Tíminn - 24.06.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 24.06.1964, Blaðsíða 7
 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkværadastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- st.ióri: Jónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnárskrifstofur i Eddu-húsinu. símar 18300—18305 Skrif- stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl.. sími 19523 Aðrar skrifstofur. sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands — í lausasölu kr 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Markaðsrannsóknir íslenzk útflutningsframleiðsla býr um þessar mundir við óvenjulega hagstæða verðlagsþróun erlendis. Verð- lag flesíra helztu útflutningsvaranna hefur stórhækkað að undanförnu. í mörgum tilfellum er um stórfellda hækkun að ræða, t. d. er útflutningsverð á saltfiski nú 20—.30% hærra en á sama tíma í fyrra. Þótt þannig horfi nú vel varðandi útflutningsfram- leiðsluna, er ekki víst að svo verði alltaf. íslendingar muna þá tíma, þegar verðlag fór lækkandi, og þá erfiðleika, sem hlutust af því. Að sjálfsögðu ber að vona, að sú saga endurtaki sig ekki, en hins vegar er bezt að vera við öllu búinn. Einmitt nú, þegar vel gengur, er réíti tíminn til að búa sig undir að mæta þeim erfiðleik- um, er verið geta framundan. Það var því fullkomlega tímabær tillaga, sem Jón Skaftason og fleiri þingmenn Framsóknarflokksins fluttu á seinasta þingi um kosningu fimm manna nefndar til þess að athuga í samráði við fulltrúa atvinnuveganna á hvern hátt megi efla markaðsrannsóknir og sölustarf- semi í þágu útflutningsframleiðslunnar, svo og bæta gæðaeftirlit með útflutningsvörum. Tillögur nefnd- arinnar skyldi leggja fyrir næsta Alþingi. í greinargerð tillögunnar var sýnt fram á, hve mikil- vægt það.væri að hagnýta sér nýjustu sölutækni á erlend- um mörkuðum og fylgjast vel með því, sem þar væri að gerast. Þá þyrfti að leita markaða fyrir fleiri vörur en þær, sem nú væru seldar úr landi, og fjölga þannig þeim stoðum, sem efnahagsafkoma þjóðarinnar byggist á. Jafnhliða þessu ætti svo að athuga möguleika á því að auka gæðaeftirlit. Víða erlendis eru til sérstakar stofn- anir, er hafa gæðaeftirlit með höndum, og þykir mjög eftirsóknarvert að fá viðurkenningu þeirra. Það gæti orð- ið mjög þýðingarmikill þáttur í útflutningi íslenzkrar framleiðslu, ef einhver slíkur aðili gæti áunnið sér viður- kenningu erlendis og skapað með því traust á gæðum ís- lenzkra framleiðsluvara. Því miður dagaði þessa tillögu uppi á Alþingi og ekkert mun unnið að þessum málum af hálfu stjórnarvaldanna. Nú þegar vel gengur, er þó rétti tíminn til áð þoka þess- um málum áleiðis. Síðar getur það reynzt of seint. eðillska Þeir, sem hlusta á útdrátt þann úr forustugreinum dag- blaðanna, sem útvarpið flytur, munu veita því athygli, að Vísir, sem er gefinn út af Sjálfstæðisflokknum, gerist sérstaklega illorður í hvert sinn, er hann minnist á Framsóknarflokkinn. Það leynir sér ekki, að forráða- menn Vísis telja Framsóknarflokkinn óalandi og óferj- andi. Hvað eftir annað hefur Vísir ymprað á því, að kommúnistar séu þó skárri! Eðlileg skýring er á þessari geðillsku hins opinbera málgagns Sjálfstæðisflokksins. Forkólfar Sjálfstæðis- flokksins telja sig þegar hafa Alþýðuflokkinn í vasanum og kommúnista einnig að verulegu leyti. Vegna þessara flokk'a getur Sjálfstæðisflokkurinn óhikað unnið fyrir auðstéttina. Hins vegar óttast hann andstöðu Framsókn- arflokksins og vaxandi fylgi hans. Þess vegna er Vísir svona geðillur í hvert sinn, sem hann minnist á Fram- sóknarflokkinn. Það er hin bezta vísbending um, hvaða flokkur það er, sem afturhaldinu í landinu stendur nú mestur beygur af og telur áhrifamesta og öflugasta and- stæðing sinn. í VIKUNNI áður en Krústj- off lagði upp í Norðurlandaför ina hafði hann gest, sem átti við hann mörg erindi. Það var Walter Uibricht, einræðis- herra Austur-Þýzkalands. Marg ir blaðamenn höfðu spáð því, að aðalerindi Ulbrichts til Mos kvu væri að ganga frá friðar- samningi milli Sovétríkjanna og Austur-Þýzkalands, en Rúss ar hafa lengi hótað að gera slíkan samning, ef ekki næð- ist alxsherjarsamkomulag um Þýzkaiandsmáxin. Slíkur sér- ■ stakur friðarsamningur Sovét- ríkjanna við Austur-Þýzkaland gæti valdið verulegum erfið- leikum í skiptum austurs og vesturs, þar sem Rússar myndu þá ekki telja sig lengur bundna af eldri samningum við vestur veldin um Þýzkalandsmálin. Eftir það yrðu vesturveldin t.d. að snúa sér til austur-þýzku stjórnarinnar varðandi mál Vestur-Berlínar. Raunin varð ekki sú, að þeir Krustjoff og Ulbricht gengu frá friðarsamningi. Þeir gengu aðeins frá vináttu- og varnar- samnmgi milli Sovétríkjanna og Austur-Þýzkalands, sem á að gilda til tuttugu ára. í þessum samningi lofa Sovétríkin að koma Austur-Þýzkalandi til hjálpar, ef á það yrði ráðizt. Bæði ríkin lýsa yfir því, að það sé undirstaða friðarins í Evrópu að verja landamæri Austur-Þýzkalands, án þess að það sé nokkuð nánara skil- greint. hver þessi landamæri eru. Það má segja, að í samningi þessum felist ekki neitt nýtt, og því er talið, að ráðamenn í London og Washington hafi andað léttara eftir að þeir fréttu um efni hans. Rússneska stjórnin sýndi jafnframt þá ó- venjulegu kurteisi að láta stjómir Breta og Bandaríkj- anna vita fyrir fram um efni samningsins. Allt þykir þetta sýna, að Rússar vilji komast hjá átökum um Þýzkalandsmál in, a.m.k. að sinni. ÞAÐ VÆRI hins vegar rangt að halda því fram, að Ulbricht hafi farið erindisleysu til Mos- kvu. Samningurinn áréttar það greinilega, að Austur-Þýzkaland mun halda áfram að vera sér- stakt ríki. Allar efasemdir um það eru óþarfar. Það er eitt helzta grundvallaratriði rúss- neskrar utanríkisstefnu 1 Evr- ópu. Hver, sem reynir að hagga þeirri staðreynd með vopna- valdi, rýfur friðinn í Evrópu. Fynr stjórn Austur-Þýzka lands hefur það verulega þýð- ingu að fá nýja yfirlýsingu Rússa um þetta. Það styrkir hana bæði heima fyrir og út á við. Það er þýðingarmikið svar gegn þeirri áróðurssókn Vestur Þjóðverja að láta eins og Austur-Þýzkaland sé ekki til. Jafnframt þessu er talið, að Rússar hafi lofað Austur-Þýzka landi verulegri efnahagslegri aðstoð og muni það njóta meiri efnahagslegrar aðstoðar í framtíðinni en önnur ríki í Austui -Evrópu. Þetta stafar af samkeppninni við Vestur-Þýzka land. Rússum er ljóst, að Aust- ur-Þýíkaland verður alltaf ó- stöðugt, nema það takist að koma lífskjörum þar í svipað horf og í Vestur-Þýzkalandi. Það getur gert Rússum auð- veldara á ná þessu marki, ef hin Austur-Evrópuríkin geta styrkt sig méð auknum við- skiptum við Vestur-Evrópu og Bandaríkin. í því er hins vegar fólgíri sú áhætta fyrir Rússa, að þau fjarlægist þá Sovétríkin. Þá áhættu taka Rússar. Fyrir þá er nú einna mikilvægast i Austur-Evrópu, að Austur- Þýzkaland bili ekki. RÉTT eftir að Ulbricht fór austur til Moskvu, fór Erhard, kanslari Vestur-Þýzkalands, vestur til Washington til við- ræðna við Johnson forseta. Að sjálfsögðu ræddu þeir um Þýzka landsmálin fyrst og fremst. Yf- irlýsingin, sem þeir birtu að fundinum loknum, ber það með sér, að Johnson hefur hvatt Erhard til varfærni, eins og Krustjoff hefur bersýnilega hvatt Ulbricht til hins sama. í yfirlýsingunni er áréttað, að Bandaríkin muni halda allar skuldbindingar sínar í sam- bandi við Þýzkaland og Berlín og meðan Þýzkaland sé ekki sameinað á grundvelli frjálsra kosninga, verði litið á Vestur- Þýzkaland sem hið eina þýzka ríki. Tekið er fram, að hinn nýi samningur milli Sovét- ríkjanna og Austur-Þýzkalands, breyti ekki og geti ekki breytt skuldbindingum Sovétríkjanna í sambandi við Þýzkaland. Að síðustu, en ekki sízt, er svo lögð áherzla á, að batnandi friðarhorfui og minnkandi við- sjár muni greiða fyrir sam- einingu Þýzkaíands. f því sam- bandi lýsir Johnson sérstakri ánægju yfir því, að stjórn Vest- ur-Þýzkalands hefur unnið að fagna samningnum. batnandi sambúð við Austur- Evrópu, en þar mun fyrst og fremst átt við skipti á verzlun arfulitrúum við Pólland, Rú- f meníu og Ungverjaland. S EFTIR þessar ráðstefnur í B Mosk'm og Washington er það enn Ijósara en áður, að þvi ástanöi Þýzkalandsmálanna, sem nú ríkir, verður ekki breytt nema með breyttri stefnu. Það er ekki nema óskhyggja hjá Vestur-Þjóðverjum, að Austur Þýzkaiand muni líða undir lok. ef haidið sé áfram að einangra það Enn meiri óskhyggja er það ujá Rússum, að vesturveld in muni þreytast og samstarf $f þeirra rofna og það geti skapað | þeim bætta aðstöðu í Evrópu S Núverandi ástandi sem er á all S an hátt óæskilegt og alltaf get ur leitt til óvæntra árekstra. verður ekki breytt nema annað hvort með Evrópustyrjöld eða samningum Fyrri leiðinni munu allir hafna. Þá er ekki nema síðari leiðin eftir, ef menn vilja ekki viðhalda ó- breyttu hættuástandi, samninga leiðin Eigi að fara hana, verða Rússai að hafna þeirri afstöðu, að hægt sé að semja um þessi mál við Bandaríkin og Bretland, án aðildar Vestur- Þýzkaiands. Vesturveldin verða að gera sér jafnljóst, að Rússar semja ekki án aðildar Austur- Þýzkalands i einhverju formi. Það væri rangt að gera sér vonir um skjótan árangur af samningum. Þar verður að fara a stig af stigi. Vænlegasta byrjanin er vafalítið sú, að Vestur-Þýzkaland og Austur- Þýzkaland vinni að því óform- lega eða formlega að auðvelda ýmis samskipti innbyrðis og þýzku þjóðarbrotin geti þannig nálgazt hvort annað. í þessu sambandi virðist vestur-þýzka Framhald á 13 sfðu. T f M I N N, miðvikudagur 24. júní 1964. — 2 i * ■ .* »i li; :i i e i| *< . • ;>

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.