Alþýðublaðið - 15.02.1952, Blaðsíða 6
AÐSENT BRÉF:
Ritstjóri sæll.
Langt er nú orðið síðan ég
hef sent þér línu, enda ekkert
sem fréttnæmt gerist á mínum
■slóðum. Bretakonungur farinn
veg allrar veraidar og blessuð '
prinessan grét; ójú, við erum öll
manneskjur og höfum okkar til
finningar. Vonandi að maðurinn
hennar verði henni góður; þetta
er allra laglegasti piltur eftir
myndum að dæma. Annars verð
ég að segja það, að ég hef meira
dálæti á nygri prinsessunni, það
er að sögn dugnaðartelpa og
hispurslaus. Þess háttar kven
fólk heíur alltaf átt bezt við
mig.
Annars var það nú ekki
•kóngafólkið, sem ég ætlaði að
gera að umræðuefni í þessum
pistli mínum eða bréfi, heldur
það fólk, sem nær rnanni stend
ur. Það er alltaf sama öfærðin,
og fólk hefur gott af því. Það
hefur gott af að kynnast því,
að það getur ekki alltaf þotið um
allar jarðir þegar hugur þess
kýs. Fyrst okkur eru á annað
borð einhver takmörk sett, þá
hefur fólkið gott af að vita af
þeim. Satt bezt að segja held
ég, að við höfum verið farin að
trúa helzt til fast á tæknina . . .
Og þið voruð að úthluta
skálda og listamannalaunum þar
syðra. Ekki heyrði ég þar neinn
sveitahagyrðinginn með talinn;
þeir hafa ef til vill ekki álitið
list sina þess virði, að þeir
sæktu um styrk, eða þá að út
hlutunarnefndin hefur ekki tal
ið þá styrksins virði. Nú hefur
það minna gildi i augum hinna
kveðskaparfróðu, a'5 geta orkt
eina rétt hugsaða og rétt kveðna
sléttubandavísu, heldur en hitt,
að geta bullað upp úr sér óhugs
uðu og órímuðu flatneskjulang
loku og kallað kvæði. Svona
breytist mat manna á verðmæt
um anda og tungu. Og ef dæma
skal eftir laununum, sem þið
gjaldið þeim fyrir vitleysuna, þá
mætti álíta, það borgaði sig bet
ur að vera ákvæðisvinnuskáld
nú á dögum, heldur en ákvæða
skáld áður fyrr meir.
Og svo eru það 'þessir list
málarar. Það var einn staddur
hjá mér um vikutíma í fyrra
sumar, og allt og sumt, sem hann
afrekaði var það, að hann var
alltaf að bisa við að mála mynd
af hananum, og þegar hann fór,
var hvorki hani né annað þekkj
anlegt á þeirri léreftsbát. Hann
kvaðst mála sál hlutanna, og ég
segi ekki annað en það, að kyn
leg hefur hún verið, sálin hana
ræfilsins, ef það hefur verið hún,
þessir ferhyrningar og skellur,
sem á léreftinu voru. Mun og
sú sálarlífslýsing hafa kvisast
út meðal hænsnana, því að eng
in hæna vildi líta við því .greyi
á eftir og dó hann úr volæði.
Hins vegar heyrði ég að þessi
listamaður myndi hafa fengið
sín heiðurslaun. Hann á þau
ekki skilið, eins og hann fór
með hanann.
Jæja, — 'olessaður.
Filipus Bessason.
hreppstjóri.
■Frömhsldssagan 21 ~Agatha Christie:
átan á Höfða
Ég leit inn í herbergið hans
ár]a mánudagsmorguns, um
leið og ég hélt niður í matsal
inn. Hann sat uppi við dogg,
klæddur ákaflega skrautlegum
sets'.opp.
„Góðan dag, Hastings!“
hrópaði hann. ,,Ég var einmitt
í þann veginn að hringja til
þín. Viltu gera mér þann greiða
að fara með smábréf, sem ég
hef ritað, út í Höfða, og láta
þau skilaboð fylgja, að ekki
megi afhenda það öðrum en
ungfrúnni sjálfri.“
Ég rétti út hendina til þess
að taka við bréfinu. Poirot varp
þungt öndinni.
„Mikil gæfa væri það, Hast-
ings, ef þú tækir upp þann sið
að skipta háíiinu frá miðju
enni, í stað þess að skipta því
frá gagnauganu. Það mundi
skapa svo geysilega mikið
jafnvægi í svip þinn. Og svo
er það yfirvararskeggið. Fyrst
þú finnur hjá þér þörf fyrir að
hafa yfirvararskegg, hví í
ósköpunum læturðu þér þá
ekki vaxa myndarlegt og fal-
legt skegg, eins og mitt til
dæmis?“
Það setti hálfgerðan hroll að
mér við tilhugsunina eina. Ég
þreif bréfið úr hendi hans og
hraðaði mér á brott.
Við sátum inni í dagstofunni,
þegar þjónninn kom og til-
kynnti okkur, að ungfrú Buck
ley vildi hafa tal af okkur.
Poirot bað um, að henni væri
vísað úþp til okkar.
Hún gekk inn í stofuna, kát
og hressileg að vanda; en samt
veitti ég því athygli, að baug-
arnir undir augum hennar voru
dekkri en áður. Hún rétti Poirot
símskeyti, sem hún hélt á í
hendinni.
„Gerið svo vel,“ mælti hún.
„Ég ætla að vona, að þetta
gleðji yður.“
Poirot las símskeytið upp-
hátt.
„Kem kl. 5,30 í dag. Maggie.“
„Verndarengillinn minn er
sem sagt á leiðinni,“ sagði Nick.
„En ég er hrædd um, að þér
reiknið dæmið skakkt. Maggie
er sem sé ekkert gáfnaljós.
Hún er vinnuhestur, og þar
með eru allir hæfileikar henn-
ar ta'dir, nema ef vera skyldi
sá, að hún skilur aldrei mein-
inguna í neinni fvndni. Freddie
myndi vera þúsund sinnum
hæfari til þess að nasa uppi
leynimorðingja. Jafnvel Laza-
rus væri skárri. Ég hef aldrei
hitt neinn, sem leikið hefur á
Jim Lazarus.“
„En hvað segið þér þá um
Challenger liðsforingja?“
„Ó, hann Georg .... Hann
sér aldrei eitt, fyrr en það er
komið að nefinu á honum. En
hann myndi láta hvern og einn
fá að kenna á því. þegar hann
hefði loksins komið auga á
hann. Georg myndi verða
manna þarfastur, þegar til úr
slita drægi.“
Hún þreif af sér hattinn og
hélt áfram máli sínu.
„Ég skipaði svo fyrir, að
þessum manni, sem þér minnt
ust á í bréfinu, yrði hleypt inn.
Þetta fer að verða ákaflega
dularfullt. Á hann að leggja
eitthvert hlustunarkerfi um
húsið, eða hvað?“
Poirot hristi höfuðið.
„Nei; þar er ekki um neina
tækni eða vísindalegar aðgerð
ir að ræða- Það var bar dálítið,
sem mig langaði til að vita
vissu mína um,“ sagði hann.
„Já; einmitt það,“ varð Nick
að orði. „Þetta er allt ákaflega
spennandi; er það ekki?“
„Finnst yður það, ungfrú?“
spurði Poirot, alvarlegur á
svipinn.
Hún stóð þögul úti við glugg
ann nokkra hríð og sneri baki
að okkur. Síðan sneri hún sér
að okkur og leit á ökkur. Öll
dirfska og kæruleysi var horfið
úr svip hennar. Hún var barns
lega bljúg, og það voru tár í
augum hennar.
„Nei,“ sagði hún. „Það er
síður en svo. Ég er hrædd,
dauðhrædd. Og ég, sem alltaf
hef talið sjálfri mér trú um,
að ég væri svo hugrökk.“
„Þér eruð hugrökk, barnið
mitt. Þér eruð sannarlega hug
rökk. Við Hastings dáumst
báðir að hugrekki yðar,“ mælti
Poirot.
„Já, svo sannarlega,“ svaraði
ég af fyllstu einlægni.
„Nei,“ sagði Nick og hristi
höfuðið. „Ég er ekki hugrökk.
Það er biðin .... það er biðin,
sem ætlar að gera út af við
mig. Að verða að bíða og sjá,
hvort einhverjir íleiri atburðir
gerast þessu líkir. Og hvað
muni gerast. Og að búaast við
því, að eítthvað gerist.“
„Já; það er mikil iaugaraun."
„Síðast liðna nótt dró ég
rúmið mitt út á mitt gólf. Og
ég harðlæsti glugganum og lét
slagbrand fyrir dyrnar. Og
þegar ég kom hingað áðan, fór
ég lengri leiðina. Ég gat ekki
með nokkru móti gengið í gegn
um garðinn. Það er eins og ég
hafi allt í einu glatað öllum
mínum taugastyrk. Og þegar
það nú bætist ofan á allt ann-
að
„Hvað eigið þér við með því,
þegar þér segið, — ofan á allt
annað?“
Hún þagði nokkra hríð, áður
en hún svaraði:
„Ekki neitt sérstakt. Það sem
fólk kallar áreynsluna við að
lifa þessu nýtízku lífi, geri ég
ráð fyrir. Of margir cockteilar,
of mkið af vindlingum og ann-
að þess háttar. Allt þetta hjálp
ast vð.“
Hún hafði látið fallast niður
i hvílustól; neri saman hönd-
um og kreisti fingurna, og var
auðséð á öllu, að henni var
ekki rótt í skapi.
„Þér hafið ekki enn verið
mér hreinskilin, ungfrú. Það er
eitthvað, sem þér leynið mig
enn“, mælti Poirot.
„Það er ekkert .... Það er
í rauninni ekki neitt“.
„Jú, eitthvað er það, sem þér
hafið enn ekki sagt mér, varð
andi þetta mál“.
„Ég hef skýrt yður frá jafn-
vel minnstu atriðum í sam-
bandi við það“'. Rómur henn
ar og svipur- bar vitni fyllstu
breinskilni.
„Já, ef til vill varðandi það,
sem setja má í beint samband
við sjálf tilræðin11.
„En hvað þá?“
„Þér hafið ekki sagt mér
hug yðar allan. Ekki yðar
leyndustu hugsanir".
„Er slíkt nokkurri mann-
eskju unnt?“
„Sjáum til“, hrópaði Poirot
hinn ánægðasti. .„Þér viður-
kennið þá ó.. “
Hún hristi höfuðið. Hapn
horfði á hana með athygli.
,,Ef til vill“, mælti hann
lymskulega, „er þarna ekki
einu sinni um yðar eigið leynd
armál að ræða?“
Myndasaga barnanna:
Tuskuasninn
Morguninn eftir var Bangsi
daufur í dálkinn. Hann gat
ekki hætt að hugsa um tusku-
asnann og skátadrenginn í
flugvélinni. Meðan hann var
að borða morgumatinn sinn,
var hann alltaf að hlusta eftir
flugvélarhljóði. Þegar hann
var búinn að borða, gekk hann
út að glugganum. Jú; þarna
kom þá skátadrengurinn á
flugvélinni sinni.
Nú beið Bangsi ekki boð-
anna. Hann fór í kápu og hljóp
út. Flugvéln var lent á slétt-
unni, og út úr henni kom lítill
náungi eins og sá, sem Eddi
rani hafði lýst. „Hver ert þú?“
spurði Bangsi, „Hvaðan ertu?
Tókst þú tuskuasnann minn?“
Bangsi var óðamála. „Já; ég
fann tuskuasna hérna rétt hjá
í gær“, svaraði drengurinn.
„Áttir þú hann?“
„Já; ég á hann,“ svaraði
Bangsi. „Hvað gerðir þú við
hann? Er hann í fiugvélinni
þinni?“ „Nei; ég fór auðvitað
með hann,“ sagði hinn hlæjandi.
„Ætlarðu ekki að skila honum
aftur? Ertu ekki skátadreng-
ur?“ spurði Bangsi. „Nei; ég er
ekki skátadrengur; ég er brúðu
skáti og leita að leikföngum,"
svaraði skátinn, og asninn
þótti mér fallegur.“
RÆÐUM AÐURINN: Eg er
hissa á því hversu margar kon
ur geta alls ekki gert við lítils-
háttar bilun í straujárni, skipt
um ljósaöryggi eða skrúí'að
skrúfu án þess að berja á liana
með hamri.
Kona i áheyrondahópnum:
Ég furða mig líka á því
hversu margir fullorðnir karl-
menn falla í stafi er þeir sjá gat
á sokk og> geta ekki stoppað í
hann.
HANN BORÐAÐI ekki mat
fyi’r en hann varð 16 ára. Þeg
ar Róbert Linsig í New York var
■eins dags gamall varð að skera
hann upp þar eð hann hafði
fæðst án velinda. Læknarnir
gerðu op á kvið hans og settu þar
í gúmmíslöngu, sem hajni nærð
ist í gegnum. í 16 ár varð hann
að taka fæðu sína á þennan hátt.
Hann tuggði matinu en í stað
þess að renna honian niður
spýtti hann honum i gúmíslöng
una og þaðan fluttist hann nið
ur í magann.
Róbert naut aldrei bragðsins
af matnum og var þetta á allan
hátt mjög óþæg'Uegt. Fyrir
skömmu var gerður nýr upp
skurður á Róbert og nú getur
hann nærst á sama hátt og aðrir.
Tekinn var tveggja feta langur
endi af görnum hans og festur
við magaopið. Hinn endi garn
arinnar var leiddur upp í gegn
um hálsinn og tengdur við bút
af velindanum, sem Róbert
hafði frá fæðingu. Robert'segir
að ekki sé hægt að lýsa því
hversu miklu betra þetta sé en
að taka næringuna gegnum
gúmmíslönguna.
ÞESSI saga gengur manha á
milli í Rúmeníu. Maður nokkur
stóð fjórar klukkustundir í bið
röð til þess að kaupa sér hálft
kíló af gulrótum. Þcgar röðin
kom að honum voru gulræturn
ar búnar og hann fór heim tóm
hentur og í þungu skapi. Þegar
hann tók fram byssu sína og
gekk út spurði kona hans hvað
hann ætlaði sér að gera. ,,Ég
ætla að fara og skjóta Önnu
Pauker“, svarði maðurinn og
þaut út. Eftjr tvær kiukkustund
ir kom hann heim aftur og var
honum þá runnin reiðin. „Hvað
skeði?“' spurði konan. „Ég fór
að húsi hennar en gafst upp á
því að bíða, það var enn þá
lengri biðröð þar.
❖ * ip
Á LEGSTEININN var grafið
„Hér hvilir Guðmundur Karl
Jónsson og Sigurrós Karólína
Magnúsdóttir kona hans. Stríði
þeirra er lokið“.
Á * *
HENRY JOSEPII ADKINS,
sem er 64 ára gamall hélt um
daginn upp á 50 starfsaímæli
sitt hjá verzlun einni í Lundun
um. Það mætti halda að þetta
væri metið en svo er riú ekki. í
starfsafmælinu var einnig' fað
ir hans, Harry Adkins 89 ára og
í fullu fjöri. Hann er búinn að
vinna hjá sömu verzlun óslitið í
76 ár. Þeir feðgar hafa því unn
ið samtals hjá verzluninni í 126
ár.
* sjc *
KAUPMAÐURINN við við
skiptavininn: „Þetta er alveg
Ijómandi brúða, ef maður legg
ur hana niður, þá leggur hún aug
un aftur og sefur alveg eins og
raunverLilegt barn“.
Viðskiptavinurinn: „Já ein
mitt það, það lítur ekki út fyrir
að þér vitið hvernig raunveru
legt börn haga sér þegar þau
eru lögð í rúmið til að sofa“.
4B 6