Alþýðublaðið - 29.03.1952, Blaðsíða 5
\ ' •:• . .................
Johannes G u ðmuríclsson:
m
í 40. TBL. ALÞÝÐUBLAÐS-
INS þ. á. birtist grain með fyrir
sögninni; Báðir í sömu fylk-
ingu. Greinin virtist til orðin
vegna greinarkorns, er ég reit
í Alþýðublaðið og birtist þar
31. janúar s. 1. undir fyrirsögn-
inni: Verkamaðurirm og bónd-
inn.
I grein minni kemst ég með-
al annars svo að orði, að skil-
yrðin til að reisa sér óbrot-
gjarnan minnisvarða séu nú á
tímum að miklu leyti lögð upp
í hendurnar á hverjum bónda.
Þetta þykir greinarhöfundi, S.
Jó, illa mælt eða að minnsta
kosti ofmælt og biður mig að
útskýra þessi orð mín nánar,
sem hér skal líka gert, fyrst
bess er óskað. Má vera að
fleiri en g’reinarhöf. hafi ekki
komið auga á þessi skilyrði, og
væri þá vel, ef augu þeirra gætu
einnig opnast í þessum málum.
Eg er fæddur í sveit laust
eftir 1890 og ólst þar upp.
Dvaldist ég í sveit til 1911 og
vann þar öll venjuleg sveita-
störf. Jafnframt kynntist ég
kjörum og starfsháttum sveita
fólksins af eigin sjón og raun,
bæði meðal hinna fátækustu
bænda og iþeirra efnaðri. Á
þeim árum var ekki hægt að
segja, að bændastéttinni væru
lögð nein skilyrði í hendur til
bættrar afkomu, af hinu opin-
bera. En sjálf var hún sem óð-
ast þá að drepa sig úr dróma
selstöðuverzlunarinnar með
stofnun kaupfélaganna og var
á þann hátt tekin að bæta kjör
sín. Einnig var þá tekið að
brydda á nokkurri umbótavið-
leitni í búnaðarháttum almennt,
og einstaka ötulir bændur á góð
um bújörðum stórbættu jarðir
sínar og byggðu á þeim vönd-
uð hús. En yfirleitt var ástand
ið þannig, að minnsta kosti um
aldamót, að bæjar- og penings-
hús voru byggð af torfi og
grjóti með rekaviðarárefti, og
ekki annað þiljað en baðstofa
og sums staðar stofa. Túnin
voru flest lítil, ógirt, eða illa
girt, og kargaþýfð.
Þannig var þetta í minni
sveit og nærliggjandi sveitum,
þar sem ég þekkti til, og þann
ig stóð þetta með iitlum breyt-
ingum þar til jarðræktarlögin
komu til framkvæmda. Síðan
hefur ræktun landsins miðað á
fram stórum skrefum — mis-
stórum þó, eftir árferði og verð
lagi landbúnaðarafurða. Með
jarðræktarlög'unum voru fyrstu
skilyrðin lögð í hendur bænd-
um til að bæta jarðir sínar til
muna. Kunnugir menn hafa
tjáð mér, að jarðræktarstyrkur
inn nægði fyrir allri vinnu við
að brjóta landið og jafnvel fræi
iíka. /if þetta er rétt, er hér
ekki um óverulega aðstoð að
ræða. Annað skilyrði var veitt
með stofnun verkfærakaupa-
sjóðs. Þá fengu búnaðarféiögin
styrk til verkfærakaupa, og
mun sá styrkur hafa komið að
miklum notum, enda hófst þá
landbrot í stórum stíl. En með
aukinni ræktun og sléttun gátu
bændur aukið bústofninn, en þó
minnkað vinnuafiið á búunum
vegna bættrar aðstöðu við hey-
öflun.
En þrátt fyrir þetta eða jafn
vel vegna þess, streymdi fólk-
ið úr sveitinni að sjávarsíðunni,
þar sem peningar voru auð-
gripnir og félags- og skemmtana
líf fjölbreyttara (orsakirnar
voru margar, en verða ekki
raktar hér nánar). Þetta sáu;
forráðamenn þjóðarinnar og
töldu að ekki mætti við svo bú
ið standa. Þá voru samin og.
samþykkt lög um nýbýlasjóð,
Með þeirri löggjöí voru sköpuð
skilyrði til að nema landið og
byggja að nýju. Síðan hefur
starfsemi þessi haldið áfram og
blómleg nýbýli vaxið upp' víða |
um land, og hún mun að for-1
fallalausu þegar frám líða
stundir, ; svo framarlega sem
ekki eru framundan ísa óg harð
indatímábil, er geri allar jarð-
ræktartilraunir að engu; en það
skulum viðvona, að ekki verði.
Þá má nefna, að nokkurn styrk
ber að veita til endurbygginga
á sveitabýlum, ef ég man rétt,
og er með því enn citt skiiyrð-
ið veitt til að styðja sveitabónd
ann í starfi sínu.
S. J. segir nú máske, að hægt
sé að tala um hlutina og rita;
erfiðara sé oft að benda á stað
reyndirnar. Og þá er að halda
sig að þeim.
Ég er ekki kunnugur um allt
ísiand. En ég þekki nokkuð til
í nærliggjandi sveitum og þó
einkum þeirri, sem ég er bor-
inn og barnfæddur í. Ég hef
þegar lýst, hvernig ástandið var
þar, þegar ég var að alast þar
upp og sé ekki ástæðu til að
endurtaka það. Nú er fyrir ára
tugum kominn akvegur um
sveitina og getur hver, sem um
hann fer, séð, hvernig þar er
umhorfs. Á flestum jörðunum
eru risin upp myndarleg og vist
leg steinhús, sums staðar tvö.
Túnin hafa verið stóraukin,
girt og sléttuð, sumsstaðar eru
þau margföld að stærð við það
sem var. Á ýmsum bæjum, þar
sem áður voru 25—30 ær ^kipta
nú ærnar hundruðum, og var þó
skipt um fjárstofn þarna fyrir
fáum árum, vegna mæðiveik-
innar. Peningshús og hlöður
hafa víða verið reist úr steini,
og annars staðar eru slík hús að
rísa af grunni.
Sem lítið dæmi úr þessari
sveit, get ég nefnt það, að á
einum bæ hafa á síðastliðnum
tveim árum verið reist fjárhús
úr steini með safnryfju undir
og grindum í gólfi yfir 120 fjár.
í húsunum eru sjálfvirk
brynnslutæki og ekkert til spar
að að gera þau sem vistlegust og
bezt úr garði fyrir fénaðinn.
Við þessi hús hefur verið reist
hlaða samtímis, er tekur 4—5
hundruð hesta. Hús þessi ásamt
hlöðu kosta undir 60 000 kr. með
nútímaverðlagi og líklega
miklu meira. Á þessari jörð búa
bræður tveir, sem eru ekki tald
ir efnaðir, en sæmilega stæðir.
Mér er ekki kunnugt um, að
þeir hafi stofnað til neirua telj
andi skulda vegna þessara bvgg
inga. Geta má þess, að jafn-
framt þessum framkvæmdum,
hafa verið sléttaðar um það bil
4 dagsláttur árlega og þeim kom
ið í rækt jafnharðan. Bú þess-
ara bræðra er ekki stórt mið-
að við ýmis önnur.
Hvernig hafa nú þessir menn
og aðrir, sem líka sögu hafa að
segja, framkvæmt þetta, þrátt
fyrir mjög óhagstætt tíðarfar
síðustu, árin og að undangengn-
um fjárskiptum fyrir nokkrum
árum? Hefur hér gerzt eitt-
hvert kraftaverk? Eða er hægt
að framkvæma þetta á ein-
hvern annan hátt? Já, það er
hægt. Verkin sýna merkin. Það
er hægt vegna þess, að sköpú'ð
hafa verið skilyrði til að fram-
kvæma þetta.
Við þurfum ekki að deila
frekar um þetta og slculum
láta það niður falla. Það verð-
ur ekki borið á móti því með
rökum, að hið íslenzka þjóðfé-
lag hefur skapað skilyrði til
vmbóta og framfara í landbún-
aði. Og, — guði sé lof! — við
eigum duglega og harðfenga
bændastétt, sem yfirleitt hefur
kunnað: að nota sér þéssi skil-
yrði, og því hefur margur
bóndinn þegaf reist sér óbirot-
gjarnan minnisvarða á jörð
sinni;' aðrir eru að gera það,
og enn aðrir mvnu gera þáð, í
framtíðinni.
Það er ekki langt síðan, að
lesin var í útvarpinu skýrsla
um framkvæmdir í sveitum
landsins á s. 1. ári,. s, s. bygg-
ingar, girðingar, skurðgröft
og,- ræktun, Þetta voru háar
tölur og sýna ljóslega hve mik-
ið er gert til eflingar landbún-
aðinum.
Vel má vera, að erfitt sé að
afla lánsfjár til landbúnaðar-
framkvæmda í svipinn eða til
bústofnskaupa, eins og greinar-
höfundur nefnir. En hvaða at-
vinnugrein í landi voru á ekki
við slíka örðugleika að stríða
nú? — Það skyldi þá helzt vera
verzlunin, og vafalaust er ó-
hóflega mikið fé bundið í henni
um þessar mundir. En miðað
við aðrar atvinnugreinar mun
landbúnaðurinn ekki bera
skarðan hlut frá borði, nema
síður sé. Var ekki þingsálykt-
un samþykkt á síðasta þingi,
þess efnis, að hálfum mótvirðis
sjóði skyldí varið í þarfir land-
búnaðarins? Eftir því á að
skipta til helminga milli land-
búnaðarins annars vegar og
allra annarra atvinnugreina
hins vegar. Fór ekki Eysteinn
f jármálaráðherra til Bandaríkj-
anna í fyrra vetur og fékk þar
allstóra fúlgu af bandarískum
dollurum að láni handa land-
búnaðinum? Svo minnir mig.
Ég sé ekki ástæðu til að
telja fleira upp af þessu; tagi.
Það liggur svo í augum uppi.
Hinu skal ég ekkert bera á
móti, að til eru bændu.r, sem
berjast í bökkum um afkomu
sína, og bændastéttin á við
margs konar örðugleika að
stríða, og gengur misjafnlega
að yfirstíga þá. Til þess liggja
margar orsakir. Fyrst og fremst
eru bændu.r eins og aðrir mis-
jafnlega hagsýnir og duglegir.
I öðru lagi eru þeir misjafn-
lega heppnir. Suma eltir ólán-
ið á röndum með alls konar ó-
höppum og vanhöldum, aðra
ekki. I þriðja lagi eru jarðirn-
ar nokkuð misstórar og mis-
góðar, framkvæmdamöguleikar
því misjafnir.
Framfarirnar í landbúnaði
þjóðarinngr eru þó sérstaklega
eftirtektarverðar, þegar á það
er litið, að allan síðasta áratug
hafa bændur átt að stríða við
eina þá ægilegustu fjárpest,
sem nokkurn tíma hefur herjað
þetta land, og jafnframt hafa
dunið yfir ein hin mestu harð-
indaár, sem komið hafa um
langt skeið hér norðan lands
og austan. Þegar þetta tvennt
er haft í huga, sýnir það ann-
ars vegar, hve vel er að land-
búnaðinum búið af hálfu hins
opinbera, og hins vegar hve
duglega og ötula bændastétt
við eigum.
Um sameiginlega hagsmuni
bænda og verkamanna skal hér
ekki fjölyrt, því grein þessi er
þegar orðin lengri en ég ætlaði.
Framhald á 7. síðu.
Í ■-'& ? Tlf f-f. oc , .' ™ • . <
Irimmtugur i dag:
ÞÓRÐUR HREPPSTJÓRI er
’ fimmtugur í dag. IJérna í Kópa
Ivogshreppi þarf ekki að nafn
greina manninn nánar, Þórður
hreppstjóri, eða Þórður á Sæ-
bóli, það kannast aliir hér við
hann. Vinir hans og kunningjar
þekkja hann að tryggð, hjálp-
semi og hollráðum, andstæðing
' arnir þekkja hann sem mála-
r fylgjumann, harðan í horn að
j taka og óvæginn, ef því er að
skipta. En allir þekkja hann að
| dugnaði, ósérhlífni og fádæma
j kjarki. Þau óhöpp, sem Þórð
I hafa sótt heim 'um æfina,
I myndu hafa nægt til þess að
leggja hern meðalmann að velli.
En Þórður er þannig skapi far-
1 inn, að hann gengur ótrauður á
hólm við óhöpp og örðugleika og
neitar að viðurkenna að hann
sé sigraður í leik, á meðan hann
er með lífsmarki. Fyrir bragðið
hefur hann alltaf hlotið sigur
að lokum, hversu ójafn og von
laus, sem leikurinn hefur virzt
j^egar verst horfði.
Til þess að sanna að ég fari
ekki með neitt fleipur, ætla ég
að rifja upp nokkur æfiatriði
Þórðar í stuttu méli. Hann er
fæddur í eynni Vigur í N.-ísa-
fjarðarsýslu, þann 29. marz
1902, en fluttist ungur að Litla
bæ í Skötufirði. Þegar hann
var á þriðja á?/. féll hann niður
af húsalofti, hlaut að vonum
mikla byltu, og fór þá stórt
stykki úr vanga hans. Fljótt
jafnaði hann sig þó eftir það
slys, en ekki var hann nema sjö
ára að aldrei, þegar hann hlaut
aðra byltu og hættulegri, því
að þá beið hann höfuokúpubrot.
Þrettári ára hrapaði hann i Vig
urbjörgum, skaddaðist þá mikið
í andliti, meðal annars brotnaði
hakan, og fleiri áverka hlaut
hann við það fal'l. Á togara varð
hann fyrir því slysi, að við
sjálft lá, að hann missti þumal
ingur annarrar handar; lafði
hann á nokkrum taugum við
hendina, og var ákveðið að fara
með Þórð til Eyja, og láta taka
af honum fingurirm; þeirri á-
kvörðun var samt breytt, hald
jð til Reykjavíkur, og tókzt
Guðmund.i prófessor Thorodd-
sen, sem þá var nýbyrjaður
læknisstörf, að græða fingurinn
Þórður Þorsteinsson.
við höndina. Hættulegri slys og
alvarlegri biðu Þórðar þó síðar;
árið 1930 féll niður vinnupallur,
sem hann stóð á. og hlaut Þórð
ur þá svo alvarleg meiðsl, að
hann var óvinnufær í þrjú. ár,
og enn varð hann fyrir því slysi
árið 1945. að braggagáfl féll of
an á hann. og hlaut hann þá
enn mikil meiðsl og alvarleg.
Eftir allt þetta er hann 50%
örorkumaður, samkvæmt mati.
Ókunnugir kvnnu að halda,
að maður, sem orðið hefur fvrir
öllu þessu, gengi við hækiur og
nyti opinberíar framfærslu. En
því fer fjarri. Þórður er einn
af þessum mönnum, sem ekki
eru aðeins líkamlega ódrepandi,
heldur hefur kjarkur hans og
brek eflst við hveria braut. Ó-
kunnugir geta ekki séð það á
útliti hans eða framkomu, að
hann gangi ekki hverfum manni
heilli til skógar, þrátt fyrir
allt; hann rekur uinfangsmik-
inn garðyrkjubúskan. og gegn
ir auk þess ábvrgðarmiklum
störfum fyrir hreppinn og hið
ooinbera, er hinn vaskasti í
deilum, ef svo ber undir, og
lætur ekki hlut sinn fyrir nein
um orrustulaust. Mundi marg-
ur, sem ekki hefur haft af slík
um óhöppum að segja, mega
þakka fyrir að vera gæddur
starfsbreki Þórðar og dugnaði.
Þórður hefur alln æfi stund
að erfiðisvinnu, bæði á sjó og
Framhald á 7. síðu.
Mínningarorð
Jónína Tómaúlóilir
HVER. veitir því eftiríekt
þótt vindurinn fevki burt einu
skógarlaufi? Hverju bre\rtir
það, þótt ein mannvera hverfi
yfir landamæi jarðiífsins? Dag
legða hlustum við á andláts-
fregnir meðborgara okkar. Dag
lega sjáum við aldna og unga
borna til grafar. En venjulega
veitum við þessu furðu litla at
hygli, og eftir stut+a tíma höf
um við gleymt þessu. Þar til
allt í einu að við erum minnt
á að dauðinn er okkur öllum
nálægur er einhver ættingi eða
vinur er burtu kallaður, — og'
enginn veit hvenær hann ber
að okkar eigin dyrum.
Þegar mér barst til eyrna
andlátsfregn Jónínu Tómas-
dóttur, fann ég að það snerti
hjá mér einhvern viðkvæman
streng, þó að sú fregn kæmi
mér ekki á óvart.
I dag verður hún lögð til
hinztu hvíldar. En þótt hinar
jarðnesku leifar séu í jörðu
huldar, þá lifir andinn frjáls
o" óháður. þar sem ..sælusum-
pt< bh'it, sífellt skín, í löndum
betri“..
Jónína var fædd að Sanda-
koti undir Ey.jafjöllum, en
fárra vikna gömul var hún tek
in til fósturs að Sauðhúsvelli í
sömu sveit. Þar ólst hún upp
hjá fósturforeldru.m sínum,
Kristbjörgu Guðmundsdóttur
og ísleifi Guðmundssyni, og
hjá þeim dvaldi hún alla tíð,
meðan þau lifðu; Minntist hún
þeirra ávallt með virðingu ög
kærleika.
Árið 1926 fluttist hún til
Hafnarfjarðar, ásamt tveim
fóstursvstkinum sínum, og þar
dva’di hún síðan til dauðadags.
Ég. sem þessar línur rita,
kynntist Jónínu, fyrst, þegar
hún var nýlega flutt til Hafn-
arfjarðar, hefur okkar kunn-
ingskapur haldist æ síðan, og
eftir því, sem lengra hefur lið-
ið, hefur mér lærst alltaf bet-
ur og betur að meta hennar
Framhald á 7. síðu.
AB 5
i