Alþýðublaðið - 22.02.1952, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.02.1952, Blaðsíða 6
‘FrBrráhaldssagafi Agatha Christie: Morðgátan á Höfða íl ■ s s s s s s Vöðvan Ó. Sigurz ÍÞRÓTTAÞÁTTUR Heilir íslendingar: Slæmar eru fréttirnar frá ölympíuvetrarleikjunum! Sko, ■— nú höfum vi5 bað! Nú eru ó- heppnirnar alveg að drepa okk- ar menn. Þá er ekki von á góðu. Og vegna þess, að það má eig- inlega kallast dularfullur fjandi, hvemig ótrúlegustu ó- heppnir raða sér á okltar menn, þá er fyllsta ástæða til þess að landsmenn viti þetta, og helzt þegar í stað, svo að okkar menn viti, þegar þeir koma, að við heima vitum, hvers vegna þeir unnu ekki neina sigra. Það er þá fyrst scórsvigsbraut in. Hún virðist hreint og beint hafa tekið okkar meun fyrir.' í hvert skipti, sem okkar menn lögðu af stað, gerði hún sig svo bratta og holótta, að engu tali tók! Hins vegar lá hún aflíð- andi og holulaus fyrir Kanada- mönnum og Englendingum. Ef brautarskrattinn hefði ekki hagað sér svona, hefðum við hæglega getað fengið 5. og 6. mann. Það er að segja, ef ein- hver enn önnur óhöpp hefðu þá ekki steðjað að í staðinn! Næst er það brunið! Þar hefðu okkar menn getað staðið sig, bara ef þeir hefðu getað staðið, en það gátu þeir því mið ur ekki. í fyrsta r-kiptið duttu þeir illa, en i naista skiptið höfðu þeir ..öðlazt dýrmæta reynslu“ og duttu vel“. Þetta ættu þeir að hafa hugfast, sem eru að telja eftir ferðakostnað- ;inn. Þama sést nefnilega, hvað dýrmæta reynslan getur verið dýrmæt. Það er ekki lítils virði að geta dottið vel, ef menn. ein- hverra hluta vegna, ekki geta staðið. í 18 kílómetra göngunni birt ust óheppnirnar í líki hinna ó- trúlegustu fyrirbæra, eins og til dæmis skógartrjáa, sem skaut upp úr brautinni, einmitt þegar okkar menn voru komnir al- mennilega á strik, og skósóla, sem losnaði á hinum óheppileg- asta tíma, — en það getur þó hafa verið eðlilegt, þar eð áður hafði borið á því, að þessum skó hafði gengið hcldur illa að venjast loftslaginu! En hvað hinum dularfullu skógartrjám viðvíkur, þá eru til slíkar sögur í Pétri Gaut, og sömuleiðis gæti verið um áhrif að ræða frá þjóð leikhúsinu! Innan skamms verður svo sagt frá fleiri óheppnum. Með íþróttakveðjum! Vöðvan Ó Sigurs. KomiS aftur þýzkir Brjósthaldarar nokkrar gerðir. ,,Já, ég er viss um það“, svar aði ég. „Hvers vegna spyrjiö þér?“ „Og eiginlega ekki af neinu. Mér datt bara í hug, að það hefði eins getað komið fyrir einhverja af hinum .... ef til vill ungfrú Rice“. „Takið nú eft;r“, mælti ég. „Ég þarf nauðsynlega að tala í síma. Hvar er síminn?“ „Síminn er inni í klefanum þarna“, mælti hún. „Gerið svo vel, herra minn“. Hún opnaði klefadyrnar og benti mér á símatækið. „Þakka yður fyrir“, mælti ég, og bætti síðan við, er hún sýndi ekki á sér neitt farar- snið. „Þakka yður fyrir. Það er aílt og sumt, sem ég þarf á að halda í svipinn". ,,Ef þér ætlið að ná sambandi við Graham lækni . .. .“ „Nei, nei“, svaraði ég. „Ann ars kann ég yður þakkir fyrir. Vi’.duð þér gera svo vel að láta mig einan“. Hún hélt á brott, enda þótt {henni væri það auðsjánlega þvert um geð, og eins hægt fór hún og henni var unnt. Ég þótt ist þess fullviss, að hún myndi standa á hleri við klefadyrnar, en við því var ekkert að gera. Hún hlaut líka að komast að raun um það, fyrr eða síðar, hvað gerzt hafði. Ég náði sambandi við lög- reglustöðina og sagði þeim í fám orðum, hvað fyrir hefði komið. Að því búnu tók ég það upp hjá sjálfum mér að hringja til Grahams læknis; ég fann nafn hans og símanúmer í skránni. Hvað sem öðru leið, þá myndi ungfrú Nick þurfa á aðstoð hans að ha'aa, þótt stallsystir hennar þýrfti þess ekki lengur við. Hann hét mér því að koma þegar í stað, og ég hélt aftur inn í setustofuna, til ungfrú Nick. Éf Elín hafði legið á hleri. þá hefur henni áð minnsta kosti tekizt að forða sér í tíma, því að enginn lifandi vera var sjáanleg í ganginum eða anddyrinu, þegar ég kom út úr klefanum. Þegar ég kom inn í setustofuna, var Nick að freista að sitjast upp við dogg á legubekknum. „Gætir þú ekki útvegað mér einhverja hressingu?" ..Jú, — að vörmu spori“. Ég brá mér fram í borðstof- una og náði í vínið. Hún hresstist, þegar hún hafði dreypt nokkuð á því, og roði tók aftur að færast í vanga hennar. Ég hagræddi svæflin- um undir höfði henni. „Ó, þetta er svo hræðilegt11, hvíslaði hún. „Allt . . . . “ „Ég skil þig, vina mín; ég skil þig“. „Nei, — þér skiljið mig ekki. Þér getið ekki með neinu móti skilið mig. Og hvílíkt tilgangs- leysi! Ef það hefði aðeins ver- ið ég, sem fyrir þessu varð! þá væri þessu öllu lokið ... „Þér megið ekki“. mælti ég, „láta örvæntinguna ná valdi yfir yður“. „Þér vitið ekki neitt“. Hún hristi höfuðið og endurtók: „Þér vitið ekki neitt! Þér vitið ekki neitt!“ Og al’.t í einu tók hún að gráta með þungum ekka, eins og barn. Ég áleit, að það væri henni sennilega bezt, og gerði því ekkert til þess að sefa hana. Þegar mesta sársaukann hafði dregið úr ekka hennar, gekk ég hljóðlega út að glugg- anum og horfði út. Ég hafði heyrt hróp og mannamál kveða þar við; nú sá ég, hvar allur gestahópurinn hafði safnast saman um hverfis lík ungu stúlkunnar, en Poirot stóð þar eins og gamall bolabítur og gætti þess, að enginn kæmi þar of nærri. Tveir einkennisklæddir menn komu gangandi yfir flöt ina. Lögreglan var komin á vettvang. Ég gekk hljóðlega að legu- bekknum. Nick leit á mig, tár- stokknum augum. „Ég verð að gera eitthvað!“ stundi hún. „Nei, þess gerist engin þörf, vina mín. Poirot sér um allt, sem gera þarf. Við skulum láta hann um það“. Hún starði þögul fram und- an sér nokkra stund. Síðan sagði hún ]ágt: „Vesalings Maggie. Vesa- lings trygglynda og góða Maggie. Það er ég viss um, að hún hefur aldrei á ævi sinni gert flugu mein. Að hún skyldi verða fyrir þessu. Mér finnsí sem ég eigi sök á dauða henn- ar, — vegna þess að ég bað hana um að koma hingað". Ég hristi höfuðið svipdapur. Ég h’aut að viðurkenna, að skammt nær sjón okkar fram í tímann. Litla hugmynd hafði Poirot um það, að hann væri Myndasaga harnanna: að undirrita dauðadóm þessar- ar ungu, saklausu stúlku, er hann bað Nick að fá einhverja kunningjakonu, er hún teldi sig mega reiða sig á, sér til halds og trausts. Við sátum þögul nokkra stund. Mig langaði til að vita, hvað á seyði væri úti fyrir, en vildi hins vegar ekki bregðast trausti Poirots, og hélt kyrru fyrir hjá ungfrú Nick. Svo þótti mér, sem klukku- stundir væru hjá liðnar, þeg- ar dyrnar voru opnaðar og þeir Poirot og lögreglustjórinn gengu inn. Þriðji maðurinn var og í fylgd með þeim. og þóttist ég vita, að það væri Graham læknir. Hann gekk rakleitt að legubekknum til Nick. „Hvernig líður yður, ungfrú Buckley? Þetta hlýtur að hafa reynt hræðilega á yður“. Hann tók um úlnlið henni og þreif- aði á slagæðinni. „Jæja, ég læt það allt vera!“ Hann sneri sér að mér. „Hefur hún neytt nokkurs?“ „Aðeins örlítils af víni“, svar aði ég. „Það er allt í lagi með mig', mælti Nick hressilega. „Treystið þér yður til að svara nokkrum spurningum?“ „Auðvitað!“ Lögreglustjórinn ræskti sig og gekk nær legubekknum. Nick tók kveðju hans með daufu brosi. „Það verða ekki neinar yfir- heyrslur vegna umferðarlög- reglunnar að þessi sinni“. sagði hún. Ég þóttist sjá, að þau hefðu kynnzt áður. „Þetta er hræðilegur atburð- ur, ungfrú Buckley“, mælti lögleglustjórinn. „Ég samhrygg ist yður inni’.ega. Og nú hefur herra Poirot, hinn frægi mað- ur, sem ég er sto’.tur af að hafa kynnzt í sambandi við þenn- ann raunalega atburð, fullyrt við mig, að minnstu hafi mun- að, að þér sjálf væruð myrt með skammbyssuskoti í gisti- hússgarðinum fyrir skömmu". Nick laut höfði til samþykk- is. ,,Ég hélt, að broddfluga hefði flogið fram hjá mér,“ svaraði Nick. „En það kom annað á daginn.“ „Og það höfðu ýmsir grun- samlegir atburðir gerzt áður, sem ekki er ó.'íkiegt að setja megi í samband við þetta?“ Tuskuasninn UOIfSIOl . s s s - s s s H. TOFT Skólavörðustíg 5. skátadrengurinn var j farinn, hljóp Bangsi af stað á- 'leiðis til Lillu með asnann ; undir hendinni. Hann ætlaði I ekki að missa hann frá sér í I þetta sinn. Eftir stutta stund ar' Utan við húsið hitti hann töframanninn sjálfan. Segðu mér hvað er að asnanum“, sagði Bangsi, „það hvíla á hon um einhverjir töfrar“. „Töfr- tautaði sá kínverski. I sá hann hús kínverska töfra- 1 mannsins milli trjánna. „Komdu inn. Við skulum at- huga, hvað það getur verið“. Þegar inn kom, tók töfra- maðurinn asnann og setti hann á stórt borð. Svo sótti hann kött og sefti líka á borðið. Bangsi horfði á þetta undrandi, en töframaðurinn var þungbú- inn og spekingslegur. Hvað var nú á seyði? Köld borS og heitisr veizlu- s msture J Sild St Fiskur. s ----------------------s Annast aSIar teg-^ undir raflagna. s Viðhald raflngna. Viðgerðir á heimilis- *) tækjum og óðrum . S rafvélum. S Raftækjavinnustofa ; Siguroddur Magnússon s Urðarstíg 10. S Sími 80729 S ----------------------s CJra-viðgerðir. ý Fljót og góð afgreiðsla. ý GUÐL. .GÍSLASON, j Laugavegi 63, S sími 81218. S S S S s hefur afgreiðslu í BæjarS bílastöðinni í Aðalstræti ^ 16. — Sími 1395. ■ Minningarspjöld í dvalarheimilis aldraðra sjó'? manna fást á eftirtöldum'i stöðum í Reykjavík: Skrif-^ stofu Sjómannadagsráðs1! Grófin 1 (ga ígið inn frá S Tryggvagötu) sími 80788, 'S skrifstofu S jómannafélags S Reykjavíkur, t-Iverf itaötu S 8—10, Veiðafæraverzlunin S Verðandi, MjólkurfélagshúsS ir.u, Verzluninni LaugateigS ur, Laugateig 24, bókaverzl S uninni Fróði Leifsgötu 4,S tóbaksverzluninni Boston,S Laugaveg 8 og Nesbúðinni, S Nesveg 39. — í rlafnarfirði S hjá V. Long. S Nýja sendlbílastöðin Minningarspjöld Barnaspítalasjóðs Hringsins eru afgreidd í Hannyrða- verzl. Refill, Aðalstræti 12. (áður verzl. Aug. Svend sen), í Bókabúð Austurbæj ar, Laugav. 34, Holts-Apó- teki, Langhjitsvegi 84; Verzl. ÁlfabrSkk’i við Suð- urlandsbraut og Þorsteins- búð, Snorrabraut 61. Smurt brauð og snittur. Nestispakkar. Ódýrast og bezt. Vin samlegast printið með fyrirvara. MATBARINN Lækjargötu 6. Sími 80340. Smurt brauð. Snittur. Til í búðinni alian daginn. Komið og veljiö eða símið. Síid & Fiskur. Guðmundur BenjaminssG;n klæðskerameistari Snorrabraut 42. ENSK FATAEFNI nýkomin. 1. fiokks vinna. Sanngjarnt verð. AB6

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.