Alþýðublaðið - 23.03.1952, Page 6
KÆRLFIKSHEIMÍLIÐ
1. dagur.
Gudda sagði allt í lagi, ég
gæti farið út í krvöld, húsbónd-
inn færi á fund, Youyöu færi í
partý, Tolli legði af stað upp í
skíðaskála klukkan fimm, það
3Tði þvi svosem ekkert að gera
upp úr kvöldmatnum, sjólf var
Gudda með höfuðverk og ætl-
aði að fara snemma í háttinn.
Ég hringdi svo á Hegga og sagði
ég væri til, Þá kom babb í bát-
inn, Heggi var blankur, var bú-
inn að vera það alla vikuna og
þekkti ekki í svipinn neina
fleiri, sem hann gæti slegið, ég
sagði að ég yrði þá að blæða
fyrir kvöldið, hann spurði hvað
ég væri mikið múruð og ég
sagði tvöhundruðkail. Heggi
sagði okeydogg, sagðist ætla að
skreppa á sjoppuna til Dúu og
vita hvort Kaninn' hennár yrði
í bænum, svo að þau gætu lagt
í splæs með okkur, kem í bíl og
tek þig klukkan níu. Bless
sagði ég, okeydogg sagði Heggi.
Svo fór ég að gera mig í
stand, klukkan kort í tíu baul-
aði bíllinn, ég var uppmeikuð
og ókey og stökk út. Þar var
Heggi í leigubíl og Dúa og ein-
hver Norsari af skipi, því að
Kaninn hennar var ekki í bæn-
um. Dúa var blönk en hafði
getað reddað einu - kartoni af
Lucky úr sjoppunni, og svo var
ég með tvöhundruðkallinn, og
við fengum bokku af dauða hjá
bílstjóranum og fórum að
rúnta. Norsarinn var alveg guð
dómlegux, hann gat jóðlað svo
, agalega kómiskt og Dua var al-
veg spinn í honum. Hann var
búinn að vera bara þrjá daga
hérna í höfninni og gat samt
sagt „viltu vera með mér“ og
,,andskolinn“ á íslenzku. Svo
drukkum við allan dauðann á
rúntinu, og svo höfðúm við
ekki fyrir öðrum, og keyrðum
niðrí skipið, sem Norsarinn var
á og Norsarinn fór niðrí skipið
og kom aftur og sagðist geta
reddað nógu af víni ef við vild-
um taka kunningja sinn í bíl-
inn. Við sögðum ckey, nema
Heggi, hann var orðinn slomp-
aður og hálffúll, en hann varð
að lúffa fyrir okkur Dúu,' og
hvað haldið þið . . . svo kom
hínn maðurinn og Norsarinn
með bokigurnar og hinn maður-
inn var agalega smart Spán-
verji, og hann gat ekkert sagt
nema svolítið í ensku. Svo kom
hann inn í bílinn og ég drauj-
aði mér til svo að hann gæti
setzt við hliðina á mér, og
Heggi bölvaði og sagði ég væri
gæs, en almáttugur, sá spánski
var svo brúnn í framan og sæt-
ur, að ég fékk í hnén og sagði
bara hollkjeft við Hegga. Svo
í: fórum við aftur að rúnta og
drukkum bæði viský og sénev-
er, og almáttugur, sá spánski
í var svo agalega frekur, að það
t var alveg drep. Svo var hann
! alltaf að bjóða Hegga meira og
! svo var Heggi orðinn svo full-
: ur, að hann dó og við héldum
áfram að rúnta. . . .
Svo var Dúa orðin svo syfj-
uð, að við keyrðum hana heim
og Norsarinn fór með henni.
Svo vissum við ekkert hvað við
áttum að gera við Hegga, svo
.. ég borgaði bílstjóranum, en yið
vorum búin að rúnta svo lengi,
að ég átti ekki nóg og varð að
láta hann hafa úrið mitt í pant
og svo lcfaði hann að fara með
Hegga í kjallarann, svo að við
væíum laus við hann. . ..
Almáttugur hvað ég er bunn
og dán í dag. ..,
GoIIý.
AB 6
Framhðkfssagan 53-
Agatha Chrístie:
orðgátan á Höfða
sem formið krafðist. Fyrst voru
leidd fram vitni til sönnunar
því, hver sú myrta væri. Síð-
an var ég kallaður sem vitni
til þess að skýra frá líkfund-
inum. Því næst var læknirinn
látinn gefa skýrslu sína.
| Að því búnu var réttarhöld-
unum frestað um vikutíma.
Og nú var „Morðið í St. Loo“
komið á forsíður blaðanna. Sú
frétt yfirskyggði í bili frétt-
irnar u.m dauða fluggarpsins,
Michael Seatons.
Það kom sér líka vel fyrir
blöðin að fá nýja æsifregn,
þegar dauði Seatons var viður
kenndur sem staðreynd og ekki
meira um hann að segja. Og
eins og allt var í pottinn búið,
var ekki utlit fyrir annað, en
að þessi nýja fregn myndi end
ast blöðunum um alllangt
skeið.
Þegar réttarhöldunum var
lokið og mér hafði tekizt að
hrista blaðasnápana af mér,
l.élt ég til fu.ndar við Poirot
Síðan áttum við stutt samtal
við séra Gils Buckley og konu
hans.
Þetta voru einkar hugþekk
og aðlaðandi hjón, algerlega
laus við allt stærilæti og helgi
hróka.
Frú Buckley var stillileg
kona og virtist vera skapföst,
ljós á hár og hörund og norræn
á svip. Maðu.r hennar. prestur-
inn, var maður lágur vexti, grá
hærður, vingjarnlegur, en um
I Ieið festulegur í framkomu.
| Það var auðséð, að þau. höfðu
orðið fyrir óumræðilegri sorg,
l er þau misstu dóttur sína á
svo óvæntan og hörmulegan
hátt. „Maggie okkar“, sögðui
þau, þegar þau minntust á
hana.
„Mér veitist örðugt að trúa
því, jafnvel nú, að þetta hafi
í raun réttri gerzt, herra Poi-
rot“, mælti frú Buckley. „Hún
var yndislegt og gott barn,
herra minn; svo ótrúlega prúð
og laus við alla sjálfshyggju.
Alltaf varð henni fyrst og
fremst hugað um aðra og þeirra
kjör. Það er óskiljanlegt, að
nokkur skuli hafa getað unn-
ið slíkt ódáðaverk .... “
„Ég ætlaði aldrei að átta mig
á símskeytinu", varð frú Buck
ley að orði. „Og þetta var dag
inn eftir að hún kvaddi okkur
og hélt á brott, glöð og hraust.
„Dauðinn er alltaf á næsta
leiti“, mælti presturinn.
„Weston lögreglustjóri hef-
Ur auðsýnt okkur mikla sam-
úð og skilning“, mælti frúin
enn. ,,Og hann hefur fullviss-
að okkur um, að einskis verði
látið ófreisað til þess að finna
manninn, sem þetta óheilla-
verk hefur u,nnið. Það hlýtur
að vera hættulega brjálaður
maður. Engin önnur skýring
er hugsanleg á þessu níðings-
verki .... ‘‘
„Ég tjái yður mína dýpstu
og einlægustu samúð, frú“,
mælti Poirot. „Og ég er öld-
ungis undrandi yfir því hug-
rekki og þeirri stillingu, sem
þér sýnið, varðandi þennan vo-
veiflega og hryggilega atburð“.
„Sorg og sút megnar ekki að
bæta okkur þennan sára missi“,
svaraði frú Buckley, lágt og
stillilega.
„Konan mín er aðdáanleg",
varð klerki að orði. „Hún er
gædd meiri stillingu og sálar-
þreki en sjálfur ég. Meiri trú-
arfestú. Ó, þetta er allt svo
óskiljanlegt, herra Poirot“.
„Ég veit það. Ég skil tilfinn
ingar yðar, herra prestur“.
„Þér eruð Poirot, — hinn
heimskunni leynilögreglumað-
ur?“ varð frúnni að orði.
„Svo er nefndur, frú“, svar-
aði Poirot.
„Já, ég hef heyrt yðar getið.
Frægð yðar hefur jafnvel náð
til okkar, sem búum þó í af-
skekktu sveitaþorpi. Yður tekst
áreiðanlega að leysa þessa
gátu, herra Poirot1'.
„Ég mun ekki unna mér
neinnar hvíldar, frú, fyrr en
mér hefur tekizt það“.
„Yður tekst það. Slíkt ódáða
verk hrópar á hefnd“, mælti
prestur. „Enda þótt oft fari
svo, að þess sé nokkuð langt
að bíða“.
„Hefndin kemur alltaf fyr-
<ir slík ódáðaverk“, mælti Poi-
rot. „Enda þótt okku.r kunni
á stundum að vera hulið í
hverju hefndin er fólgin“.
„Hvað meinið þér. herra
Poirot?“
Poirot svaraði ekki. Hrísti
aðeins höfuðið.
„Vesalings Nick“, mælti frú
in. „Mig tekur eiginlega sár-
ast til hennar. Hún reit mér
bréf, sem var með afbrigðum
huggunarríkt, enda þótt það
lýsti sárustu sorg hennar sjálfr
ar. Hún komst þannig að orði,
að henni finndist, sem hún
ætti sök á dauða Maggie, þar
eð það hefði verið fyrir beiðni
hennar, að Maggie kom hing-
áð“.
„Það er fráleitt“, varð prest
inum að orði.
„Já, en það lýsir tilfinning-
u,m hennar. Ég vildi óska, að
mér væri leyft að heimsækja
hana og hafa tal af henni. Mér
virðist það satt að segja furðu-
lega ströng ákvörðun, að nán-
ir ættingjar hennar skuli ekki
fá leyfi til að hitta hana að
máli“, sagð frúin.
„Það er ekld að spyrja að
strangleikanum hjá þessum
læknum og hjúkrunarkonum",
svaraði Poirot, alvarlegu.r á
svipinn. „Þegar það fólk hef-
ur sett einhverjar reglur, þá
er ekki nokkur lífsins leið að
fá þeim reglum breytt. Vafa-
laust hugsa læknarnir sem svo,
að heimsóknir geti tafið fyrir
því að henni takist að ná sér
aftur eftir taugaáfallið. Og það
er líka ofursennilegt, að heim-
sókn yðar gæti orðið til þess
að ýfa harma hennar“.
„Ef til vill“, svaraði fruin
hugsi, „en ég hef ekkert álit á
þessum hjúkrunarheimilum.
Ég er viss um, að Nick næði
sér mun fyrr, ef henni væri
leyft að koma með okkur. Hún
hefði aðeins gott af því, að
komast burt úr þessu umhverfi
c,m skeið‘‘.
„Það er hverju orði sannara,
— en ég er hræddur um, að
læknarnir gefi aldrei sam-
þykki sitt til þess. Er langt sið-
an að þér hafið séð ungfrú
Buckley?"
„Ég hef ekki séð hana síðar.
síðást liðið haust. Hún dvald-
ist þá í Scarborugh. Við Maggie
skruppum þangað og vorum
þar eina dagstund, og svo kom
Nick heim með okkur og var
hjá okkur um nóttina. Hún er
falleg og allra bezta stúlka, —-
Myndasaga barnanna:
Bangsi og áUabjallan,
Bangsi stakk bjöllunni í vas
an og hélt svo af stað ásamt
Gutta. Tatti fylgdi þeim á leið.
„Þetta verður eitthvað skrýt-
ið. Ég skil hvorki upp né niður
í þessu‘‘, sagði Bangsi. „Ætli
þetta verði mjög hættulegt?“
„Já, ætli við brennum okku,r?“
bætti Gutti við. Tatti Irló.
„Nei, ég trúi því ekki, að amma
hafi sent ykkur í neina hættu
ferð. Sjáið þið, þarna stígur
mikill reykur upp úr fjallinu“.
Tatti kvaddi Bangsa og sneri
heim að vagninum. Þeir héldu;
áfram að reykjarbólstrinum.
Þar tók Bangsi upp bjölluna
og hringdi henni. Um leið
heyrðust skruðningar fyrir aft-
an þá. Þeir litu við, og þá stóð
þar lítill álfur. „Hvers vegna
ert þú með álfabjöllu,?“ skríkti
hann. „Hvers vegna kallarðu á
mig? Svaraðu strax. Ég má
ekki bíða?“ En strákarnir
komu ekki upp neinu orði af
undrun.
En svo fengu þeir aftu,r mál-
ið, og Bangsi skýrði fyrir álf-
inum, hvað hann væri að gera
og hvers vegna hann væri með
bjölluna, og bað álfinn svo
blessaðan að segja sér, hvern-
ig stæði á Öllum þessum revk.
„Þetta er ekki reykur, þetta er
þoka“, svaraði álfurinn. „Ég
er einn af vorálfunum og okk-
ar verk er að vorþokan verði
ekki of dimm. En það er eitt-
hvað í ólagi þarna niðri. Hún
kemur upp alls staðar“.
Ekki vantaði ástina.
Jóhannes gamli var vel efnað'
ur, en kominn á efri ár og var
farinn að hafa áhyggjur út af
syni.sínum, sem var ógiftur og
virtist ekki ihafa neinn áhuga
fyrir kvenfólki. Nágranni hans
átti dóttur og kom þeim saman
um að sonur Jóhannesar skyldi
ganga að eiga dóttur nágrann-
ans. Jóhannes ber upp vand-
ræði sín við nágrannann.
„Hefðu engar áhyggjur, ég
kann ráð við þessu. Hann Pétur
sonur minn var alveg eins. En
ég læsti hann og Guðrúnu á
Hóli inni í herberginu og fóðr-
aði þau á eggjum og pönnu-
kökum í tvo daga og eftir það
vantaði ekki ástina.
Reyni það ekki aftur.
Gunnar er fyrir dómaranum
í níunda barnsfaðernismáli
sínu.
Dómarinn: „Þetat er farið að
endurtaka sig nokkuð oft. Væiri
ekki betra fyrir yður að ná yð-
ur í konu?“
Gunnar: „Ég hef reynt það,
en það geri ég ekki aftur.“
Dómarinn lítur spurulum
augum til Gunnárs.
Gunnar: „Maðurínn hennar
lumbraði svo fantalega á mér,
að ég er varla búinn að riá mér
enn.“
Á skömlntunartímabilinu.
Það var á stríðsárunum begar
áfengið var skammtað, en veitt
ar voru undanþágur til áfengís-
kaupa ef um afmæli, brúðkaup
eða önnur slík tækifæri var að
ræða.
Maður nokkur hér í bæ fór
niður í Nýborg og bað um auka
skammt af áfengi vegna brúð-
kaups dóttur sinnar.
„Hvað verða gestirnir rnarg-
ir?“ spurði afgreiðslumaðurinn.
,,Þér getið líklega skilið það
sjálfir, að við geturii ekki ákveð
ið það fyrr en við vitum hvað
við fáum mikið áfer.gi.“
*
☆ ☆'☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆ ☆
ilftlllllll
W a S e r
íslenzkf
ll!IIIIIIi!lilMlllllllllllllll!!l
Q Q !<. Q 2<. Q & Q !X sj. V ty*?-
imiliiMmiiiiliiiliiffliiiiiwf||iiiiiiii:'
Oiemia -
DESINFECTOR
er vellyktandi sótthreins S
andi vökvi, nauðsýnleg- S
ur á hverju heimili tilS
sótthreinsunar á mun- S
um, rúmfötum, húsgögn
um, símaáhöldum, and-
rúmslofti o. fl. Hefur
unnið sér miklar vin-
sældir hjá öllum, sem^
hafa notað hann. ^