið, er ærin ástæða
til að minna ökumenn sem um
þjóðvegina fara á að aka gætilega.
Það virðist aldrei of brýnt fyrir
mönnum hve lausamöl á vegum,
sérstaklega í vegköntum, getur
verið hættuleg. Blaðamaður Tím
ans var á leið suður á Keflavíkur-
flugvöll í morgun, og varð þá
sjónarvottur að því, hvemig fer,
ef ógætilega er ekið úti á þjóð-
vegunum. Klukkan var um hálf
níu, glaðasólskin og hiti. Suður
undir Vogum kom á móti bifreið
blaðamannsins hvítur Fólksvagn á
mikilli ferð. Smá beygja var á
veginum, en samt nóg til þess að
Fólksvagninn lenti utan í hægri
kanti hennar, þar sem var lausa-
möl, og skipti það engum togum
að hann fór „koUhnís", valt heila
veltu út fyrir veginn vinstra meg-
Hótel opnað á Selfossi
KJ-Reykjavík, 27. maí.
FyrLr nokkru vair opnað á Sel-
fossi, Hótel Selfoss, en það er und-
ir sama þaki og Selfossbíó —
hægra megin við brúarsporðinn
þegar ekið er inn í kauptúnið.
Þarna hefur verið rekin greiða-
sala af ýmsum aðilum flest-
ar götur frá því 1944, en nú hef-
ur Selfosshreppur tekið við, enda
á hann húsnæðið. Erlingur Eyj-
ólfsson sýndi fréttamanni Tím-
ans húsakynnin fyrir nokkru, og
skýrði frá hvernig starfseminni
verður hagað í sumar. Þarna er
allt nýuppgert í hólf og gólf, veit-
ingasalir, eldhús, snyrtiherbergi,
geymslur og annað. Veitingasal-
irnir tveir taka til saman 90
manns í sæti, og eru þeir báðir
bjartir og vistlegir. Minni salur-
inn, sem tekur 30 manns, er
einkar hentugur fyrir hópa, er
vilja vera út af fyrir sig. Mat-
FLJÚGA UM LANDIÐ
RONDO-tríóið er eitt af þeim
tríóum, sem hefur tekið að sér að
skemmta fólki úti á landi. Til þess
að flýta fyrir sér ferðast þeir ekki
um í áætlunarbíium, heldur gera
þeir sér Ittlð fyrlr og leigja sér
flugvél. Með því móti eru þeir helm
ingl fljótari í ferðum og útgjöldin
eru mlnnl. Ljósmyndari TÍMANS,
GE tók þessa mynd af þeim í gær-
kvöldi, rétt áður en þeir stigu upp
í flugvélina og lögðu af stað til
Helllssands. Ef þeir hefðu farið með
áætlunarbíl hefði ferðin tekið sex
klukkutíma og verið 800 kr. dýr-
ari, en með flugvélinni eru þeir
aðeins 45 mínútur á leiðinni.
reiðslumaður verður í sumaltr Ól-
afur Tryggvason, en hann er
mörgum að góðu kunnur, — bú-
inn að vera við matreiðslustörf
í yfir 25 ár. Þarna verður hægt
að velja á milli 3—4 rétta dag-
lega, auk sérrétta. Þá verður
smurt brauð á boðstólum allan
daginn, ásamt kökum, sem bak-
aðar eru í bakaríi Hótel Selfoss.
Gistiaðstaða er þarna í þrem her-
bergjum, auk þess, sem hótelið
Framhald á 15. síðu.
inn og kom niður á hjólin. Þetta
var ægileg sjón, þótti blaðamann-
inum og mildi, að Fólksvagninn
hentist ekki á bifreið blaðamanns
ins. Einn bandarískur maður var
í bílnum, sem var bílaleigubíll,
og slapp maðurinn ómeiddur. Bíll
inn skemmdist mikið, aftur og
framrúður fóru úr, og varla 6-
dældaður blettur til á bílnum eft
ir veltuna.
Leiðbeiningar
og tilsögn í ríkis-
útvarpi.
Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarps-
stjóri hringdi í blaðið í gær og
bað um að því yrði komið á fram
færi, að ekki ætti að setja á stofn
skóla við útvarpið heldur væri
aðeins um að ræða leiðbeiningar
og tilsögn, sem þeir ættu að
hljóta, sem vinna við dagskrána
og að undirbúningi hennar.
Fengu 100 plöturnar
HF-Reykjavík, 29. maí
Snemma á síðasta ári hófst víð-
ast hvar í heiminum sala á hljóm-
plötunni All Star Festival, en hún
var sem kunnugt er gefin út til
styrktar alþjóðaflóttamannahjálp-
inni. 2,650 eintök af plötunni
komu til fslands, og eru þau nú
öll seld nema 200. Rauði Krossinn
hér sá um sölu og dreifingu á plöt-
unni og gerði það endurgjalds-
laust, eins og allir, sem nálægt
plötunni hafa komið.
Þegar salan í heiminum stóð
sem hæst, kunngjörði hljómplötu
fyrirtækið Philips, sem gaf út All
Star Festival, að milljónasta hljóm
platan, sem framleidd var, hefði
verið í sendingunni, sem kom til
íslands. Ætlunin væri, að sá sem
keypti þessa milljónustu hljóm-
plötu, gæti valið sér ókeypis 100
hljómplötur, sem til væru hjá
Philips.
Það var Matthías Kjartansson,
bifreiðavörður hjá Rafmagnsveitu
ríkisins, og kona hans Jóhanna
Eina Guðnadóttir, sem keyptu
þessa plötu, og nú hafa þau með
aðstoð Guðmundar Jónssonar, ó-
perusöngvara, valið plöturnar 100
og eru þær komnar til landsins.
Blaðamenn hittu bæði plöturnar
og hjónin niðri á skrifstofu Rauða
Krossins í dag. Þau voru bæði
þakklát og ánægð yfir þessari
rausn og sögðu að dóttir þeirra,
sem er 34 ára gömul, ætti all-
mikið plötusafn, eða 30 plötur, en
það væri nú ekkert á móts við
þessi ósköp. í plötubunkanum
kenndi margra grasa. Þar var létt
músik, ballettmúsik, klassisk mús-
ik og ótal margt fleira. Allar eru
plöturnar líklega 30.000 króna
virði og mundi það taka hjónin
minnst 60 klukkustundir að spila
þær í gegn.
Rauði Krossinn gaf blaðamönn-
um þær upplýsingar, að miðað við
íbúafjölda, þá hefði ísland verið
þriðja bezta söluland plötunnar.
Væri óhætt að segja, að hér hefðu
græðzt á henni einar 400.000 krón-
ur. Rauði Krossinn vildi einnig
taka fram, að fjármálaráðherra
hefði gefið eftir alla tolla af plöt-
unni og bæði flugfélögin hefðu
séð um dreifingu á henni endur-
gjaldslaust.
RAÐSTEFNAN A AKUREYRI
Verkalýðsmálaráðstefnan, sem
verkalýðsmálanefnd Framsóknar-
flokksins gengst fyrir, hefst í dag,
laugardag, kl. 1,30 á Ilótel KEA
á Akureyri. Jón D. Guðmundsson
vcrkamaður, formaður verkalýðs-
málanefndar, setur ráðstefnuna.
Síðan flytja erindi Halldór E. Sig
urðsson, alþingismaður í Borgar-
nesi, Hannes Pálsson, fulltrúi í
Reykjavík, og Ingvar Gíslason, al
þingismaður á Akureyri. Að þess-
um ræðum loknum verða fyrir-
spurnir og almennar umræður til
kl. 7 e.h. Fulltrúar borða kvöld-
verð í Skíðahótelinu í Hliðarfjalli
og þar verða sýndar kvikmyndir.
Sunnudaginn 31. maí hefst fund
ur kl. 9 f.h. Flytja þá erindi Ey-
steinn Jónsson, formaður Fram-
sóknarflokksins, og Jón Snorri
Þorleifsson, formaður Trésmiðafé-
lags Reykjavíkur. Að því loknu
verða fyrirspurnir og almennar
umræður eftir því sem tími vinnst
tu.
T í M I N N , laugardaginn 30. mai 1964 —
i