Alþýðublaðið - 10.02.1952, Page 6

Alþýðublaðið - 10.02.1952, Page 6
Jt- ■■■■■■■■■■■■«■"» Slysavarnafélags fslands kaupa flestir. Fást hjá slysavamadeildum utn land allt. í Rvík í hann- yrðaverzluninni, Banka- stræti 6, Verzl. Gunnþór unnar Halldórsd. og skrif- stofu félagsins, Grófin 1 Afgreidd í síma 4897. — Heitið á slysavarnafélagið Það bregst ekki. ■"Framhaldssagao í7- — ^ Agatha Christie: Morðgátan á Höfða Dr: Álfur Orffkengils: MIKILLi VANDI LEVSTUR Það má nú segja, að oft ligg- ur lausn erfiðustu vandamál- anna við þröskuldinn hjá manni, og maður sér hana ekki vegna þess að maður er að leita hennar einhvers staðar efst uppi á heiðum eða úti í hafsauga. Þessi spaka samlík- ing dettur mér í hug, þegar ég er að lesa um As you. like it í eikarskógi þjóðleikhússins. Þar er sem sagt búið að gera skóg; eikarlundur er risinn á sviði þjóðleikhússins, allaufgað ur meira að segja. Senniiega vaxa líka epli á eikum þessum, samanber máltækið: Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni. Jú-jú, en það var nú ekki það, sem ég ætlaði að gera að um- ræðuefni, heldur hitt, að þarna hefur risið allaufga eikarlund- ur á mánuði eða svo. Það tek- ur þá ekki langan tím.a að klasða landið í þjóðleikhúsinu! Og það er einmitt þetta, sem við erum alltaf að tala um og bisa við, — að klæða landið skógi. Ekkert hefur verið til þess sparað, hvorki fé né fyrir- höfn. Sendiboðar hafa ferðazt um víða veröld í leit að fræi og ég veit ekki hvað. Það mætti segja mér, að eitthvað hefðu öll þau ferðalög kostað. Svo hefst starfið við sáninguna, plöntun- ina og ég veit ekki hvað. Og svo verður aldrei skógur úr þessu, eða að minnsta kosti ekki fyrr en eftir marga ára- tugi. Þeir í þjóðleikhúsinu gera sér hægara um vik. Þeir búa til heila skóga á svipstundu. En, — hví í ósköpunum för- um við ekki eins að? Hvers vegna búim við ekki til skóg og klæðum landið? Stofnkostnað- urinn verður ef til vill eilítið meiri fyrst í stað, en allt yrði svo stórum ódýrara, þess utan sem mikið af stofnkostnaðinum færi í vinnulaun og ræðist aft- ur í ríkiskassann með sköttum. Hvérs vegna klæðuni við iand- ið ekki gerviskógi og syngjum: „Gervimenningin vex í íund- um nýrra gerviskóga.“ Raunar yrðum við eitthvað að laga orða lagið eftir laginu, en það hlýtur að vera hægt. Og smeykur er ég um, að Bretar verði að taka aftur þá gömlu fullyrðingu sína, ,.But only God can make a tree.“ Þeir leika sér að þvi líka í þjóð leikhúsinu! Og það er eikar- skógur, sem blívur. Virðingarfyllst. Dr. Álfur Oróhcngils. „Hún er alger mótsetning J við vinkonu sína!“ varð Poirot að orði. Frederica Rice var klædd hvítum kjól. Hreyíingar henn- ar í dansinum voru mjúkar og letilegar, og eins ólíkar fjör- sprettunum, sem Nick tók, og framast var hægt að hugsa sér. „Hún er dásamlega fögur,“ mælti Poirot allt í einu. „Já, það er hún!“ „Hver? Ungfrún okkar, eða j hvað?“ „Nei; hin. Er hún góð mann- eskja, — eða er hún einhver' skaðræðisgripur? Eða er hún óhamingjusöm og mædd með afbrigðum? Um þetta er óger-1 legt að segja. Hiin er algert ] leyndarmál. Ef til vill er hún I ekki heldur þessara heilabrota virði, þegar allt kemur til alls.! En það get ég sagt þér, vinur : minn, að hún er ekki öll þar sem hún er séð!“ . „Hvað áttu við?“ Poirot hristi höfuðið og brosti. „Þú kemst að því fyrr eða síðar. Og þá getur þú minnst orða minna!“ Mér til undrunar reis hann skyndilega úr sæti sínu. Nick var þá einmitt að dansa við George Challenger. Fredirica og Lazarus höfðu hæít í miðj- um dansi og tekið sér sæti við borð. Síðan hafði Lazarus stað- ið upp og gengið hrott. Ungfrú Rice sat þar því aJein. Poirot gekk rakleitt að borði hcnnar. Ég hélt í humáttina á eftir hon um. Og hann var ekki með nein- ar vífiiengjur, þegar hann vildi það við hafa. „Ég bið yður afsökunar!" sagði hann, „en ég vona, að þér hafið ekkert á móti því, þótt ég fái mér sæti sem snöggvast." Hann tók sér sáeti í auða stólnum. „Mig langar mjög til þess að segja nokkur orð við yður, einmitt á meðan vinir yðar eru að dansa.“ ,,Svo-já?“ mælti hún. Rödd hennar var hlutlaus og köld. „Frú, — ég veit ekki hvort vinkona yðar hefur trúað vður fyrir því, — en það skiptir engu máli, því að ég hef ákveð- ið að segja yður það, —- henni var sýnt banatilræði i gær!“ Það var eins og dökk sjáöld- ur grárra augna hennar vikk- uðu af hræðslu og ógnþrung- inni undrun. Jafnvel augu hennar virtust stækka. „Hvað eigið þér við?“ „Það var skotið á hana úr skammbyssu, þar sem hún var á gangi í gistihúsgarðinum." Hún fór allt í einu að brosa Eins og hún gerði hvorttveggja í senn, — að undrast trúglrni gamla mannsins aumk-a hann. „Sagði hún yður þétta?“ „Nei, frú. Það vildi nu þann ig til, að ég sá það með mín- um eigin augum. Og hérna hef ég kúluna til sannindamerkis.“ Hann rétti fram hönriina og sýndi henni lcúluna og það var eins og hroll setti að frúnni. „En — hvað-----------hvern- ig---------?“ stamaði hún. „Þetta eru ekki noinir hug- arórar ungfrúarinnar, engin i- myndun; það get ég fullvissað yður um. Og þó er annað furðulegra. Síðastliðna daga hafa nokkrir einkennilegir at- burðir gerzt, sem hæglega hefðu getað valdið alvarlegu slysi. Ef til vill hafið þér heyrt þessa getið, — ef til vill ekki. Þér komuð hingað ekki fyrr en í gær, éða hvað?“ „Já, ég kom hingað í gær.“ ,,En ég hef heyrt, að áður hafið þér dvalizt hjá kunningj- um yðar í Tavistock?“ „Já.“ „Ég hefði gaman af aö vita hvað þeir vinir yðar heita.“ Hún yppti brúnum. „Er nokkur skynsamleg á- stæða til þess, að óg segi yður það?“ spurði hún kuldalega. Og Poirot varð .ekkert nema sakleysið og ástúðin. —„Ég bið yður þúsundfaldrar fyrirgefningar, ungú'ú, og játa að spurning mín var óhóflega nærgöngul. En þar sem ég sjálfur á kunningja o.g vini i Tavistock, kom mér til hugar, að þér hefðuð ef til vill eitt- hvað kynnzt þeim. Buchanan- fjölskyldan, — þekkið þér hana?“ Frú Rice hristi höfuðið. „Ekki minnist ég þess. Ég held, að ég hafi ekki komizt i nein kynni við þá fjölskyldu.“ Rödd hennar var nú orðin hlý- legri. „Við skulum ekki, eyða orðum að leiðinlegu fólki. Við skulum ræða meira um Nick. Hver framdi þetti tiiræði? Og hvers vegna?“ „Það er mér ókunnugt um, —- enn sern komið er,“ svaraði Poirot. ;,En ég skal reynast maður til 'að ráða þá gátu. Ég er leynilö^j’eglumaður, eins og yður mun kunnugt. Nafn mitt er Hercule Poirot.“ „Heimsfrægt nafn.“ „Þér eruð hæversk með af- brigðum, frú.“ Hún mælti seinlega: „Og hvað ætlist þér tii að ég geci?“ Ég hygg að orð hennar hafi valdið okkur báðum nokkurri undrun. Við þessu höfðum við ekki búizt af henni. „Ég vildi j^iælast til þess frú, að þér hefðuð aðgæzlu með vinkonu yðar.“ „Það skal ég gerai“ „Og það er allt og sumt.“ Poirot reis á fætur, laut frúnni í kveðjuskyni osr síðan gengum við 'að okkar eigin borði. „Poirot,“ varð mér að orði, „gerist þú nú ekki helzt til op- inskár?“ „Vinur minn, — ég á ekki annarra kosta völ. Framferði mitt virðist ef til vill ekki bera vitni mikilli hæversku, en það eykur þó á öryggið. Ég má ekki tefla neinu á tvær hættur. Og eina staðreynd, sem okkur var ókunnugt um áður, höfð- um við þó upp úr krafsinu!“ svaraði Poirot, allhreykinn. „Og hvað var það?“ „Frú Rice dvaldist ekki í Távistock. Hvar hélt hún sig þá? Við komumst að raun um það, áður en lýkur. Enn hefur engum tekizt að varðveita leyndarmálin fyrir Hercule Pöirot. Bíðum nú við, — þarna er hann kominn aftur, sá glæsi legi Lazarus. Hún er að segja honum frá viðtalinu og honum verður litið til okkar. Hann er slungmn, sá náungi! Taktu bara eftir höfuðlaginu. „Já, ég vildi að ég vissi . ..“ „Hvað?“ spurði ég, begar hann þagnaði við í miðri setn- ingu. „Það, sem ég karast því mið ur ekki að raun um fvrr en á mánudaginn!" svaraði l:ann þungt hugsi. Ég vii'ti hann fyrlr mér og, þagði. Hann varp þungt önd- inni. Myndasaga barnanna: Tuskuasninn Bangsi flýtti sér t.il Gutta greifingja og fékk að koma inn og sjá hann. Gutti reis upp í rúminu sínu, þegar hann sá gjöfina og spurði Bangsa, hvar hann hefði fengið þetta fallega leikfang. Bangsi sagði honum, að mamma sín hefði búið það til úr- gömlum glugga íjöldum. „En hann getur stokkið“, sagði Bang$i. Því trúði Gutti ekki. En rétt í þessu hóf asninn sig á loft og stökk. Og þeir félagarnir sáu í afturendann á honum út um gluggann. „Þetta sagði ég þér“, sagði Bangsi, „svona hefur hann stokkíg áður. Rétt áður en ég kom, reyndi hann að stökkva inn í eldinn“. Gutti skildi hvorki upp né niður í öllu þessu og vissi ekki hvað hann skyldi segja. Bangsi hljóp út að gluggan- um og leit út. Asninn hafði komið niður rétt utan við gluggann og tekið svo nokkur stutt stökk. Gutti spurði nú Bangsa, hvað orðið hefði um asnann, en Bangsi svaraði engu, heldur stökk umsvifa- laust út um gluggann og hljóp til asnans og greip hann. Hann skyldi ekki strjúka, hugsaði hann. Jl 110 i S S s •s 'Smort brauo ^ og snittur. s Nestispakkar. <■ Ódýrast og bszt. Vin- S samlegast pantið með S fyrirvara. S MATBARINN S Lækjargötu 6. S Sími 80340. S S s s s Til í búðinni alian daginn.^ Komið og veljiö eða símið. ^ Síld & Fiskur. j ~ s s s s s •s s s s • s Smurt brauð. Snittur. Guðmundur Benjamínsson klæðskerameistari Snorrabraut 42. ENSK FATAEFNI nýkomin. 1. flokks vinna. Sanngjarnt verð. Minningarspjöid J Krabbameins- s féSagsins • fást í Verzl. Rcmedía, Aust C, uístræti 6 og skrifstofuS Elliheimilisins. S S Minningarspjöíd j Barnaspítalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Hannyrðá- verzl. Refill, Aðalstræti 12. (áður verzl. Aug. Svend sen), í Bókabúð Austurbæj ar, Laugav. 34, Holts-Apó- teki, Langhuitsvegi 84, Verzl. Álfabrekku við Suð- urlandsbraut og Þorsteins- búð, Snorrabraut 61. Minningarspjöld s dvalarheimilis aldraðra sjó 'í manna fást á eftirtöldumí stöðum í Reykjavík: Skrif- ^ stofu Sjómannadagsráðs? Grófin 1 (gaagið inn frá^ Tryggvagötu) simi 80788,^ skrifstofu Sjórnannafélags *) Reykjavíkur, líverfisgötu S 8—10, VeiðafæraverzluninS Verðandi, Mjólkurfélagshús S inu, Verzluninni LaugateigS ur, Laugateig 24, bókaverzlS uninni Fróði Leifsgötu 4, S tóbaksverzluninni Boston, S Laugaveg 8 og -Nesbúðinni,S Nesveg 39. — í Hafnarfirði S hjá V. Long. S Úra-viðgerðir. s Fljót og góð afgreiðsl^.) GUÐL. .GÍSLASON, j Laugavegi 63, • sími 81218. • S S seBidlbílastöðin s hefur afgreiðslu í Bæjár 16. Sími 1305. Köld borð og s s s s s s heitor veizlo- j matur. s i s L. s Aooast allar teg-s sl s s s s s Raftækjavinnustofa S Siguroddur Magnússon j Urðarstíg 10. * Sími 80729 uodir raflagna. Viðhald rafl.sgna. ViðgerSir á heimilis- tækjum og óðrum raivélum. AB 6

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.