Alþýðublaðið - 24.01.1952, Side 4

Alþýðublaðið - 24.01.1952, Side 4
AB-AIþýðublaðið 24. janúar 1952 Stjórnin á Dagsbrún ÞA£> GETUR ALDREI stýrt góðri lukku, að stærsta verka lýðsfélag landsins, Dagsbrún, sé undir stjórn manna, sem eru í andstöðu við allsherjar samtök verkalýðsins, Alþýðu sambandið; en svo hefur nú, því miður, verið um margra ára skeið. Slíkt ástand háir ekki aðeins allsherjarsamiök unum og þar með verkalýðs- hreyfingunni í heild, heldur einnig — og ekki síður — Dagsbrún sjálfri, sem fyrir annarleg, pólitísk sjónarmið forustumanna hennar hefur að há’fu leyti verið klofin út úr allsherjarsamtökunum og því stundum ekj|i verið það þunga lóð í vogarskál verka- lýðsbaráttunnar, sem hún getur verið, á að vera og all- ir Dagsbrúnarverkamenn, sem meta meira hag verka- lýðsins en pólitískt valda- brölt kommúnista, hafa æv- inlega óskað að hún væri. Þetta hefur sjaMan komið eins greinilega í ljós og í bar- áttunni síðast liðið vor fyrir endurheimt fullrar dýrtíðar- uppbótar á verkamannakaup ið. Það var, eins og allir vita, Alþýðusambandið, sem und- irbjó þá baráttu og gekkst fyr ir því, að sambandsfélögin, þar á meðal Dagsbrún, segðu upp samningum með það fyr- ir augum, að heyja barátt- una frá upphafi saman fyrir fullri dýrtíðaruppbót á kaup- ið. Það stóð og ekki, frekar en endranær, á Dagsbrúnar- verkamönnum. Það hefur yf- irieitt aldrei staðið á þeim, þegar ástaka hefur verið þörf til þess að knýja fram sann- gjarnar kröfur verkalýðsins. Þeir gáfu á félagsfundi stjórn sinni í tæka tíð heimild til þess að segja upp samningum, svo að Dagsbrún gæti frá upp- hafi verið með í baráttunni. En af einhverjum annarleg- um ástæðum kærðu kommún istarnir í stjórn félagsins sig ekkert um það, að notfæra sér þá heimild, þegar flest önnur verkalýðsfélög sögðu upp samningum. Menn geta svo sem gert sér það í hugar- lund, hvaða ástæður það hafi verið; enda fór það ekki svo du1!, að kommúnistunum í stjóm Dagsbrúnar væri a'veg ósárt um það, þótt barátta Al- þýðusambandsins og þeirra sambandsfélaga, sem strax urðu við kalli þess, bæri ekki mikinn árangur. En hvað um það: Staðreynd er, að komm- únistar létu Dagsbrún halda að sér höndum vikum saman, mjög á móti vilja yfirgnæf- andi meirihluta félagsmanna; og þao var ekki fyrr en mörg önnur félög í Reykjavík, sem beðið höfðu eftir samfloti við hana, hótuðu að gera verkfail án hennar, að kommúnistar neyddust loksins til þess að segja upp samningum Dags- brúnar og leggja lóð hennar í vogarskál verkfallsbarátt- unnar. Það er augljóst mál, að heildarsamtökum verkalýðs- ins í landinu stendur bein hætta f slíkri stjórn á stærsta og voldugasta verkalýðsfélagi höfuðstaðarins; það hefði vel mátt svo fara, að verkfallsbar- áttan síðastliðið vor hefði bók staflega tapazt, ef kommúnist- arnir í stjórn Dagsbrúnar hefðu mátt ráða. Hins vegar hefur aldrei á þeim staðið, að misnota þetta fjölmenna félag fyrir flokk sinn. Þeir hafa hreiðrað um handbendi hans í skrifstofu félagsins og látið það greiða þeim laun fyrir léleg störf, svo léleg, að á kjörskrá félags- ins eru nú ekki nema um tveir þriðju félagsmanna, af því, að ekki hafa verið inn- heimt félagsgjöld hjá einum þriðja. En kannski er það eng- in tilviljun. Kannski hafa hin- ir kommúnistisku starfsmenn félagsins ekkert kært sig um, að allir fé’agsmenn væru á kjörskrá við það stjórnarkjör, sem nú fer í hönd, heldur lát- ið sér í léttu rúmi liggja, þótt ýmsir andstæoingar kommún ista féllu út af henni. Það væri þá svo sem ekki í fyrsta sinn sem þeir miðuðu starf sitt meira við það, hvað Kom- múnstaflokknum hentar í það og það skiptið, heldur en við hitt, hvað Dagsbrún og verkalýðsamtökunum yfirleitt er fyrir beztu. En athygiisvert er það til samanburðar, að aldrei hefur í stjórnartíð kom múnista í Dagsbrún vantað marga á kjörskrá félagsins, þegar átt hefur að kjósa kom- múnistíska fulltrúa á Alþýðu- sambandsþing; en tala þeirra hefur auðvitað alltaf verið undir því komin, hve margir væru á kjörskrá. Þá hafa skuMlausir félagsmenn allt í einu verið komnir upp í 3300, þótt þeir hafi nokkrum mán- uðum síðar, við stjórnarkjör í fé'aginu, aftur verið komnir niður í 2300! Slík stjórn á stærsta verka- lýðsfélagi landsins er bæði háðung og hætta fyrir verka- lýðssamtökin/ í heild. Og því verður ekki trúað, að Dags- brúnarmenn uni lengur við hana. Þeir eiga þess kost við stjcrnarkjörið í félaginu um helgina, að velta henni af sér og hefja Dagsbrún aftur til þess vegs og forustuhlutverks, sem hún hafði í samtökum verkanýðsins áður fyrr. Ekki með því, að fela agentum nú- verandi ríkisstjórnar, íhalds- mönnum úr Óðni, foi;sjá fé- lagsins; heldur með hinu, að kjósa C-listann, lista jafnaðar- manna, með Sigurð Guð- mundsson, hinn heiðarlega og trausta, gamla ráðsmann fé- lagsins og alþýðuflokksmann í formannssæti. Vei %é þeim,er 3 ... Lestuil flugvélar. Myndin sýnir nýja aðferð ~ Bandaríkjamanna við það að lesta flugvélar. Þeir hafa vélrænan útbúnað til þess að flytja vörurnar upp í flugvélina á renniborði; og gengur þetta svo fljótt, að áhöfnin gerir ekki betur en að hafa við að koma vör- unum fyrir í flugvélinni. Augvitað er stórkostlegur tímasparn- aður að þessu fyrir flugvélarnar, sem ekki þurfa að standa nálægt því eins lengi við og áður á flugvöllunum. ,Aðei sem ég ekki hef komið í verk' ---------------^----- Jóo Síefánssors Iistmáiarl nm verk sitt I viðtali við Social-Demokraten. Félag suSurnesjamaim minnir félagsmenn sína á skemmtifundinn í Tjarnarcafé í kvöld kl. 8,30. AB — AlþýSublaðið. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Rltstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjórí: Emma Möller. — Ritstjómarsimar: 4901 og 4902. — Augiýsinga- simi: 4906. — Afgreiðslusími: 4900. — Alþýöuprentfimiðjan, Hverfifigötu 8—10. AB 4 MALVERKASYNING, sem Jón Stefánsson hefur undanfar ið haft hjá Bruun Rasmussen í Bredgade í Kaupmannahöfn, vekur mikla athygli og hlýtur mjög góða dóma í dönskum \ blöðum. Hér er um að ræða yf- ' irlitssýningu á málverkum hins hálfáttræða málara, og í tilefm hennar átti „Social-Demokra- ten“ viðtal við Jón StVánsson, þar sem hann gerir á skemmti- legan hátt grein fyriv viðhorf- um sínum, skoðunum og vinnu- brögðum. AB birtir liér viðtal þetta í iauslegri þýðingu: ,,Mér finnst, að alit, sem ég hef gert, sé aðeins undirbúning ur að einhverju, sem ég hef ekki komið í verk“. Þetta segir Jón Stefánsson og brosir örlítið, þegar hann bætir við: — Og það er svo sem ekkert gaman, þegar maður er orðinn hálfáttræður. Brosið er annars sjaldséður gestur á alvarlegu og festuiegu andliti hans, en begar hann ræðir um það, sem honum iigg- ur á hjarta, hverfa öll ellimörk, æska sálarinnar brýzt gegnum andlitsdrættina eius og ólgandi kraftur. — Ég hef alltaf >. orið myndir mínar saman við það bezta, sem málað hefur verið, og þess vegna valda þær ,nér jafnan vonbrigðum. Geðjist fólki ekki að því, sem ég máls, þá getur mér ekki gramizt það, af því að mér finnst það eðlilegt, en ég get ekki sætt piig við, að það geri gys að myndum mínum, því að þær eru eins konar dag- bókarblöð. ... Enginn hefur gagnrýnt mig í líkmgu við Is- aksson. Mér lá við að gráta, en ég hafi mikið gagn af því. Þegar ég gagnrýni aðra, þá móðgast þeir undantekningar- lítið af því að þeir eiga von á lofi og vilja fá iof. — Þér hafið verið langdvöl um í Danmörku, f.nnst yður þér jafn nátengdur danskri list og dönskum listamönnum og ís lenzkri list og ísler.zkum lista- mönnum? — Ég á marga góða vini í hópi danskra listamanna og einnig norskra. En það, að ég kem frá landi, sem t-.i-ki á neinn bakgrunn eða nein.i erfðavenju á sviði málaralistar, veldur því, að ég finn mig frjálsari gagnvart evrópskri list en samtíðarmenr. mínir meðal danskra og norskra Jón Stefánsson málara. Ég hafði aldrei málverk séð, þegar ég kom fvrst til Dan merkur sem ungur stúdent: — Hefur yður fundizt það t i lieilla að koma þar.nig ferskur úr nýju la.ndi? — Vinir mínir í hópi málar- anna, Revold t. d., hafa gert grein fyrir þeirri skoðun, en mér var það erfitt, mjög erfitt. . . , Ég hef lesið það, að í Grikk landi hinu forna hafi allir getað búið til lýtalausar myndir. að- ferðin var þeim í blöð borin, /jg þegar svo hínn rétti maður kom fram á sjónarsviðið, bá voru hinar miklu dáðir drýgðar. . . . — Þér málið undantekping- arlaust íslenzkt ,-,ndslag, en ekki danskt. Þér hafið þó lengst um átt heima hér . . . — Maður verður að mála það. sem maður þekkir i>ezt. Ég hef lifað æsku mína og bernsku í íslenzku Iandslagi, 03 ég leita sífellt þangað aftur, ég er tengd ari því en nokkru öðru. lands- lagi. Jafnvel á Borgundarhólmi fannst mér ég ekki vera anaað en ferðamaður, ég þekkti ekk- ert til vinnubragða.ma þar eða hugsunarháttar fólksins. Mér virðist líka, að það, : em dansk- ir málarar mála erlendis, sé lakara en það, sem þeir mála hsima. Við getum tekið Zahrt- mann sem dæmi. Þegar maður kemur heim til íslands, þá ork- ar landslagið á mann eins og opinberun. Allt í eiau skín sól- in, og fyrir augum manns ligg- ur landið nakið og ems og ný- Framhald á 7. siðu. ,,LOFA ÞÚ SVO EINN, að þú lastir ekki annan,“ er kunn- ugt spakmæli. Eftir því hefur H. J. ekki munað, er hann gat ljóða Gretars Fells, 15. dcsem- ber 1951. Dómarinn ritar: ,,Hafa sumir minni trú á tækifæriskvæðum en öðrum Ijóðum. Og ekki verð- ur þeim láð það, er muna tím- ana í kringum aldamótin, þegar frumort kvæði varð að syngja við öll meiriháttar tækifæri, einkum þó útfarir. Þá höfðu tlest skáld smátekjur af því að ýrkja erfiljóð eftjr pöntun. Kröfurnar voru ekki harðar, og skáldin tóku þá ekki heldur handverkið alvarlega, heldur hristu kvæðin stundum fram úr erminni, meðan maður- inn beið.“ Kunnugt var mér, eins og sumum öðrum, að menn voru sendir til hagyrðinga og skálda til þess að panta erfiljóð. Vissi ég, að sent var til Steingríms, Valdimars, Gröndals, Matthías- ar og fleiri. Sum kvæðin, sem þeir og aðrir kváðu ,.eftir pönt- un“ eru sniíldarljóð og rnunu lengi liía. Þess ber eigi síður að mínnast en mistakanna. Allt frarn á þenna dag vitna rnörg erfiljóð um vandvirkni höfund- anna. Ástvinamissir getur oft verið svo þungbær, að þeir, er missa, sem svo >sr nefnt, ,,sja engin tök á að stríða“. Fer sársauki harmsíns mjög eftir lífsskoðun. syrgjandans, skapgerð og einn- ig því, hvernig haiminn ber að höndum. Hraustmenni var Egill, en undan lét hann harminum. Þátttaka dótturinnar barg. — Margir, sem verða að sjá á bak ástvina sinna, er mikil hugsvöl- un í því, að þeirra sá minnzt í ljóði. Skilja þetta margir. Dagur Bryiijólfssan er einn þeirra. Hann ritar í grein um föður sinn: .. og víst er, að eríi- Ijóðin voru mörgurn til hugg- unar eða hugarléttis .. .“ Ilitt veit Dagur eins og fleiri, að jnismunandi v-el er kveðið. Sá, sem beðinn er að minnast látins manns i ljóði, getur verið andstæður eríiljóðagerð, en hann telur rangt að neita syrgjandi manni um minningarorð, ef þau gætu dregið úr narmi þess, er bjáist. Eíalaust hafa það verið „smátekjur", sem skáldin höfðu fyrir ,,handverkið“ fyrrum. Peningar voru of: ekki þegn- ir, þó boðnir væri, og til voru þeir, er aldrei þágu fé frá syrgj- endum fyrir minningarljóð. Sjálfsagt er það til enn, þótt fáir viti. Vel sé þeim, er liugga, þótt af veikum mætti sé. Hallgrímur Jónsson. --------------------- | . Hungursiisyð ylir- ‘ FÁRVIÐRIÐ á dögunum olli því, að nærri lá, að hungurs- neyð herjaði eyju í írlandshafi. Fárviðrið liófst á þessum slóð- um um miðjan desember og hélzt enn 4, janúar. I*á höfðu eyjarskeggjar eklti haft mjöl- brauð, smjör, kjöt, mjólk eða eldfæri síðan um jól. Þetta átti sér. stað á Blasket Is land úti af Kerry á Irlandi. Eyj arskeggjar eru 28 talsins, og til kynntu þeir gegnum talstöð, að þeim væri voði vís, ef eklci bær ist matbjörg úr landi. Skömmu fyrir jól brutust þrír eyjarskeggjar til lands á litlum seglbáti, fermdu hann nauðsynj um og komust hei.m heilu og höldnu, en vistir þessar entusc ekki nema í örfáa daga.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.