Alþýðublaðið - 22.02.1952, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.02.1952, Blaðsíða 8
Slynsur markmaður. Austurrískir og brezkir ' ~ knattspyrnumenn háðu nýlega harða keppni í London; og lauk henni svo, að hvort liðið um sig skoraði tvö mörk. Sérstaka athygli vakti við þetta tækifæri hirín slyngi markmaður 'Austuríkismanna, Walther Zemann, sem hörð sókn Bretanna strandaði á hvað eftir anrí- að. Á myndinni sést hann eitt skiptið. sem hann varði mark sitt fyrir hnettinum. Þingeyrinpr taka á méfi fyrsfa fogara sínum í dag Sett hafa verið olíukyndingartæki í „Guðmund Júní“ og skipið endurnýjað. EFTlfl HÁDEGIÐ í GÆR sigldi togarinn „Guðmundur Júní‘‘, sem áður hét „Júpítcr“, frá Reykjavík til liinnar nýju heimahafnar sinnar á Þingeyri við Dýrafjörð. „Guðmundur Júní“ er fjTsti togari Þingeyringa, og ber hann nafn hins þekkta vestfirzka formanns, Guðmundar Júní Ásgeirssonar, sem látinn er fyrir skömmu. Undanfarna mánuði hefur farið. tram viðgerð á skipinu og verið sett í það olíukynding. Stálsmiðjan og Héðinn höfðu .samvinnu um endurbætur á skip inu, og er það annað skipið sem slík breyting er gerð á, en áður höfðu þessi fyrirtæki unnið sam eiginlega að smíði og uppsetn irígu olíukyndingaftækja og olíu geyma í togarann Höfðaborg. Að því er Hjálmar R. Bárðar son verkfræðingur hjá Stálsmiðj anni h.f. hefur tjáð blaðinu varð áðalbreytingin á skipinu fólgin í því að kolaboxin voru tekin burt en í stað þeirra voru settir oiíugeymar og olíukyndingar- tæki. Olíubrennslutækin voru smíðuð í Héðni h.f. oð sá Héðinn h. f. jun lagningu röra, en.Stál smiðjan smiðaði olíugeymana og Vann að endurskoðun á skipinu sjálfu. Það má heita að „Guð- ríiundur Júní“ sé nú nýtt skip þar eð skilrúm og piötur hafa verið endurnýjuð, ank þess sem skipið hefur verið síyrkt. Þungi stálsins, sem í það fór í plötum og vinklum, er um 20 tonn. Ýmsar aðrar breytingar voru gerðar á skipinu. T. d. var gerð ur klefi f.vrir loftskeytatæki og loftskeytamann í neðri brúnni, en þar var áður hiuti af her ríergi skipstjóra. Þá var einnig ijj'ggður kortaklefi íyrir aftan stýrishúsið í efri hiuta brúarinn ar. Af öðrum viðgerðum og breyt ingum má nefna, nýtt dfekk, skorsteinninn lækkaður og aftur faastrið einnig, iifrarbræðslu- taelci með sama sniði og á nýju togurunum. Einnig voru raflagn íx- endurnýjaðar og var það fram fcvæmt af Volta h.f. Innrétting ar í brú og önnur trévinna var unnin af Slippnum h.f. „.Guðmundur Júní „áður „Júpiter“ héfur reynzt happa- skip. Hann var smíðaður í Bever ley árið 1925 fyrir Þórarinn Ol geirsson í Grimsby, en keyptur til landsins af Tryggva Ófeigs syni Skipið er 394 tonn brúttó. Veðurútlitið í dag: Austan goíla eða kaldi, skýjað og sums staðar lítils háttar snjókoma. ALÞY9UBLABIB Kaup og króna „ÞAÐ út af fyrir sig er engin lausn a’lra vandræða“, segir Vísir, blað Björns Ólafsson- ar, í gær í sambandi við tog- aradei’una, ,,að fá hækkað kaup, heldur hitt, að meira fáist fyrir hverja krónu“. Það er ekki í fyrsta sinn, sem þessi vísdómur er prédikaður fyrir verkamönnum og laura stéttunum yfiileitt í blöðum íha’dsins og atvinnurekenda- stéttárinnar. Þetta er stöðug- ugt viðkvæðið. þegar verka- menn gera sjálfsagðar kröfur sínar gildandi um hækkað kaup í samræmi við dýrtíð- ina. VERKAMÖNNUM þarf sann- arlega ekki að segja neitt.um það, hv^ takmörkuð lausn það er á vanda þeirra, að fá hækkað .kaup, þegar dýrtíö og okur fer d.agvaxandi. Þeir vildu vissulega miklu heldur þá lausn, sem Vísir er að tala um, að kaupgeta krónunnar yrði aukin svo, að meira fengist fyrir hverja krónu. En hvaða lit hefur sú ríkisstjórn, sem eigandi Vísis er einn aðalmaðurinn í, sýnt á því að tryggja það? í tveggja ára stjórnartíð hans hefur ekkert missiri liðið svc, að kaupgeta krónunnar væri ekki stórlega r ý r ð , ýmist með gertgislækkun, bátagjald- eyfisb'raski eða áiagningar- hækkun, svo að það, sem fengizt hefur fyrir krónuna, hefur stöðugt farið m i n n k- an d i ? HVAÐ GETA VERKAMENN gert undir slíkum kringum- stæðum annað en krafizt hækkaðs kaups í krónutölu til þess að vega upp á móti slíkri rýrnun krónunnar og verja sjálfa sig og fjölskyld- ur sínar hálfu eða heilu hungri? Og hvernig getur Vísir, blað Björns Ólafsson- ar, blað gengislækkunarinn- ar, bátagjaldeyrisbrasksins og verzlunarokursins, vísað þeim á vaxandi kaupgetu krón- unnar í staðinn? Hann hefði þá átt að sýna einhvern lit á því sjálfur að beita sér fyrir aukinni kaupgetu hennar! En það er nú eitthvað annað. TALSVERT ATVINNULEYSI hefur verið í Bolungavík í vetur. Fjórir bótar hafa róið þaðan, en afl.i hefur verið treg- ur, og hefur útgerð bátanna ekki nægt íi.' að skana næga at- vinnu þar ó staðnum, cnda hafa ungir menn leitáð í burtu, að því er segir í fréttabréfi til AB frá Bo'ungavík. -----■— ---------------;----♦ í október í haust var haldið sjóvinnu námskeið og var þátt taka mikil. Er þetta fyr.sta sjó vinnunámskeiðið sem haldið hef ur verið í Bolungarvík. Kristján Þ. Kristjánsson skipstjóri veitti námskeiðinu forstöóu. Hérna var lítil vin.na eins og víða annars staðar. en bó var unnið nokkuð að lagningu jarð kabals fyrir rafverí.ura. Einnig var unnið að byggingu þriggja stórhýsa. Akureyrarleiðin fær bifreiðum Óvenjulegt á þess- um tíma árs. ÁÆTLUNARBIFREIÐIR j Norðurleiðar h.f., sem voru á Blönduósi í fyrrinótt á leið norður um, lögðu af stað þaðan kl. 7 í gærmorgun og æt’.uðu að freista þess að komast til Akureyrar. Reyndist færðin ágæt alla leið, og komu þeir til Akureyrar kl. 3; voru ekki nema 8 stundir á leiðinni. Það er með öllu óvenjulegt, að fært sé bifreiðum, sem ekki eru sér j saklega útbúnar, yfir Öxnadals heiði um þennan tíma árs. Ætlunin var í gær, að áætl unarbifreðiarnar héldu af stað frá Akureyri aftur síðdegis í gær og færu til Blönduóss. Og ráðgerir Norðurleið að hefja nú fastar ferðir einu sinni í viku fyrir. farþega og flutning milli Akureyrar og Reykjavík ur, meðan þetta góða færi helzt. Sundráð Rvíkur rrsótmælir hækkui á aðgangseyri sundhallarinnar j------»------ ViII láta stofna til landskeppni í sundi við einhverja erlenda þjóð. -------------«------- AÐALFUNDUR SUNDRÁÐS REYKJAVÍKUR, sem hald- inn var á laugardaginn, mótmælti þeirri ráðstöfun bæjarstjóm- arinnar að hækka aðgangseyri sundmanna að sundhöllinni. Enn fremur vildi fundurinn, að stofnað yrði til landskeppni í sundi milli fslendinga og einhverrar annarrar þjóðar. Helztu samþykktir fundarins eru þessar: „Aðalfundur SRR 1952 lýsir óánægju sinni á því, að gengið skyldi inn á þá braut, að hækka aðgangseyri fyrir sundmenn að æfingatímum félaganna og einn ig á aðbúnaði sundmanna á kappsundmótum í sundhöllinni. Fundurinn þakkar ársþingi I BR fyrir samþykkt þess um bygg ingu, sundlaugar í vesturbæn um og skorar á ÍBR að beita sér fyrir áframhaldandi framkvæmd málsins. Fundurinn skorar á nefnd þá, er fjallar um framkvæmdir á í Framh. á 7. síðu. Úfför Guðmundar Ásbjörnssonar fer fram í dag Hans var minnzt í bæjarstjórn i gær. ÚTFÖR Guðmundar Ásbjöms sonar forseta bæjarstjórnar Reykjavíkur fer fram frá Dóm kirkjunni í gær og hefst kl. 2, 15. í tilefni af útförinni verða bæjarskrifstofurnar og fleiri bæjarfyrirtæki lokuð eftir há degi í dag svo og ýmsar skrif stofur í bænum. í gær hélt bæjarsíjcrn Reykja víkur fund og minntist forseta síns, en Guðmundur Ásbjörns- son var forseti hennar í 28 ár. Flutti fyrri varaforseti, Hallgrím r Benediktsson mirmingarræðu, en að henni lokinni flút.ti Jón Axel Pétursson þakkir til hins látna frá bæjarfulltrúum Alþýðu flokknum og samúðarkveðjur til borgarstjórans í tilefni af frá falli hans. í tilefni af fráfalli Guðmund ar Ásbjörnssonar hafa borgar- stjóra borizt samúðarkseyti frá borgarstjórnum Kaupmanna- hafnar og Helsingfors, aðalræð ismanni Islands í Helsingfors og hendiherra Frakklands hér. Landlega í Grindavík LANDLEGA hefur verið hjá bátum í Grindavík síðatx um helgi, og var talið ávíst í gær, hvort róið yrði í dag. Snjólítið var orði.ð í Grinda vík, áður en snjóa tók nú síð ustu dægrin, en svellalög á jörð. LÆKNISBUSTAÐUR Læknisbústaðurinn er nú svo til fuilgerður. í húsinu er auk íbúðar læknisins, iækningastofa og.lyfjabúð, og sérstök stofa ætl uð til Ijóslækninga . og tvær sjúkrastofur. Allt er húsið hið vandaðasta að öllum frágangS og útbúnaði. Eftirtaldir mennt hafa séð um byggingu og frá- gang hússins: Haraldur Sal. ómonsson pípulagningameistari, Bjarni Magnússon, trésmíða- meistari, Kristinn Þórðarsora múrarameistari og múlararmeist ararnir Guðbjartur Gddsson og Kristján Finnbjömsson. •' FÉLAGSHEIMILI Hér er næstum fullgert mync2 arlegt félagsheimili. Innanhúss vimxa er svo til búin að undara skyldum félagsherbergjunum. Er félagsheimilið talió fullkomrx. asta samkomuhús á Vestfjörð- um. Um byggingú hússins sáu: Þorleifur Kristjánsson og Jóni Pálsson trésmíðameistarar, Krist inn Þórðarson múarameistari og málarameistaramir Kristjáa Finnbjörnsson og Guðbjartur Oddsson. ÍBÚÐIR. Byggingafélag verkamanna er» með eina íbúðablokk f smíðum. í henni verða þrjár íbúðir og er húsið nú fokhelt. SJÓSÓKN. Um mánaðamótin byrjuðu veiðar m.b. Einar Hálfdánsson, (skipstjóri Hálfdán Einaj^son), og m.b. Flosi (skipstjóri Jakocí Sigurðsson). Veiðarnar voruj sóttar með kappi ems og van^ lega, en afli var tregur. M.b, Bangsi byrjaði einnig línuveiði ar. Skipstjóri á honum var Áai geir, ungur maður frá ísafirði, Bangsi fórst eins og kunnugt eíj 15. janúar s. 1. og var annai? bátur leigður til Bolungarvíkuti í hans stað. Er það m.b. Særúnl frá Siglufiröi og er henn gerðurí út af Einari Guðfinnssyni. Skip) stjóri á m.b. Særúnu er Leifur\ Zakariasson. Hafa þessir þrífl bátar róið með línu en einn báö ur, m. b. Víkingur, hefur stuncS að togveiðar. Skipstjóri á. m.b, Víking er Kristján Þ. Kristjáná son. í Bolungarvík er stórt hrað-« frystihús, sem tekið hefur við aflanum, en sumt af honum hefi ur verið saltað. Þessir fjórir bátj ar hafa ekki reynst nógir tiII þess að fullnægja atvinnuþörfi Bolvíkinga og þyrfti að minnsta kosti þrjá aðra báta af sömts) ger(V til þess að næg atvinnai skapaðist í þorpinu af útgerð. inni. Vegna atvinnuleysisinsi hafa margir ungir Bolvíkingaij leitað sér atvinnu annars staðai', FÉLAGSLÍF í janúar hélt Iðnaðarmanna-* félagið aðalfund sinn. Þetta fe lag er nú aðeins tveggja ára« stjórn þess skipa, Valtýr Gíslal son vélfræðingur formaður, Kristinn Þórðarson múrarameist ari ritari og Gunnar Sigtryggs son rafvirki gjaldkeri.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.