Alþýðublaðið - 23.01.1952, Síða 4
AB-AIþýðublaðið
23. janúar 1952
Of fáir verkamannabústaðir
TÍMANUM þykir það lítið,
að ekki sbuli hafa verið
byggðir nema 200 verka-
mannabústaðir í Reykjavík
síðustu tólf árin. Og það er
rétt hjá Tímanum. Það er
allt of lítið. Það er rétt hjá
honum, að ástandið myndi nú
vissulega vera annað og heil-
brigðara í húsnæðismálum
höfuðstaðarins, ef þó ekki
nema helmingur þeirra íbúða,
sem hafa verið byggðar á síð
ustu tólf árum, hefðu verið
verkamannabústaðir. Það
hefði meira en nokkuð ann-
að stutt að þvi, að halda húsa
leigunni og húsaverðinu í
skefjum; en okrið, sem nú
viðgengst í þessum efnum, er,
eins og Tíminn segir rétti-
lega, ein mesta meinsemdin
í fjárhagsmálum þjóðarinnar.
En það er ekki aðeins síð-
ustu tólf árin, sem því miður
allt of fáir verkamannabú-
staðir hafa verið byggðir.
Áratuginn þar á undan, þeg-
ar flokkur Tímans hafði lengst
af forustu í stjórn landsins,
voru ekki byggðir nema 170
verkamannabústaðir í Reykja
vík. Alþýðuflokkurinn, sem
átti allt frumkvæði að lög-
gjöfinni um verkamannabú-
staði, hefði viljað láta þá vera
miklu fleiri; en það reyndist,
þá eins og alltaf síðar erfitt
að vekja áhuga borgaraflokk
anna á þessu þýðingarmikla
umbótamáli. Framsóknar-
flokkurinn hafði þó á sínum
tíma verið með í því að setja
lögin um verkamannabústað
ina; en úthald hans við fram
kvæmd þeirra reyndist fljótt
harla lítið. Hin síðustu tólf
ár, þegar hann hefur sjaldn-
ast haft forustu í stjórn lands
ins, hefur hann meira að segja
sízt reynzt þessu máli meiri
stuðningsflokkur, en Sjálf-
stæðisf okkurinn, sem eins
og allir vita var því í upphafi
afgerlega andvígur og vildi
þá enga verkamannabústaði
láta byggja. Framsóknaflokk-
urinn var til dæmis eini flokk
urinn, sem ekkert vildi fyrir
þetta mál gera fyrir rúmum
fimm árum, þegar lögin um
verkamannabústaðina voru
endurskoðuð og ákveðið var
að auka fram’ag hins opin-
bera til byggingar þeirra
bæði í bæjum og kauptúnum.
Hann greiddi beinlínis at-
kvæði gegn þeirri lagasetn-
ingu.
Og enn sýnir Framsóknar-
flokkurinn í sölum alþingis
miklu minni skilning á nauð-
syn fleiri verkamannabú-
staða, en Tíminn gerir í rit-
stjórnargreinum sínum. Al-
þýðuflokkurinn flutti á því
þingi, sem nú er að enda,
frumvarp til laga um fjáröfl-
un með það fyrir augum, að
hægt yrði að byggja 200 nýja
verkamannabústaði á ári á
næstu fjórum árum. En þó að
þar væri um algerlega raun-
hæfa áætlun að ræða, enda
bent á auðfarnar leiðir til
þess að afla fjárins, hefur
Framsóknarflokkurinn ekki
verið fáanlegur til þess, frek-
ar en Sjálfstæðisflokkurinn,
að láta svo lítið, að ræða það
frumvarp; og það er víst al-
veg áreiðanlegt, að þinginu
verður slitið án þess, að það
fái nokkra afgreiðslu.
Tíminn mun nú að vísu
sjálfsagt afsaka það með því
fjögurra milljóna framlagi
til verkamannabústaða, sem
stjórnarflokkarnir ákváðu ný-
lega í sameiningu af 50—60
milljóna tekjuafgangi ríkis-
sjóðs á árinu, sem leið. En
sú upphæð nær skammt til
móts við þær 25 milljónir,
sem Alþýðuflokkurinn ætlað
ist til í frumvarpi sínu að
aflað yrði fyrir byggingarsjóð
verkamanna á ári næstu fjög
ur árin og nægt hefðu til þess
að byggja 200 nýja verka-
mannabústaði árlega á þeim
tíma. Og ekki var við það
komandi að fá framlagið af
tekjuafgangi ríkissjóðs hækk
að hið a’Ira minnsta. Stefán
Jóh. Stefánsson flutti tillögu
um, að það yrði að minnsta
kosti hækkað, úr 4 milljón-
um upp í 10 milljónir; en sú
tillaga var felld af Framsókn
arflokknum og Sjálfstæðis-
flokknum í sameiningu.
Þannig ber í Framsóknar-
flokknum á alþingi ósköp lít
ið á þeim áhuga fyrir fleiri
verkamannabústöðum, sem
Tíminn lýsir svo fjálglega í
skrifum sínum. En auðvitað
er það miklu útlátaminna,
að skrifa fagurlega um nauð-
syn fleiri verkamannabú-
staða, en að leggja fram það
fé, sem nauðsynlegt er til þess
að fjölga þeim, svo að um
muni.
á allskonar ullarprjónavörum
Undir hálfvirði verða seldar peysur fyrir
konur, telpur og drengi, barnasokkar, herra
sokkar, drengjavesti, kvenbolir, barnakjólar.
Einnig innkaupa- og handavinnutöskur úr
leðri fyrir gjafverð o. fl. o. fl.
ÞÓKSBÚÐ
Þórsgötu 14.
Korwngur á ferðálagi. Friðrik Danakonúngur
~ ~ ferðaðist mikið á árinu,
sem leið. I fyrravor fór hann í opinbera heimsókn til London
og í haust dvaldi hann um skeið í Rómaborg. Myndin var tek-
in af honum á götu þar. Það er Wern sjóliðsforingi, sem er með
honum. Konungurinn horfir ekki neitt blíðlega á Ijósmyndar-
ann. En það fylgir nú einu sinni tign hans og embætti, að vera
allsstaðar eltur af slíkum mönnum.
Leltað nýrra aðferSa
við verknn og
geymslu síldar
FULLTRUAR frá síldveiðí-
þjóðum í Evrópu að íslending-
um undan teknum sátu ráð-
stefnu í London í september s.
1. til þess að athuga möguleika
á aukinni neyzlu á óíldarafurð-
um og verkun síldar til útflutn
ings til hitabeltislahdanna og þá
sérstaklega Afríku cg Asíu.
Þó að síldarlýsi hafi að jafn-
aði verið í háu verði og mikjl
eftirspurn eftir því, hefur geng
ið frekar treglega að selja síld
til neyzlu, bæði vegna mikillar
síldveiði undanfarin ár og svo
vegna þess að mtnkaðurinn í
Rússlandi og Eystrasaltslöndun
um og Póllandi .er iokaður síð-
an Rússar lögðu þessi ríki und-
ir sig.
Síldveiðiþjóðirnar á Atlants
hafsströnd Evrópu, Bandaríkin.
og Kanada vinna nú að því í sam
einingu að finna uðferðir sem
gera útflutning á síld til hita-
beltislandanna mögulegan, en.
það er mörgum annmörkum háð
vegna þess að erfitt er að flytja
síld og annan fisk bangað.
111
útíendiiHgum veitfu
lenzkur rikisbor
AB — Alþý3ubla3iS. Útgefandi: Alþ.ýSuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Auglýsingastjóri: Emma Möller-----Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga-
sími: 4906. — Afgreiðslusími: 4900. — AlþýSuprentsmiðJan, Hverfisgötu 8—10.
ÞRJATIU OG SJÖ útlend-
ingum var veittur íslenzkur
ríkisborgararéttur með lögum,
sem samþykkt voru á alþingi í
gær. Langflestir þessara manna
eru fæddir erlendis.
Nöfn þeirra, sem ríkisborg-
ararétt öðlast samkvæmt lögun-
um eru þessi:
1. Bay, Léif, Jan Agnar Axel
prentmyndasmiður í Reykjavík,
fæddur 7. sept. 1922 í Dan-
mörku.
2. Berlin, Johannes Erik Fri-
dolf, verkamaður í Reykjavík,
fæddur 4. janúar 1916 i Finn-
landi.
3. Blumenstein, Kurt Karl
Andreas, húsgagnanmiður í
Reykjavík, fæddur 28. janúar l
1908 í Þýzkalandi.
4. Bröring, Franci.sca Elisa-
beth Maria, nunna í Hafnarfirði,
fædd 13. júlí 1910 í Hollandi.
5. Eilertsen, Isak Jentoft Dag-
finn, sjómaður, Reykjavík,
fæddur 23. ágúst 19:i0 í Noregi.
6. Förelund, Ingvald, verka-
maður í Reykjavík, fæddur 1.
maí 1920 í Noregi.
7. Halldóra Elíti Jónsdóttír,
saumákona á Akureyri, íædd
10. október 1928 á ídandi.
8. Hansen, Harald, rafvirki i
Reykjavík, fæddur 17. júní 1908
í Noregi.
9. Hillers, Börge, mjóikur-
iðnaðarmaður á Selfossi, fædd
ur 3. júní 1915 í Danmörku.
10. Hirst, Karl Ileinrich MaX
Moritz, járnsmiður í Reykjavík,
fæddur 31. júní 1907 í Þýzka-
landi.
11. Husbý, Oskar Ingmar,
verkamaður í Reykjavík, fædd-
ur 29. október 1913 í Noregi.
12. Hiiter, Margarethe Justine
Anna Elisabeth, saumakona á
Akureyri, fædd 27. desember
1911 í Þýzkalandi.
13. Juul, Thyra Marie, lyfja-
fræðingur í Reykjavík, fædd 1.
marz 1897 í Danmórku.
14. Keil, Max Robert' Hein-
ríeh, skrifstofumaður í Reykja—
vík, fæddur 14. januar 1908 í
Þýzkalandi.
15. Knauf, Edvard Carl Wal-
ter, blikksmiður á ísafirði,
fæddur 28. marz 1910 í Þýzka-
landi.
16. Kummer, Gannar Paul,
verkamaður í Grindavík, fædd-
ur 3. október 1934 i Þýzkalandi.
17. Kummer, Kristmundur
fæddur 8. ágúst 1933 á íslandi.
Iierbert, nemandi í Grindavík,
18. Larsen, Kristoffer And-
reas, verkamaður í Reykjavík,
fæddur 21. septpmber 1918 í
Noregi.
Framhald á 7. síðu.
VITINN á Elliðasy hefur ver
ið færður í nýtt hús á Heiðna-
bjargi, austast og hæst á eynni,
070°, 630 m frá gamla staðnum.
Staður: 65°08'44" n.br., 22°48'
24" v. Ig. Ljóseinkenni, sjónar-
lengd og logtími eins og áður.
Ljóshæð: 47 m. Vitahús: 4,5 m
hár, grár, þrístrendur turn með
2,9 m háu, gráu ljóskeri.
Ljóshorn eru þannig:
Hvítt 075°—087 0 fhilli Hösk-
uldseyjar og Kópaflagna.
Grænt 087°—118° yfir Kópa
:0ögur.
Hvítt 118°-—126° rrúlli Kópa
flagna og Breka.
Rautt 126°—152° yfir Breka
og Lágaboða.
Hvítt 152°—156J rr.illi Lága-
boða og Lónsskerja.
Grænt 156°—323.’ frá Lóni
að Steinaklettum.
Rautt 320°—075° vestan við
Steinakletta.
Aðvörun: I hvíta ljóshorninu
152°—156°, milli Lágaboða og
Lónsskerja, svo og suðurvestur
af Álaskerjum, eru grunn, sem
brýtur á í miklum sjó.
Forgangsréttur meistara og kan
ata til kennslu íslenzkra fræð
FRUMVARPIÐ um forgangs
rétt kandidata frá Háskóla Is-
lands til embætta, varðandi
kennsluréttindi þeirra, sem
lokið hafa prófi í íslenzkum
fræðum, eða A.B.-prófi, var
ssinxþykkt í neðri deild fyrir
hslgina og afgreitt sem lög.
Meginefni hinna nýju lagaá-
kvæða er það, að þeh', sem lok-
ið hafa meistara- eða kandidats
prófi í íslenzkum fræðum við
heimspekideild háskólans, skuli
að öðru jöfnu hafa A rgangsrétt
til kennslu í íslenzkri tungu, ís-
lenzkum bókmenntum og ís-
landssögu við alla framhalds-
sltóla, sem kostaðir eru eða
styrktir af ríkisfé eða sveitarfé,
nema kennsla á unglingastig-
inu sé í framkvæmdinni í hönd
um barnaskóla, og þó því að-
eins, að kennsla í þessum grein
um nemi a. m. k. hálfu kenn-
arastarfi eða sérstakur kennari
sé ráðinn til starfsins, enda
skuli þeir að öðru leyti full-
nægja þeim kröfum um mennt-
un kennara við gagnfræða- og
menntaskóla, sem gerðar eru i
lögum.
Þá skulu þeir, sem lokið hafa
B.A.-prófi við heimspekideild
háskólans, með hliðstæðum
hætti njóta forgangsréttar til
kennslu við skóla gagnfræða-
stigsins og við sérskóla í þeim
greinum, er próf hvers þeirra
um sig tekur til, enda fullnægi
þeir að öðru leyti þeim kröfum
um menntun kennara við gagn-
fræðaskóla eða menntaskóla,
sem gerðar eru í iögum. Þeir
standa þó að baki peim mönn-
um, er fyrri málsgrein getur,
um kennslu í íslenzkum fræð-
um, og eigi framar þeim, er lok
ið hafa við háskóla fullnaðar-
prófi með kennsraréttindum í
þeim greinum, er B.A.-prófið
lýtur að. Þó standa B.A.-prófs-
menn eigi framar þeim kenn-
urum, er lokið hafa fullnaðar-
prófi frá erlendum kennarahá-
skólum.
Kennsluréttindi þeirra manna,
sem áður hafa hlotið þau, skulu
vera óskert.
AB 4