Alþýðublaðið - 17.02.1952, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.02.1952, Blaðsíða 8
Hðiuiónieikar í Ausiurbæjarbíá íiaii BJÖRN OLAFSSÖN heldur fiðlutónleika í Austurbæjar- bíói á mánudags- og þriðju- dagskvöld. með Undirleik Árna Kristjánssonar. Eiu hljómleik- ar þessir haldnir á regum tón- listarfélagsins. Á efnisskránni eru f'ðlulög eftir Mozart, Paganiri. Gemini ani, Dvorak. Beethoven og Þór arin Jónsson. losning í iélagi járniðnaðarmanna STJÓRNARKOSNINGIN í Fétagi járniðnaðarmanna í Reykjavík heldur áfram í dag. 131 kaus í gær af 270 á kjör- skrá. Járniðnaðarmenn eru hvattir til að koma snemma í dag á kjörstað, sem er í skrif- stofu fé’agsins. Kosið er frá kl. 10 f. h. til kl. 6 e. h. íslenzkum sfúdenfi ireitfar 3200 norsk- ar krónur. SAMKVÆMT tilkynnlngu frá norska sendiráðinu í Reykjavík, hafa Norðmenn á- kveðið að veita íslenzkum stú dent styrk, að fjárhæð 3200 norskar krónur, til háskóla- náms í Noregi næsta vetur. Koma einkum til greina stú- dentar, er nema vilja norska tungu, sögu Noregs, norska þjóðmenningar- og þjóðminja fræði, dýrafræði, grasa- og jarðfræði Noregs. kynna sér norsk réttarfar og bókmennt- ir. Styrkþegi skal dvelja við nám í Noregi a. m. k. 8 mán- uði á tímabilinu frá 1. septem- ber til maíloka. Þeir, sem kynnu að -hafa hug É að hljóta þenria styrk, eiga að senda umsóknir til mennta málaráðuneytisins fyrir 1. apríl n, k., ásamt afriti af prófskír- teini og meðmælum, ef til eru. Ðr. Sigurði Þórarins- syni boðið í fyrirlestra för til Bretlands DR. SIGURÐI ÞÓRARINS- SYNI hefur verið boðið til Bretlands af Lundúnáháskóla' til þess að flytja þar fyrirlestra um stórborgum Bretlands og ekki einungis flytja fyrirlestra í London, heldur ýmsum öðr- um stórbeorgum Bretlands og háskólabæj um. Með erindun- um mun Sigurður sýna skugga myndir og í sumum tilfeilum kvikmyndir. Sigurður tók sér far með G-ullfossi í gærmorgun, og mun dve’ja á Bretlandi fram í apríl. FUNDUK í dag klukkan 2 e. h. í stjórnmálaskóla ungra jafnaðarmanna. Gylfi Þ. Gíslason talar um jafnaðar- stefnuna. Mætið vel og stund víslega. Með hverju eiga Dagshrúnarmenn að að greiða húsaieigu, fatnað, skatta og önnur gjöld, er 400 krójiur eru farnar í fæði á viku? MORGUNBLAÐIÐ birti í gær uppskrift á vikufæði fjögurra manna fjölskyldu í Reyk.vjavík og kemst að þeirri niðurstöðu, að það kosti kr. 400,29. En nú er viku- kaup Dagshrúnarverkamanns ekki nema kr. 638,88, svo að Morgunblaðið ætlar hönum að greiða allan annan framfærslukostnað og skatta með kr. 238,5^9 á viku. Sú upphæð mun þó fæstum endast nema fyrir húsnæði, upp- hitun og rafmagni, og á þá Dagsbrúnarverkamaðurinn EKKERT eftir til að greiða fatnað á fjölskyldu sína, hrein- lætisvörur, viðhald a búslóð, opinber gjöld og annað, sem hann kemst ekki hjá að verja fé til, þótt hann feginn vildi. EKKERT er heldur eftir fyrir strætisvagnakostn- aði, og er þess þó þörf, því að ekki hafa verkamenn bilastyrki, og EKKERT heldur fyrir. skemmtunum eða óeinum smávegis munaði; en Morgunblaðinu finnst senni- |ega óþarft, að verkamenn veiti sér slíkt. Og vikukaupið vérður ekki kr. 638,88, nema verka- maðurinn liafi vinnu livern einasta virkan dag, en _nú jru margir atvinnulausir og enn fleiri, sem ekki hafa vinnu nema dag og dag. Hvernig ætli þeim, sem við slík kjör búa, lítist á fæðisuppskrift og útreikning Morgun- blaðsins? Og hvernig ætli þeim, se.m hafa fyrir stærri fjölsicyldu að sjá en fjögurra manna, gengi að láta viku- kaupið endast með slíkum- fæð.isreikningi? Morgunblaðið víkur að því, að enginn fái búi sínu borg- ið nema með hagsýni. En sú hagsýni, sem það þykist flytja, dugar að minnsta kosti ekki Dagsbrúnarverkamanni til að láta kaup sitt hrökkva fyrir brýnustu nauðþurft- um, þótt vinnu hefði á hverjum'degi. Svo gífurleg er dýr- tíðin orðin, að jafnvel þetta óbrotna fæði, sem Morgun- blaðið talar um, getur Dagsbrúnarverkamaður ekki veitt sér. En hvað um skriffinna Morgunblaðsins sjálfa? Hvað finnst þeim um fæðisuppskrift sína? Auðvitað vantar þá ekki peningana. En skyldi þeim ekki þykja þunnur þrett- ándi að mega ekki næra sig á öðru alla vikuna? Og skyldi þeim ekki finnast, að farið væri að slá í ýsuleifarnar, sem keyptar eru á mánudegi, en matreiddar á fimmtu- degi, ef enginn ísskápur er til á heimilinu? Hl ALÞY9UBLABI9 Iðnaðurinn, Adenauer sifur þeirra Edens, íons og Schumans Ferðafélagið efnir fil Ijós- myndasýningar næsfa hausf ■———- -♦---- Sýningin verður haldin í tilefni af 25 ára afmæli félagsins. : .: .• . :-—♦—---- -FERÐAFÉLAG ÍSLANDS efnir á komandi liausti til ljós- myndasýningar, sem haldin verður í Listamannaskálanum. Verð ur hún ’væntanlegá opnuð um miðjan nóvember n.k. .' Sýniiig þessi er haldin í til- efhi .25. ára. afmælis Ferðafé- lagsins. Hefur það haldið þeirri venju að efna til Ijósmynda- sýningar á 5 ára fresti, en féll þó niður 1942, aðadega vegna styrjaldarinnar og efnisskorts á ljósmyndavörum. Síðasta sýning var haidin í Listamannaskálanum 1947. Þátt fveir íslenzkir ráð- herrar sifja ráðs- fund Aflanfshafs- bandalagsins. RAÐHERRARNIi-t Bjarni Benediktsson og Eysteinn Jóns son eru farnir af landi burt til þess að sitja ráðstefnu Atlants- hafsbandalagsins. Jafnframt ráð herrunum sækja íundinn af hálfu íslands þeir Fétur Bene- diktsson, sendihecra íslands í Portugal, og Gunniaugur Péturs son, varafulltrúi íslands í Atl- antshafsráðinu. táka í henni var góð og samtals voru um 400 Ijósmyndir sýnd- ar. Aðsókn að henni var með ágætum og samtals sáu hana um 6000 manns. Ákveðið hefur verið að myndun á næstu ljósmyndasýn ingu verði skipt í flokka. Ber þá fyrst og fremst að nefna lándslagsmyndir, en fyrir þeim hfeur Ferðafélagið hvað mest- an áhuga vegna lantíkynningar- starfsemi sinnar og árbókarút- gáfu. í öðru lagi verða sýndar litskuggamyntlir og jafnvel kvikmyndir, er sýndar verða á kveðna tíma á kvöldin. I.oks verður svo öðrum myndum, hverju nafni sem þær nefnast, skipað í einn og samg flokk. í landlagsmyndaflokki verð- ur sérstök deild meö ákveðnum fjölda mynda frá hverjum þátt takanda, er lýsir ákveðnu byggðarlagi eða héraði. Búast má við að há verðlaun verði veitt fyrir beztu myndir í hverjum flokki. Ef þátttaka að sýningunni verður mjög mikil, er viðbúið að takmarka verði íjölda sýn- ingarmynda, og veröur þá iögð áherzla á að sýna pær myndir, sem ekki hafa verið hér á sýn- ingum áður. TÍMINN segir í gæf, að flokk- ur sá, sem að honum standi, hafi jafnan haft tröllatrú á samkeppnishæfni íslenzka iðnaðarins. Þetta lítur ágæt- lega út í fljótu bragði. En því miður eru verk Framsóknar- flokksins í mikilli mótsögn við þessi faguryrði Tímans. Allir vita, að íslenzki iðnað- urinn á um þessar mundir í vök að verjast — beinlínis fyrir atbeina ríkisstjórnarinn ar. Tíminn neyddist meira að segja til að játa fyrir nokkr- um dögum, að illa og ómak- lega væri að iðnaðinum búið, og þá er langt gengið, þegar Tíminn fer að segja sannleik ann. SÉ ÞAÐ SATT, að Framsókn- arflokkurinn beri íslenzkan iðnað fyrir brjósti, er það vægast sagt furðulegt, að hann skuli geta unað afstöðu núverandi ríkisstjórnar til iðnaðarins. Engum dettur í hug, nema þá ritstjóra Tím- ans, að ráðið til að gera ís- lenzkan iðnað samkeppnisfær an, sé að búa honum sem verst skilyrði, en það hefur núverandi ríkisstjórn gert. Forustumenn iðnaðarins hafa jafnvel komizt svo að orði, að íslenzki iðnaðurinn sé á heljarþröm, og enginn getur efast um, hver- hafi hrint hon um þangað. Það hefur núver- andi ríkisstjórn gert. BJARTSÝNI er oft góð og blessuð, en hún getur farið út í öfgar, og það á við um Framsóknarflokkinn, ef hann , ep svo trúaður á samkeppnis hæfni íslenzka iðnaðarins, að hann telji þennan mikilvæga atvinnuveg þola áföll þau, sem hann hefur orðið fyrir af völdi um núverandi ríkisstjómar. Ef Framsóknarflokkurinn hefur trú á íslenzka iðnaðin um og vill veg.hans sem mest an, þá ætti hann að fela þing mönnum sínum og ráðherr- um.að slá skjaldborg um iðn aðinn og verja hann áföllum af hálfu ríkisstjórnar aftur- haldsins. Það væri iðnaðin um mun meira virði en sýnd srskrif Tímans. EDEN, utanríkismálaráð« herra Breta, ræddi í gær við Adenauer, kanzlara og utanrík ismálará'ðherra Vestur-Þýzka lands og bauð honum að sitja ráðstcfnu utanríkismálaráð- herra þríveldanna, en bún hefst á morgun. Vitað er, að meginviðfangs- efni ráðstefnu þeirra Edens, Achesons og Schumans, verð< ur að reyna að ná samkomu- lagi um Þýzkalandsmálin fyr- ir fund Atlantshafsráðsins I Lissabon. en hann hefst á miö vikudag. I Aflasöiur 8 togara frá 6. febrúar f: SAMKVÆMT frásögn í blaS inu ,,Víði“ hafa átca íslenzkiri togarar selt afla sinn á Bret- landi frá 6.—13. íebrúar, og hafa sölur þeirra verið sem hérl segir: Keflvíkingur, Kefiavík, 206 lestir, 6752 stpd. Hafliði, Siglu- firði 225 lestir, 7695 stpd. Ól, Jóhannesson, Patr. 211 lestir,, 7119 stpd. Elliði, Siglufirði 19’? lestir, 6992 stpd. Karlsefni, Reykjavík 201 lest, 7732 stpd. Askur, Rvík 244 lestir, 9256 stpd. Hvalfell, Rvík 202 lestir, 9515 stpd. Jón Þorláksson, Rvíki 240 lestir, 10246 stpd. Sáftanefnd seff ? | í fogaradeiluna ■ SAMNINGAUMLEITANIK í togaradeilunni stóðu fram til klukkan 3 í fyrrinótt. Engir samningafundir vora haldnir í gaer, en í dag kl. 2 cr fundur ákveðinn. I Á þessum fundum leitai? stjórnskipuð sáttanefud fyrir sér um samkomulag, en hana skipa ásamt Torfa Hjartar- syni, sáttasemjara ríkisins, Emil Jónsson alþingismaður og Gunnlaugur Briem stjórm arráðsfulltrúi. Spila og skemmti- kvöldá dagskvöldið ALÞÝÐUFLOKKSFÉLÖGIN í Reykjavík efna tii spila- og skemmtikvölds í Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu næstkom- andi þriðjudagskvóid. Spila- keppnin, sem hafin var hjá 11. hverfinu fyrir um það bil hálf- um mánuði, heldur áfram á spila- og skemmtikvöldi félag- anna á þriðjudag. Frá öðrum dagskráratriðum verður skýrt í þriðjudagsblaðinu. Félagar eru beðmr að fjöl- menna og mega þeir taka með sér gesti. Veðurútlitið í dag; Hæg suðvestlæg átt, dálít il rigning eða súld, víða þoka. Flugufregn um árás og rán i —----- i RANNSÓKNARLÖGREGL^ AN í Rcykjavík liefur enggi kæru fengið út af árás þeirri^ er sagt er frá í einu dagblað- anna í gær, að átt hafi sér stafS í fyrrinótt. i, Virðist þar vera um í’.ugu- fregn eina að ræða, og er þaði algert ranghermi, að maðui?, sá, er fyrir árásinni átti a<5 hafa orðið, hafi komið á lög^ reglustöðina í fyrrinótt og kærfi þar árás og rán. Rannsóknar- lögreglan mun hafa náð tali af manni þeim, sem talið var aS orðið hafi fyrir árásinni, og hafði hann ekkert að kæra. > Skemmfun FU J í Tjarnarcafé I FUJ í Reykjavík efnir til skemmtunar í kvöld í Tjarnt arcafé uppi og hefst hún kL 9 síðdegis. Aðgöngumiðar, sem ekk3 kosta nema kr. 15,00, fást við innganginn. i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.