Tíminn - 11.06.1964, Page 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN.
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þor5teinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta-
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson.
Ritstjórnarskriístofur í Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif-
stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar
skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan-
lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Áðalfundur Stéttar-
sambands bænda
Það voru heldur kaldar kveðjur, sem fulltrúar á aðal-
fundi Stéttarsambands bænda fengu hjá landbúnaðarráð-
herra að þessu sinni. í fyrsta sinn síðan Stéttarsambandið
var stofnað, flutti hann nú ekki ávarp á aðalfundin-
um. í stað þess bauð hann fulltrúunum til hádegisverðar
og flutti þar einhverja þá óvenjulegustu ræðu, sem sög-
ur fara af við slíkt tækifæri. Ræða þessi, sem var mjög
löng, var full af alls konar ádeilum og ónotum í garð
samtaka bænda og einstakra bænda og hefur Mbl. því
ekki treyst sér til að birta nema útdrátt úr henni. Flokks-
bræður ráðherrans, sem þarna voru mættir, voru ekki
sízt undrandi yfir þessari veizluræðu ráðherrans.
Þótt bændur séu slíkri gestrisni óvanir, myndu þeir þó
vafalítið láta þetta kyrrt liggja, ef þeim þætti ekki þessi
ræða ráðherrans slæmur fyrirboði. Að mörgu leyti gat
hún bent til þess, að ríkisstjórnin hygðist taka enn kulda-
legar á málum bænda en áður og þessi framkoma ráð-
herrans ætti að vera þáttur í því að beygja þá til undan-
látssemi og hlýðni. Til þess benti ekki sízt sá tónn hjá
ráðherranum, að bændur byggju við betri kjör en áður
og þyrftu ekki neitt að kvarta.
Það kom annars glöggt fram á aðalfundinum, að land-
búnaðurinn er nú staddur í meiri hættu en nokkru sinni
fyrr. Svo mikill er nú fólksflóttinn úr sveitunum. Að
nokkru leyti stafar þetta. ^f svipuðum ástæðum og ann-
ars staðar, að fólkið sækir til þéttbýlisins, þar sem þæg-
indin þykja meiri og skyggja óeðlilega á þá kosti, sem
sveitalífinu fylgja. En að verulegu leyti rekur þetta ræt-
ur til stjórnarstefnunnar. Hún hefur stóraukið allan
kostnað við búrekstur og bústofnun. Þess vegna gefast
nú fleiri og fleiri bændur upp af f járhagslegum ástæðum,
og unga fólkið treystir sér ekki til að taka við.
Aðalfundur Stéttarsambandsins benti á ýmsar leiðir til
að mæta þessu, en tvær kalla á skjótasta lausn. önnur
er sú, að leiðrétting fáist á grundvelli afurðaverðsins, svo
að opinberar skýrslur sýni ekki áfram. að bændur séu
lang tekjulægsta stétt landsins. Hin er sú, að iánskjör
landbúnaðarins verði stórbætt, lánin aukin og lengd og
vextir lækkaðir, svo að hægt sé fyrir bændur að halda
uppi framkvæmdum, er nútímabúskapur krefst.
Vonandi boða ekki hinar köldu kveðjur, sem fulltrúar
bænda fengu í veizlu ráðherrans, það, að ríkisstjórnin
ætli að standa gegn því, að bændur fái þessar leiðrétt-
ingar, sem á margan hátt eru hliðstæðar þeim sem verka-
lýðssamtölcin hafa nú fengið fram. í því sambandi er
alveg sérstök ástæða að árétta það, að bændur krefjast
ekki neins, sem er hliðstætt grunnkaupshækkun hjá
launafólki, heldur fyrst og fremsí, samræiriingar og leið-
réttingar.
Ef ríkisstjórnin stendur gegn þessum réttmætu kröf-
uni; á það eklci aðeins eftir að bitna á bændum, heldur
þjóðinni allri, því að án blómlegs og vaxandi landbúnað-
ar verður ekki búið sæmilega í þessu landi.
Eínsdæmi
Það er einsdæmi, sem gerðist í samningum ríkis-
stjórnarinnar og verkalýðsfélaganna nú, að verkalýðs
samtökin skuli þurfa að knýja fram aðgerðir í húsnæð-
ismálum í sambandi við kjarasamninga. En slíkt var
aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálunum
orðið, að þetta var óumflýjanlegt.
_________________________________\
T í M I N N, fimmtudaglnn 11. júnf 1964 —
Stalin kom Kínverjum í klípu
með árásinni á Suður-Kóreu
Rússar hafa alítaf verið ófúsir tii að efla Kínverja.
Erling Bjöl er einn kumnasti
sérfræðingur Dana á sviði
utanríkismála. Haiiai ferðað
ist áður viða um lönd og
skvifaði greinair fyrir ýmis
blöð, en nú er hann sögu-
prófessor í Árósum. Eftirfar
andi grein hans er eins kon.
air ritdómur um þrjár nýjar
bækur, sem fjalla um ýmsa
þætti kommú'nismans, þ.e.
„The Centre of the World“
eftir Robert S. Elegant,
,,Korea: the limited War“
eftir David Rees og „Social
isin in One Country 1924—
1926“ eftiir E. H. Carr.
MARGT er frumstætt í þjóð-
lífi Kínverja, en engu að síður
er Kína orðið stórveldi á ný og
fram hjá því verður ekki geng-
ið þegar fjallað er um málefni
Asíu. Ög Kína er jafnframt orð
ið heimsveldi í fyrsta sinn og á
sér ákveðna stefnu gagnvart
Evrópu, Afríku og Suður-Amer
íku.
Endurheimt stórveldisaðstöð
unnar í Asíu á Kína að þakka
mannmergð sinni ásamt því,
að því hefir loks tekizt að sam-
einast á ný. Heimsveldisaðstöð
una hefir það aftur á móti öðl
azt fyrir kraft aðfenginna
kennisetninga.
Og hvort má sin meira hið
endurreista ríki eða kennisetn
ingarnar? Robert S. Elegant
víkur að þessu í sinni nýju bók,
en hún er að því leyti sérstæð
í hinu mikla bókaflóði um Kína,
að hún er vel skrifuð. Elegant
leggur megináherzlu á það
hlutverk Maos að framhalda
hinni kínversku erfð, qkki að-
eins sem mótandi ríkisins, held
ur einnig sem boðberi.
DRAUMURINN um sæluríki
á jörðu er gamall meðal Kín
verja Að áliti Elegants eru
núverandi „taugateygjur" í
Kína síðasta en ekki sízta stig
þróunar, sem hófst um það bil
900 áium fyrir Krist.“
Næsti og ljósasti fyrirrennari
Maos er þó Hung Hsiuchuan.
Kommúnistar dá mjög uppreisn
arhre.vfingu hans, en hún var
barin niður fyrir réttri öld og
blóðbaðið var svo mikið, að
helzt má líkja því við evrópskt
stríð á okkar dögum. Sagt er,
að tala fallinna hafi numið 20-
30 mtlljónum.
Eftirtektarvert er, að það
voru einnig aðfengnar hugsjón
ir úr vestri sem Hung byggði
á sitt „mikla himneska konungs
ríki friðarins“. Þetta var hin
kristna mótmælendahreyfing
og Elegant segir, að Kínverj
ar hafi þá eins og hú komið trú
boðu.n hinnar vestrænu menn
ingar í bobba með því að taka
orð þeirra alltof bókstaflega
MARXISTÍSK bókstafstrú
Kínverja er samt em áður að-
eins cin af ástæðunum til á-
rekstranna milli stjórnanna i
Moskvu og Peking, og ef til
vill ekki sú mikilvægasta, þó
að mest beri á henni. Elegant
bendii í þessu sambandi á að
sjálm Rússa i efnahagsaðstoð
við kinversku „bræðraþjóðina“
Hann fullyrðir, að Kínverjar
STALIN
hafi ekki fengið eina einustu
rúblu að gjöf.
En þetta er ekki alls kostar
rétt. Klaus Mehnert hefir sýnt
fram á það í bók sinni, að gef
inn hafi verið búnaður eins
sjúkrahúss, 20 sauðkindur til
undaneldis og áhöld handa einu
ríkisbúi, sem hlaut nafnið „Vin
áttaf'
Hvað sem þessu líður er fróð
iegt að athuga hér til saman
burðai lánastefnu Rússa gagn-
vart ,,borgararíkjum“ eins og
Indlandi og Egyptalandi. Sovét-
ríkin hafa lánað Inverjum fjár-
hæð scm samsvarar 933 milljón
um dollara og Egyptalandi 783
milljónum, en Kína hefir að-
eins fengið að láni fjárhæð,
sem jafngildir 430 milljónum
dollara. Alla aðra aðstoð, þar
á meðal vopnasendingar, hafa
Kínverjar orðið að greiða með
vörum og við verði, sem naum
ast verður talið hagstætt.
Brezki sagnfræðingurinn E.
H. Carr rekur sögu kínversk-
rússneskra samskipta, einkan-
lega í byrjun Stalíntímans, í
nýjum bindum risaverks síns
Sögu Sovétrússlands. Þegar á
skýringar Carrs er litið hlýtur
mann að furða mest á því, að
ekki skuli löngu fyrr hafa kom
ið til beins fjandskapar milli
rússneskra og kínverskra komm
únista. Ritverk Carrs er ná-
kvæmf og ríkulega stutt skjal-
legum tilvitnunum. Þar er
greinilega sýnt fram á, hvern
ig Rússar hafa notfært sér hina
kínversku flokksbræður í eigin
gjörnum tilgangi.
STALÍN fylgdi Chiang Kai
Sek að málum allt þar til Mao
hélt innreio sína í Peking. Þá
smeygði hann böndum sínum á
hina nýju ríkisstjórn með ein-
hverju djöfullegasta bragðinu i
sínum meistaralega valdavef.
þ. e. Kóreustríðinu.
Alien S. Whiting sýnir fram
á það í bók sinni „Kínverjar
fara yfir Yalu“ að Kóreustríð
ið hafi verið fyrirtæki, sem
laut aigerlega rússneskri stjórn
í upphafi Deila má um, hvort
Stalín hafi séð fyrir allar af-
leiðingar, eins og Palczi-Horv-
ath heldur fram í ævisögu Maos
Kommúnistar höfðu fyrirfram
hlotið ákveðið athafnafrelsi
vegna gáleysislegra yfirlýsinga
Mac Arthurs fyrst og síðar
Dean Achesons. sem gáfu i
skyn, að Kórea væri utan varn
arsvæðis Bandaríkjanna.
Stalín hefur jafnvel ekki get-
að séð fyrir að Bandaríkja-
menn brygðust við á annan veg
en þeir höfðu sjálfir sagt.Afleið
ingarnar urðu verulegur ávinn
ingur fyrir Rússa, ekki sízt í
Au.sturlöndum. Hlutleysi Tai-
wan hafði gert Bandaríkjamenn
og Kinverja andstæða hvora
öðrum. Ágreiningurinn ágerðist
þegar Mac Arthur réðst inn í
Norður-Kóreu, og ekki hefir
reynzt unnt að draga úr hon
um aftur allt til þessa dags.
Mao tók sér þarna stöðu með
Stalín, sem auk þess tókst að
koma málum svo fyrir, að Kín
verjar önnuðust varnir rússn-
eskra hagsmuna og urðu sjálf
ir að bera kostnaðinn, sem af
því leiddi.
EFTIR lát Stalíns tókst Kín
verjum fljótlega að smeygja sér
úr þassari gildru. Við þetta óx
þó enn ágreiningurinn milli
Bandaríkjamanna og Kínverja.
Englendingurinn David Rees
hefir sýnt fram á það í hinni
nýju bók sinni um Kóreustríð
ið, að Foster Dulles hafi þá
fyrst hótað ..víðtækum gagn-
ráðstöíunum“ og beitt kjarn
orkuvopnunum sem trompi i
því milliríkjaspili.
Kínverjar höfðu lært af dýr
keyplri reynslu og snérust til
fylgis við „friðsamlega tilveru
hlið við hlið“ á undan Rússum.
Mao fór að fara sínar eigin
leiðir Krustjoff varð að grípa
til kjarnorkuvopnanna sem
tromps til þess að ná taki á
honum á ný Haustið 1957
héldr Kínverjar og Rússar ráð
stefnu um kjarnorkumál og þar
lofaði Krustjoff að aðstoða
Kína við að verða kjarnorku-
veldi
Ef til vill hefir þetta stigið
Kínve' jum til höfuðs. 1958
gerðust þeir svo áleitnir í utan
ríkisslefnu sinni, að Rússar
urðu áhyggjufullir. Vorið 1959
tryggði Mao forna kínverska
hagsmuni með því að brjóta
uppreisn í Tíbet á bak aftur
með vopnavaldi og eyðandi
eldi. Krustjoff hvarf þá frá
kjarnorkusamkomulaginu og
fór í heimsókn til Eisenhowers
Mao endurgalt með fyrstu árás
inni á vinaþjóð Rússa Indverja
Upp frá þessu tóku tengsl
Kína og Sovþétríkjanna að
rofna smátt og smátt. Hags-
munir ríkjanna hafa slitið hug
sjónaþræðina eins og oft vill
verða þegar tengslin eru í eðli
sínu ónáttúrleg, eins og telja
verður tengslin milli Kína og
Rússiands
SÚ ÆTLUN Kínverja að
Qyggja efnahagsþróun slna
fyrst og fremst á Sovétríkjun
um var algerlega úr lausu lofti
gripin. Fyrir stríð nam verzlun
við Sovétrfldn aðeins einum
Framhald á 13. «i8u
1