Alþýðublaðið - 17.02.1952, Side 4
AB-AIþýðublaðið 17. febrúar 1952
Rðuðir kvislingar.
í ANNAÐ SINN á um það
bil hálfu ári berast nú fréttir
af illkynjuðum njósnum kom-
múnista fyrir Rússland um
landvamir Svíþjóðar. í fyrra
skiptið voru það njósnir um
strandvamir hennar, og var
talið, að það myndi kosta
sænsku þjóðina tugi, ef ekki
hundruð milljóna í sænskum
krónum, að gera þær breyt-
ingar á strandvirkjum sínum
og strandvörnum, sem nauð-
synlegar urðu vegna þeirra
upplýsinga, sem hinn komm-
únistíski njósnari var búinn
að gefa Rússum, er hann var
tekinn fastur í fyrrasumar.
Nú virðast það hins vegar
vera njósnir um viðbúnað
Svía við landamæri sín í
Norður-Svíþjóð, sem um er
að ræða; og hefur annar kom
múnisti verið tekinn fastur í
sambandi við það mál, sem
sænska lögreglan telur vera
mjög alvarlegs eðlis.
Þessar þrálátu njósnir
kommúnista fyrir Rússland í
Svíþjóð mættu verða mörg-
um, einnig okkur hér norður
á íslandi, lærdómsríkar. Sví-
þjóð er, sem kunnugt er, eitt
þeirra fáu landa í Evrópu,
sem halda fast við hlutleysúí
átökunum milli austurs og
vesturs og treysta því, að það
verði virt, þótt til ófriðar
kæmi. Og þegar verið var að
ræða aðild íslands að Atlants-
hafsbandalaginu, bentu kom-
múnistar hvað eftir annað á
Svíþjóð sem fyrirmynd fyrir
okkur í þessum efnum. Hún
væri hlutlaus í átökunum
milli Rússlands og Vestur-
veldanna; og þannig ættum
við einnig að vera. Þá væri
ekkert að óttast, — að minnsta
kosti ekki af hálfu Rússlands!
Nú geta menn séð, hversu
mikið mark, eða hitt þó held
ur, var takandi á þessu
fleipri kommúnista. Þrátt fyr
ir hlutleysi Svíþjóðar, heldur
Rússlandi, með aðstoð komm-
únista, uppi þrálátum njósn-
um um landvarnir hennar,
njósnum, sem taka af öll tví-
mæ’i um það, að rússnesk á-
rás á Svíþjóð er fyrirhuguð
fyrr eða síðar!
En það er fleira, sem læra
má af njósnunum í Svíþjóð.
Hafi menn ekki gert sér það
Ijóst áður, hvers konar mann
tegund það er, sem kommún-
istar eru nú að ala upp á
vegum sínum, þá ættu þeir
kommúnistar, sem uppvísir
hafa orðið að föðurlandssvik
um og njósnum í Svíþjóð, að
taka af öll tvímæli, einnig
um það.
Það ætti að vísu ekki að
þurfa að segja neinum, hvers
af kommúnistum megi vænta,
eftir að forustumenn þeirra
í flestum löndum Vestur- og
Norður-Evrópu lýstu yfir því
ekki alls fyrir löngu, hver á
eftir öðrum, að þeir myndu
fagna rússneskri árás á land
sitt og veita henni allan þann
stuðning, er þeir fengju við
komið. En svo er að sjá, að
ýmsum, sem tekið hafa hina
kommúnistísku trú, nægi
ekki slíkar yfirlýsingar til
þess að gera sér ljósan sann
leikann um hlutverk og fyr-
irætlanir hinna kommúnist-
ísku forustumanna, ;— að
þeir hafi hingað til ekki
trúað því, þrátt fyrir slíkar
yfirlýsingar, að kommúnist-
ar séu aðeins rauðir kvisl-
ingar, engu betri en hinir
brúnu, sem frægir urðu að
föðurlandssvikum og hvers
konar illræðisverkum og ó-
þokkaskap fyrir Hitler og
nazista hans á árum annarr-
ar heimsstyrjaldarinnar. En
verkin ættu þó alltaf að geta
sannfært þá, sem ekki trúa
orðunum. Og njósnirnar í Sví
þjóð tala sannarlega ómyrku
máli. Þar eru menn að verki,
sem ekki aðeins eru reiðubún
ir að svíkja land sitt í hend-
ur Rússum, heldur og að leiða
allar hörmungar blóðugrar
árásarstyrjaldar yfir friðsama
þjóð sína.
Þetta eru þær tvær álykt-
anir, sem hver hugsandi mað
ur hlýtur að draga af hinum
óhugnanlegu njósnum komrn
únista í Svíþjóð. í fyrsta
lagi sýna þær, að hlutleysi
felur ekki í sér neina trygg-
ingu gegn rússneskri árás;
það verður að engu haft, þeg
ar valdamenn Rússlands
telja sér henta að ráðast á
hlutaðeigandi land. Og í öðru
lagi sýna þær, að kommún-
istar eru, þrátt fyrir allan
þjóðrembing, reiðubúnir að
gerast föðurlandssvikarar fyr
ir Rússland, hvenær, sem á
þá er kallað, og að takast yfir
leitt á hendur fyrir það þau
þokkalegu þjónustuverk, eða
hitt þó heldur, sem kvisling-.
ar Hitlers unnu fyrir hann á
ófriðarárunum.
w Sfýdsnlafélag Reykjavíkur
Eldhúsdagsumræður
m menningarmúl
í Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 18. febrúar kl. 8.30 e. h.
Framsögumenn:
Hendrik J. S. Ottósson,
Ingimar Jónsson,
Jóhannes úr Kötlum,
Kristmann Guðmundsson,
Tómas Guðmundsson.
Þar sem búast má við miklum umræðum, er umræðu-
tími framsögumanna takmarkaður við 10—15 mínútur,
en annarra ræðumanna við 10 mínútur.
NB: Þeir félagsmenn, sem ekki hafa enn fengið félags-
skírteini, geta fengið þau afgreidd í Sjálfstæðishúsinu
kl. 5—7 e. h. fundardaginn. Stjórnin.
Þorfinnur Oks — Steindór Hjörleifsson; Brandur uppfinninga-
maður — Brynjólfur Jóhannesson; frú Unnur Oks — Kristjana
Breiðfjörð, í fyrsta þætti.
Leíkfélag Reykjavíkur:
AB — AlþýðublaðiS. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritsíjórnarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga-
elmi: 4906. — Afgreiðslusimi: 4900. — Alþýðuprenísmiðjan, Hverfisgötu 8—10.
Tony vaknar
eftir Harald
ÞAÐ GETA EKKI ALLIR
fetað í fótspor Shakespeare, er
hins vegar geta allir farið flatl
á því, að halda sig geta það
Haraldur Á. Sigurðsson fellur
ekki á því svellinu; hann ei
hjartanlega ánægður með af
vera Haraldur Á, og c.kkert anr
að; enda er það háit upp í þc
nokkuð, hvort sem mðað er vifi
manninn sjálfan eða ieikritahöt
undinn.
Gamanleikurmn, ,.Tóný vakn
ar til lífsins“, ber ósvíkin höí
undareinkenni Haraldar. Þar er
á ferðum græskulaus gaman
semi, kátbrosleg atriði og fleyg
ir brandarar. Þess utan er sag
an í leiknum skemmtilega lygi
leg; hugmyndin, sem hún og leik
urinn bj'ggist á, ef til vill ekki
frumleg í sjálfu sér, — „gamla
sagan um gerfimanninn“, — en
útfærslan á þeirri hugmynd slík,
að þar getur enginn verið í vafa
um hvers handbragðið er. Það
hefur löngum verið deilt um
hvort Shakespeare sálugi hafi
sjálfur samið öll þau leikrit, sem
honum eru ken: fi; er.ginn mun
nokkurn tíma verða í vafa um
það, að ,,Tóný“ sé skilgetið af
kvæmi Haraldar. Og það sann
ar bezt, að landar Shakespeares
kunna að meta Harajd, allt að
þvi eins vel og landar Haraldar
kunna að meta Shakespeare, að
síðusíu fregnir herma, að þetta
verk Haraldar hafi, ásamt níu
öðrum leikritum, lent í úrvali
í leikritasamkeppni áhugamanna
þar i landi.
Ekki mun það heldur verða
til þess að draga úr vinsældum
þessa sjónleiks, sem Leikfélag
Reykjavíkur hefur nú tekið til
meðferðar í Iðnó, aö þeir Bryn
jólfur Jóhannesson og Alfreð
Andrésson hafa aðalhlutverkin
með höndum, en auk þess ann
ast Brynjólfur leikstjórn. Alfreð
Andrésson. leikur gerfimanninn
Toný, og er leikur hans með á
gætum, Hann á áhorfendur",
sem fagna óspart hverjum þeim
brandara, sem hann lætur fúka
— og þeir eru margir. Og „gerf.
þeir eru margir. Og ,.gerf:
mennskan" birtist svo skemmti
lega í hreyfingum btns og lát
bragði, að það eitt nægir til þess
að vekja hlátur.
Brynjólfur Jóhanncsson leik
ur uppfinningamanninn ,skap
ara Tónýs og foreldra; aldraðao
og skemmtilega ,,vitlausan“ ná
unga; gerfi hans er ágætt,, per
sónumyndunin hnyttin -í>g fram
sögnin í fyllsta samræmi við
það. Hefur Brynjólfur bætt
þarna enn einum skringilegum
náunga í hið mikla safn sitt af
slíkum persónum.
Hin hlutverkin eru í höndum.
yngri leikara, sumra lítt
tii lífsins
. Sigur
Tóný vaknar til lífsins! —
Tóný — Alfreð Andrésson, og
Okshjónin, í öðrum þætti.
reyndra, og væri því ekki nema
eðlilegt, að leikur þtirra virtist
tilþrifalítill, samauborið við
hinn örugga leik þeirra Bryn
jólfs og Alfreðs. Er það í raun
inni undrunarefni, að þess skuli
ekki gæta meira, en raun ber
vitni.
Þau Kristjana Breiðfjörð og
Steindór Hjörleifsson leika
hjónin, Unni og Þorfinn Oks.
Bæ.ði eru þau mun yngri að ár
um, heldur en gert er ráð fyrir
í leiknum, og gerir það þeim
síórum erfiðara fyrir. þar eð
æska þeirra gerir atburðarás
sjónleiksins um of ósennilega,
en ekki er bað þeina sök.
Kristiana Breiðf.orð hefur áð
ur leikið í Hafnarfirði. síðast í
gamanleiknum ..Aumingia
Hanna“. Getur engum dulizt,
sem fylgst hefur með leikferli
hennar, að hún býr yfir óvenju
legum leikhæfileikum, sem áreið
anlega eiga eftir að afla henni
viðurkenriingar, ef hún heldur
J
áfram á þeirri braut og fær
tækifæri til aukins náms og list
þroska. Hlutverk það, sem hún
hefur fengið í þessum leik, er
ekki slíkt, að það veiti henni
æskilegt tækifæri iil leiks, auk
þess sem það er ótr 'ilega örðugt
fyrir kornunga stúiku að leika
miðaldra konu. Engu að síður
nær hún svo góðum tökum á
hlutverkinu, að undrun sætir;
vandvirkni og sönri, látlaus og
næm innlifun bjargar henni yfir
örðugasta hjallann; og í þeim
atriðum, þar sem yndisþokki
• iiennar og einlægni nýtur sín til
íulls, leynir sér ekri, hvers. af
henni má vænta, fái-.hún hlut-
verk við sitt háeíi. Framsögn
lennar er í ‘ framf ör og rödd
henhar blæbrigðamýkri en áð-
ur, :— og það, sem mest er um
vert, hún á þann titrandi streng
innri leiks, sem ræður úrslit-
um, þegar nauðsynleg kunn-
átta og tækni er fyrir hendi, —
því að án hans ’ erður eng
inn leikur sannur, hversu glæsi
legur, sem hann kann annars að
vera.
Steindór Hjörleifsson á við
sömu örðugleika að stríða, hvað
aldurinn snertir. Auk þess tók
hann við hlutverkinu vegna veik
indaforfalla annars leikara, þeg
ar liðið var á æfingar, svo að
hann hefur hlotið tiitölulega lít
inn undirbúning. Samt sem áður
nær hann víða ótrúlega góðum
tilþrifum í leik sínum og fram
sögn hans er oft markvís og
inyttinn. Steindór er vandvirk
ur leikari og tekur hlutverk sín
alvarlegum og :föstum tökum
ITann ræður þegar yfir tals
verðri tækni í framsögn, en radd
beitingunni er enn ábátavant á
hærri tónunum; þar liættir rödd
inni við að festast og missa,
resonence“. Hreyfingarnar eru
ákveðnar og, enda þóit hann hafi
skort æfingu á við hina leikar
ana, gætir þess ekki að ráði.
Árni Tryggvason leiku^ þarna
afbrýðisaman og skoplega grunn
hygginn náunga og tekst það
ágætlega. Þetta er í í.vrsta skipt
ið, sem ég hef séð Arna í skop
hlutverki, en hann leysir það
þannig af hendi, að bezt gæti ég
trúað, að hann ætti eftir að ná
miklum árangri á því sviði. Per
sónumyndunin er vel hugsuð
hóflega ýkt og sjálfri sér sam
kvæm í bezta lagi. Það verður
gaman að fylgjast með Árna ef
honum gefst tækifæri til að
halda lengra á þeirri leið.
Soífía Karlsdotfu leikur
vinnustúlkuna, og er leikur
hennar fjörmikill og skemmti-
legur. En gervi hennar er helzt
til ýkt; Soffía ræour yfir það
miklum skoptilþrifLim í leik, að
óþarft er að undirstrika þau um
of með ýktu andlitsgervi. Hreyf
ingar hennar á svi ii, framsögn
in og látbragðið, er þrungið lífi
og leikgleði; hún á iieima á svið
inu í slíkum hlutvcrkum, enda
nýtur hún hylli áhorfenda í’ rík
um mæli.
Leikstjórn Brynjólfs ber vitni
mikilli vinnu og vandvirkni,
einkum leyndi sér ekki, að yngri
leikendurnir hafa notið þar góðr
ár handleiðslu. Frumsýningar
gestir eru alltaf heldur sparir á
það, að láta í ljós tilfinningar
sínar, en fögnuðu leiknum þó
vel, en mun meiri var samt
hrifning áhorfenda við aðra sýn
ingu. Svið og Ijós var í bezta
lagi. Það mætti segja mér, að
þarna hefði Haraldur Á. Sigurðs
son auðgað leikbókmenntir okk
ar að gamanleik, sem eigi eftir
að skemmta mörgum., ekki að
eins hér í borg, heldur víðsvegar
um land, og veitir sannarlega
ekki af . . . .
Loffur Giíðmundsson.
Nýr forsfjóri innkaupa
Tóný — Alfreð og frú Unnur
Oks — Kristjana Breiðfjörð, í
þriðja þætti sjónleiksins.
VIÐSKIPT AM A ^ ARAÐ-
HERRA hefur skipað
Eyjólf Jóhannsson ,/rstjóra Inn
kaupastofnunar ríkisins frá 15.
1 þ. m. að telja.
AB 4