Tíminn - 07.06.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 07.06.1964, Blaðsíða 1
Sjómannadagur r r TIMINN óskar sjómannastétt Islands til hamingju á þessum hátíðisdegi hennar og þakkar henni unnin afrek METÁR I KARTOFLU- RÆKTINNI? EJ-Reykjavík, 6. júní. „Fiillyrða má, að í ár liafi verið sett niður miklu meira af kartöfl- um, en nokkurt arniað ár, sfðan ísland byggðist“ sagði Jóhann Jónas- son, foirstjóri Grænmet'isverzlunar landbúnaðarins, við blaðið í dag. — „Og búast má við, að íslcnzku kartöflurnar komi á markaðinn eftir miðjan júlí, eða mánuði fyrr en venjulega, þar sem svo snemma vair sett niður. Ef allt gengur án skakkafalla, verður heiidarframleiðslan tVisvar til fjórum sinnum meiiri, en þarfir neytenda, og þar sem út- flutningur verður líklega enginn, getur orðið erfitt að losa sig við umframframleiðsluna". — Hvenæir var farið að setja niður, Jöhann? — Þeir bjartsýnustu settu nið- ur snemma í apríl, og er það al- gjört met á íslandi. Hinir settu niður svolitiu seinna, en allir fyrr en venjulega, enda hefur veðrið verið með eindæmum gott það sem af er þessu ári. — Haíið þið yfirlit yfir, hversu mikið magn hefur verið sett niður í ár? — Við höfum engar hagfræði- tölur, en aftur á móti er alveg öruggt. að í ár hefur verið sett niður miklu meira af kartöflum, en á nokkru öðru ári síðan ísland byggðist. Við áttum t.d. ekki nóg af iitsæði til að fullnægja eftir- spurninni. og þó var óvenjumikið af útsæði keypt til landsins í ár. Svo hafa auðvitað margir notað sitt eigið útsæði og eitthvað af matarkartöflum hefur verið sett niður. — Hverjir eru það helzt, sem valda þessari aukningu? —Það eru fyrst og fremst þeir, sem sett hafa lítið niður áður. Framhala a 15 s!3u « EFRI MYNDIN sýnir viðskipM- vtnaþröng í kjörbíl Kaupfélags HafnarfjarSar og neðri myndin bfl Boöabúðar, sem var staddur < Hraunsholtinu í gærmorgun. (TÍMAmyndir, GE). Matvörubúðir á hjólum eru komnar í tízku hér FB-Reykjavík, ö. júni Matvörubúðir á hjólum cru að verða mjög vinsælar meðal fólks í Garðahreppi, en þar eru nú reknar þrjár slíkar buð- ir. Tveir kjörbúðarbílar eru i eigu Kaupfélags Hafnarfjarðar og einn í eigu Boðabúðar, en blaðið sagði frá fyrri bíl Kaup- félagsins fyrir allöngu. Nú cr KRON búið að panta kjörbúð- arbíl, og verður hann væntan- lega hafður í Kópavogi, og bú- izt er við, að hann verði kom- inn til iandsins um mitt suinar. Kaupfélag Hafnarfjarðar fékk fyrri bíl únn í apríl i fyrra og þann seinni i október Bílarnir eru aðallega hafðir i Garðahreppi og einnig nokkuð í úthverfum Hafnarfjarðar og úti á Álftanesi • g við Vífils- staði. í bílunum má fá flest það sem fæst í venjulegum nýlendu vöruverzlunum, og þar að auki mjólk og brauð, fisk og kjöt Kaupfélagsbílarnir geta bor ið 5—6 lestir og i hvorum bíl eru tveii afgreiðslumenn, en annar keyrir einnig bílinn milli staða. Bílarnir hafa ákveðna viðkomustaði, en kvölds og morgna koma þeir til aðalbúð- arinnar í Hafnarfirði til þess að taka nýjar birgðir. Báðir Framhald á 15 siðu MONTGOMERY CAGNRYNIR ÍISENHOWER — á 20 ára afmæli innrásarinnar í Normandí NTB-London, 6. júní Brezki yfirliershöfðinginn Mont gomery lávarður ásakaði í dag D. Eisenhower, hershöfðingja, sem stjórnaði innrásinni í Normandí 6. júní 1944, fyrir að hafa farið klaufalega að í sambandi við fram rás landhersins, og fyrir að hafa komið með hrollvekjandi yfirlýs- ingar um þátt brezku herdeild- anna í innrásinni. Montgomery lávarður, sem var næstraðandi Eisenhower þegar innrásin var gerð, gagnrýndi Eeisn hower í hátíðardagskrá í sambandi við að 20 ár eru liðin frá innrás- inni í Normandí og ásakaði hann fyrir að hafa skipulagt innrásina rangt og sagði, að samvinna milli þeirra herdeilda, sem tóku þátt í innrásinni, hafi ekki verið nægi leg. Einnig sakaði hann Eisenhow er um að hafa ekki sýnt nægilegan samstarfsvilja. — Margar þaer yíirlysingar, sem Eisenhower kom með seinna, eru hræðilegar og hrollvekjandi — sagði Montgomery lávarður. Hann gefur þar í skyn, að brezku her- deildirnar ; austurfylkingunni hafi | brugðizt, og að bandarískir her- j menn hafi orðið að gera verkin fyrir þá, en það er alrangt. Áður í dagskránni hafði hátt- settur þýzkur hershöfðingi, W. Framhald s 15. siðu ;1'i nW'Tjj -nj.r' i; '1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.