Tíminn - 30.05.1964, Page 7

Tíminn - 30.05.1964, Page 7
Úfgefandi; FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjójnr: Þórarinn Þðrarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jómas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523 Aðrar skrifstofur, slmi 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Samningarnir og húsnæðismálin Eins og komit) nefur fram, þá leggja verkalýðsfélögin á það ríka áherzlu í samningaviðræðunum við ríkisstjórn- ina, að hún geri umbætur í húsnæðismálunum, er dragi úr húsnæðisvandræðunum og húsnæðiskostnaðinum. Húsnæðiskorturinn er orðinn mikilvægasti útgjaldalið- ur fjölskyldunnar einkum meðal unga fólksins og ræður úrslitum um afkomu heimilanna. Atvinnurekendur leggja á það áherzlu fyrir sitt leyti, að dregið verði úr hinum óheyrilega fjármagns- og stofnkostnaði framleiðslunnar og þeim þannig auðveldað að koma til móts við verka- lýðshreyfinguna. Báðir aðilar leggja þannig áherzlu á stefnubreytingu ríkisstj órnarinnar. Um þetta fórust Eystein Jónssyni, formanni Fram- sóknarflokksins, meðal annars orð í útvarpsumræðunum nú fyrir skömmu á þessa leið: „Öngþveitið, sem orðið er, sést ef til vill bezt á því, að verkamanakaup er 77 þús. krónur á ári fyrir 8 st. vinnu hvern virkan dag, en lítil íbúð kostar a. m. k. 600. þús. krónur og viðreisnarvextirnir einir af slíkri íbúð eru yfir 50 þús. krónur, Samt er talið að ýmis at- vinnurekstur eigi erfitt með að borga þetta kaup, sem rétt nægir þó unga fólkinu ríflega í húsnæðiskostnaðinn einan. Húsaleigan hækkar svo dag frá degi og húsnæðis- skorturinn er orðinn óbærilegur. Dýrtíðar-, lánasamdráttar- og vaxtaokurstefna ríkis- stjórnarinnar, sem enn er ekkert lát á, síður en svo, hef- ur komið þyngst niður á undirstöðuframleiðslunni til lands og sjávar og unga fólkinu, því það eru þessir aðil- ar, sem nota þurfa lánsfé fyrst og fremst, bæði reksturs- fé og ríflegt stofnfé við uppbyggingu atvinnureksturs og nýrra heimila. Fjármagnskostnaðurin hefur vaxið risaskrefum og nýju vextirnir vefja sig nú inn í efnahagskerfið með ofsa- hraða, eins og sést á dæminu um unga fólkið og íbúðar- verðið, og hvað halda menn, svo að þetta fólk þurfi að hafa í kaup, um það er lýkur, ef svona á að halda áfram, og fái í kaup; því tilraunir til að leysa þetta mál eins og í vetur með því að lögfesta þessa fjarstæðu hljóta að mis- takast. Og kaup unga fólksins, sem það neyðist til þess að skrúfa upp í nauðvörninni, það verður líka kaup hinna eldri, þótt okkar aðstaða sé betri, sem eignuðumst þó þak yfir höfuðið, áður en þessi endaleysa hófst. Hvernig halda menn svo, að atvinnurekstrinum gangi að rísa undir því kaupgjaldi, sem viðreisnarástandið krefst um það er lýkur, að óbreyttri húsnæðis-verðlags- vaxta-lánapólitík, þ. e. a. s. að óbreyttri þjóðmálastefnu.“ Þannig sýndi formaður Framsóknarflokksins fram á með óyggjandi rökum, að kaupgjaldsmálin og málefni framleiðslunnar eru gersamlega óleysanleg, nema knú- in verði fram stefnubreyting. í húsnæðismálunum m. a. með lækkun vaxta, hækkun lána, lengingu Iánstíma og skipulegum ráðstöfunum til að lækka byggingarkostn- aðinn. Þess vegna hlýtur það að verða eitt aðalmálið í samn- ingum ríkisstjórnarinnar við verkalýðssamtökin, að al- ger stefnubreyting verði í húsnæðismálunum í þá átt. sem hér hefur verið greint. Walfer Lippmann rifar um alþjóðamál:" ■ ■■ ..... ^ Bandaríkin eiga „að berjast í I Suður-Vietnam til aö semja“ i Sfefna de Gaulle er alls ekki andvíg Bandaríkjunum EG HITTI ekki de Gaulle að máli, þar sem hann lá í sjúkra húsi meðan ég dvaldi í París, en ég átti viðræður við marga forustumenn, sem gátu rætt stefnu Frakka. Því er að vísu haldið fram, ajj hershöfðinginn trúi engum fyrir leyndarmálum sínum og taki einn og með leynd allar ákvarðanir í utan- ríksimálum. Þetta er ekki satt um megin þætti þessara mála. Stjórnin öll en ekki forsetinn einn, fjallar til dæmis um stefnuna gagn- vart Þýzkalandi, Austur-Evrópu Sovétríkjunum, Atlantshafs- bandalaginu hernaðarlegri og stjórnmálalegri forustu Banda- ríkjanna í Evrópu. Frakkar eru að reyna að gerast á ný þátttakendur í cnál efnum Austurlanda fjær. Vanda málin og flækjurnar í sambandi við þá viðleitni eru heldur ekki viðfangsefni hershöfðingj ans eins. Því meira sem ég ræddi við menn í París, því ljósara varð mér, að frönsk utanríkis mál eru langt frá því að lúta einræði og persónulegum á- kvörðunum, heldur er megin- stefnan mjög vel undirbúin og ætlug langdræg og varanleg á- hrif. Þegar við eigum skipti við Frakkland erum við að fást við mjög vandvirka og þrautþjálf- aða atvinnumenn á þessu sviði, menn, sem taka hlutverk sitt ekki síður alvarlega en við og eru jafnokar okkar. OKKUR skjátlast stórlega og við erum að draga úr áhrifum okkar sjálfra þegar við teljum franska stefnu ekki alvarlega í raun og veru, heldur mótaða af geðhrifum og metnaði de Gaulle hershöfðingja, sem vilji útbreiða andúð á Bandaríkjun um og valda okkur óþægindum. Sannleikurinn er sá. að sam- bandið milli Parísar og Wash- ington er gallað. Stjórnmála- leiðslurnar eru stíflaðar metn- aðar- og andúðarkekkjum af beggja hálfu, en úr skilnings- skortinum, sem af þessu leiðir, er unnt að bæta og verður að bæta. Öllum kemur saman um, að meginágreiningur Frakka og Bandaríkjamanna snúist um málefni Kína og Austur-Asíu. Þarna er hinn viðkvæmi blett ur, þar sem líf Bandaríkja- manna er í veði ekki síður en heiður Bandaríkjanna, en því er ekki til að dreifa á sama hátt í sambandi við ágreining- inn út af Evrópu. Stjórn de Gaulles er mjög vel kunnugt, hve bandaríska þjóðin er hörundssár í sam- bandi við aðild hennar að stríð inu í Vietnam. Eg er sannfærð ur um, að alrangt er og af ill- kvittni sprottið, þegar gert er ráð fyrir að ríkisstjórn de Gaulles sé að reyna að klekkja á okkur og valda óförum okk ar í Suðaustur-Asíu. ÞVÍ ER þvert á móti svo far- ið, að megintilgangur Frakka er ag bjarga SuðausturAsíu undan yfirráðum Kínverja og koma í veg fyrir hörmungar, sem annars kæmu niður á öll um vestrænum þjóðum í skipt- um þeirra við Asíu. Við megum ekki láta hleypidóma slá slíku ryki augu okkar, að við neit um að taka afskipti Frakka í Asíu alvarlega. Við megum ekki kleyma því, að Frakkar eru eina vestræna þjóðin, sem hefir möguleika á afskiptum eins og sakir standa. Bretar eiga í hálfgerðri ný Iendustyrjöld við Indónesíu út af Malaysíu. Þjóðverjar hafa báðar hendur fullar í Evrópu og geta auk þess' ekki leikið hlutverk heimsveldis meðan þeir eru klofnir í tvennt. Við Bandaríkjamenn eigum í stríði Frakkar, einir vestrænna þjóða hafa fyllilega frjálsar hendur hernaðarlega og pólitískt, bæði í Asíu og Afríku. Þar á ofan njóta Frakkar og frönsk menn- ing mjög mikils álits meðal menntaðra stétta í Kína og Suðaustur-Asíu. Sé það rétt ályktað hjá de Gaulle, — sem ég tel vafalaust, — að engum varanlegum friði verði komið á í Suður-Asíu nema Kína sé því hlynnt, væri sérlega heimskulegt af okkui ef við ekki vonuðum í einlægni að honum yrði vel ágengt i stjórnmálaumleitununum í Peli ing. En þessar umleitanir eru alveg nýhafnar og ekkert gei ist sérlega fljótt í Austurlönd um. HVERT er svo viðhori Frakka? Þeir telja ágreining Kína og Sovétríkjanna mjög alvarlegs eðlis. eða svo djúpstæðan, at hann snerti stór landsvæði á landamærum ríkjanna og vald hafarnir í Peking hafi því mik inn hug á að koma á kyrrð við landamærin í suðri. Hin raun- verulega spurning sé því hvað það kosti að koma þessari kyrrð á og hver trygging sé fyrir að slíkt samkomulag yrði haldið? Þag er þetta, sem de Gaulle hershöfðingi ætlar að komasl að raun um. Sé mál þetta krufið til mergj ar kemur að mínu vitj í ljós, að stefnur Frakka og Banda ríkjanna í Asíu etja ekki kappi hvor við aðra. heldur bæta hvor aðra upp. Það, sem de Gaulle er að reyna að koma á, er með öðrum orðum eina hugs anlega lausnin á vanda, sem að óðrum kosti ylli óendan- legum átökum. En Bandaríkin eru ag reyna að efla mótstöðu Saigonstjórnarinnar og verð- ur þá um leið að játa, að á- framhald þeirrar viðleitni er nauðsynlegt til þess að við- leitni Frakka i Peking og Hanoi geti borið tilætlaðan árangur. Það er á þennan hátt, sem stefnur þessara þjóða bæta hvor aðra upp. Þær rynnu sam an í eina stefnu ef stjórn Banda ríkjanna tæki upp sem kjörorð tilbrigði af orðum Churchills, „við vígbúumst til þess að semja,“ og segði, „í Víetnam berjumst við til að semja.“ STEFNA Bandaríkjanna ein sér getur hvorki leitt til sigurs Ö í styrjöldinni né bundið endi I á hana. Við erum enn einu K sinni, eins og jafnan áður, farn- ir að berjast fyrir sigri. án þess að stefna að haganlegu, póli- tísku markmiði. Sjá má á frið arsamningunum eftir fyrri heimsstyrjöldina, kröfunni um skilyrðislausa uppgjöf í þeirri síijari og hinni óheillavænlegu framsókn til Yalu-fljóts í Kóreu stríðinu, að þegar við erum farnir ag berjast getum við ekki komið auga á neinn ann- an fullnægjandi endi styrjald arinnar en skilyrðislausa upp gjöf andstæðingsins. Þetta er ein meginástæða siðleysisins og erfiðleikanna í baráttunni í Suðaustur-Asíu Við stuðlum að og starfrækjum grimmilegt stríð, sem hefir engan fyrirsjáanlegan endi. Ekki rofar fyrir neinum bjarma við hinn enda jarðganganna. Eg hefi heyrt menn í Washing ton segja, að við verðum að halda áfram ag berjast í Suð- ur-Vietnam í 10 eða 20 ár. Þetta kann að þykja hraustlega mælt í Washington, en fyrir íbúana í þorpunum í Víetnam eru þetta dapurlegar framtíðar hoi'fur. Við bjóðum þjóðinni í Suður-Víetnam ekkert nema það eitt, sem hlýtur að brjóta siðferðisþrek hennar og baráttu kjark á bak aftur. Á HITT ber aftur að líta, að varanleg kyrrð í formi hlut- leysis yrði sennilega að kaupa óheyrilega dýru verði. ef valda menn í Peking og Hanoi væru þeirrar skoðunar, að öll and- staða í Saigon væri í þann veg inn að koðna niður. Þeim er að því leyti varið líkt og öðrum mönnum, að þeir semja ekki um ákvæði skilmála, sem þeir telja sig hafa aðstöðu til að skipa fyrir um án íhlutunar. Eins og sakir standa er því óhjákvæmilegt að efla mót- stöðu Saigon-stjórnarinnar eins og þeir eru að gera forsetinn og McNamara hermálaráðherra. Af viðtölum þeim, sem ég átti vig vmsa menn í París, hygg ég að mér sé óhætt að draga þá ályktun, að Frakkar telji eflda mótstöðu í Saigon brýna nauð syn til styrktar samningaum- leitunum þeim, sem þeir eru í þann veginn að hefja. En þeir eru vissulega þeirrar skoð 9 unar, að efling mótstöðunnar K getj ekki haft nema skamm- vinn áhrif og ég dreg í efa, að nokkurn alvarlega hugsandi Bandaríkjamann greini á við þá í því efni. EG HYGG einnig að játa beri að skilyrði þess, að komið verði á varanlegri kyrg í Suð-austur Asíu, sé að valds Bandaríkjanna og nærveru þeirra haldi ófram að gæta á sunnanverðu Kyrra hafi, eftir að hersveitir okkar hverfa á burt frá Suður-Viet- nam. Við verðum einmitt að efla aðstöðu okkar á þessum slóðum. Við ættum að geta gert þetta ef við gleymum því ekki. Framhald á 13. slSu T í M I N N , laugardagtnn 30. maí 1964

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.