Alþýðublaðið - 23.03.1952, Qupperneq 5
? Japjp^-'jgjg
tryiTi P. Lrislason:
FYRIR SKÖMMU voru birt
ar í iblöðum tölur um fjölda
unglinga í íslenzkum skólum.
Skólanemendurnir reyndust
nú vera alls 24 851. Liðlega
sjötti hver íslendingur situr
m. ö. o. á skólabekk á veturna.
Barnaskólarnir eru að sjálf-
sögðu fjölmennastir. Þar eru
15116 börn. Næstir þeim koma
gagnfræðaskólar með 3154
nemendur, en síðar miðskólar,
unglinga- og héraðsskólar með
1418 nemendur. En við kennslu
munu fást 1200—1300 manns.
916 manns hafa kennslu að
aðalstarfi.
Mikill er munurinn miðað
. við það, sem var fyrir 50—100
árum. Þeir eru ótaldir, ungling
arnir, sem þá dreymdi u.m að
komast í skóla, þráðu að fá að
læra og læra mikið, en fengu
það ekki. Nú verða allir að
sækja skóla í átta ár, og mjög
margir sitja lengur á skóla-
bekk. En skyldu þeir vera hlut
fallslega miklu fleiri nú, sem
sækja skólana af einlægum á-
huga og sannri starfsgleði, en
þeir voru áður fyrr, sem þráðu
að komast í skóla? Er víst að
skilningurinn á gildi skólanna
hafi vaxið, um leið og skóla-
nám varð auðsóttara? Ætli
menn meti nú jafnmikils þá
menntun, sem menn fá, eins og
hennar var saknað, þegar menn
fengu hana ekki? Skyldum
við, sem höfum gengið í gegn-
um alla þessa skóla, vera jafn
hamingju.söm og kynslóuunum
á undan okkur fartnst þær
mundu verða, ef þær ættu kost
á hinu sama?
Ég fæ ekki varizt þeirri
hugsun, að eitthvað sé hér
öðru vísi en það á að vera.
Þetta vandamál er ekkert sér-
stakt fyrir okkur hér á landi.
Ég hef rætt við útlendinga,
sem hafa fundið til sama vand
ans heima fyrir hjá sér. Hér
er um að ræða þátt af vanda-
máli tuttugustu aldar menn-
ingarinnar, tæknimenningar-
innar, og e. t. v. alls ekki hinn
þýðingarminnsta. Nítjánda öld
in var stórkostlegur kafli í
þroskasögu mannsandans; á
engri öld annarri hafði maður
inn öðlazt jafnmikla þekkingu,,
það var í rauninni þá fyrst,
sem honum lærðist að hagnýta
þekkingu og vísindi í veruleg-
um mæli sér til hagsbóta. Það
var ekkert undarlegt, að mað-
urinn fengi ást á þekkingunni
og tæki að tilbiðja vísindin.
Stóraukin skólaganga varð
einn af ávöxtum þessarar and-
legu byltingar. Að sjálfsögðu
er hin aukna skólamenntun
stórkostleg framför frá því sem
áður var. En það er engu að
síður staðreynd, að skólamennt
unin hefur ekki náð tiigangi
sínu.m sem skyldi. Dýpstu rök-
In eru hér e. t. v. þau, að
hienntun og þekking eru ekki,
þegar öllu er á botninn hvolft,
jafnörugg leið til farsældar og
hamingju og menn héldu, með
an örðugt var að afla sér mennt
u,nar og þekkingar. En svo eru
til miklu hversdagslegri rök í
málinu. Maður getur fengið ó-
geð á kræsingum, ef þeim er
haldið of fast að manni. Og
það er varhugavert, mjög var-
hugavert, ef skólamenntunin
leiðir menn burt frá lifandi
starfi, ef hún vekur hjá mönn-
um löngun til að heyja alla
lífsbaráttu sína innan veggja
í góðum stól og stofuhita. Það
kveður óeðlilega, mér liggur
að því í unglingaskólunum, að
menn keppi að því að komast í
róleg innistörf.
íslendingar hafa ekki háð
alla sína lífsbaráttu og unnið
alla sína sigra, sitjandi á mjúk
um púða, heldur á sjónum og
í túninu, á eyrinni og í smiðj-
unni. Og þeir lifa ekki lengi
farsælu lífi í þessu, landi, ef
þeir taka þá trú, að fylling
lífsins sé fólgin í því, að geta
setið við vinnu sína, í góðu
sæti frá kl. 9 til kl. 5 og fengið
greidd sómasamleg laun um
hver mánaðamót, — ef þeir
glata skilningnum á þvi, að það
er hægt að sækja sanna gleði
og hamingju í sérhvert starf,
hvort sem það er unnið úti eða
inni, með hönd eða heila, ef
maður finnux, að það er gott
og gagnlegt og vinnur það af
árvekni og trúmennsku.
I skóla verður ekki hjá því
komizt að nota stól og skrif-
borð. Skólinn á að búa okkur
undir margvísleg störf, en ekki
að venja okkur svo við stólinn
og skrifborðið, að við getum
helzt ekki hugsað okku.r að
standa upp frá þeim framar.
Þetta er það, sem ég óttast dá-
lítið, að sé að gerast í skóla-
málum okkar. Gagnfræðaskól-
ar sjávarþorpanna beina huga
nemendanna ekki út á hafið,
þeir skoða það ekki sem hlut-
verk sitt að vekja hjá þeim ást
á sjónum og því, sem hann
gefur okkur, og virðingu fyrir
starfi sjómannsins. Og mér
hefu,r verið sagt, að það beri
ekki ósjaldan við, að nemend-
ur alþýðuskólanna í sveitum
sæki að afloknu námi fullt
,eins fast til Reykjavíkur eins
og aftur heim í sveitina sína.
Þetta er óheppilegt. Ef skól-
arnir gera menn ekki hæfari
en ella til þess að vinna störf
sín, hver svo sem þau eru, ef
þeir stuðla ekki að því, að
menn vinni þau af meiri gleði
og meiri trúmennsku en ella,
þá bregðast þeir hlutverki
sínu.
Það á ekki að vera hlutverk
skólagöngunnar, þótt löng sé
orðin, að gera alla að mennta-
mönnum. Hæfileikar allra
manna eru ekki á því sviði, og
þeir hæfileikar. sem til þess
þarf, eru í sjálfu sér ekkert
merkilegri en hæfileikar, sem
þarf til ýmissa annarra starfa.
Sérhverju þjóðfélagi er auð-
vitað nauðsynlegt að eiga
menntamenn, en þeir eiga að
gegna þar sams konar hlut-1
verki og salt og krydd. Það
þjóðfélag, þar sem væru engir
menntamenn, væri eins og
heimili, sem gæti hvorki saltað
né kryddað mat sinn. Og það
þjóðfélag, þar sem allir væru
menntamenn, væri litlu betur
á vegi statt en heimili, sem
hefði ekkert sér til matar ann-
Minnirtgarofð
Sigfús Sigurhi
við að segja hætþjjega mikið j að en salt og krydd. M. a. af
þessum sökum á skólakerfið
ekki að stefna að því að gera
alla nemendurna að mennta-
mönnum. Takmark þess á að
vera að gera þá að mönnum,
góðum mönnum og vel að sér,
mönnum, sem geta gengið glað
ir til starfs síns, góðviljuðum
og kurteisum, hógværum, en
þó staðföstum. Ég veit, að það
er vandasamt fyrir skóla að
gegna slíku hlutverki og erfitt
að segja til um, hvernig það
verði bezt gert. Það er þó aug-
Ijóst, að til þess að geta rækt
slíkt hlutverk, verða skólarnir
að verða uppeldisstofnanir í
miklu ríkari mæli en nú á sér
siað. en ekki fræðslustofnanir
einvörðunguí. Æskulýðurinn —
og raunar við öll — þurfum
að eignast hugsjónir, mark-
mið, sem blási í brjóst hans
siðferðilegum þrótti og festu.
Efagirnin og hin gagnrýnandi
afstaða, sem er eitt af einkenn
um — og meira að segja að-
alsmerkjum -— skynsams
menntamanns, getu,r hæglega
orðið að tvískinnungi og nöld-
urshugarfari hjá öðrum. Þess
vegna þarf skólaæskah að eign
ast ný áhugamál, ný verkefni
til þess að leysa, nýjar hugsjón-
ir til þess að berjast fyrir, jafn
vel lifa fyrir. Þá yrði það vafa
laust sjaldséðara, að ungling-
ar hími reykjandi á götuhorn-
um og láti augun reika eftir
strætunum án þess þó að vera
að leita að nokkru og án þess
að sjá nokkuð sérstakt. Það
yrði vafalaust sjaldgæfara, að
þeir noti tómstundir sínar til
að hangsa í kæruleysi og Iáta j
sér leiðast, af því að þeir hafa
ekki sérstakan áhuga á neinu,
og fara þá ef til vill að hugsa
um tóbak og áfengi.
Nú skyldi enginn skilja orð
mín svo, að ég telji skólana
eiga að reýna að gera alla ung-
linga að ráðsettu fólki, sem
alltaf sé að reyna að vanda
sig og gæta þess, að því verði
ekki eitthvað á, eða alvöru-
gefnum mönnum, sem aldrei
megi vera að því að láta sér
líða vel eða skemmta sér fyr-
ir áhugamálum eða ofstæki.
Ég á auðvitað ekki við þetta,
heldux hitt, að æskulýðinn
vantar verkefni, vantar áhuga-
mál, sem geta mótað hann
meira og veitt lífi hans meiri
fyllingu en blákalt bóknámið.
Úr þessu finnst mér skól-
arnir eiga að reyna að bæta.
SIGFÚS SIGURHJARTAR-
SON, bæjarfidltrúi og fyrrver-
andi alþingismaður, lézt að
heimili' sínu fyrra laugardag.
Hann var borinn til grafar í
gær.
Svo sem k, nnugt er gegndi
hann um skeið mörgum trún-
aðarstörfum fyrir Alþýouflokk-
inn. var blaðamaður við Al-
þýðublaðið ásamt fleiru.
Á , þeirn árúm kynntist ég
Sigfúsi fyrst og húgði gott til
áframhalaandi sámvinnu; mun
svo hafa verið um fleiri.
En leiðirnar skildu, eins og
svo oft á sér stað um samferða-
mennina. Sigfús yfirgaf Alþýðu
flokkinn. Sársaukalaus var sá
viðskilnaðrx ekki, og djúp spor
mörkuðu þau átök. er þá urðu í
sögu íslenzkra alþýðusamtaka.
Um það skal þó eigi sakast nú.
í tíu ár áttum við Sigfús
Sigfús Sigurhjartarson.
veru okftar, Þá og mafgoft síð-
an fann ég hversu miog hann
sæti saijtan i bæjarstjórn og ; unni ,því og hversu ástríkt var
æjarra'i þá andstæðingar. ; mjj]i hans. konunnar og barn-
on m við því samvistum viku-: anna_ það lýsti af manninum,
ega^ og stundum oftar. , er hann rninntist þeirra að
^Þótt andstaeðmgar værum, , þeim fiarst' ddum. Ég veit, aö
fór yel á með okkur. Hann var þau haf.a miki’s misst við and-
hið mesta Ijúfmenni, er vildi j lát Sigfúsar. En hvað stoða oro
allra vandræði leysa. Þeir, sem ; okkar mánnanna, þegar þann -
sjúkir voru eða drykkfelldir, j ig er komið?
áttu þar hauk í horni, er hvorki Ég vil þó tjá frú Sigríði- og
sparaði krafta né tíma til að | börnúnum mína innilegustu
leita þeim liðsinnis bæði seint! hlutteknjngu og biðja þess, að
og snemma. Persónulega átt- forsjónin verði þeim það, sem
umst við gott eitt við. ! ástríkur eiginmaður og faðir
_ Heimili Sigfúsar kynntist ég | vildi þeim verið hafa.
lítið eitt á fvrstu. 'árum sam- ' Jón Axel Péíursson.
VÉLBÁTURINN „VILLI“ frá 1
Siglufirði var í gærkvöldi
staddur út af Stafnesi með bil-
aða vél, og bað slysavarnafé-
lagið aðra báta eða skip að
veita honum aðstoð. Nokkru
síðar bárust fréttir frá bátnum
um að vélin væri komin í lag.
Sextugyr í dag:
Guðjón Guðjónsson skéi
EKKI ER hægt að segja um
Guðjón skólastj óra, að hann sé
einn af „gamla skólanum“ eins
og það er venjulega kallað, en
þó ber lífsskoðun hans og lífs-
starf þess órækan vott, að hann
hefur þroskazt og mátað sín
lífsviðhorf á tveim fvrstu tug
um þessarar aldar. Það ein-
kenndi þá margan æskumann-
inn að brjótast áfram með lítil
efni og við erfiða aðstöðu. en
fullir af eldmóði hugsjóna fyrir
betra og fegurra mannlífi.
Þessir æskumenn strengdu
þess heit að láta eitthvað gott
af sér leiða, gera eitthvert átak
fyrir þjóð sína til aukins
þroska og menningar. Af þess
um hugsjónum hefur ævistarf
Guðjón skólastjóra mótazt, og
þess hafa Hafnfirðingar notið á
þriðja tug ára.
Guðjón Guðjónsson er fædd
ur á Akranesi 23. marz 1892 og
er því 60 ára í dag. Faðir hans,
Guðjón Jónsson, hafði dru.kkn-
að þá áður um veturinn í fiski
róðri. Guðjón ólst upp á ýms-
um bæjum í Miðfirði í Húna-
Höfum fluft
skrifstofu okkar úr Hafnarstræti 19 í
BANKASTRÆTI 7, uppi
(þar sem áður var Ráðningarskrifstofa Reykja-
víkurbæjar.
Nýja Fasteignasalan, Bankastr. 7.
Sími 1518 og ld. 7,30—8,30 e. h. 81546.
Guðjón Guojónsson.
Hsnn er kvæntur*Ragnheiði
Jórv.öóttur frá Stokkseyri. Hún
er ftzennari að menntun. er hún
me;.’ka-ta kona og landkunn
fy.n rithöfundur. Þau eiga tvó
uppkomin börn.
Á Guðjón hefur hlaðizt fjöldi
trúnaðarstárfa, enda þótt hann
sé inaður hlédrægur og lítið fyr
ir að íáta á.sér bera, en sakir
hans góðu greindar og starfs-
hæfni, hefur hann ekki komizt
vatnssyslu, en þaðan er ætt,, * ......
, , , ’ , TT -.i . hia að . gegna fiolda morgum
hans 1 moðurkvn. Ilaustið 1914 J , . *
’ , f TrorwdQrorYiiTm orAV’tiim í rvno 'X>
kom hann í kennaraskóla Is-
lands, 22 ára gamall, og settist
í 2. bekk, en jáður hafði hann
stundað nám í Flensborgarskól
anum í Hafnarfirði. Síðar.
dvaldi hann um skeið við .fram
haldsnám erlendis. Hann hefur
starfað við barnakennslu á ýms
um stöðum. meðal annars var
vandas.ömum störfum mnan
stéttar sinnar og öðrum við-
um, því að alls staðar hefur
Guðjón notið trausts þeirra er
honum hafa kynnzt og með bon
um rtarfað.
En aðalstarf Guðjóns hefux
verið helgað æskunni. Fyrir
börnin og með börnu.num hef-
ur hann starfað sitt manndóms
hann skólastjóri á Stokkseyri. ^ , .
og um skeið kenndi hann við skfð' Það ser haleitt starf og
barnaskóla Reykjavíkur og yiö'gofugt.^ Það, er starf 1
kennaraskólann.
Haustið 1930 varð hann skóla |
anda
þeirra hugsjóna, er ég gat um
I í upphaíi þessara fáu orða.
„ , , ,, _T . | En hvernig þetta starf hefur
stjóri við barnaskola Hafnar-|ver.ð - um það er bezt s3
fjarðar og hefur verið það sio i
1 Framh. á 7. síðu.
AB 5
ran.