Tíminn - 07.06.1964, Blaðsíða 14
CLEMENTINE
KONA CHURCHILLS
svaraði landsstjórafrúin. „Þar er
aðeins lítið gistiheimili.“
„Aha!“ sagði Clementine. ,,Það
er einmitt það, sem mig langar til
að sjá.“ Og í sama vetfangi var
hún komin upp.
„Henni gramdist það, sem hún
sá þar, og sagði það hreinskilnis-
lega“, bætti ungfrú Walder við.
„Og nú hafa verið gerðar úrbæt-
ur á gistiheimilinu. Þegar hún
kom aftur til Lundúna, minntist
hún á þennan atburð við mig og
var hin ánægðasta.
Hún var drifkrafturinn í endur-
skipulaguingu okkar. Hún er afar
dugleg — og ákafi hennar og
dugnaður er bráðsmitandi. Al-
menningi virðist hún hafa til að
bera rólegan, kuldalegan persónu-
leika, en í rauninni er það eins
og tímasprengja komi inn á fund-
ina, þegar hún kemur — að vísu
mjög aðlaðandi sprengja og
skemmtileg ,en samt sem áður
sprengja, sem getur sprungið hve-
nær sem er, ef hún hafnaði í
slæmum félagsskap.
Hún var aldrei ánægð með að
vera forseti fyrir ííélagsskap og
láta við það sitja að bera nafnið,
svo að félagsskapurinn fái skart-
að með því. Ónei! Hún kom reglu-
lega á mánaðarfundi nefndarinnar
svo og óteljandi aðra fundi, og
hafði alltaf eitthvað markvert til
cnálanna að leggja.
Ég varð vottur að hollustu
hennar við málstaðinn og fólkið,
eitt sinn á alþjóðlegu þingi K.F.
U.K. Formaður amerísku sendi-
nefndarinnar kom með allmargar
athugasemdir, sem sýndu bersýni-
lega, að þeir voru langt á eftir í
aðferðum sínum og hugsunarhætti
og höfðu ekki tileinkað sér ný
sjónarmið. Nokkrir aðilar úr öðr-
um sepdinefndum flissuðu og
hlógu að úreltum aðferðum þeirra.
Lafði Ghurchill reis á fætur og var
föl af rsiði. Hún tók til að rífa í
sigj þá, sem flissað höfðu og hélt
yfir þeim dómadagsræðu, þar sem
hún lagði mikla áherzlu á hve
mikið við í Bretlandi ættum Ame-
ríku að þakka. Það heyrðist ekki
skrimta í þeim eftir það. Hún gat
ekki liðið skort á umburðarlyndi.
Á ráðstefnum okkar og þingum
bjó hún í sömu vistarverum og
við. Hún vildi ekki heyra talað
um, að 'nenni væri sýndur einhver
sérstakur sómi eða forréttindi. Á
einni ráðstefnunni, sem haldin var
um miðjan vetur, fór hún í biðröð
eins og allir hinir til að fá heita-
vatnsflösku sína fyllta.
Á annarri ráðstefnu, þar sem
hún var sem hver annar sendi-
nefndartnaður, hélt borgarstjóri
borgarinnar 1 móttökusamkvæmi
fyrir okkur. Ekkert áfengi var
borið fram með tilliti til þeirra
meðlima samtaka okkar, sem and-
stæðingar áfengis, svo að borgar-
stjórinn lét af vinsemd sinni bera
fram litskæra, óáfenga drykki.
Það leit fallega út, en var hræði-
legt á bragðið.
Lafði Churchill kom til mín
og hafði í hendi glas með drykk
þessum í. Hún mælti: „Ungfrú
Walder. Hvað er þetta? Þetta
er meira glundrið.
Hún ber geysilega gott skyn-
bragð á uppskriftir. Ég held einn-
ig, að hún hafi meðfædda lista-
gáfu til að bera, einkum þegar um
er að ræða hús og húsbúnað. Hún
hefur mjög gott auga fyrir hagan-
legum og smekklegum innrétting-
um húsa. Að sjálfsögðu þurfti að
endurreisa öll gistiheimili, sem
sprengd höfðu verið í styrjöldirini,
og þegar við hófumst handa, fór
hún gaumgæfilega yfir allar áætl-
anir, og geri fjöldann allan af ó-
metanlegum athugasemdum og
kom með frábærar tillögur til úr-
bóta.
Þar sem hún hefur gaman af
innanhússarkitektúr, er hún stöð-
ugt að breyta á sínu eigin heimili,
og bryddar þá upp á ýmsu nýju.
Hún hefur mjög mikla gleði af
þessu.“
Þessum gáfum sínum þurfti hún
að beita eitt sinn, er hún þurfti
að fást við og svara frétt eða
sögu, sem prentuð var í NEWS
CHRONiCLE, en þar var starf
K.F.U.K. gagnrýnt. Missagnir í
frétt þessari voru nógar til þess að
hún reis upp til varnar. Hún skrif-
aði einum ritstjóra blaðsins, þar
sem hún kvað fréttina hafa vald-
ið K.F U.K. talsverðum áhyggj-
um og henni sjálfri sérstaklega,
þar sem hún var formaður gisti-
heimilanefndarinnar. Hún kvað
m
99
frétt þessa ver? skrifaða eftir fund
í Liverpool, þar sem hún hafði
haldið ræðu:
„Þetta var fámennur fundur“,
sagði Clementine í bréfi sínu, „þar
sem flestir fundarmanna voru
nefndarmenn í K.F.U.K. gisti-
heimili Merseysiae, og einnig hóp-
ur kaupsýslumanna, sem veittu
f járhagslega aðstoð í héraði þessu.
Ennfremur komu til fundarins
nokkrir ófélagsbundnir vinir K.F.
U.K. í rauninni vissi ég ekki, að
fréttamenn væru þarna til staðar,
en jafnvel þótt mér hefði verið
kunnugt um það, býst ég ekki við
að ég hefði hagað orðum mínum
þar á annan há:tt en ég gerði.“
Um fréttina skrifaði hún eftir-
farandi:
„Ég sagði ekki, að níutíu pró-
sent af dýnunum væru slitnar.
Það, sem ég sagði var, að ég héldi,
að ég héfði komið í um það bil
fjórðung allra gistiheimila okkar
víðs vegar um 1‘andið, og að ég
teldi að gott væri að skipta um
níutíu prósent af dýnunum. Ástæð
an til þess, að ég minntist sérstak-
lega á dýnurnar var sú, að ég hefi
i hyggju að koma á fót sjóði til
að standa undir kostnaði við nýj<
ar rúmdýnur í gistiheimili okkar.
Sérhver rúmdýna kostar 4 pund,
og ef við eyddum 5000 pundum
til kaupa á rúmdýnum, mundi það
aðeins nægja til að kaupa um tíu
nýjar rúmdýnur fyrir hvert gisti-
heimili. (f rauninni tókst henni
síðar að útvega nýjar svampdýn-
ur í hvert einasta rúm gistiheim-
ilanna — samtals 6000.)
En aðalinntak ræðu minnar var
að skýra fundarmönnum frá því,
hve frábærlega forstöðukonurnar
inna verk sitt af hendi og hvenær
greinilega það kom í ljós á þeim
gistiheimilum, sem voru illa búin
vegna fjárskorts, og þurftu þess
vegna meira á skyldurækinni og
hjartagóðri forstöðukonu að halda.
Ef afleiðingar þessarar óvin-
gjarnlegu fréttar urðu þær að o'kk
ur bærust háar fjárhæðir, ætti
maður aðeins að vera þakklátur.
En jafnvel þótt svo kynni að reyn
FERÐAFÓLK
Tóbak og sælgæti.
Kældir gosdrykkir og öl.
ís og pylsur.
Tjöld og svefnpokar.
oiíur og benzín.
Niðursuðuvörur og margt fleira, sem hentar
ferðamönnum.
VERZLUNIN n n
HRÚTSFIRDI
BRU
frú Sheldon sagt. — Þú veizt,
hvað henni hefur alltaf þótt vænt
um hvít blóm. Það er í rauninni
skrítið, því að hún hefur alltaf
verið fyrir sterka og fjölbreyti-
lega liti.
— Það er ekki víst henni þyki
vænt um hvít blóm lengur, hafði
Nan svarað hvasst.
— Ég skil ekki að smekkur
hennar og skoðanir hafi breytzt,
þótt andlit hennar sé breytt. Og
ef við reynum að hafa allt eins
og það hefur verið getur það
kannski hjálpað henni til að
muna.
— Muna! endurtók Nan full
fyrirlitningar. — Ég er viss um að
hún frestar því eins lengi og hún
mögulega getur! Það er sitt af
hverju sem mundi rifjast upp fyr-
ir henni — kannski fullmikið,
jafnvel fyrir hana.
— Nan? Hún hrökk upp úr
hugsunum sínum þegar hún
heyrði nafn sitt nefnt.
— Ég gekk rakleitt inn þar
sem dyrnar stóðu opnar. Ég kom
aftur í gærkvöldi. Hvernig líður
þcff?
— Þakka þér fyrir, ágætlega.
Það var gaman að sjá þig aftur,
Lenora. Eg var einmitt að Ijúka
því, sem ég þurfti að gera, svo
að við skulum koma niður og fá
okkur kaffisopa saman. Mamma
er niðri í þorpinu að verzla — í
tilefni dagsins.
— Ég mundi gjarna þiggja
kaffi, þakka þér fyrir.
Lenora Crayne kallaði sér
upp að dyrastafnum, stakk hönd-
um í síðbuxnavasana og hvarflaði
augum um herbergið. Hreint, upp
búið rúm, hrein handklæði, blóm.
— Og hvaða tilefni er það? Eig
ið þið von á gestum?
— Gestum? Rödd Nans var
beizkjuleg. — Ekki beinlínis. En
þú hefur að sjálfsögðu ekki heyrt
það, fyrst þú komst ekki aftur
fyrr enj gærkvöldi. Hinar ýmsu
LAGERMENN
Viljum ráða menn strax á varahlutalager
landbúnaðarvéladeildar. og bifreiðadelldar.
Nánari upplýsingar veitir starfsmannahald
S.Í.S., Sambandshúsinu, Reykjavík.
STARFSMAN NAHALD
HUUN F0RTID
MARGARET FERGUSON
flökkukindur fjölskyldunnar eru í
þann veginn að snúa heim á ný,
við búumst við hinum fyrsta í
dag.
— Ekki . . ekki þó Mark? Lag-
legt andlit Lenoru varð ögn föl-
ara en^áður.
— Ég hélt þið byggjuzt ekki
við honum fyrr en eftir um það
bil mánuð.
— Það er rétt. Mark losnar í
júní. Það er Tracy, sem hefur í
hyggju að heiðra staðinn með
áhrifamikilli heimkomu í dag.
Brett fór flugleiðis til New York
í síðustu viku og var sagt, að hún
væri að verða frísk og mætti fara
af sjúkrahúsinu. Svo að þess
vegna eru hvít blóm í gestaher-
berginu. Mamma hélt það væri
nærgætnara að setja hana hingað
í staðinn fyrir stóra svefnherberg
ið þeirra, að minnsta kosti fyrst
um sinn. Mamma hugsar um allt,
skal ég segja þér. Komdu, við skul
um fara niður.
Hún gekk á undan niður stig-
ann og slattaði óþarflega hátt með
hælunum, Hún var jafn há og
Brett með þykkt rauðbrúnt hár,
sem hún greiddi upp frá enninu.
Þar sem hún var bæði hávaxin og
þrekin með þykkt og mikið hár
mátti ætla að andlitið væri einn-
ig stórt og sviprnikið. en andlit
Nan var hins vegar lítið og fín-
gert eins og á po-tulínsstvttu.
Ilún hafði aldrei verið sátt við
það og fyrirleit fölleitt hörundið,
litla beina nefið litla fínlagaða
munninn og litla höku. Hún hafði
alltaf þráð að hafa skarpa drætti,
stór augu og miklar augabrúnir
og brún augu eins og Brett, en
var tilneydd að sætta sig við smá-
gert andlit sitt eins og hverja aðra
byrði í iífinu.
— Er þér ekki sama, þótt við
d^ekkum kaffið hérna? spurði
hún og gekk fyrir inn í eldhúsið.
— Svo að hún^ er orðin frísk til
að koma aftur. Ég hélt'hún hefði
slasazt svo mikið að það tæki ár
og daga áður en hún slyppi af
spítalanum.
— Þeim hefur víst tekizt bæri-
lega að lappa upp á hana, meira
að segja andlitið. Brett skrifar að
ekki sé hægt að sjá, að það hafi
verið eyðilagt — nema það er
öðru vísi en áður. Það eina sem
þeim hefur ekki heppnazt að
sauma saman er minnið. Hún er
gersamlega minnislaus enn . . .
Viltu gjöra svo vel og rétta mér
bollana þarna.
Lenora tók bollana úr skápn-
um, hún var eilítið skjálfhent en,
andlitið var svipbrigðalaust með
öllu.
— Mig grunaði ’ ekki það væri
svona alvarlegt . . að það tæki
svo langan tíma, á ég við. Ég
gerði því skóna að hún fengi
minnið aftur, jafnskjótt og hún
hefði náð sér eftir taugaáfallið.
Hvers vegna fór Brett til New
York?
— Einhver varð_ að fara. Nan
yppti öxlum. — Ég bauðst ekki
til þess . . . og auk þess hefði
ég varla fengið frí úr vinnunni.
Og þar fyrir utan var eðlilegast
að Brett færi, hann hafði tæki-
færi til þess . . . og ja, það var
einhvern veginn bezt við hæfi.
— Já, ég skil það! Lenora fisk-
aði bögglaða sígarettu upp úr
vasa sínum og kveikti í, hálf
óstyrkum höndum.
— Segir hann virkilega að hún
muni ekki nokkurn skapaðan
hlut? Er hann viss um það?
— Hann er náttúrlega ekki
læknir, svo að hann verður að
taka gildar staðhæfingar lækn-
anna. Og læknirinn sem hefur að-
allega annazt hana segir að hún
þjáist af algeru minnisleysi og að
engin batamerki séu sjáanleg. En
hún er líkamlega nógu frísk til
að fara af sjúkrahúsinu, svo að
við verðum sjálfsagt að reyna að
láta henni líða sem bezt. Þú vilt
svart kaffi, er það ekki?
Þær settust við hvítskúrað eld-
húsborðið hvor með sinn kaffi-
bolla. Dyrnar út í matjurtagarð-
inn stóðu opnar, garðurinn var
alltof stór til að þau gætu sinnt
honum svo vel væri, þar sem þau
voru flest að heiman alla daga.
Gegnum blöðin á trjánum sást
hilla í akrana umhverfis Avebury.
Dúfur tvær sástu og tístu fyrir
utan dúfnahusið við limgerðið og
fyrstu vorblómin voru að springa
út. Lenora drakk af kaffinu, hugsi
á svip.
— Ef það er satt — ég á við
ef hún hefur í raun og veru misst
minnið, man hún sennilega heldur
ekki eftir Mark og það sern fyrir
14
T f M I N N, sunnudaginn 7. júní 1964 —
I ( ■)
•i )
t í '