Alþýðublaðið - 22.03.1952, Qupperneq 4
AB-AIþýðubíaðið
22. marz 1952.
,Skilyrðislaust með Rússum'
ÞJÓÐVILJINN hefur kom-
izt eftirminnilega úr andlegu
jafnvægi í umræðunum um
sænska njósnarann Enbom.
Hann reynir að fara að dæmi
sænsku samherjanna og af-
neita Enbom sem kommún-
ista. Slíkt er þó auðvitað von
laust verk. Njósnari þessi er
alinn upp í sænska kommún-
istaflokknum, hefur verið
starfsmaður tveggja blaða
hans og var árið 1947 valinn
til þess að vera fulltrúi
sænsku „æskulýðsfylkingar-
innar“ í útvarpsumræðum.
Auk þess er engum blöðum
um það að fletta, hvaða mann
tegund hefur mestan hug á
njósnum fyrir Rússa, hvort
sem ættjörðin, er hún velst
til að svíkja, heitir Svíþjóð
eða ísland.
Annars er furðulegt, að
Þjóðviljinn skuli vera svo
uppstökkur, þegar minnzt er
á njósnir kommúnista í þágu
Rússa. Blaðið ætti að vera far
ið að venjast slíku fyrir löngu.
Auðvitað er það út af fyrir
sig engin nýlunda, að stund-
aðar séu njósnir í þágu er-
lendra ríkja. En í sambandi
við njósnir Rússa vill svo til,
að kommúnistaflokkamir um
víða veröld eru uppeldisstöðv
ar þessarar starfsemi og hafa
í því efni sem mörgum öðr-
um tekið nazista sér til fyrir
myndar. Munu.rinn er aðeins
sá, að nazistar voru fámenn
og fyrirlitin klíka utan Þýzka
lands, en kommúnistar eru
fjölmennir á Vesturlöndum.
Þess vegna er moldvörpustarf
semi kommúnista í þágu
Rússa miklu, hættulegri en
verk þau, sem nazistar dæmd
ust til að vinna að fyrirmæl-
um húsbænda sinna í Þýzka-
landi á valdadögum Hitlers
og félaga hans.
Kommúnistaflokkamir
vinna skipulagt að því að
gera fylgismenn sína að rúss-
neskum njósnurum, þó að
þeir afneiti jafnan þeim, er
reynast sannir að sök, af
pólitískri hræðslu. Hitt er
engum vafa bundið, að þeir
hafa mikla velþóknun í hjarta
sínu á rússnesku njósnurun-
um. Þeir predika öllum fylg-
ismönnu.m sínum skilyrðis-
lausa hlýðni við húsbænd-
urna í Moskvu. í þessu sam-
bandi er lærdómsríkt að rifja
upp, að þegar Sameiningar-
flokkur alþýðu — sósíalista-
flokkurinn var stofnaður hér
og breitt yfir nafn og númer
kommúnistaflokksins í blekk
ingarskyni, lýsti Brynjólfur
Bjarnason yfir því, að hinum
nýja flokki bæri að vera „skil
yrðislaust með Rússum“.
Brynjólfur er að sjálfsögðu
ekki einn um þessa afstöðu.
Hann túlkaði aðeins á hrein-
skilinn hátt viðhorf allra
kommúnistaforingja á Vestur
löndum til Rússlands. Og
samherjar hans erlendis hafa
meira að segja gengið svo
langt u.ndanfarin ár að boða
það, að þeir myndu fagna
því, ef Rauði herinn réðist
inn í ættlönd þeirra til að
troða þau undir rússneska
járnhælinn. Það er ekki
nema von, að lærisveinar
slíkra foringja gerist rúss-
neskir njósnarar og vinni
þau verk, sem eru húsbænd-
unum í Moskvu mest að
skapi.
íslenzkir kommúnistar eru
í þessu efni nákvæmlega
sama fyrirbærið og samherj-
ar þeirra í öðrum löndum.
Þess vegna standast þeir
ekki reiðari en þegar upp-
víst verður um njósnir í þágu
Rússa slíkar sem þær, er En-
bom flokksbróðir þeirra hef-
ur rekið í Svíþjóð. Öllum
muji í minni, þegar Þjóðvilj-
inn tókst á hendur að verja
athæfi rússneskra veiðiþjófa
í íslenzkri landhelgi. Hann
ætlaði vitlaus að verða yfir
þeirri meinbægni, að íslend-
ingar skyldu leyfa sér að am-
ast við þessum göfugu gest-
um! Hann myndi einnig líta
á það sem meinbægni, ef am-
azt yrði við njósnum í þágu.
Rússa hér á landi. Það er ekki
nema eðlileg afleiðing þess,
að flokkur hans er „skilyrðis
laust með Rússum“. En auð-
vitað myndi Þjóðviljinn
þakka njósnurunum með af-
neitu,n alveg eins og sænsku
kommúnistarnir afneita „fé-
laga“ Enbom.
REYKJAVÍK - HAFNARFJÖRÐUR.
FJÖLGUN FERÐA UM KÓPAVOGSHREPP. Frá og með laugardeginum 22. marz verða ferðir
sem hér segir:
Frá Reykjavík kl. 6,30 alla
kl. 7,15 virka
kl. 8,15 daga.
kl. 12,30 kl. 14,00 kl. 17,30 alla
kl. 18,30 kl. 20,00 kl. 23,30 daga.
Það eru eindregin tilmæli til viðkomandi aðila, að
þeir fari með þessum vögnum, fremur en Hafnarfjarð-
arvögnum á hliðstæðum tímum. LANDLEIÐIR H.F.
AB — AlþýSublaBiS. Utgefandl: Alþý3ufIokkurlnn. Eitstjóri: Stefán PJetursson.
Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarsímar: 4981 og 4902. — Auglýsinga-
’«fani: 4906. — AfgreiSslusími: 4900. — AIþý3uprentsmi3Jan, Hverfisgötu 8—10.
AB 4
Hinn nýi sjónleikur þjóðleikhússins:
Leikstjóri: Maraldur
Björnsson - Þýð
andi: KarMsfeld
„ÞEGAR nú þjóðleikhúsið
tekur fyrsta leikrit Kambans
til meðferðar á leiksviði sínu,
er margs að minnast og fleira
en hér er tóm til, en þá yrðum
vér að undri góðra marma og
næstu kynslóðar, sem sér alla
hluti nýafstaðna í fullu Ijósi
sögunnar, ef vér laíum undir
höfuð leggjast að metk það með
sjálfum oss, sem gerzt hefur
svo að s-egja fyrir augum vor-
um, og það, þegar I hlut á eitt
höfuðleikritaskáld íslands.“
Þannig lýkur L. S. — Lárus
Sigurbjörnsson — siuttri grein,
er hann hefur ritað um Guð-
mund Kamban í það leikskrár-
hefti þjóðleikhússins, sem geíið
er út í tilefni þess að sjónleikur
Kambans, „Þess vegna skiljum
við“, er sýndur þar á sviði sem
fyrsta leikritið, er þjóðleikhús-
ið tekur til meðferðar eftir
þann höfund. Ég vil geta þcss,
að ég geri það í óleyfi, að gera
þessi lokaorð að upphafsorðum
þessarar greinar, og að ég skil
ekki til fulls hvað höfundurinn
á við, en hef þó ekki hirt um
að biðja hann skýringar.
En á meðan ég sat í þjóðleik-
húsinu og horfði á frumsýningu
þessa sjónleiks, gat óg ekki að
því gert, að þessi lokaorð, sem
ég las áður en sýningin hófst,
voru furðu áleitin, og vöktu
með mér margar spurningar,
einkum varðandi viðhorf okkar
gagnvart höfundi sjónleiksins.
Ég minntist þess þá, að fyrir
því sem næst tveim árum f.vlgdi
ég hópi ferðamanna, norskra og
sænskra, um salarkynni þjóð-
leikhússins. Við námum aö
sjálfsögðu staðar í „kristalssain
um“ svonefnda, og voru gest-
unum sögð deili á þeim
höfundum, sem þar getur að
líta höggmyndir af. Nokkru
síðar, þegar við vorum kom-
in út á götuna, vék einn
Svíanna sér að mér, en hann er
rithöfundur og bókmenntagagn
rýnandi, og spurði lágt, — rétt
eins og hæverskir menn gera,
þegar viðkvæm mál ber á góma
— hvers vegna ekki hefði verið
þarna höggmynd af Kamban.
Mér varð óhægt um svarið, af
þeirri einföldu ástæðu, að ég
vissi það ekki til hlítar. En Sví-
inn misskildi að vonum þögn
mína, og bætti annarri spurn-
ingu við, — hvort það væri
vegna þess, að við teldurn
Kamban einhverra orsika
vegna ekki eiga þar heima. Ég
var að vísu feginn því, að geta
svarað þeirri spurningu neit-
andi, en fann sárt til þess um
leið, að sú neitun mín gat varla
hljómað sannfærandi í eyrurn
hins erlenda manns. Síðan hef
ég spurzt fyrir um orsökina, og
að því er ég hef frett eftir góð-
um heimildum, er þarna aðeins
um að kenna því, að enginn að-
ilja virðist.hafa gert sér í hug-
arlund hvílíkum misskilningi
sú töf kann að valda, sem áreið- :
anlega hefði orðið skemmri, ef
þeir hefðu gert sér það ljóst. ís-
lenzkur myndhöggvari hefur að
sögn lokið, eða því sem næst |
lokið, við höggmynd af skáld-1
inu, sem aðstandendur eru þó |
ekki sagðir fyllilega ánægðir
með. En hvers vegna var ekki
hafizt handa um gerð myndar-
innar í tæka tíð, eða séð svo
um, að hún væri tilbúin fyrir
löngu? Og hvers vegna er það;
fyrst nú, að þjóðleikhúsið tekur
sjónleik eftir Guðmund Kamb-
an til meðferðar? Þá hefði stolt
okkar verið meira í samræmi
við þá skapgerð, sem hann
gerði þjóðareinkenni íslendinga
Arndís Björnsdóttir og Inga Þórðardóttir í hlutverkum í. þætti.
í skáldverkum sínum, ef við
hefðum svarað öllum spurning-
um, háværum sem lágværum,
varðandi áfstöðu okkar til ör-
laga hans, með því að sýna eitt -
hvert af viðamestu leikritum
hans á sviði þjóðleikhússins
þegar á fyrsta starfsári þess. Og
njér er sama~hvað hver segir, —
ég trúi því ekki, að engin leið
hefði reynzt fær til bess að hafa
þegar tilbúna sómasamlega
höggmynd af skáldir.ú, hefði
nægur skiiningur og viiji allra
aðilja verið fyrir hendi, — svo
að hann gæti prýtt hóp iátir.na
listbræðra sinna í „kristalssaln-
um“ að minnsta kosti nú þegar
þjóðleikhúsið sýnir minningu
hans þann sóma að .sýna eitt af
leikritum hans.
Tvímælalítið ber Guðmund
Kamban hæst íslenzkra ieik-
ritaskálda, þeirra er enn hafa
komið fram, og ber margt til
þess. Hann var skáici, bæði á
ljóð og sögur, fjölhæfur og fjöl-
menntaður gáfumaður; tilfinn-
ingaríkur og skapmikill hug'-
sjónamaður, og svo djarfur og
hreinskilinn, að samtið hans
þótti fremur löstur en kostur.
Hann var þaulkunnugur öllú,
sem að leiklist laut, leikari og
þrautreyndur leikstjóri. Hann
kunni því fj''llstu skil á allri
tækni varðandi gerð leikrita,
auk þess sem hann hafði til að
bera allt það, sem áður er um
getið. Samt sem áður fer því
fjarri, að leikrit hans séu öll
jafngóð. Það leikrit hans, sem
þjóðlsikhúsið hefur \-alið til
þess að heiðra með minningu
hans og list, er ekki eitt þeirra
beztu eða tilþrifamestu, er eftir
hann liggja, enda bótt það hafi
sína kosti, og beri sums sí.aoar
glögg einkenni höfundar, þau
er bezt verða að taijast, —
hreinskilni hans og dirfsku.
Bygging þess er til dæmis
helzt til laus á lcöflum, og
víða þarf mikið átak til að
túlka það, sem á bak við býr.
Mér er þetta val lítt skiljanlegt,
þegar tekið er tillit til þess, að
þarna er í raun rétri um minn-
ingarsýningu að ræða. Við opn-
Haraldur Björnsson
sem prófessorinn.
un þjóðleikhússins var sjónieik
urinn ,,Fjalla-Eyvindur“ valinn
til sýningar, í heiðurs- og þakk-
lætisskyni við list Jóhanns Sig-
urjónssonar. Þá heí’ði mátt
telja hliðstætt að þjóðleikhúsið
hefði valið leikritið „Vér morð-
ingjar“ til sýningar í heiðurs-
og þakklætisskyni við list
Kambans, en það leikrit aflaði
honum almennrar vióurkenn-
ingar leikgagnrýnenda og íeik-
húsgesta á Norðurlöndum, enda
þótt æskilegast hefði verið, að
þjóðleikhúsið nefði getað átt
heiðurinn af því áð kynna ieik-
húsgestum sérkennilogasta —
og stórbrotnasta —- verk hans,
,,Marmara“. En að það .varð
ekki, er önnur saga, og senni-
lega ekki forráðamerm þjóð-
leikhússins að öllu Jeyti um að
saka.
En hvað' um það. Þjóðleik-
húsið heíur gert ýmislegt til þess
að þetta leikrit rninnkaði ekki í
meðferð þess, enda þótt mjög
vafasamt verði að teljast að það
takist og að hróður höfundar
vaxi meðal áhorfenda, og veld-
ur því þó ekki eingöhgu val
leikritsins. Haraldur Björnsson
hefur leikstiórn á hendi og
leikur sjálfur eitt aðalhlutverk-
ið. Þótt það sé afleit venja, sem
því miður virðist ætia að kom-
ast í heíð í þjóðleikhúsinu, að
leikstjóri tvískipti þannig kröft
um sínum, má samt vera að það
komi ekki fyrst og fremst að
sök í þetta skiptið, og að hann
hefði ekki náð sterkari tökum
á leikstjórn þótt hann hefði
haft hana eina um að hugsa.
Víst er um það, að eitthvað
brestur; leikendurnir ná yfir-
leitt ekki því sambandi við sjón
leikinn og höfund hans, sem
með þarf til þess að verkið
verði satt og lifandi á sviðinu.
Gervi Haraldar sem prófessors
ins er og miður gott, spjátr-
ungslegt um of; þrátt fyrir létt-
lyndi það og gleðilöngun, sem
gripið hefur hann á íullorðins-
aldrinum, er hann bó alltaf pró
fessor og dr. med. og heldur því
fullri virðingu, að minnsta kosti
innan vébanda fjölskyldunnar.
í sjónleik þessum velur
Kamban sér að viðfangsefni ör-
lög þriggja kynslóða af íslenzk-
Framhald á 7. síðu. .
Baldvin Halldórsson og Hildur
Kalman í hlutverkum.