Alþýðublaðið - 25.03.1952, Side 4
AB'Alþýðublaðið
25. marz 1952
Brezkar hef nda rrá ðstaf a ni r ?
ÞAÐ þurfti auðvitað ekki
ganga að því gruflandi, að
hin nýja reglugerð um vernd
un fiskimiða umhVerfis ís-
land, sem friðar fjögurra
mílna svæði út af yztu nesj-
um, eyjum og skerjum fyrir
allri botnvörpu- og dragnóta
veíði, svo og fyrir allxi ann-
arri veiði útlendinga yfir-
leitt, myndi vekja litla á-
nsegju þeirra nágrannaþjóða
okkar, sem mest hafa veitt hér
við land undanfarna áratugi
og nærgöngulastar gerzt við
fiskimið okkar; og alveg sér-
staklega var við því búizt, að
þessi varnarráðstöfun okkar
vekti óánægju Breta.
En engu að síður höfðum við
ástæðu til að ætla, að allar
fiskveiðiþjóðir, einnig Bretar,
myndu líta af sanngirni á mál
stað okkar, skilja svo vel nauð
syn þeirrar friðunai' fiskimið-
anna, sem við höfum nú á-
kveðið, að við ættum ekki að
þurfa að óttast neinar gagn-
ráðstafanir af þeirra hálfu.
Kemur þar ekki aðeins til, að
réttur okkar til þess að friða
fiskimiðin fjórar mílur út af
yztu nesjum, eyjum og skerj
um virðist alveg vafalaus eft
ir úrskurð alþjóðadómstólsins
í Haag í Iandhelgisdeilu Norð
manna og Breta; heldur má
það og öllum ljóst vera hvílík
nauðsyn knýr okkur til þess
að vemda fiskimiðin fyrir
þeirri rányrkju, sem þau hafa
verið undirorpin síðustu ára-
tugi og hefur ágerzt svo, að
til auðnar hefur horft á þeim
og til alvarlegrar hættu fyrir
afkomu þjóðarinnar í fram-
tíðinni. Mega nágrannaþjóðir
okkar meðal annars vel marka
alvöru þessa máls fyrir okkur
af því, að það eru ekki að-
eins erlend veiðiskip, sem nú
er bönnuð öll veiði innan hinn
ar nýju fjögurra mílna frið-
unarlínu; bannið við botn-
vörpu- og dragnótaveiði inn-
an hennar er látið ganga al-
veg eins yfir íslenzk veiði-
skip.
Eftir fréttum að dæma frá
nágrannalöndum okkar síðan
hin nýja reglugerð um frið-
un fiskimiðanna var gefin út,
þurfum við og sahnast að
segja ekki undan því að
kvarta, að réttur okkar til
slíkrar vamarráðstöfunar sé
vefengdur. Jafnvel hið brezka
stórblað ,,The Scotsman“ hef
ur látið svo um mælt, að það
sé „auðsætt, að brezka stjórn
in hefur ekki aðstöðu til þess
að aðhafast neitt, þar sem ís-
land virðist vera í rétti sín-
um, er það víkkar landhelgi
sína í samræmi við niður-
stöður Haagdómsins“. En því
meiri furðu hlýtur það að
vekja, að svo virðist af öðrum
fréttum frá Bretlandi, sem
byrjaðar séu þar gagnráð-
stafanir eða hefndarráðstafan
ir af hálfu brezkra útgerðar-
manna, ráðstafanír, sem helzt
virðast miða að því, að tefja
eða hindra löndun fisks úr ís
lenzkum togurum, sem sigla
þangað með afla sinn, eins
og þeir hafa gert árum og ára
tugum saman. Hefur umboðs
maður íslenzkra botnvörpu-
skipaeigenda í Grimsby þeg-
ar símað hingað heim, að hin
um íslenzku togurum sé nú
gert mjög erfitt fyrir með
löndun fisksins þar með því
að þeir séu, nú allt í einu, and
stætt venju, látnir bíða þar
til lokið sé við affermingu ekki
aðeins allra brezkra, heldur
og allra erlendra veiðiskipa
annarra.
Hér er að sjálfsögðu ekki
um neina ráðstöfun brezkra
stjórnarvalda að ræða, enda
hafa þau ekki látið uppi neitt
álit ennþá á hinni nýju reglu
gerð um friðun fiskimiðanna
hér við land. En hér er um að
ræða mjög lúalega tilraun
brezkra útgerðarmanna til
þess að kúga okkur. Þeir
treysta sér ekki til þess að
vefengja rétt okkar til
þeirrar varnarráðstöfunar
fyrir íslenzk fiskimið, sem
gerð hefur verið; en þeir reyna
að þvinga okku.r með gagnráð
stöíunum eða hefndarráðstöf
unum til þess að falla frá því,
sem við ekki aðeins höfum
góðan rétt til þess að gera,
heldur og er brýn nau.ðsyn að
-gera, ef þjóc5 okkar á að geta
lifað í landi sínu. Slíkrar
framkomu við smáþjóð, sem
á afkomumöguleika sína að
verja, höfðum við ekki vænzt
af neinum brezkum aðila; og
við trúum því ekki, að hún
fái byr meðal brezku þjóðarr
innar. Svo gerólík er slík
breytni þeim hugmyndum,
sem við höfcun ávallt gert okk
ur u.m þá þjóð.
■■■'V v ;" ;V-." x'ý
VélaaldarlisL Listin er>eins °§ ^ annað> háð SÍ1V
um tíma. Til dæmis væri það óhugs-
andi, að mannslikönin hér á myndinni, sem eiga að sýna strák
og stelpu, hefðu orðið til á öðrum tímum en öld vélanna. Mað-
urinn, sem gerði líkönin, heitir Bernard Cooper og á heima í
Cleveland i Bandaríkjunum. Líkönin eru gerð úr eintómum
skrúfum, boltum og öðrum vélarhlutum.
Rússneska bf!fiii|in á ffe
afmæli en 7 néven
Ávarpið, sem „Voice of America“
flutti Rússum, er 35 ár voro liðin frá
því að keisarastjórninni var steypt.
NAMSKEH) A VEGUM
SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA,
Tvö námskeið verða haldin um starfsemi Samein-
uðu þjóðanna, Annað fyá 23. júní tii 15. ágúst í Ge-
neve, hitt frá 7. júlí til 29. ágúst í New York.
Námsskeið þessi eru ætluð háskólastúdentum á
aldrinum 20 til 30 ára.
Umsóknarfrestur er til 15. apríl.
Utanríkisráðuneytið veitir nánari upplýsingar.
Reykjavík, 24. marz 1952.
Utanríkisráðuneytið.
AB — AlþýSublaðitJ. Utgefandl: AlþýSuflokkurirm. Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Auglýsingastjóri: Brana Möller. — Ritstjúrnarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga-
«tml: 4906. — Afgreiaslusími: 4900. — AlþýSuprentsmiSjan, Hverfisgötu 8—10.
EINS OG KUNNUGT ER
halda kommúnistar, bæði á Rúss
landi og utan þess, árlega upp
á afmæli rússnesku byltingar-
innar 7. nóvember; en þann dag
1917 náðu kommúnistar völd-
um í Pétursborg (nú Leningrad),
þáverandi höfuðborg Rússaveld
is. En rússneska byltingin á
fleiri afmæli en 7. nóvember
Meira en hálfu ári á undan valda
töku kommúnista var gerð önn
ur bylting í Pétursborg, 12.
marz 1917, sem steypti keisara-
stjórninni og kom á lýðræðis-
stjórn á Rússlandi, og í þeirri
byltingu áttu kommúnistar eng
an þátt.
. Þessa byltingarafmælis var
minnzt 12. marz s. 1. í ávarpi
til rúss’nesku .þjóðarinnar, sem
fjöldi þekktra amerískra stjórn
málamanna, verkalýðsleiðtoga
og andans manna höfðu undir-
ritað og útvarpað var til Rúss-
lands af „Voice af America“
þann dag. Voru í hópi þeirra,
sem undirrituðu ávarpið, ' svo
viðurkenndir sósíalistar sem
Norman Thomas • og Sidney
Hook, og svo þrautreyndir verka
lýðsleiðtogar sem William
Green og Philip Murray, forset-
ar beggja landssambanda verka
lýðsfélaganna í Bandaríkjunum.
„Fyrir þrjátíu og íimm árum“,
segir í þessu ávarpi, „steyptuð
þið“, þ. e. rússneska þjóðin,
„keisarastjórninni . . . Við minn
umst þess, að bylting ykkar 12.
marz 1917, sem kom á lýðræðis
stjórn, var sameiginlegt afrek
manna af öllum stéttum fúss-
nesku þjóðarinnar, en ekki verk
hinna kommúnistísku samsæris
manna, sem síðar kyrktu frelsi
Rússlands. Valdataka kommún-
ista vái>3itt þeirra sorglegu, en
ekki óvenjulegu afturkasta, sem
í bili hafa svipt fólkið nýunnu
frelsi og keyrt það í viðjar nýrr
ar harðstjórnar.
Við vitum að átak ykkar fyr-
epjawur
ir þrjátíu og fimm árum, sem
líkt hefur verið ' við byltingu
okkar 1776, var hámark heillar
aldar baráttu og framsóknar. Á
þeim hundrað árum, sem lauk
með því, að Nikulási öðrum var
staypt af stóli, brutuð þið a£
ykkur fjötra bændaánauðar,
börðuzt fyrir auknum stjórnar
íarslegum réítindum, , bættuð
lífskjör ykkar og lögðuð margt
af mörkum til heimsmenningar
innar. í þeirri baráttu létu hin-
ir miklu rithöfundar ykkar, vís
indamenn og listamenn ekki að
eins í ljós þær hugsjónir, sem
þið börðuzt fyrir, heldur auðg
uðu þeir og andl°gt líf alls
mánnkynsitiS.
-Á þessum degi fyrir- þrjátíu
og fimm árum unnuð þið, með
frelsisástina- og réttlætistilfinn
inguna að-vopni,- traustustu her
sveitir keisarans til fylgis við
ykkur og steyptuð hinni rót-
rónu stjórn hans; og það gerðuð
þið með svo litlum blóðúthelling
um og í slíkum anda bræðralags,
að aldrei mun gleymast.
Við mirmumst þess, að það
allra fyrsta, sem lýðræðis-
stjórn ykkar gerði, — studd
áf körlum og konum af öll-
um stéttum, sem stjórnað
höfðu frelsísbaráttu Rúss-
lauds um áratugi, —■ var að
koma á máífrelsi, prentfrelsi
og fundafrelsi; að íáta póli-
tíska fanga' láiisa; að binda
enda á alla kúguu af trúar-
Jegum eða þjóðérnislegum á-
stæðum; að leysa upp leyni-
lögreglima; að undirbúa al-
mcnnar kosningar til stjórn-
Iagaþiags. þar sem allir hefðu
kosningarétt; að veita Finn-
landi sjálfstjórn; að afnema
dauðarefsing.ú; og að viður-
kenna sjr /stæði .Póllands . .
En „til allrar óhamingju -fyr-
ir mannkynið öðluðust. þið frels
jð“, segir síðan í ávarpinu, „þeg
Framhald á 7. síðu.
TRÉSMÍÐFÉLAG REYKJA-
VÍKUR hélt aðalfund sinn 8.
marz síðastlifjnn.
Stjórn félagsins var endur-
kjörin og skipa háná bessir
men.n’:
Anton Sigurðsson, formaður,
Jóhann Kristjánsson, varafor-
maður, Pétur Jóhannesson, rit-
ári, Hjörtur Haíliðason, vara rit'_
ari og Guðmundur Jónasson,'
gjaldkeri. Varastjórn skipa: Ing’
ölfur Finnbogason, K.iartan Ein’
arsson, Artúr Stefánsson. End
urskoðendpr voru kjörnir: Jón'
Guðjónsson, og Torfi Hermanns
son. Til vara: Guðmundur Hall
dörsson og Benedikt Sveinsson;
Einnig var kosið Í2 manna
trúnaðarmar.naráð.
Formaður félagsins, Anton Sig
uríjéson, flutti ýtarlegá skýrslú
fétegsstjórnar. um störfin.á tíma
^biiinu á -milli • aðalfunda. Gat
'hann meðal annars, að félagið
væri að flytja í nýtt húsnæði og
við það yrðu starfsskilyrði fé-
lagsins betri en áður.
Skrifstofust j ór i félagsins,
Ragnar Þórarinssor, las upp
reikninga félagsins og flutti
skýrslu um efnahag þess. Styrk
ir voru veittir úr Ellistyrktar-,
ekna og sjúkrástyrktarsjóði að
upphæð 36.659,00 kr. Auk hinna
venjulegur aðalfundarstarfa
komu atvinnumálin mjög á dag
skrá.
Innan félagsins ríkir mjög
mikill ótti, við atvirmuleysi það,
sem gert hefur vart við sig inn
an stéttarinnar ,nú á síðari ár
um, en þó sérstaklega nú þess-
um vetri.
Þar sem atvinnuleysisr'/ íing
innanfélagsins ýndi, þegar verst
lét, að um 1/3 allra félagsmanna
var algjörlega atvinnulaus.
Það var einróma ósk fundar-
manna að ríkisstjórn og fjárliags
ráð sýndu þeim málum skilning
sem borin hafa verið fram af
stjórn Trésmiðafélagsins og í
fundarályktunum þess.
Áherzla var lögð á að rikís-
stjórnin hlutaðist til um að veð
lánadeild Landsbanka ísiands
tæki til starfa og veitti ián,
minnst 50% út á brunabótamat
nýbvúginga.
Einnig var það einróma álit
fundarins, að beina þyrfti til
ríkisstjórnar og fjárhagsráðs,
að nauðsynlegt væri að iiúsa-
smiðir fengju rétt til einhvers
hluta þeirra fjárfestingarleyfi,
sem veitt eru á hverjum tima,
svo þeir geti skapað sér og beim
mönnum, sem hjá þeim vinna
■einhverja möguleika til vinnu
þegar alit annað bregzt og ekki
er nema atvinnuleysi. frarrmnd-
an.
fundir gegn stjórn
Malans í S-Afríku
MIKIL ÓLGA var í gær í
Suður-Afríku út af þeim boðskap
Malanstjórnarinnar, að húii
myndi leggja fyrir sambands-
þingið í Höfðaborg frumvarp til
laga, sem ef samþykkt yrði,
myndi ógilda úrskurð hæstarétt
ar um svertingjalöggjöf stjórnar
innar.
Mótmælafundir voru haldn
ir víðsvegar í Suður-Afríku og
stóðu að stjórnarandstöðuflokk
arnir, sameinaði flokkurirm og
frjálslyndi flokkurinn, svo og
samband uppgjafahermanna.
SIS!¥
I
AB 4