Tíminn - 07.06.1964, Blaðsíða 6
Fulltrúi „hinna góðu,
gömlu daga”
Allar líkur þykja nú benda
til þess, að Barry Goldwater,
öldungadeildarþingmaður frá
Arizona, verði frambjóðandi
republikana í forsetakosningun-
um í Bandaríkjunum á komandi
hausti. Hann vann sigur í próf-
kjðri hjá flokknum, sem fór
fram síðastliðinn þriðjudag, en
það var talið líklegt til að ráða
þvíj hvort hann næði útnefn-
ingu sem forsetaefni á þingi
republikana, sem kemur saman
í Kalifomíu 13. júlí n. k. Eftir
þetta þykir harla ólíklegt, að
frjálslyndari mönnum flokksins
takist að hindra útnefningu
hans.
Framboð Goldwaters sem for-
setaefnis republikana mun
marka talsverð þáttaskil í
amerískum stjórnmálum. Síðan
Hoover féll í forsetakosningun-
dm 1932, hefur frjálslyndari
armur republikana jafnan ráð-
ið valinu á forsetaefni flokksins
þar til nú, ef Goldwater verður
fyrir því. Goldwater er forseta-
efni hægri aflanna í flokknum.
Segja má, að hann taki upp
þráðinn, þar sem hann féll nið-
ur hjá Hoover. Goldwater vill
fá aftur hina „góðu, gömlu
daga“ áður en stjórnartíð
Franklin D. Roosevelts hófst í
ársbyrjun 1933. Hann vill láta
einkafjármagnið hafa sem ótak-
markaðast svigrúm, draga úr
hvers konar afskiptum ríkis-
valdsins til jöfnunar á aðstöðu
einstaklinganna, skerða rétt
samvinnufélaga og verkalýðsfé-
laga, láta fátæktina og efnaleys-
ið vera aðalhöftin. Hann vill
hverfa aftur til „hinnar góðu,
gömlu Ameríku“, þegar auð-
magn stórgróðavaldsins fékk að
leika miklu lausari hala en það
þó gerir nú.
Hér á landi eru til ýmsir
menn, sem virðast talsvert
undrandi yfir því, að slíkur full-
trúi „hinna góðu, gömlu daga“
skuli eiga verulegan hljóm-
grunn fyrir skoðanir sínar í
Bandaríkjunum. Um þetta má
segja: Maður líttu þér nær.
Yfirlýsing Ölafs
Hér á landi munu menn minn
ast þess, að þegar Ólafur Thors
lagði „viðreisnarlöggjöfina“
fyrir Alþingi í febrúar 1960,
lýsti hann því sem einum meg-
intilgangi hennar að koma á
að nýju frelsi „hinna góðu
gömlu daga“. Þetta var líka hár-
rétt hjá Ólafi. Megintilgangúr
„viðreisnarinnar“ var að færa
þjóðfélagsmálin að verulegu
leyti aftur í sama horf og fyrir
1927 eða áður en áhrifa Fram-
sóknarflokksins og Alþýðu-
flokksins tók að gæta verulega.
Fram að þeim tíma hafði einka-
auðurinn haft fullt' olnboga-
rúm og kiörin því verið mjög
misjöfn. Á árunum 1927—58
var markvisst unnið að því að
bæta kjör hinna efnaminni og
leysa úr læðingi framtak þeirra,
m. a. með hagstæðum lánum
og ýmsum opihberum stuðningi
öðrum, en þetta þrengdi að
sjálfsögðu nokkuð olnbogarými
hinna efnameiri. Með „viðreisn-
inni“ 1960 var brotið blað í
þessum efnum. Allur stofnkostn
aður var nær tvöfaldur, láns-
kjör gerð stórum óhágstæðari,
ýmis opinber aðstoð skert og
þannig heft á margan hátt
framtak hinna efnaminni.
Verkalýðsfélögin voru svipt
rétti til að semja um verðtrygg-
ingu á launum. Þrengt var að
samvinnufélögunum á margan
hátt. Allt stefndi þetta að því
að tryggja einkaauðmagninu
sem mest frjálsræði og svig-
rúm meðan þrengt var að öllum
almenningi. Þannig skyldi end-
urreist frjálsræði „hinna góðu
gömlu daga“.
Góðærið og „við-
reisnin”
Sem betur fer hefur fram-
vindan orðið sú, að kjaraskerð-
ingarstefna „viðreisnarinnar“
hefur ekki heppnazt, nema að
takmörkuðu leyti. Stjórnarand-
staðan hefur verið það öflug,
að ríkisstjórnin hefur neyðzt til
þess að falla frá ýmsum áform-
um sínum. Nú seinast hefur
hún orðið að falla frá banninu
gegn verðtryggingu launa og að
hætta hinu algera aðgerðaleysi
sínu í húsnæðismálunum. Þó
hefur góðærið leikið „viðreisn-
ina“ grálegast, ásamt útfærslu
fiskveiðilandhelginnar 1958 og
nýrri veiðitækni. Aflabrögð
hafa því ofðið miklu meiri en
áður og í sambandi við þau
skapazt mikil eftirspurn eftir
vinnuafli. Eftirvinna hefur orð-
ið mikil og margir verið „yfir-
borgaðir". Hin almenna kjara-
skerðing, sem stefnt var að
með „viðreisninni", hefur því
orðið minni en ella. Góðærið
hefur þannig gert alvarlegt
strik í áætlun „viðreisnarinn-
ar“. En það hefur jafnframt orð
ið þess valdandi, að menn hafa
ekki kynnzt henni nema að tak-
mörkuðu leyti.
Frjálsræði auð-
magnsins
Þótt stjórnarflokkarnir hafi
af framangreindum ástæðum
ekki getað framfylgt „viðreisn-
inni“ nema að takmörkuðu
leyti, hefur henni verið fram-
fylgt á einu sviði út í æsar.
Auðmagn hinna ríku hefur
fengið að leika lausum hala.
Ríkisstjómin hefur ekki vilj-
að gera neitt til að halda því í
eðlilegum farvegi. Af frjálsræði
þess leiðir nú það, að eftir-
spurnin eftir vinnuafli er svo
mikil, að nauðsynlegustu at-
vinnugreinar skortir vinnuafl
og yfirboð fara sívaxandi á
vinnumarkaðinum. Hrein ring-
ulreið ríkir því í launamálum
og efnahagsmálum yfirleitt.
Ekkert bendir samt til þess, að
ríkisstjórnin vilji neitt hrófla
við þessu endurreista frjáls-
ræði „hinna góðu gömlu daga“.
Helzt lætur hún í það skína,
að hún ætli að auka sparifjár-
frystingu, sem einkum myndi
þrengja framtak hinna efna-
minni og draga. úr verklegum
framkvæmdum ríkisins, eins og
skólabyggingum, þótt skólamál-
in séu víða í fyllsta ólagi vegna
húsnæðisskorts. En hvað á að
vera að hugsa um menninguna,
þegar frjálsræði einkaauðmagns
ins er annars vegar? Ekki
myndi Goldwater gera það.
Þetta frjálsræði „viðreisnar-
innar“ á eftir að hefna sín
grimmilega. Nauðsynlegustu
framkvæmdir mæta afgangi
meðan aðrar ónauðsynlegri
hafa forgangsrétt. Afleiðingin
verður í mörgum tilfellum sú,
að afköst og framleiðni atvinnu
veganna aukast stórum minna
en ella. Rík þjóð eins og Banda
ríkjamenn getur kannske leyft
sér að fylgja stefnu Hoovers og
Goldwaters, en það hentar ekki
fátækri þjóð eins og fslending-
um, er þurfa að nýta vinnuafl
og fjármagn sem haganlegast
með tilliti til uppbyggingar og
framfara í landinu.
Samkomulag það, sem hefur
náðst milli ríkisstjórnarinnar og
stéttarfélaganna um kjaramál-
in, er verulegur árangur i sam-
anburði við það, sem orðið
hefði, ef ríkisstjórnin hefði get
að komið fram fyrirætlunum
sínum um lögbindingu kaup-
gjaldsins. Með því hefur feng-
izt fram nokkur verðtrygging
launa og stóraukið framlag til
íbúðabygginga, ásamt nokkrum
lagfæringum á kauptöxtum.
Ekkert af þessu myndi hafa
fengizt, ef ríkisstjórnin hefði
komið kaupbindingunni fram.
Það er vissule^a rangt að
gera lítið úr þessu, en hitt er
bka jafn rétt, að hægt var að
gera stórum betur. Framsókn-
armenn hafa bent á leiðir til
þess að tryggja stórum meiri
kjarabætur eins og lækkun
tolla og vaxta. Og vissulega er
það nokkuð örðug ganga fyrir
verkalýðssamtökin að þurfa nú
eftir aUt góðæri undanfarinna
ára að semja um lakari kjör en
þeim stóð til boða haustið
1958. Þá var kaupmáttur dag-
launa meiri, vísitöluuppbætur
hagstæðari og byggingalán raun
ar hagstæðari, þegar tekið er
tillit til þess, að hækkun þeirra
vegur ekki á móti þeirri aukn-
ingu byggingarkostnaðar, sem
orðið hefur á þessum tíma.
Launþegar voru því illa leiknir
af forráðamönnum sínum, þeg-
ar hafnað var samningum við
vinstri stjórnina.
Sennilega mun erfitt að finna
þá ríkisstjórn, sem þurft hefur
að beita verkfallshótunum til
að knýja fram þau auknu fram
lög til íbúðabygginga, er felast
í samkomulaginu við verkalýðs
samtökin. Auðséð er, að ríkis-
stjórnin hefði ekkert gert í
þessum málum, ef hún hefði
ekki verið vakin af svefninum.
Það sýndi framkoma hennar á
síðasta þingi. Enda þótt þetta
sé veruleg úrbót, miðað við
það, sem var, er hér þó miklu
skemmra gengið en í nágranna-
löndunum. Þess vegna þarf að
herða baráttuna áfram, því að
stjórnin gerir bersýnilega ekki
neitt nýtt í þessum málum,
nema hún sé tilneydd.
Vaxandi umtal er um greiðsl-
ur vegna áfallinna ríkisábyrgða.
Þessar greiðslur hafa aldrei
orðið meiri en í tíð núverandi
stjórnar og stærstu greiðslurn-
ar eru vegna ábyrgða, sem orð-
ið hafa til. eftir 1958. Þá vekur
það alveg sérstaka athygli, að
eigendur margra þeirra hlutafé
laga, sem mest hefur verið
greitt fyrir, hafa stofnað önn-
ur hlutafelög eða fyrirtæki,
sem virðast eiga hinn greiðasta
aðgang að bönkum og lána-
sjóðum. Þannig leikur nú flest
í lyndi hjá ýmsum stórgróða-
mönnum meðan kjörin þrengj-
ast hjá öllum almenningi. Fátt
er táknrænna um stjórnarstefn-
una.
UM MENN OG MÁLEFNI
Aðalfundur Sambands (slenzkra samvinnufélaga hófsf a3 Blfröst 5. júni. Hér sjást nokkrir fundarmerm f
kaffihléi á tröppum Blfrastar. (Ljósm.: TÍMINN, KJ).
Kjörseðillinn
Frjálsræði, sem
hefnir sín
Afsökun verkalýðssamtak-
anna fyrir því að þau geta nú
ekki komið eins miklu fram 1
samningum við ríkisstjórnina
og þeim stóð til boða 1958, er
fyrst og fremst sú, að nú er
að eiga við ríkisvald, sem er
andstætt launastéttunum. Þetta
sýnir það vel, að þótt vald
verkalýðssamtakanna sé mikið,
er það þó ekki einhlítt. Mesta
valdið felst 1 kjörseðlinum.
Hag sinn treysta menn bezt
með því að merkja kjörseðil-
inn þannig í þingkosningum, að
það tryggi réttlátt og vinveitt
ríkisvald. Þetta hafa stórgróða-
mennirnir gert sér vel ljóst.
Þess vegna búa þeir nú við
endurnýjað frjálsræði „hinna
góðu, gömlu daga“.
Byggingamálin
Samkomulagið
um kjaramálin
Ríkisábyrgðirnar
TIMINN, sunnudaglnn 7. jún! 1964 —. ,
6