Alþýðublaðið - 25.03.1952, Blaðsíða 5
Minningarorð
TIL IÐNAÐARDEILDAR í
atvinnudeild háskólans eru
send til efnagreiningar og eft-
irlits sýnishorn.af fjöldamörg-
um iðriáðarvörum, svo sem
hreinlætísvörum, niðursuðuvör
um og fleiru.
Forstöðumaður deildarinnar
ér Gísli Þorkelsson efnafræð-
ingur. Kvennasíða AB sneri sér
nýlega til hans til þess að
spyrja um álit hans á íslenzkri
iðnaðarframleiðslu. ' s
„Það vill nú svo vel til,“ seg-
ir forstöðu.maðurinn, ,,að við
hér höfum verð að gera sam-
anburð á íslenzkum og útlend-
lum gólfáburði. Mun greinar-
gerð um það birtast á öðrum
stað í Alþýðu.blaðinu. En úr-
slitin vöru þau, að íslenzka
bónið tók því erlenda fram að
gæðum, og það er meira en
helmingi ódýrara. En það er
eðlilega kaupmanninum í hag,
ef húsmæðurnar kaupa heldur
dýra útlenda bónið.“
— Hafið þér gert athugun á
íslenzkum niðursuðuvörum?
,,Já; og hér hafa orðið miklár
framfarir í þeirri grein hvað
vörugæði snertir. Æ fleiri iðn-
rekendur láta rannsaka sýnis-
horn af framleiðslu sinni til ör-
yggis. T. d. hefur undanfarin
fjögur ár verið metin af iðnað-
ardeild svo að segja öll útflutt
niðursuðuvara, og virðist hag-
kvæmara að gera samninga við
ákvæði u,m mat, þannig, að mat
sé samningsákvæði.“
— Er ekki verðld"g á íslenzk-
um iðnaði mikið lægra en á út-
lendu vörunum?
„Jú; húsmæður ættu að
kynna sér þá hlið. Ég hef hér
við hendina verð á nokkrum
hreinlætisvörum: tannpasta ís-
lenzkt, stór túpa, kostar kr.
5,45, en útlent, litlar túpur,
kosta yfirleitt kr. 6,50—7,50.
Þá eru það þvotaefnin ís-
lenzku, sem hafa verið hér á
markaðinum; þau hafa yfirleitt
verið sápurýr vegna þess, að
ekki var hægt að útvega rétt
hráefni. Einnig var notuð feiti,
sem ekki var nægilega góð til
þess að framleiða úr 1. flokks
vöru„ Nú hefur orðið breyting
á þessu, svo að hægt er að
framleiða 1. flokks þvottaefni
hér. Aðallega er greint á milli
meðalfeitra og meðalsápuríkra
þvottaefna, sem að jafnaði inni-
halda bleikiefni, eins og t. d.
Persil. Þess konar íslenzk
þvottaefni eru nú að koma á
markaðinn hér. Þessi nýju
þvottaefni munu innihalda
ýmis sölt auk sóda, sem auka
mjög á þvottahæfni þeirra.
Hins vegar eru; mjög sápurík
þvottaefni, eins og t. d. Rinso,
sem inniheldur mjög mikið af
hreinni sápu, en minna af soda
og leysandi söltum. Fyrir þá,
sem óska fremur eftir sápurík-
um þvottaefnum, verða einnig
á boðstólum íslenzkir sápu,-
spænir í líkingu við Lux sápu-
spæni. Verð á þessum íslenzku
vörum verður lægra en á sam-
bærilegum erlendum þvotta-
efnum.“
— Er ekki greinileg þróun í
íslenzkum iðnaði?
Viðfal við 6ísla Þoikeís-
son efnafræðmg, forsíöðu-
mann iðnaðardeiidarinnar
við afvinr.udeiid háskólans.
,,Jú: það er óhæít að fullvrð3-.
Iðnrekendur margir hafa hver
á sínu .syiði sýnt áhuga og
framtaksremi. En þeir hafa haft
við erfiðleika að stríða bæði
með útvegi ,n réttra hráefna
sökum gjaldevrisskorts og svo
óeðlilega harðrar samkeppni í
seinni tíð. Enn fremur má
nefna erfiðleika á útvegun
heppilegra og smekklegra um-
búða; en þær hafa oft úrslita-
þýðingu um söluhæfni vörunn-
ar.“
— Hvað hefuy spillt einna
mest fyrir sölu á íslenzkum iðn-
aðarvörum? .
■ ,,Þar vil ég fvrst tilnefna
hinn óvandaða braskiðnað, sem
þaut upp á undanförnum árum.
Menn, sem höfðu enga þekk-
ingu til að bera og lítilfjörleg-
ustu aðstæður, tóku til að fram
leiða algerlega óhæfa vöru og
demba henni á markaðinn.“
— Hvernig eiga húsmæðúr
að vara sig á lélegri vöru, sem
oft er auglýst með skrumi?
„Þá komum við aö því atriði,
sem ég tel undirstöðu þess, að
íslenzkar framleiðsluvörur
njóti trausts og séu keyptar.
Gera verður greinarmu.n á
góðri og lélegri framleiðglu.
Neytandinn verður að hafa
einhverja tryggingu fyrír því,
að varan, sem hann kaupir, sé
eins og hún á að vera, sé góð.
Þetta er aðeins hægt með því
móti, að haft sé eftirlit og at-
huganir á efnasárnsetningu
i vörunar og riotágildí: hennar.
Þær vörr.r. sem staridast slíka
prófun. ættu svo að bera sér-
j stök merki. Á þennan ’hátt fær
1 hin góða vara réttmæta viður-
kenningu og neytandinn trvgg-
ingu fyrir vörugæðum;‘‘
— Iívernig, er þe.ita fram-
kv.ærnan'egt?
..Fyrst og fremst verður að
| korna sér niðijr á ákyeðinn
Istandard í hverri vörutegund.
Sícan verður viðurkennd vís-
indastofnun að hafa eftirlit með
því, að þessum grunnkröfum sé
fv.Tnægt hjá þeim, sem óska
eftir. að bera merki. Að vísu
getur rannsókn ekki allt af
tryggt hæfni vörunnar, og
verður þá að leita til viðeigandi
stoínana um hagnýtar prófanir,
sem nauðsynlegar þykja eða á-
j byrgir aðilar annast. í útlönd-
; um, t. d. á Norðurlöndum og
i í Ameríku, eru þa.ð oft kvenna
samíökin, sem beita sér fyrir
framkvæmd þessara mála og
hvetja síðan meðlimi sína til að
gera kröfur um að merki sé á
sem flestum vörum. Ómerkt
Iiðnaðarvara. nýtur þar ekki
. trausts, ef aðrar vörur í sömu
gréin hafa leyfi tii þess að bera
| merkið.
j Þetta fyrirkomulag ættum
við að taka upp í okkar iðnað-
: aríramleiðslu og byrja sem
; fýrst á einstaka vörutegundum
; og auka við smá.tt og smátt.“
Þannig fórust Gísla Þor-
j kelssyni efnafræðingi.
Við, húsmæður, myndum
i sannarlega fagna því, ef slíkt
' öryggiseftirlit kæmi á íslenzk-
ar iðnaðarvörur. Því góðan
j innlendan iðnað viljum við
j allar stvrkja.
; Soffía Ingvarsdóttir.
Falleg, tvílit drengjapeysa.
Mynstrið, herstsiiöxuðin, eru saumuð með krosssaumsspori, en
« beizlistaumarnir með keðjuspori.
GUÐMTJNDUR E. GEIRDAL
skáld lézt í sjúki'ahúsinu Sól-
17. þ. m. og verður jarð
sunginn í dag. Hann var fædd
ur 2. ágúst 1885 að Brekku í
Gufudalssveit. Foreldar hans
voru Eyjólfur bóndi í Múla í
Gilsfirði Bjarnason og María
Bjarnadóttir á Kveingrjóti.
Guðmundur vann algeng sveita
störf og við sjómennsku á ungl
ingsárum sínum, en gekk í kenn
araskólann og lauk prófi frá
hóuum árið 1912. Upp frá því
stundaði hann barna- og ungl-
ingakennslu á vetrum, en vann
algeng störf á sumrum. Hann
gerðist lögregluþjónn á ísafirði
árið 1916 og gengdi því starfi í
þriú ár. Sýsluskrifari var hann
á ísafirði árið 1923—1925, en
síðan hafnarkjaldkeri um
margra ára skeið.
Guðmundur Geirdal var tví
kvæntur. Fyrri kona haris var
Vilhelmína Pétursdóttir frá
Hafnardal í N.-ísafjarðarsýslu,,
og eignuðust þau 7 börn. 4 dæt
ur og 3 syni. Tvær stúlkurnar
dóu ungar, en á lífi eru Ingólf-
ur, Pétur, Bragi, Hjördís og
Erna. Síðari kona Guðmundar
var Hjálmfríður G. Hannsdótt-
ir úr Jökulfjörðum.
Með Guðmundi E. Geirdal
hverfur af sjónarsviðinu einn af
fujlltrúum aldamótakynslóðar-
innar, einn þeirra, sem varð hrif
inn af hugsjónum ungmennafé-
lagsskaparins og varð hertur í
sjálfstæðisbaráttunni fyrir
frelsi þjóðarinnar, og ekki að-
eins hennar, sem heildar, held
ur og þeirrar stéttar, sem var
undirokuð og lítilsmeigandi,
enda tók hann ungur þátt í bar
áttu alþýðunnar fyrír bættum
kjörum og fylgdi hinum nýju
hugsjónum jafnaðarstefnunnar
(^rauður til hins síðasta. Hann
lét sig alla tíð ýmiskonar félags
mál mikið skipta og var þá oft
í fremstu röð. Auk þess að taka
þátt í alþýðusamtökunum á ísa
firði, tók hann mikinn þátt í
góðtemplarareglunni. Var einn
af stofnendum Blóma- og trjá-
ræktarfélags Isfirðinga og
hafði mikinn áhuga á söng-
mennt. Var hann t. d. í stjórn
Karlakórs ísafjarðar um skeið.
Guðmundur Geidal er þó
ku.nnastur fyrir ljóð sín, en
hann af út fjórar ljóðabæk-
ur og eina ævintýrabók fyrir
börn. Ljóðabækurnar eru
„Milli þátta“, „Skriðuföll“,
„Á vængjum vil ég berast“ og
„Lindir niða“, sem út kom á
síðastliðnu ári. En ævintýrabók
in heitir ..Töfragripurinn“, eða
sagan af Fold Röðulsdóttur.
Eins og áður getur var Guð-
mundur mjög söngvinn og.hafði
áhuga á tónlist, enda bera Ijóð
hans það með sér. Tónskáld, og
þá sérstaklega vinur Guðmund
ar Sig.valdi Kaldalóns, samdi lög
við ýms ljóð • Guðmundar, en
kunnast þeirra allra er lagið og
Ijóðið:
„Þú, eina hjartans yndið mitt‘
En þetta lag er eitt af elztu lög
um Kaldalóns samið 1916.
Guðmundu.r Geirdal var til-
finninganæmur maður og á-
gætur drengur. Hann var mjög
leitandi og fróðleiksfýsn hans
óþrjótandi. Það var göfgi yfir
svip hans, festa og kyrrð.
Aldrei lét hann hnjótsyrði falla
til nokkurs manns í mín eyru.
Gu.ðmundur var hraustmenni,
enda v.el á sig kominn og reglu-
samur. En árið 1942 missti
; hann skyndilega heilsuna,
' vestur á ísafirði. Hann fékk
E. GeirdiL
Guðmundur E. Geirdal.
slag og bar ekki sitt barr upp
frá því. Hann fluttist þá til-
Ingólfs, sonar síns, í Reykjavík,
og konu hans, og dvaldist hjá
þeim meðan hann var veikast-
ur, En er hann fór að hjarna
við leigði hann sér herbergi í
nágrenni við þau„ Við og víð
gerði sjúkdómurinn þó að nýju
vart við sig, og leiddi hann að
lokum til dauða í sjúkrahúsinn
Sólheimum 17. þessa mánaðar.
Guðmundur Geirdat gerðist
strax þátttakandi í Félagi ís-
lenzkra rithöfunda, er það var
stofnað. Hann sótti alla fundi
þess, og eigum við, félagar hans,
nú á bak að sjá einum af bkkar
ágætustu félögu.m.
VSV.
í DAG fer fram útför Guð-
mundar Eyjólfssonar Geirdals,
skálds, fyrrverandi hafnar-
gjaldkera á ísafirði. Hann lézt
í Reykjavík 16. þ. m., 66 ára
að aldri.
Á ísafirði dvaldist og starí-
aði Guðmundur meginhluta
ævinnar, og eru minningar
mínar u.m hann við þann stað
bundnar. Ég minnist þess, að
Guðmundur Geirdal var eir.n
þeirra manna, er niest vöktu
athygli mína, þegar ég kom til
ísafjarðar. Hann var léttur í
spori, beinvaxinn, fráneygður
og röddin mikil. Hann vákti
eftirtekt, þar sem hann fór, og
var einn þeirra manna, er setti
svíp á bæinn.
Guðmundur var félagshyggju
maður mikill og hlóðust á hann
margvísleg störf 1 þeim efnum.
Hann var einn af stofnendum
Kaupfélags ísfirðinga og Sam-
vinnufélags ísfirðinga. Enaur-
skoðandi beggja þessara fyrir-
tækja var hann u,m skeið:
Saínaðarmál lét hann talsvert
til sín taka, og átti hann sæti
í sóknarnefnd ísafjarðar. Þá
átti Blóma- og trjáræktarfélag
ísfirðinga öflugan starfskraff,
þar sem Guðmundur Geirdal
var.
Starfsferil sinn á ísafirði hóf
Guðmundur Geirdal með barná
og unglingakennslu;. Síðar ger’ð
ist hann lögregluþjónn og
sýsluskrifari. En lengst af
gegndi hann embætti hafnar-
gjaldkera ísafjarðarkaupstað-
ar eða frá því, að það embætti
var stofnað 1942 til 1947, að
hann vegna alvarlegs heilsu-
brests varð að hætta störfum.
Öll þau verk, er Guðmuncl-
ur Geirdal tók að sér, vann
hann af alúð, kostgæfni og trú
mennsku. Fór hjá honum sam
an í starfi góð greind og mik-
ill dugnaður.
í félagslífi ísfirðinga tók
Guðmundux Geirdal mjög virk
Framhald á 7. síðu.
AB 5