Alþýðublaðið - 29.03.1952, Page 4
AB'ASþýðubiaðið
29. marz 1952
Innílufningur erlends verkafólks
„EFLIÐ ÍSLENZKAN IÐN-
AГ var kjörorð, sem fann
djúpan hljómgrunn í hugum
íslendinga á árunum fyrir
síðari heimsstyrjöldina. Is-
lenzkur iðnaður reis á legg
á skömmu.m tíma, veitti
mikla atvinnu og sá þjóðinni
fyrir brýnum þörfum. Allir
landsmenn virtust á einu
máli um nauðsyn þess að
efla iðnaðinn. En nú er þetta
breytt. Gamla kjörorðið um
að efla íslenzkan iðnað er orð-
ið nokkrrs konar forngripur.
Iðnaðurinn dregst saman;
mikill fjöldi þess fólks, er við
hann vann áður, gengur nú
atvinnulaus og erlendar iðn-
aðarvörur koma í stað ís-
lenzkra, jafnvel þótt þær séu
hvorki betri né ódýrari.
Meginorsök þessarar öfug-
þróunar er starf og stefna
núverandi ríkisstjórnar. Sam
ri’ráttur iðn?,'5arins er bein
afleiðing af hinni svokölluðu
„frjálsu verzlun" íhaldsins og
Framsóknarflokksins, láns-
fjárskortinum, sem kemur
harðast niður á iðnaðinum;
dýrtíðinni og verðbólgunni.
-Nú er yfirvofandi hætta á
því, að íslenzki iðnaðurinn
leggist í rústir. En ríkisstjórn
afturhaldsins horfir upp á
þetta án þess að hreyfa hönd
eða fót til raunhæfra aðgerðá.
Samtök iðnaðarins birta um
þessar mundir í dagblöðunu.m
smáklausur, sem eiga .að glæða
áhuga almennings á gildi iðn-
aðarins og koma í stað gamla
kjörorðsins um að efla ís-
lenzkan iðnað. Stjórnarblöðin
birta þessar smáklausur dag-
lega á sama hátt og málgögn
stjórnarandstæðinga. Þar er
þó að finna markvísa og rök-
studda gagnrýni á starf og
stefnu núverandi ríkisstjórn-
ar, sem ber ábyrgð á því,
hversu komið er fyrir ís-
lenzkum iðnaði. Slík^t gagn-
rýni er naumast hægt að orða
betur í örstuttu máli en gert
er í Morgunblaðinu í gær,
svo að tekið sé eitt dæmi af
mörgum. Þar er komizt að
orði á þessa lu,nd: „Ef þér
kaupið erlendar iðnaðarvör-
ur, sem hægt er að framleiða
innan lands á hagkvæman
hátt, er það sama og flytja
inn erlent verkafólk og stuðla
að minnkandi atvinnu í land
inu.“
Hér er tekið á kjarna máls-
ins. Fjandskapur ríkisstjórn-
arinnar í garð iðnaðarins er
sams konar fyrirbæri og hún
flytti inn í stórum stíl erlent
verkafólk til að láta það taka
vinnuna af íslenzku.m 'hönd-
um. Með því að flytja inn í
landið erlendar iðnaðarvörur,
sem hægt er að framleiða inn-
an lands á hagkvæman hátt,
er verið að láta útlendinga
sitja fyrir íslendingum um
verkefni. Afleiðingin er sú,
að á sama tíma og erlendar
iðnaðarvörur hrúgast upp í
landinu, gengur íslenzkt iðn-
aðarfólk atvinnu.laust og á
fárra eða engra kosta völ.
Þetta eru staðreyndir, sem
liggja öllum í augum u.ppi,
nema ríkisstjórninni. Hún er
blind eða sofandi í afstöðunni
til iðnaðarins og virðist ekki
hafa hugmynd um, að þessi
mikilvægi atvinnuvegur er
að komast í kalda kol.
Auðvitað er það gott og
blessað, að stjórnarblöðin
birti nefndar smáklausur til
stuðnings við iðnaðinn. En
væri ekki samt nær lagi fyrir
þau, ef þau bera hag og vel-
ferð iðnaðarins á annað borð
fyrir brjósti, að ganga að því
með oddi og egg að vekja rík-
isstjórnina og skipa henni að
gera skyldu sína? Almenn-
ingur á ekki sök á því,
hversu komið er fyrir íslenzka
iðnaðinu.m, heldur ríkisstjórn
in og stuðningsflokkar henn-
ar. En stjórnarblöðin reyna
að verja fjandskap ríkisstjórn
arinnar í garð iðnaðarins sam
tímis því, sem þau birta boð-
skap eins og þann, er Morg-
unblaðið flutti í gær og hér
hefur verið rakinn.
Það er sannarlega tími til
þess kominn, að ríkisstjórn
afturhaldsins hætti að láta
það viðgangast, að útlending-
ar sitji fyrir íslendingum um
verkefni. Afstaða hennar til
iðnaðarins í dag er nákvæm-
lega sú sama og hún flytti
inn erlent verkafólk til að
stuðla að minnkandi atvinnu
í landinu. Hún ætti að dratt-
ast til að lesa smáklausur
málgagna sinna um iðnaðinn
og láta þær sér að kenningu
verða. Syndir hennar væru
vissu.lega nógar samt.
Aðalfundur
verður haldinn í
Kvenfélagi Hallgrímskirkju
mánud. 31. marz kl. 8.30 e. h. í VR, Vonarstr. 4.
FUNDAREFNI: Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagssystur, mætum vel og stundvíslega. — Stjórnin.
Skrifsfofur vorar
eru fluttar á Laufásveg 8.
Landssamband iðnáðarmanna
Vorvinna. Hér á landi verður þess enn langt að bíða
að vorvinnan hefjist úti í sveitunum. En í
Danmörku er hún þegar hafin. Á myndinni sjást nokkrir menn
við skurðgröft til framræslu á Lálandi, einni af dönsku eyjunum.
,A forgi lífsins/ — ný ævi
saga effir Hagalín
Hún er skráð eftir Þerði Þorsteinssyni
hreppstjóra og kemur út í dag.
-----------------------«---------
„Á TORGI LÍFSINS“ heitir ný bók eftir Guðmund Gísla-
son Hagalín, og kernur hún út í dag. Þetta er ævisaga Þórðar
Þorsteinssonar á Sæbóli í Fossvogi og greinir frá því, sem á
daga hans dreif í æsku og fram á fullorðinsár. Hagalín er löngu
þjóðkunnur fyrir ævisögur sínar, enda mun hann á þessu sviðí
bókmenntanna hafa náð mestum árangri allra núlifandi rit-
höfunda okkar, en þeir, sem iesið hafa „Á torgi lífsins“, munu á
einu máli um, að þetía sé skemmtilegasta ævisaga hans og
bók, er lýsi vel ævi og kjörum íslenzks alþýðumanns þessarar
aldar.
AÐALFUNDUR Þjóðdansa-
félags Reykjavíkur var haldinn
12. .marz s. 1. og lauk þar með
fyrsta starfsári félagsins.
Starfsemin hefur nær ein-
göngu verið fólgin í .námskéið-
nm, sem haMin hafa verið fyr-
ir börn og fullorðna. Námskeið
bessi hafa sótt á annað hundrað
manns. Kennslu önnuðust frú
.Sigríður Valgeirsdóttir og
Kristjana Jónsdóttir. Kenndir
voru jöfnum höndum gamlir
dansar og þjóðdansar, svo ' og
vikivakar og söngdansar.
Fyrir jólin gekkst félagið
fyrir barnaskemtun, og var þar
margt skemmtiatriða, m. a.
sýndir ýmsir dansar. Skemmt-
un þessi var afar fjölmenn.
Næst komandi sunnudag' kl.
8 hyggst félagið halda loka-
skemmtun í skátaheimilinu og
koma þar fram 5 sýningarflokk
ar, sem sýna nokkra dansa
hver. Allir dansunnendur eru
velkomnir meðan húsrúrn
leyfir.
Starfsemin næsta haust mun
verða með svipuðu sniði og í
vetur. Haldin verða 2—3 nám-
skeið fyrir byrjendu.r og einnig
komið á sameiginlegum dáns-
kvöldum fyrir þá, sem á nám-
skeiðunum hafa verið.
Við stjórnarkosningu var
stjórnin öll endurkosin að und-
anteknum einu,m, sem baðst
eindregið undan endurkosn-
ingu sökum fjarvistar úr bæn-
um.
Stjórnina skipa nú: Frú Sig-
ríður Valgeirsdóttir, formaður,
Kristjana. Jónsdóttir, Björn
Olsen, Jón Ingi Guðmundsson
og Þórarinn Björnsson. Endur-
skoðendur voru kosin þau Ólöf
Þórarinsdóttir og Jens Jónson.
'AB — AlþýSublaCið. Ctgefandl: AlþýSuflokkurtnn. Bitstjðrl: Stefán Pjetursson.
fcuglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga-
■tmi: 4906. — AfgreiSslusími: 4900. — AlþýSuprentsmiSJan, Hverfisgötu 8—10.
AB 4
AB hefur átt stutt samtal við
Hagalín í tilefni af þessari nýju
bók hans, er kemur út á fimm-
tugsafmæli sögumannsins í dag.
„Ég hef ávallt haft mjög gam
an af frásögnum raanna, sem
glöggir eru á atburði þá, sem
þeir hafa lifað, og fólk, er þeir
hafa kynnzt á lífsleiðinni“,
sagði Hagalín. „Varð mér fljót-
lega Ijóst, að Þórður Þorsteins-
son á Sæbóli var í hópi þeirra,
sem mér lætur að segja frá og
skrifa eftir, enda hef ég haft
mikið yndi af að rita „Á torgi
lífsins“. Ævi Þórðar er fljótt á
litið ekki sérstæð og einkennist
naumast af mörgum og miklum
atburðum, en þetta er eigi að
síður hversdagssaga ísl-enzkrar
alþýðu í blíðu og stríðu og sízt
ómerkari en fyrri ævisögur mín
ar. Sjálfum þykir mér mjög
vænt um þessa bók, og ég vona,
að svo verði einnig um lesendur
hennar“.
— Þetta er bók að vestan?
„Já, Þórður er Vestfirðingur
og dvaldist fram á fullorðinsár
lengstum hjá séra Sigurði Stef-
ánssyni presti og alþingismanni
í Vigur. Æska hans, áður en
hann komst í vist til séra Sigurð
ar, mun vekja undrun þeirra,
sem ekki þekkja fátækt þá, er
alþýða aldamótaáranna varð að
þola. Það munaði minnstu, að
Þórður biði ævilangt tjón á lík
ama sínum af skorti og illri að-
búð. En það rættist fljótt og vel
úr honum eftir að hann kom í
Vigur, og ævistarf hans ej- orð-
ið mikið og merkilegt. Þórður
segir ágætlega frá og er glöggur
á menn og málefni. Ég á von á
því, að myndin af samferðafóli;
inu og atburðunum, sem upp
er dregin í bókinni, reynist les
endunum' minnisstæð. Þetta sögu
efní hefur verið mér mjög að
skapi, og ég er ánægöur með ár
angurinn".
— Hefur bókin verið lengi í
srníðum?
„Það er erfiðara að svara því
en flestir munu ætla í fljótu
bragði. Mig hefur langað til að
skrifa sögu alþýðumanns, sem
verið hafi jafnaldri tuttugustu
aldarinnar og lifað breytingar
hennar og umrót, allt síðan ég
færði „Virka daga“ og „Sögu
Eldeyjar-Hjalta" í letur. Ég hef
nokkuð lengi leitað að manni
eins og Þórði Þorsteinssyni. En
ég gerði mér ekki íyllilega ljóst
hvað ég hafði verið heppinn í
valinu, fyrr en verkið' var hafið.
Það skiptir auðvitað nokkru
máli, að ég þekki dável til að-
stæðna þarna vestra. En aðalat-
riðið er þó Sögumaðurinn og ævi
hans. Ég held, að Þórður sé
sannur og góður fulltrúi hinna
duglegu og farsælu alþýðu-
manna á þessari öld, mannanna,
sem hafa vaxið af viðfangsefn-
unum og vandanum og við ís-
lendingar sigum að þakka það
sem við erum orðnir eða gætum
verið. Mér finnst ekki ómerki
legt verkefni og draga fram hlut
þeirra, því að sagan af þeim
bregður Ijósi á líf og starf þjóð-
arinnar. Þórður er iíka fulltrúi
alþýðumannanna fyrir norðan,
sunnan og austan, en það hefur
gleymzt allt of lengi að gera
sögu þeirra skil, þiátt fyrir allt
bókaflóðið á undanförnum ár-
um“.
„Á torgi lífs:ns“ er gefin út af
Iðunnarútgáíunni, en prentuð í
prentsmiðjunni Odda. Bókin er
278 blaðsíður að stærð í meðal
broti og sett drjúgu letri. Frá
gangur af hálfu prentsmiðju og
útgefanda er eins og bezt verð-
ur á kosið.
lanns §
UM 300 MANNS tóku þátt í
skíðaferðum ferðaskrifstofunn-
ar um síðustu helgi. Var þá far
ið í Hveradali og að Lögbergi.
Nú um helgina verða farnar
þrjár skíðaferðir frá ferðaski'if
stofunni, ein á laugardag kl.
1,30 og tvær á sunnudag kl. 10
f. h. og kl. 1,30 e. h. Farið v-srð
ur í Hveradali. Góður snjór er
riú á fjallinu, og fæið á vegum
þangað austur líka.
Asf og ofstopi,
ný kvikmynd
ÁST OG OFSTOPI nefnist
amerísk kvikmynd, sem byrj-
að var að sýna í Stjörnubíó í
gærkvöldi. Aðalhlutverk leika
Humphrey Bogart og Gloria
Grahame. Kvikmynd þessi er
byggð á sögu eftir Dorothy B.
Hughes, fjallar um morðmál,
ástir og örvæntingu.
Kennslubók í verkíegri
sjévinnu í
ÞEIR Arsæll .Tónsson og
Hendriks Thorlacius hafa sótt
til bæjarráðs um íjárstuðning
við útgáfu kennslubókar í verk
legri sjóvinnu. Bæjarráð vísaði
umsókninni til umsagnar for-
stöðunefndar sjóvinnunám-
skeiða.