Alþýðublaðið - 23.03.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 23.03.1952, Blaðsíða 4
AB-Alþýðubláðið 23. marz 1952 Hverjir geta sparað? MORGUNBLAÐIÐ heldur áfram að gera sig að fífli með því að birta matseðla sína. Jafnframf prentar það sem fylgiskjöl nafnlaus bréf, þar sem lokið er lofsorði á mat- seðlana og rætt um nauðsyn þess, að almenningur spari. Efni og framsetning bréfa þessara er hins vegar með þeim hætti, að helzt virðist mega aetia, að þau séu til orð- in í ritstjómarskrifstofum Morgunblaðsins. Að minnsta kosti hefur engum dottið í hug til þessa að leggja nafn sitt \dð þau. Þjóðin er að vonum löngu þreytt á þessum sparnaðar- kjafthætti Morgunblaðins, enda getur naumast auvirði- legri hræsni. Almenningur verður að herða að sér sult- arólina vegna sívaxandi dýr- tíðar og verðbólgu, og nú hef ur stórfellt atvinnuleysi bætzt við. Verkalýðurinn þarf ekki á sparnaðarhugleiðingúm að halda; hann gat ekki leyft sér óþarfa eyðslu, í góðærinu, hvað þá nú, þegar stjórnar- völdin hafa kallað hallæri yfir land og þjóð með stefnu sinni og starfi. En hins veg- ar eru til aðrir aðilar, sem gætu sparað og ættu að spara, en Morgunblaðið beinir aldrei predikunum sínum að þeim. Þetta eru sem sé máttarstóip ar íhaldsins og ménnirnir á bak við Morguublaðið. Og þjóninum dettur auðvitað ekki í hug að skipa húsbænd- unum eitt eða neitt. Ef Morgunblaðið telur, að hag þjóðarinnar sé svo hörmu lega komið, að nauðsynlegt sé að krefjast sparnaðar af fá- tækustu stéttum þjóðfélags- ins, sem nú eiga í vök að verjast líkt og á kreppuár- unum fyrir síðari heimsstyrj öldina, þá er sannarlega tíma bært að hyggja að heildsö'lun um og stórútgerðarmönnun- um og krefjast sparnaðar af þeim. Heildsalarnir og stórút gerðarmennirnir hrepptu verulegan hluta af fjármun- um þeim, sem íslendingum hlotnuðust á styrjaldarárun- FIRESTONE merkið fryggir gæðin. Hlaðnir, óhlaðnir, ýms-Þér fáið fleiri kílómetra ar stærðir. keyrslu fyrir hverja krónu Kraftmiklir. þegar þér notið þessa hjól- Endingargóðir, ódýrir barða Bifreiðaeigendur notið aðeins það bezta. k» i* iicmp um. En gróðamöguleikar þeirra hafa aldrei verið meiri en í valdatíð núverandi ríltis stjórnar. Gengislækkunin og „frjálsa verzlunin“ var að- ferð afturhaldsstjórnarinnar og stuðningsflokka hennar til að gera þá ríku, ríkari og hina fátæku fátækari. En Morgunblaðið hefur aldrei vikið einu orði að því, að þess ir aðilar ættu að spara. Hins vegar krefst það hástöfum sparnaðar af þeim, sem brask ararnir hafa rænt og ruplað með öflugu fulltingi ríkis- stjórnarinnar. Þess eru dæmin, að Morg- unblaðið minnist á, að ríkið þurfi að spara. Hins vegar verður þess hvergi vart, að núverandi ríkisstjórn hafi hug á raunhæfum og skyn- samlegu.m sparnaði. Hún ger- ir ekkert til þess að stemma stigu við dýrtíðinni og verð- bólgunni. Henni dettur ekki í hug að greina miUi þarfra útgjalda og óþarfra. Ríkis- báknið hefur aldrei verið meira en nú, enda er engin alvara á bak við skraf aftur- haldsseggjanna í báðum stjórnarflokkunum um sam- drátt þess. Stjórn Reykjavík- urbæjar, þar sem íhaldið er allsráðandi, einkennist af eyðslu og sóun. Morgunblað- inu finnst hún hins vegar til fyrirmyndar, og það er stór- hrifið af því, að braskararnir hafi frjálsar hendur við alla hugsanlega auðsöfnun. En það hefur aftur á móti brenn- andi áhuga á því, að almenn- ingur spari! Morgunblaðið ætti að sjá sóma sinn í að minnast ekki á sparnað. Raunverulegur sparnaður er óhugsanlegur með öðrum hætti en þeim, að draga úr eyðslu braskaranna. En það má Morgunblaðið ekki heyra nefnt, af því að brask- ararnir eru máttarstólpar í- haldsins og feður núverandi afturhaldsstjórnar. Og það eru einmitt þeir, sem eru að verki, þegar málgagn brask- aranna krefst þess, að fátæk- ur almenningur spari. „Hekla", málverk eftir Kristján Magnússon. Það er einkaeign í Svíþjóð. Minningarsýning Kristjáns Magn- ússonar var opnuð í gær AB — AlþýðublaðftJ. tTtgefandl: AlþýðuflokkiirinJi. Bitstjóri: Stefán Pjetursson. Áuglýslngastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarsímar: 4991 og 4902. — Auglýsinga- Bbni: 4906. — Afgreiðslusimi: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. feffy.-rrn.’ AB 4 MINNINGARSÝNING á verk um Kristjáns heitins Magnús- sonar listmálara var opnuð í Listamannaskálanum í gær. Magnús Jónsson prófessor flutti stutta ræðu, gat helztu æfiat- riða listamannsins og atriða úr listamannsferli hans. Komst hann meðal annars svo að orði, að enda þótt verk Kristjáns hefðu sætt misjöfnum viðtökum meðal íslenzkra listdómara, þá hefði fólkið tekið hann að sér, dáð hann og keypt verk hans. Eins og áður er frá sagt, nam Kristján heitin undirstöðuatriði í teikningu og myndskurði hjá Guðmund Jónssyni írá Mosdal, en sigldi á átjánda aldursári til Bandaríkjanna og hóf nám við listaháskólann í Boston. Eftir fimm ára nám' og eins árs fram haldsnám tók hann glæsilegt próf, hélt skömmu síðar einka sýningu í Boston við beztu dóma, og keypti listasafnið þar eina mynd af sýningunni. Á næstu árum sýndi Kristján í New York og víðsvegar um Bandaríkin, hvarf síðan heim og vann hér af kappi við list sína, hélt jöfnum höndum sýningar hér og víðs vegar um álfuna, við mikinn frama og glæsilega dóma. Heldur þótti list Kristjáns ný stárleg hér heima, enda hafði hann kannað þá stigu til náms, sem enginn íslenzkur listmál- ari hefði áður farið. Tóku sum ir listdómarar og listbræður illa verkum hans, en engu að síður naut hann hér almennrar aðdá unar. Hann lét dóma, hvort sem þeir voru lofsamlegir eða hneigð ust til lasts, ekkert á sig fá, enda var skapgerð hans lík, að hann kvikaði lítt frá settu merki. Hann var trúr sjálfum sér og listinni, ferðaðist einn síns liðs um fjöll og firnindi íslands með málaratækin byssu sína, málaði það, sem hreif augu hans og skaut fugla sér til mat ar, og hélt ótruður sína leið, bæði um klungur fjallanna og listarinnar. Á minningarsýningunni getur að líta 78 myndir hans, olíumál verk og teikningar. Gefur sýn- ingin að vísu allljósa hugmynd um list Kristjáns, en því miður hefur ekki reynst fært að fá þangað margar beztu myndir hans, þar eð þær eru í listsöfnum víðsvegar um heim. Flestar sýn ingarmyndirnar eru í einkaeign, en þó eru þarna nokkrar til sölu, sumar afbragðsgóðar og ein- kennandi fyrir list Kristjáns. Má það furðulegt kallast hve miklu hann kom í verk á svo skammri ævi, og hve miklum þroska hann hafði náð. Það er sonur Kristjáns heit- ins og Klöru Helgadóttur, konu hans, sem einnig er látin, sem gengst fyrir sýningu þessari fyr ir áeggjan og með aðstoð margra góðra vina listamannsins. Magn ús, sem.nú er á átjánda aldurs ári, hefur ákveðið að feta í spor föður síns; hyggst hann fara til Bandaríkjanna í vor og stunda listmálaranám við iistaháskól- ann í Boston, — og hjá sama kennara og faðir hans stundaði nám hjá. Hefur Magnús lagt stund á málaralist um alllangt skeið, og er talinn mjög efnileg ur á því sviði af þeim, sem til þekkja. L. G. jónuneuunótf, ævintýraleikur eftír Heiga Valiýsson BÓKAÚTGÁFAN NORÐRI hefur gefið út ævintýi-asjónieik inn „Jónsmessunótt“ eftir Heiga Valtýsson rithöfund á Akúr eyri. Höfundur segir í athugasem'd um og skýringum, að aðalefni ævintýrleiks þessa sé auðvitað fyrst og fremst að lýsa undra mætti og töfrum Jónsmesstunæt urinn'ar í íslenzkri þjóðtrú, og jafnframt geðhrifum þeim,- sem hásumardýrð hinnar ,,nóttláusu voraldar“ hlýtur að vekja hverri hrifnæmri sál og velvakandi. Er í fyrri þættinum sýnd „rang hverfa ævintýrsins“ í persónii gervingum hversdagsleikans, en síðari þátturinn er ævintýrlð sjálft: íslenzk sumarsæla og un aður á mörkum tveggja heima. . ,,Jónsmessunótt“ er prentað í prsntverki Odds Björnssonar á Akureyri. Bókin er 68 blaðsíð ur að stærð. Poul Reumert ráðu- nautur konunglega leíkhússlns í Höfn um leikrilaval POUL REUMERT liefur ekki í hyggju að' setjast í helgan stein, enda þótt hann hafi nú fyrir skemmstu haldið hátíðlegt fimmtíu ára afmæti sitt sem leikari. Auk þess sem Iiann heldur áfram leikstörfum sín- um við konunglega leikhúsið hefur horxum nú verið fengið nýtt embætti við þá stofnun. | Hann hefur verið ráðinn ráðu- ; nautur leikhússins varðandi I leikritaval, og á meðal annars j sérstaklega að koma á sam- bandi milli leikhússins og er- lendra leikritahöfunda. Poul Reumert er ráðinn til að Skylmingamynd i Sfjornubioi STJÖRNTJBÍÓ sýnir þessa daga kvikmynd, er nefnist „Hættuleg sendiför11 og gerist á Frakklándi á 17. öld. Þetta er amerísk mynd í Cine-litum frá Columbia, en með aðalhlut verkin fara Larry Parks og Marguerite Chapman. Myndin fjallar um ævintýri og hættur, sem vopnfimasti skylmingamaðurinn í landinui og hershöfðingi hans og vinur lenda í, er þeir reyna að af- stýra því, að lagt sé í herferð gegn Spáni, hvað sem sú her- ferð kostar þjóðina. gegna þessu embætti sam- kvæmt tilmælum leikhússtjór- ans. Er það vitað, zð Reumert er hverjum manni kunnari með al erlendra leikritahöfunda og leikhússmanna, aúk þess sem hann er með afbrigðum víðles- inn og menntaður á sviði leik- bókmennta. Það er tekið fram, að þrátt fyrir þetta mikilsverða starf, sem honum 'tiefur nú verið fál- ið, muni Reumert lxalda áfram leikstarfsemi sinni eins og áður. Hljómlisf hagnýlt við svæí- ingar og deyfingu sjúkra ------4.----- Tilraunir dansks sérfræðings hafa bor- ið undraverðan árangur. SÉRFRÆÐINGURINN í SVÆFINGUM viS skurðlæloi- ingadeild hins kunna .danska sjúkrahúss, „Bispebjergs Ho- spital“, hefur nýlega lokið yfirgripsmiklum tilraunum varð- arnli deyfandi áhrif hljómlistar og þau not, sem af lienni megi jhafa við svæfingar. Ekki á þó sérfræðingur þessi heiðurinn i af því að hafa hagnýtt sér hljómlistina á þessu sviði fyrstur manna, þar eð áður hafa verið gerðar líkar tilraunir í banda- rískum sjúkrahúsum. Frá því var nýiega skýrt í tímariti danskra lækna, að til- raunir þessar hefðu borið undra verðan árangur, og er þess farið þar á leit, að einhver velviljað- ur auðmaður láti sjúkrahúsinu í té fé til kaupa á nauðsynleg- um tækjum, svo að unnt verði að hagnýta sér hljómlistina til fulls við svæfingar og deyfing- ar. Er þess getið, að hljómlistin hafi svo róandi áhrif á sjúk- linga, að deyfing og svæfing i takist mun betur með aðstoð hennar en ella, eklci hvað sízt þegar börn og unglingar eigi hlut að máli. Einnig hafi hijóm- list geíið góða raun, þegar um konur í barnsnauð sé að ræða. Þessi róandi áhrif hljómlist- arinnar eru þó undir því kom- in, að sjúklingurinn sé hljóm- elskur. Hvað hljómlistina sjálfa snertir, er frá því sagt, að fá tónverk hafi reynzt jafn róandi og deyfandi og „Ave Maria“ eftir Schubert.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.