Alþýðublaðið - 12.01.1952, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.01.1952, Blaðsíða 5
Minningarorð Fiskverðið og rikissviórnin ÞEGAR bátagjaldeyrisfyrir komulagið. var tekið upp til þess að verðbæta af!a vélbát- anna, var talið, að gjaldeyris- fríðindin mundu gefa sem svar aði 30 aurum á hvert kíló fiskj ar. Nú er hins vegar komið í Ijós, að fríðindin gefa 40 aura á kíló, en þó hafa útvegsmenn rnest fengið greidda 30 aura, <og sumir jafnvel minna. Á s. 1. ári mun heildarfiskafli vélbáta hafa numið um 212 þús. smá- lestum, ef reiknað er með svip uðu aflamagni í ár, þá þýðir 10 aura hækkunin, sem að ofan greinir, það, að útvegsmenn og fiskimenn ættu að fá rösklega 21 milljón krónum meira fyrir gjaldeyrisfríðindin, en þeir hafa fengið. Þessi fúlga lendir hjá hraðfrystihúsaeigendum og öðrum fiskkaupendum. — Ætlar ríkisstjórnin að láta þetta afskiptalaust? Getur hún komið sér hjá að rétta hlut út- vegsins í þessu máli, eða að. öðrum kosti að minnka báta- gjaldeyrinn, sem átti að hjálpa útgerðinni, en rennur þannig a. m. k. að 14 til annarra? Bjargráðið, sem brást. Núvérandi ríkisstjórn nam úr gildi ábyrgð ríkissjóðs á fisk verði, en lét í staðinn koma fyrst gengislækkun og síðan ,,bátagjaldeyri“, sem raunveru lega er önnur gengislækkun. Felling krónunnar hið fyrra skiptið átti að vera nægileg til þess að skapa útgerðinni við unandi rekstursgrundvöll, og átti fiskverðið að hækka hana úr 85 aurum pr. kg. af slægð- um þorski með haus í 90 aura, samkvæmt útreikningum hinna margumtöluðu hagfræðinga ríkisstjórnarinnar. En hvernig fór þetta? í heilt ár eftir geng- islækkunina stóð fiskverðið í 75 aurum, og í brott féllu nið- urgreiðslur úr ríkissjóði á kostnaðarliðum útgerðarinnar, sem talið var að jafngiltu 10 aurum á hvert kíló við gengis- lækkunina, en útgerðarkostn- aður allur stór hækkaði. T. d. nemur hækkun á veiðarfærum nú um 220% frá því fyrir geng íslækkun. Eftir að hafa framkvæmt þetta mikla „bjargráð", fell- ingu krónunnar, tók ríkis- stjórnin þá stefnu, að láta fisk verðið afskiptaiaust, og segja sem svo: Nú höfum við skapað rekstursgrundvöllinn fyrir bát ana. Nú tökum við okkur hvíld, og látum fiskverðið af- skiptalaust. Fiskkaupendur mega hér eftir sjálfir skammta vélbátunum verðið. Afleiðing þessarar stefnu varð sú, sem fyrr greinir. Stöðvun vofði yfir, og á einu ár sannaðist það, að útilokað var með öllu að reka útgerð við þessar aðstæður, jafnvel þótt vel aflaðist. Ný gengislækkun — nýtt nafn Þá var í byrjun þessa árs gripið til þeirra ráða, að lækka gengið á ný, og bátagjaldeyris fyrirkomulagið tekið upp. Þetta fyrirkomulag jafngildir tvöföldu gengi, og þýðir það, að þjóðin öll greiðir tugi millj- óna í óbeinum sköttum til þess að hækka fiskverðið. svo að út- gerðin geti haldið áfram. Margt er það, sem finna má þessu fyr irkomulagi til foráttu, en um hitt verður ekki deilt, að úr því að út á þessa braut var farið, þá á smáútgerðin rétt á að njóta til fulls þess fiskverðs, sem gjaldeyrísfríðindin gefa í aðra hönd. En svo hefur ekki verið. i Ríkisstjórnin hefur haldið fast við þá stefnu sína, að telja það mál útvegsmanna einna og íiskkaupenda, hvaða verð ýrði greitt, og á liðnu ári mun víð- ast hafa verið borgað frá 96 aurum pr. kg. af slægðum fiski með haus upp í 1.05, nokkuð mismunandi eftir ýmsum á- stæðum, og jafnvel munu dæml til þess, að ekki hafi enn þá verið greiddir nema 75 aurar. Enn þarf ný úrræði. Nú hefur það sýnt sig, að ofan nefnt. fiskverð nægir ekki útgerðinni. og enn er beðið um ný bjargráð. — Á nýafstöðn- um fundi LÍÚ ■ var talið, að fiskverðið þyrfti að vera 1,53 kr. kílóið. miðað við að allt komi til skipta, en 1,24 kr., miðað við að skipt sé með 1,05 en útgerðin fá ein 19 aura á kílóið. Þar með er ekki öll sagan sögð, því þarna er ekki byggt á áætlunum LÍÚ sjálfs, heldur á áætlun gömlu fisk- ábyrgðarnefndarinnar, sem rík isstjórnin fól á s. 1. ári að gera athuganir á útgerðarkostnaði, en áætlun nefndarinnar var mun lægri en áætlun LÍÚ í fyrra. Fiskverðið 1,24 er fund ið með því að leggja áætlun fiskábyrgðarnefndarinnar tji grundvallar, og bæta við kostn aðarliði hennar þeim hækkuri- um, sem orðið hafa síðan á s. 1. vetri. — Væri hins vegar far- ið eftir áætlunum LÍÚ sjálfs, þá ætti fiskverðið að vera kr. 2,10 pr. kg., ef allt kemur til skipta. Með því að samþykkja, að reyna að ná samkomulagi um fiskverðið á grundvelli téðrar áætlunar fiskábyrgðarnefndar, hefur LÍÚ þess vegna slegið stórkostlega af kröfum sínum, fyrst og fremst í því trausti, að samningar gætu tekizt fljótt og útgerð í aðalverstöðvunum hafizt fyrr en venja hefur ver- ið. — Aðalfundur LÍÚ var háld inn fyrrihluta nóvember, og var á honum ákveðið að kalla saman fulltrúafund 1. des., ef ékki hefði náðst samkomulag fyrir þann tíma. — Nú er þessi fulltrúafundur seztur á laggirn ar í Reykjavík, af því að LÍÚ hefur ekki tekizt að semja við heildarsamtök fiskkaupenda um fiskverðið. Afleiðingar afskiptaleysisins. Ekki er Jtunnugt, hvort rík- isstjórnin hefur haft mikil af- skipti af þessum samningaum- leitunum, nema til þess að á- kveða, hvaða vörur eigi að vera á bátagjaldeyrislistanum, og mun krafa fiskkaupenda vera sú, að vöruflokkunum á listanum verði fjölgað. Að öðrum kosti geti þeir ekki hækkað verðið. Sjálft fiskverðið, og verz1- unina með gjaldeyrisfríðindin, mun ríkisstjórnin ætla sér að láta afskiptalaust. eins og s. 1. vetur, og er þá greinilegt, að afleiðingarnar verða hinar sömu og á þessu ári. Hinir ný- afstöðnu samningar togaraeig- enda við hraðfrystihúsin eru bezta sönnun þess, að á líðandi ári hefðu þau getað greitt mun hærra verð en þau hafa gert til vélbátanna með gjaldeyris- fríðindunum. Útvegsmenn hafa orðið undir í samningum um fiskverðið. Fjórði h’uti af því, sem þeim var ætlað, hefur hafn að hjá öðrum, og á 3ja tug- milljóna hefur verið bætt ofan á dýrtíðina í landinu undir fölsku yfirskini. Talið var, að gjaldeyrisfríðmdin mundu gefa 30 aura á hvert kíló fiskjar. en útkoman mun vera sú, að þau jafngildi 40 aurum á kíló. Hefði því fiskverðið á þ'essu ári átt að vera kr. 1.15 í stað 1,05. : Þetta er afleiðingin af af- skiptaleysi ríkisstjórnarinnar um fiskverðið, og nú er spurn- ingin, hvort stjórnin vi’l. eða getur. leiðrétt það, sem orðið er, og fvrirbvggt að slíkt end- ur'aki sig, en krafa almenn- ings hlýtur að vera sú. að gjald eyris?ri'óin(Iin séu ekki meiri á hverjum tíma, en samsvarar því fiskverði, sem greitt er. Þessari krofu er þeirri ríkis- stjórn, sem kom bátagjaldeyr- inum á, skylt að fullnægja, eða að öðrum kosti að sjá um. a 5 greitt sé rg t fiskver'ð í landinu. Bátagjaldeyrir — ríkisábyrgð. I því, sern hér hefur verið rætt, kemur fram einn höfuð- gal’i bátagja’devrisins- í sam- anburði við ríkisábyrgð á fisk- verði. Með núgildandi skipan þessara mála sýnir það sig, að verðhækkanir afurðanna er-. lendis verða ekki til þess að draga úr þeim fúlgum, sem þjóðin borgar fyrir bátagjald- eyrinn, en meðan ríkisábyrgð- in gilti, minnkuðu slíkar verð- hækkanir uppbótagreiðslur rík issjcðs. Og það er ekki einu sinni svo, að útvegui’inn fái að njóta hækkananna, heldur hafna þær hjá óverðugum. Meðan ríkisábyrgðin var á, var útilokað að verzlunarstéttin gæti lagt okurálag á þær upp- hæðir, sem teknar voru af þjóð inni vegna uppbótanna. Nú hef ur þetta hins vegar skeð, eins | og frægt er orðið. — Þetta ok- urálag á ekkert skylt við það fyrirbrigði, sem rætt hefur verið hér að framan, heldur er það enn einn milljónaskattur, sem þjóðin greiðir, ekki vegna vélbátanna, heldur til stéttar- bræðra viðskiptamálaráðherra. Af þeim eiginlega bátagjald- eyri fá útvegsmenn, samkvæmt framansögðu, aðeins %, I4 gengur til annarra. Af verzl- unargróðarium Jær útgerðin ekkert. En þjóðin er látin borga milljónatugi til hjálpar útgerðinni, umfram það, sem vera mundi, ef útflutningsupp bætur væru greiddar úr ríkis- sjóði. og fjár til þeirra aflað með beinum sköttum. (SKUTULL). Frumvarpíð um öryggisráðstafan- ir á vinnustöðum ræit í efrS deild FRUMVARPIÐ um öryggis- ráðstafanir á vinnustöðum var t'l annarrar umræðu í efri deild í gær, en umræðum var ekki lokið. Meiri'hluti iðnaðarnefndar deildarinnar, þau Páli Zóphóní asson, Rannveig Þorsteinsdótt ir og Steingrímur Aðalsteinsson leggja til að frumvarpið sé sam þykkt, en áskilja sér rétt til að fylgja breytingartillögum, en minnihluti nefndarinnar, Gísli Jónsson og Jóhann Þ. Jósefs son, hafa borið fram fjöldan allan af breytingartillögum, og eru til stórskemmda á frumvarp inu, ef samþykktar verða. frá Ingjaldshóli ÉG HINZTU KVEÐJU þig, hetja, kveð, sem hugarins björtu augum með áp líkamssjónar fékk lífið séð í ljósinu guðdóms bjarta. Sólskinið lék um þinn sjúkra- beð, því sól var í þínu hjarta. Vor heimsmenning kal’ar hetjur þá, sem hörmungar auka, sálir þjá og lífinu hrinda helveg á með hendurnar roðnar blóði. Þeir heiðursmerki og hylli fá og hallir og gilda sjóði. En heiðursmerki ei hlauztu nein, þótt höndin þín létti sjúkra mein. í stríði lífsins oft stóðstu ein, er stilla vildir þú harma. Þótt sjálfa þig nísti sorgin^ hrein, þú syrgjenda þerrðir hvárma. Þú, Guðlaug, varst hetja af. himins náð. : Þitt hjarta var kærleikslögum. háð. Þú huggaðir, gladdir, holl gafst ráð af huga þíns auði björtum. Því geymist þín minning gulii skráð : í göfugra manna hjörtum. I Þér á ég að þakka margt — svo margt. ; Ef mannlífsins stríð er aðgangs- hart, í þá sé ég í anda bros þitt bjart. I Mér berst frá þér viljastyrkur. ; Þú, guðsbárnið, aidrei sást neitt svart. Þig sigraði ekkert myrkur. Helga Halldórsdóttir, Fjárhagsráð hefur ákveðið eftirfarandi hámarks- verð á fiski: Nýr þorskur, slægður með haus ........................ kr. 1.85 pr. kg hausaður ..................... kr. 2.35 pr. kg. Ekki má selja fiskinn dýrari, þó hann sé þverskor- skorinn í s’tykki. Ný ýsa, slægð með haus ..................... kr. 2.05 pr. kg. hausuð ......................... kr. 2:60 pr. kg Ekki má selja fiskinn dýrari, þó hann sé þverskor- skorinn í stykki. Nýr fiskur (þorskur og ýsa) flakaður með roði og þunnildum . . kr. 3.65 pr. kg. án þunnilda .................... kr. 4.95 pr. kg. roðflettur án þunnilda ......... kr. 5.90 pr. kg. Ofangreins verð er miðað við það, að kaupandinn sæki fiskinn til fisksalans. Fyrir heimsendingu má fisk- salinn reikna kr. 0.75 og kr. 0.20 pr. kg. aukalega fyrir þann fisk, sem er fram yfir 5 kg. Fisk, sern er frystur sem varaforði, má reikna kr. 0.50 pr. kg. dýrara en að ofan greinir. Ekki má selja fisk hærra verði, þótt hann sé uggaskorinn. þunnildaskorinn eða því um líkt. Með tilkynningu þessari er úr gildi fallin tilkynn- ing Verðlagsski’ifstofunnar frá 6. júní 1951. Revkjavík, 11. jan. 1952. Verolagsskrifstofan. Borgarbí Eastöðin Hafnarstræti 21 ími81991 ATTA NITJAN NIU EINN. Beint samband við ■ bílasíma, Austurbær við Blönduhlíð 2. 67 27 í G. T.-HÚSINU í KVÖLB KL. 9. Aðgöngumiðar í G. T.-húsinu kl. 4—6. — Sími 3355,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.