Alþýðublaðið - 10.01.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 10.01.1952, Blaðsíða 4
AB-AIþýSublaðið 10. janúar 1952 Hámark kommúnístískrar ósvífni RÚSSAR hafa með neitun- arvaldi sínu í öryggisráðinu komið 1 veg fyrir að mörg lýðræðisríki fengju inngöngu í samtök bandalags hinna sameinuðu þjóða, þó að eng- inn efi leiki á því, að þau uppfylli öil skilyrði í því sam bandi og Trygve Lie hafi eindregið niæit með væntan- legri þátttöku þeirra. Hafa Rússar lýst yfir því, að þeir muni því aðeins fallast á inn . göngu hlutaðeigandi landa, að tilgreind leppríki þeirra í Evrópu og Asíu verði samtím is ráðin sem vistmenn á heim ili hins nýja þjóðabandalags. Ástæðan til þess, að þau eru utan við samtök bandalags- hinna sameinuðu þjóða, er hins vegar sú, að þau hafa brotið ákvæði friðarsamning anna og látið undir höfuð leggjast að koma á almennum mannréttindum. En Rússar vilja efna til hrossakaupa, sem séu fólgin í því, að lýð- ræðisríki heimsins, sem enn standa utan við bandalag hinna sameinuðu þjóða, hljóti aðild að því, ef hin margbrot legu ríki kommúnista fái að fljóta með! Nú berst svo sú frétt, að Norður-Kórea hafi sótt um inngöngu í bandalag hinna sameinuðu þjóða, þar eð Norð ur-Kóreumenn styðji af al- hug tilgang og meginreglur þess. Segist kommúnista- stjórn Norður-Kóreu vera reiðubúin tíl samvinnu við öll þátttökuríki bandalags hinna sameinuðu þjóða og að hlíta þeim meginreglum, sem það byggir á! Vissulega virðist naumast unnt að ganga öllu 'lengra en þetta í blekkingum og ósvífni. Norður-Kórea hefur í átján mánuði háð styrjöld við bandalag hinna sameinuðu þjóða, eftir að flest öflugustu þátttökuríki þess skárust í Ieikinn, er Norður-Kórea réð ist á Suður-Kóreu. Kommún istastjórn Norður-Kóreu hefur virt að vettugi öll fyrirmæli bandalags hinna sameinuðu þjóða, og nú lítur helzt út fyrir, að hún, með Kínverja og Rússa að bakhjarli, ætli sér að Iáta samningana um vopnahlé í Panmunjom fara út um þúfur. En sjálfri finnst henni hún starfa svo dyggi- lega í anda tilgangs banda- lags hinna sameinuðu þjóða, að hún hljóti að verða au- fúsugestur í raðir þess! Rússar munu svo áreiðan- lega nota tíma allsherjar- þingsins og öryggisráðsins næstu mánuði til þess að boða heiminum þann boðskap, að árás Norður-Kóreu á Suður- Kóreu beri að verðlauna með aðild árásarríkisins að banda lagi hinna sameinuðu þjóða Þeir munu meira að segja telja Norður-Kóreu öllum ríkjum hæfari til að þjóna tilgangi bandalags hinna sam einuðu þjóða og gera megin- reglur þess að fögrum og göf ugum veruleika þeirrar al- þjóðasamvinnu, er til var stofnað í góðri trú að síðari heimsstyrjöldinni lokinni, en Rússar og leppríki þeirra hafa sprengt í loft upp. Þessi áróður mun svo bergmála í blöðum kommúnista um all- an heim. ,,Friðarhreyfing“ kommúnista mun linnulaust krefjast þess, að bandalag hinna sameinuðu þjóða hýsi árásarríkið Norður-Kóreu, sem hefur stofnað heimsfrið- inum í voða og hlutazt til um ægilegar blóðsúthellingar. Inntökubeiðni Norður-Kóreu í bandalag hinna sameinuðu þjóða á að verða nýtt skíði á eldinn, sem brennur milli austurs og vesturs og komm- únistar hafa af ráðnum hug kveikt og kynt. Engum hugsandi manni getur blandazt hugur um, að kommúnistar vilja alla raun- hæfa alþjóðasamvinnu feiga og eru staðráðnir í að gera bandalag hinna sameinuðu þjóða að pólitísku málfunda- félagi, sem engu fái áorkað, nema tilgangslausum deilum. Afstaða Rússa til alþjóðasam vinnunnar er í dag hin sama og Ítalíu og Þýzkalands á valdadögum Mussolinis og Hitlers. Þeir ganga jafnvel feti lengra en fyrirrennar- arnir á óheillabrautinni, sem forsprakkar fasismans og naz- isrnans fetuðu áratuginn áð- ur en síðari heimsstyrjöldin hófst. Lýðræðisþjóðirnar eru sann arlega orðnar ýmsu vanar af hálfu kommúnista. Margir munu hafa talið, að „friðar- hreyfing" þeirra væri met, sem lengi myndi standa ó- haggað. En það er öðru nær en þeir séu af baki dottnir. Inntökubeiðni Norður-Kóreu í banda’ag’hinna sameinuðu þjóða er tvímælalaust há- mark hinnar kommúnistísku ósvífni. Ðanir kynna laild sitt. Danir leggja mikla stund á landkynningu og verja til henn- * ar miklu fé árlega, enda hafa þeir drjúgar tekjur af ferða- mönnum, sem koma til landsins. Danir eru gestrisnir og þykja þægilegir í umgengni, sérstak- lega við útlendinga, enda bera ferðamenn Dönum góða sögu. Þessi mynd er af fulltrúum frá ferðaskrifstofum víðsvegar í Englandi, þegar þeir sátu landkynningarráðstefnu í Kaupmanna höfnr í boði dönsku ferðaskrifstofunnar. Segír, að þay svipti skáldio sjátfstæiSi og geri þau að söluvaningi á uppboði. UNGUR FRANSKUR RITHÖFUNDUR hafnaði í haust Goncöurt-verðlaununum, eru merkustu bókmenntaverð- laun Frakklands og á borð við James Tait Black-verðlaunin á Bretlandi og Puíitzer-verðlaunin í Bandaríkjunum. Hefur þessi ákvörðun hins unga rithöfundar vakið geysilega athygli og skáldsaga hans, sem verðlaunuð var, selzt allra bóka mest í París síðustu vikurnar. Árshátfð Bðrgfirðinpfélagsins verður n.k. laugardag 12. jan. í Sjálfstæðishús- inu. — Skemmtunin hefst stundvíslega kl. 8 e. h. með því að Leikfélag Borgamess sýnir gamanleikinn ÆVINTÝRI Á GÖNGUFÖR. Aðgöngumiðar verða seldir í Aðalstræti 8, (Skó- búð Reykjavíkur) og Grettisgötu 28 (Þórarinn Magnúrson). AB — AlþýSublaSið. Útgefandi: Albýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Rítstjórnarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- Elmi: 4906. — Afgreiðslusími: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu S—10. Ribhöfundur þessi heitir Jul- ien Gracq og er fertugur að aldri. Hann gaf út tvær skáld- sögur árið 1945 og hefur síðan látið nokkra bækiinga frá sér fara, en með skáldsögunni ,,Le Rivage des Syrtss“, sem kom út í haust, skipar hann sér i fremstu röð rithöfunda yngri kynslóðarinnar á Frakkiandi. Meginkostir sögunnar eru sagð ir töfrandi mál o gfrábær stíll, en hún er ekki skernmtil-eg af- lestrar og myndi naumast liafa vakið almenna athygli, eí að líkum hefði látið. Frú Colette, hin heimsfræga franska skáldkona, beitti sér eindregið fyrir því, að Julien Gracq fengi Goncourt-verð- Iaunin fyrir þessa nýju skáld- sögu sína og fékk því fram- i gengt, enda þótt Gracq hefði eklíi sent úthlutur.arnefndinni bókina og áður farið óvirðing- arorðum um bókmenntaverð- laun í heimalandi sínu og er- lendis. En þegar ákvörðunin um veitingu Concourt-verð- launanna var gerð iieyrinkunn, lýsti Gracq yfír bví, að hann veitti þeim ekki viðtöku, hann hefði opinberlega fordæmt bók- menntaverðlaun, þvi að hann teldi þau svipta rithöfundana sjólfstæði. og gera þá að sölu- varningi á eins lconar uppboði, og væri staðráðinn í r.ð vísa öll um slíkum viðurkenningum á bug. Blöðin í Frakklandi og ann- ars staðar hafa fjölyrt mikið1 um þennan óvenjulega atburð og almenni.ngur gefið honum slíkan gaum, að salan á skáld- sögu Gracqs hefur i örstuttum tírna farið upp úr öllu valdi, þó að ,,Le Rivage des Syrtes“ myndi naumast hafa vakið at- hygli annarra en vandlátustu lesenda, ef þetta heíði ekki til komið. Goncourt-verðlaunin nema fimm þúsund frönkum. Þeim var fyrst úthlutað árið 1903. Hin árlega veiting þeirra er gerð heyrinkunn í desember og þeim ætlaður sá tilgangur að vera viðurkenning og örvun ungum en efnilegum skáld- sagnahöfundum til nanda. ÞANN 5., 6. og 7. des. s.l. hélt karlakórinn Fóstbræður afmæl issamsöngva sína í Austurbæj- arbíó v:ð ágæta áheyrn. Laugardaginn 8. des. minnt- ist svo kórinn 35 ára; afmælis- ins með hófi að i ótel Borg, sem hófst kl. 19 með sameigin- legu borðhaidi. Formaður kórsi.is, Óskar Norðmann stórkaupmaður setti hófið og kvaddi til veizlustjóra Ágúst Bjarnason, Covmann Sam bands islenzkra karl.ikóra, Útnefndur var se-.n sérstakur heiðursgestur kórsins Jón Hall- dórsson fyrrverandi söngstióri. Aðalræðuna fiutti Óskar Norðmann. Minntist hann sér- stakiega Jóns Hallciprssonar og færði honum skrautbúið ávarp undirritað af þeir.i mönnum, sem sungið höfðu í kórnum und ir hans stjórn fyrr og síðaT og til náðist. Þá minnt.ist formaður þeirra þriggja stofnfélaga, sem enn störfuðu með kórnum: Halls Þorleifssonar, Helga Sig- urðssonar og Sæm.undar Run- ólfssonar. Eftirtaldir menn voru heiðraðir með gullmerki kórsins: Árni Thorsteinsson tón skáld, B.iörn Árnasön, Guð- mundur Magnússor., Guðmúnd ur Símonarson, Jón Dalmanns- son og Magnús Pálmason. Jón Halldórsson þakkaði þann heiður og þá vmsemd, er honum ætíð hefði verið sýnd af kórfélögum. Þessir menn aðriv lluttu ræð ur í h'ófinu: Gunnar Thorodd-' sen borgarstjóri, dr. Páll ísó!fs-. son, Kári Sigurðsson, formaður. Karlakórs Reykjavikur scm einnig færði Fóstbræðrum að. gjöf blómakþrfu, A.rni Thor- steinsson tónskáld, séra Bjarni Jónssón vígslubiskep, sé;'h Garðár 'Þórstemsson sóknar- prestur og Gísli Sigúfðsson rak. ari. Kristinn Hailsson söng nokkur lög með aðstoð Carls. Billich, þá söng og Rigoletto- kórinn, Kjartan Ólafsson bruna vörður ‘flutti tvó frumsarnin kvæði og Karl Halldórsson Völuspá hina nýju. Þá barst á öldum Ijósvakans ávarp fr formanni karlakórsins Geysi á Akureyri, Hermanni Stefánssvni, og' Geysir söng frumort ljóð til Fóstbræðra. Eítir borðhaldið sungu Fóst- bræður fyrir gestir.a nokkur lög undir stjórn Jóns Þórarins-. sonar. Að lokum var stiginn dans. Rórnum bárust mþrg heiila- skeyti, blóm og forkunnarfag- urt drykkjarhorn silíurbúið frá karlakórnum Geysi. KOSNING þriggja manna í flugráð og jafn margra manna til vara ti- næstu fjögurra ára fcr fram á alþingi í gær. Kosnir voru Bergur S. Gísla- son, Guðmundur 1 Guðmunds- son og Þórður Björnsson, en til vara Baldvin Jónsson, Frið- jón Þórðarson og Friðþjófur Johhsen. 1 austan fjalls er til sölu nú þegar af sérstökum ástæð um. Gefur af sér góðar tekjur yfir sumarmánuð- ina. — Hagkvæmt verð og greiðsluskilmálar. Nán ari uppl. gefur: Traðarkotssundi 3. (Ekki í síma). AB 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.