Tíminn - 07.06.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.06.1964, Blaðsíða 7
MAX LERMER Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón DavíSsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur,' s£mi 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Sjómannadagurinn í DAG er 27. sjómannadagurinn hátíðlegur haldinn. íslenzk sjómannastétt verðskuldar það vissulega, að þjóðin hylli hana á sérstökum hátíðisdegi. Það er viður- kennt, að sjómenn eru sú stétt þjóðfélagsins, sem vinnur áhættusömustu og erfiðustu störfin. Það er einnig við- urkennt, að íslenzkir sjómenn standa í fremstu röð á sviði verkkunnáttu og dugnaðar. Hér kemur á land meiri afli á hvern einstakan sjómann en í nokkru öðru landi heimsins. Með nýtízku tækjum hefur aflinn margfaldazt og íslenzkir sjómenn hafa fundið upp veiðiaðferðir, sem taka fram þeim, er annars staðar þekkist og útlendir geta margt lært af íslenzkum sjómönnum. Fyrir þetta eru sjómenn góðs maklegir af þjóðinni. En þá viðurkenningu hefur oft skort í verki og sjómenn hafa orðið að heyja harða baráttu fyrir réttindum sínum. Enn vantar á, að nægilega sé tryggð afkoma aðstandenda sjó- manna, þegar voveiflegir atburðir gerast. Á síðasta kjörtímabili hafa sjómenn orðið að heyja stórverkföll, togaraverkföll og síldveiðistöðvanir vor og haust og enn í vor þurftu þeir að standa í deilum út af hlutaskiptum og er ekki séð fram úr því máli enn þá. Það er reyndar rétt, að margir sjómenn hafa borið sæmilega úr býtum síðustu ár. En hve oft hafa sjómenn ekki borið lítið úr býtum — og hver veit hvenær afli kann að bregðast? Stærsta skrefið, sem stigið hefur verið til að tryggja afkomu sjómanna er útfærsla landhelginnar í 12 mílur haustið 1958. „Viðreisnarstjórnin“ hleypti Bretum inn í landhelgina að nýju og leyfði þeim togveiðar fram á þetta ár, en skuldbatt sig jafnframt og sem verra var til þess að færa ekki fiskveiðilandhelgina út í framtíðinni, nema með leyfi Breta og alþjóðadómstóls. Frekari út- færsla er mesta hagsmunamál sjómanna og þjóðar- innar allrar og því verður það megin baráttumál rétt- sýnna manna á næstu árum að losna við brezka haftið. Tíminn óskar sjómönnum til hamingju á þessum hátíð- isdegi og giftu og gengis á komandi árum. Grár leikur Vísir þorir ekki fremur en hin stjórnarblöðin að minn- ast á það, að skuldir þjóðarinnar erlendis hafa aukizt mun meira en inneignir bankanna síðan vinstri stjórnin lét af völdum í árslok 1958. Inneignir, sem stjórnar- blöðin hafa mest gumað af, byggjast þannig alveg á skuldasöfnunum. í stað þess að minnast á þetta, heldur Vísir áfram blekkingum um stöðu bankanna í árslok 1958. Fyrst hélt hann því fram, að hún hefði verið óhagstæð um 54 millj. kr. Eftir að þetta hafði verið rekið ofan í hann, játaði hann, að staðan hefði verið hagstæð um 86,5 millj., en telur það hins vegar rangt, að hún hafi verið hagstæð um 228 millj. kr., eins og Tíminn hafði sagt. Sú tala Tímans er þó tekin beint úr skýrslum Seðla- bankans, þar sem þessi upphæð er reiknuð á núv. gengi, en vitanlega er það eitt rétt, ef gera á samanburð á ástandinu fyrr og nú. Vísir notar hins vegar tölur með gamla genginu, en sá samanburður er vitanlega út í hött að öðru leyti en því, að hann getur sýnt hina miklu verðrýrnun gjaldmiðilsins í tíð ,,viðreisnarstjórnarinnar“. Erlend gjaldeyriseign, sem nam 86,5 millj. íslenzkra króna í árslok 1958, nemur nú 228 millj. íslenzkra króna. Svo grátbroslega hefur núv. ríkisstjórn leikið gjaldmiðil þjóðarinnar. Johnson forseti boðar aukin skipti við kommúnistarikin Vaxandi áhugi á einni Evrópu í stað núverandí tvískiptingar Fyrir skömmu var opnað í Bandaríkjunum bókasafn, sem stofnað var til minningar um Marshall hershöfðingja. John- son forseti hélt ræðu við það tækifæri. Milda athygli vakti, að forsetinn fjölyrti ekki um Marshall sem yfirmann Banda- ríkjahers. Hann ræÆdi einkum um Marshall aðstoðina og al- veg sérstaklega það atriði, að Marshall bauð upphaflega að hún skyldi látin ná til ríkja austan járntjalds, en Stalín hafnaði því. RÍKISSTJÓRNIR eru venju- lega seinni til þess en aÚir aðrir aðilar að opna augu sín fyrir nýjum viðhorfum, sem menntuðum mönnum og víð- sýnum virðast liggja í augum uppi, hvað þá að breyta sam- kvæmt þeim. Góðar ríkisstjórn ir gera þetta þó áður en það er um seinan. Það var skemmti leg hugmynd að nota til þess tækifærið á minningarliátíð um Marshall að opna dyrnar fyrir þjóðum Austur-Evrópu og leiðtogum þeirra, sem fýs- ir mjög að koma nær og sjá, hvað á seyði er hjá vestræn- um þjóðum. í augum ferðamanns, sem lagði leið sina til Parísar í fyrra til þess að athuga horf- umar á einingu Evrópu, var sú staðreynd einna skuggaleg- ust, að öll sókn til aukinnar eíningar Vestur-Evrópu var þá alveg stöðnuð. Hitt vakti aft- ur á móti nokkrar vonir, að í fyrsta sinn á 20 árum virtist vera í augsýn möguleiki á sam- einingu Austur- og Vestur- Evrópu í tíð núlifandi manna, en valdakröfur kommúnista ollu klofningu álfunnar í tvo hluta við lok styrjaldarinnar. JOHNSON forseti hefur haft til þess hugrekki að halda dyrunum opnum fyrir komm- únistastjórnum Austur-Evrópu, þrátt fyrir kosningabaráttuna, sem fyrir dyrum stendur. Áhættuminni yrði þó að telja þá afstöðu fyrir forsetann, að láta sér ekki ótt i þessu efni. Það sýnir bezt, hve forsetinn metur afla Goldwaters lítils, að hann skuli leyfa sér að hætta á þessa afstöðu. Velta mætti því fyrir sér, hvað öldungadeildarþingmað- urinn frá Arizona gerði, ef. hann væri forseti og yrði að taka ákvörðun um, hvort hann örvaði til tengsla við Austur- Evrópu með því til dæmis að taka vel á móti verzlunarsendi- nefndinni frá Rúmeníu, eða snerist öndverður gegn öllum „friðkaupum" og sendi hana heim til föðurhúsanna í Moskvu. AUÐVITAÐ ber að hafa í huga, að ef orðið „friðkaup" er notað yfir hálfgerða nauð- ungarsamninga við öflugan andstæðing til þess að milda afstöðu hans, þá á orðið ekk- ert skylt við það, sem hér er um að ræða. Rússar óska auð- vitað ekki eftir versnandi valda aðstöðu sinni í Austur-Evrópu ' og fagna alls ekki komu rúm- enskrar verzlunarnefndar til GEORGE C. MARSHALL — fyrrum hershöfðingi og utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna. Washington. En þeir standa ráðþrota andspænis hvoru tveggja. Um það er ekki að ræða hér að verið sé að kaupa frið af Rússum. Hér er aðeins ver- ið að færa sér í nyt verulega veikta aðstöðu Rússa í von um að takast megi að rjúfa þann vegg, sem þeir hlóðu fyrir 20 árum. Sé á málið litið fyrst og fremst frá hlið valdaaðstöðunn ar, er hér um það að ræða að leysa veldisheild stjórnarinnar í Kreml upp í nokkrar þjóðleg- ar kommúnistastjórnir, sem að vísu verða tengdar Moskvu vegna sameiginlegra fræði- og trúarkenninga, en yrði þó kleift að þokast. í átt til auk- ins efnahagslegs, pólitísks og menningarlegs frelsis. JÚGÓSLAVÍA varð fyrst til þess að rjúfa heild stjórnarinn- ar í Kreml árið 1948. Banda- ríkjamenn studdu þessa ráða- breytni og sá stuðningur var réttmætur, þar sem hér var hafið á loft það merki, sem aðr- ar þjóðir gátu síðar tekið upp. Pólverjum og Ungverjum tókst ekki eins vel og Júgó- slöyum þegar þeir reyndu að slíta sig lausa. Stuðningur Bandaríkjamanna við pólsku stjórnina hefur þó ekki verið unninn fyrir gíg, þrátt fyrir þá staðreynd, að samband Gomulka og Krustjoffs er nú nýlega orðið innilegra en það nokkurn tíma var áður en til- raunin var gerð. Hér hafa Bandaríkjamenn sannað, að óhætt er að treysta því að þeir standi við loforð sín gagnvart þjóðlegum kommúnistastjórn- um. Tilraun Rúmena til sjálf- stæðis er að mestu einskorðuð við efnahagssviðið, en hún er einmitt möguleg vegna for- dæmis Júgóslava og Pólverja. VALDAAÐSTAÐAN er þó ekki það eina, sem hafa ber í huga, þegar á málið er litið. Mikilvægari verður til dæmis að telja þróun evrópskrar menningar í framtíðinni. Jafn vel kommúnistar lifa ekki á brauði einu saman. Þeir þarfn- ast hugsjóiia, sem sættir þá við strit og amstur hversdags- ins. Fyrst eftir stríðið kunna kommúnistar Austur-Evrópu að hafa alið þá von í brjósti, að hinn mikli draumur um al- heimskommúnisma rættist ein hvern tíma og vert væri að leggja á sig sult og þjáningar vegná þess og fórna því blóði sínu. En þessi von er nú greini lega slokknuð og kviknar aldr- ei aftur. í bókmenntum og listum gætir nýrrar viðleitni til að nálgast þá hámenningu, sem eitt sinn ríkti í Evrópu allri og enn ríkir í Vestur-Evrópu. Vart verður nýrrar og áleitinn ar forvitni um hugsjónir, sem sannleikurinn samkvæmt flokkslínunni getur ekki satt. Áhugi er vakinn fyrir sveigj- anlegri efnahagsáætlunum en tíðkazt hafa til þessa og al- mennrar forvltni gætir gagn- vart fjölbreytilegu og flóknu skipulagi Vestur-Evrópumanna. ALLT veldur þetta nýjum viðhorfum stjórna í kommún- istaríkjum eins og Rúmeníu og Júgóslavíu til skipta við Vest- urlandabúa. Þær reyna fyrir sér um aukin verzlunarvið- skipti, efnahagsaðstoð ef til vill og alveg áreiðanlega um aukin tengsl menntamanna, rithöfunda og listamanna. f þessu felst ein alvarleg hætta fyrir Vesturveldin. Mjög er hætt við að þetta dragi til muna úr hernaðar- legri árvekni Vestur-Evrópu- manna og verði þannig til að ' efla fylgi kenningarinnar um tímabært afnám bandalaga, sem Ronald Steel ræðir um í bók sinni um Atlantshafsbanda lagið. Það er staðreynd, að menn trúa því síður en áður að Rússar ráðist á Vestur-Evrópu. Þetta mun þó fremur stafa af erjunum milli kommúnistaríkj- anna innbyrðis en nýjum og breyttum viðhorfum milli Austur- og Vestur-Evrópu. Atlantshafsbandalagið mun lifa þetta af, en líkur eru á að það breyti um mynd að ein- hverju leyti. MJÖG MIKLU máli skiptir hvernig sú Evrópa á að verða, sem Evrópumenn dreymir um. De Gaulle aðhyllist „þrönga“ eða „innhverfa“ mynd af Evr- ópu. Hann þokar Englandi út fyrir ramma þeirrar myndar, gerir Frakkland að forusturík- inu og gerir gys að hugmynd- inni um tengsl Bandaríkjanna og Evrópu. Ný viðleitni til aukinna sam skipta Austurs og Vesturs verða fremur til þess að stækka en minnka framtíðarmynd Evrópu, gerir litið úr inn- hverfri hreppapólitík de Gaulles og rennir á ný stoðum undir hugmyndina um eina, sameinaða Evrópu í tengslum við Bandaríkin. Það er stað- reynd, að ný Evrópa er að verða til. Það, sem Johnson forseti talar um, kann því að verða annað og meira en draumur áður en lýkur. (Þýtt úr New York Post). i • \ ; i, .» ' 'l V. ,1 ' l 1 , v * > t f i t ‘ ( ') 4 '*''•/ F ' IVik' '''r ! T í M I N N , sunnudaginn 7. júní 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.