Tíminn - 30.05.1964, Síða 8
Nauðsyn öflugs byggingarsjóðs
í tveim smágreinum, sem ég
birti í Tímanum fyrir skömmu,
hefi ég bent á hið algerða
gjaldþrot „viðreisnarinnar“ í
lánamálum húsbyggjenda. Enn
fremur hef ég lítillega vikið að
nauðsyn og möguleikum til
þess að draga úr byggingakost.n
aði. Auk þessa hefur Einar Ág-
ústsson bankastjóri og alþingis
maður lýst ástandi þessara
mála allrækilega í útvarpsum-
ræðum frá alþingi og er ræða
hans birt í Tímanum fyrir
skömmu.
Það hefur verið sýnt fram á,
að lánsupphæðir þær.sem nokk
ur hluti húsbyggjenda fær frá
hinu almenna veðlánakerfi, eru
aðeins um 20% af byggingar-
kostnaði meðalíbúðar, og láns-
tími, og vaxtakjör með þeim
endemum, að árlegur húsnæð-
iskostnaður íbúðaeiganda verð
ur allt að árslaunum verka-
manns fyrir 8 stunda vinnudag.
Auk þessa, á svo veðlánakerf
ið nú, óuppfylltar lánaumsókn
ir um 3000 húsbyggjenda. og
nokkur hundruð bætast við á
þessu ári.
Það geta því allir séð, að
þrátt fyrir óumflýjanlega nauð
syn okkar að byggja allt að
1500 íbúðum á ári, þá eru mál
húsbyggjenda í algeru strandi,
og óumflýjanlegt að ráða hér á
einhverja bót.
Bankastjóri Norska Hús-
bankans hr. Johann Hoffmann
hefur rannsakað þessi mál okk
ar, og í álitsgerð sinni telur
hann þrennt óumflýjanlega
nauðsyn fyrir íslendinga!
1. Að gera lánakerfið til
íbúðarhúsabygginga, sem ó-
háðast almennum peningamark
aði. Lengja lánstíma og lækka
vexti frá því sem nú er, sam
hliða því ag hækka lánin í hlut
falli við byggingarkostnað.
2. Að þjóðin öll leggi á sig
nokkuð auknar byrðar, með
spamaði (sköttum), til þess
að efla veðlánakerfið.
3. Að draga úr byggingar-
kostnaði með því, að byggja
skipulegar og af minni íburði
en nú er gert.
Norðmenn eiga við lík skil-
yrðj að búa og við íslendingar.
Þeir geta þó séð húsbyggjend-
um fyrir 40 ára lánum með
2.5%—3.5^ vöxtum. og lánin
svo rífleg að í mörgum tilfell-
um nema þau 80% af kostnaði.
Hér á landi er engin verð-
bréfasala, sem viðunandi getur
talizt, og almenn bankalán lítt
fáanleg til langs tíma, enda
hljóta þau alltaf að verða háð
hinum almennu rekstursfjár-
vöxtum. Lífeyrissjóðir hafa ver
ið ein aðalhjálparhella þeirra,
sem þau réttindi hafa, en það
er hinn mesti misskilningur, að
í þeim finnist nokkur varanleg
lausn.
Lífeyrissjóðirnir eru fyrst
og fremst eftirlaunasjóðir. Líf
eyrissjóðstillagið er útreiknað
af tryggingafræðingum, mið-
að við meðalaldur og eftirlauna
greiðslur. En ef „Parkinsons-
lögmálið“ helzt ekki alltaf við,
í almætti sínu, þá dregur úr
útlánamöguleikum lífeyrissjóða
eftir ákveðið tímabil. Sama
máli gegnir með skyldusparn-
að ungmenna, og hefur veð-
lánakerfið af því fullkomna
reynslu.
Það ber því allt að sama
brunni, ef þjóðin ætlar að
draga úr húsnæðiskostnaðinum
og hinni almennu neyð manna
í þeim efnum, þá verður hún
að skapa mun hagfelldara lána-
kerfi, en nú er starfrækt. Það
getur hún ekki, nema með því
að efla byggingarsjóð, sem eigi
sjálfur meirihlutann af því
fé sem hann lánar til íbúða-
bygginga.
Til þess að þetta megi gerast,
þarf þjóðin að leggja fram a.
m. k. 300 milljón krónur á ári í
byggingarsjóð, allmörg næstu
ár. Það fé ávaxtast svo með
vöxtum og vaxtavöxtum. Auk
þessa þyrfti svo að koma all-
mikið fé eftir öðrum leiðum til
útlána. Innan 20—25 ára, mynd
um við, á slíkan hátt, geta kom
ið okkar íbúðalánakerfi í svip
að horf og nágrannar okkar.
En getur þjóðin lagt þessar
byrðar á sig?
Þessari spurningu má hik-
laust svara játandi. f fyrsta lagi
fær þjóðin nokkuð af þessu
fé til baka nær samstundis með
lækkandi húsnæðiskostnaði og
minnkandi kröfum á hendur
framleiðslunnar. í öðru lagi
eyðir þjóðin nú, og er skatt-
lögð svo óskaplega, að það ætti
að vera litlum vanda undirorp-
ið, að verja 300 milljónum
króna á ári til aukinna íbúðar
lána, ef dregið væri úr annarrj
sköttun og eyðslu.
Árið 1962 var skattlagning á
þjóðina það mikil, a^ tekjuaf-
gangur ríkisins var um 300
milljónir. Hvað hann hefur orð
ið 1963 hefur ekki verið op-
inbert.
Til viðbótar þessari skattlagn
ingu, þá eyðum við eins og
brjáluð þjóð í alls konar luxus.
Árið 1963 hefur þjóðin senni
lega eytt til bílakaupa (útsala),
ekki minna en 500 milljón
króna. Hver bíll eykur útgjöld
eiganda síns. a. m. k. um ca
2 þús. krónur á mánuði.
Við kaupum fiskiskip. í tuga
tali fyrir milljónatugi, en leggj
um fjölda vel nothæfra skipa,
sem sennilega gæfu útgerðinni
meiri nettóarð, en hin nýju og
rándýru skip.
Við þykjumst ætla að fara
að reisa sjónvarpsstöð, sem
mun kosta þjóðina í rekstri, ef
öll viðtæki eru með reiknuð,
hundruð milljóna.
Fyrirmenn og alþýða eyðir
milljónatugum í skemmtiferðir
til útlanda, og svo allt áfengis
flóðið.
Nei, það er hægt að búa í
haginn fyrir framtíðina, ef
þjóðin bara vill gera það.
Eftir hvaða leiðum bygging-
arsjóði væri aflað tekna er í
raun og veru aukaatriði.
Ef til vill væri réttast, til
þess að gera eignamyndun
byggingarsjóðs sem auðveld-
asta, ag ríkið legði honum á-
kveðinn hundraðshluta af tekj
um sínum.
En margar fleiri leiðir eru
hugsanlegar, t. d. er hæfilegur
skattur á hús og lóðir heilbrigð
ur gjaldstofn, til byggingar-
sjóðs.
Nú eru bændur látnir borga
2% af sínum launum *il stofn-
lánadeildar landbúnaðarins.
Væri ekki alveg eins sann-
gjarnt að launþegar og acvinnu
rekendur í öðrum atvinnugrein
um, legðu á sig eitthvert gjald
til byggingalána í kaupstöðum
og kauptúnum? Margt fleira
mætti nefna, sem til greina get-
ur komið, s. s. hækkað álag
á tekju- og eignaskatt, svo og
aðflutningsgjald, en eftir gild-
andi lögum er það nú 1% til
Byggingarsjóðs. En hvað sem
gjaldstofnum líður, hlýtur þjóð
inni að vera ljóst að fjármunir
til nauðsynlegrar uppbyggingar
skapast ekki nema með spam-
aði.
Hannes pálsson.
RAKARAMEIS TARAFÉLA G
REYKJA VÍKUR ER 40 ÁRA
Hárið er mikið metnaðarmál
hvers einstaklings og rakarar era
því nauðsynlegir og þýðingarmikl-
ir menn í hverju þjóðfélagi. Fyrsti
íslenzki hárskerinn var Ámi Nik
ulásson í Iteykjavík og þó ið
verk það, sem rakarinn fram-
kvæmir, hafi ekki breytzt mikið
.íðan hann hóf iðn sína, þá hafa
ujör rakarastéttarinnar breytzt.
3ina rakatmeistarafélgið á ís-
landi Rakarameistarafélag Reykja
víkur, lagði fjörutíu ár að baki sér
23. febrúar síðast liðinn og brugð
um við okkur því til formanns fé-
Iagsins, Vigfúsar Árnasonar í
Kópavogi, og ræddum við hann
um sögu félagsins og helztu bar-
áttumál rakara.
— Rakarar eru lítil stétt og fer
frekar lítið fyrir þeim — segir
Vigfús brosandi, — og það vekur
þess vegna ekki svo mikla athygii
þótt Rakarameistarafélagið sé orð
ið 40 ára. En það var stofnað í
Eimsikipafélagshúsinu í Reykjavík
af 10 hárskemm og kallaðist þá
Rakarafélag Reykjavíkur. Nafn-
inu var síðan breytt þegar sveina
félagið var stofnað.
— Hverjir vom í fyrstu stjóru
félgsins?
— Formaður þess var kjörinn
Sigurður Ólafsson, og hefur hann
verið leiðarljós félagsins og bonð
hæst í öllum tnálum þess síðan
Hann var einnig aðalhvatamaður-
inn að stofnun félagsins og er
eiginlega ekki hægt að nefna það
án þess að nefna hann. Aðrir í
stjórninni voru Elías Jóhannesson,
ritari, og Eyjólfur Jóhannesson
gjaldkeri.
— Hver voru helztu baráttumál
THORSON HÁYFIRDÓMARI
HEFUR LÁTIÐ AF STÖRFUM
Joseph Thorarinn Thorson, yfir-
dómari í fjármálarétti Kanada, lét
nýlega af embætti vegna aldurs.
Hann gegndi þessu embætti í hálft
tuttugasta og annað ár, eða leng-
ur en nokkur annar dómari, en
þetta er sennilega virðulegasta
embætti Vestur-íslendings í Kan-
ada Thorson fæddist í Winnipeg
15. marz 1839 og voru foreldrar
hans Stefán Þórðarson og kona
hans Sigríður Þórarinsdóttir, bæði
úr Biskupstungunum. Thorson
hlaut hæstu einkunn, er hann
brautskráðist í lögum frá Mani-
tobaháskóla 1910 og nam síðan í
Oxford. Hann fór síðan að gefa
sig að stjórnmálum og sat lengi
á þingi Kanada sem fulltrúi Frjáls
lynda flokksins. Sem þingmaður
tók hann bæði þátt í alþjóðaráð-
stefnum og var ráðherra um tíma
Frá 1943 hefur hann átt sæti í
leyndarráði Kanada. Yfirdómari í
fjármálaréttinum varð hann 1942
og gegndi því embætti síðan Thor
son var kjörinn forseti Alþjóðaráðs
lögfræðinga árið 1952. Hann hefur
einnig tekið þátt í störfum Þjóð-
ræknisféiags Islendinga í Kanada.
ykkar á þessum byrjunarárum?
— Það var fyrst og fremst að
samræma vinnutímann, en þá
var mikið ósamræmi á því sviði.
Margir rakarar unnu öll kvöld og
á sunnudögum. Má raunar segja,
að deilumar um lokunartímann
hafi skapað mestan hita í félag-
inu alla tíð. — Svo voru auðvit-
að verðlagsmálin, sem alltaf hafa
verið erfið viðfangs.
— En félagið hefur vaxið og
eflzt með hverju ári?
— Já, það má segja, og nú eru
félagsmenn orðnir 46, auk hinna
svokölluðu auka-félaga. Einmg
höfum við þrjá heiðursfélaga —
Sigurð Ólafsson og Jóhann Mort-
ensen, sem báðir voru stofnendur
félagsins, og Sigurjón Siggeirsson
— Hver eru helztu baráttumál
rakara í dag, Vigfús?
— Það eru fyrst og fremst verð
lagsmálin. Verðsk » okkar hefur
undanfarin ár heyrt undir verð-
lagsstjóra, svo að við ráðum ekki
sjálfir verðinu á þjónustu okkar.
Eg tel, að það væri betra fyrir
alla aðila, bæði okkur og viðskipta
vinina, ef að þessu yrði breytt og
að við fengum þetta algjörlega í
okkar hendur. Þá livíldi ábyrgðin
á okkur, og við yrðum að taka til-
lit bæði til hagsmuna viðskipavin
anna og okkgr. En í dag hugsum
við einungis um, hversu mikið við
getum kríað út úr verðlagsstjóra
Og hækkanir verða oft misjafnar
þannig, að það vantar allt sam-
ræmi í verðskrána. Sumar klipp
ingar eru því hlutfallslega of dýr
, ar og aðrar of ódýrar- Þetta gæt-
um við lagað, ef við fengjum að
I ráða verðlagningunni sjálfir.
— Hafið þið eitthvað nýtt á
prjónunum í sambandi við nám
rakaralærlinga?
— Já, nú er á döfinni sú hug
mynd, að koma á fót rakarastofu
við iðnskólann hér í Reykjavík.
Mun Iðnskólinn sjá um húsnæð-
ið, en við útvegum kennarann
Þetta er þó ekki komið í fram-
kvæmd ennþá. — En þarna ættu
nemendur, sem eru að byrja nám
sitt, að geta fengið einhverja æf-
ingu og yrði það til mikilla hags
bóta, bæði fyrir lærlingana og
rakarameistarana, sem þeir vinna
hjá, því að þarna gætu þeir orðið
„sviðsvanir“ sem kallað er. Má
búast við að þessi rakarastoía
verði rekin með svipuðu sniði og
gerist erlendis en þar eru það
mest börn, sem láta klippa sig á
þesum stofum og er kljppingin
ókeypis.
— Hafið þið einhverja fræðslu-
sjóði innan félagsins?
— Já, það hefur nýlega verið
stofnaður minningarsjóður um
Árna Nikulásson, fyrsta hársker-
ann á íslandi- Verður sjóðurinn
notaður til þess að halda nám-
skeið fyrir rakara um ýmis mál-
efni, sem þeim er nauðsynlegt að
hafa þekkingu á.
Stjórn Rakarameistarafélags
Reykjavíkur. Frá vinstri: Jón
Þórhallsson, ritari, Vlgfús Árna-
sooi, formaður, og Birkir Þ. Gunn
arsson, gjaldkeri.
— Hvernig er félagsstarfsemin'
— Hún eykst með ári hverjc
og háir það okkur nokkuð, a?
við höfum hvergi fastan samastað
Þetta á þó einkum við nú hir
síðari ár, því að félagsmönnun
hefur fjölgað mikið undanfarið
Við erum einnig farnir að tak;
á móti svokölluðum aukafélögum
en það eru rakarameistarar, seir
starfa úti á landi. Þeir fylgjasl
þannig með samningum, sem vi?
gerum hér í Reykjavík, og ei
því verðskráin svipuð um alli
iand. Þetta eykur nokkuð starJ
það, sem félagsstjórnin þarf a?
inna af hendi-
— Og það er þá allt útlit fyrir
að féjagið blómgist í framtíðinni'i
— Já. ég held að allt bendi ti
þes að félagið muni eflast oi
stækka næstu árin. einkum þó þeg
ar fleiri rakarameistarar úti ;
landi ganga í félagið. Og svo ver?
ur rökurum auðvitað að fjölga
þegar fólkinu fjölgar — segir Vig
fús að lokum. — EJ.
8
T í M I N N , laugardaglnn 30. maf 1964