Tíminn - 24.06.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.06.1964, Blaðsíða 14
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS tBSSZZ 112 á móti þeim og landsstjórinn í Marrakesh lét sig ekki vanta. Þau óku til gistihússins eftir sendnum végi meS pálmatré á báSar hendur í bifreiS landsstjór ans og í fylgd meS þeim voru marókanskir riddarar í einkennis búningi. Þegar þau gengu inn í hóteliS, gekk bandarískur kaup- sýslumaSur, sem þarna var í orlofi fram úr röSum áhorfenda og þrýsti vindli í hönd Winstons. Clementine hafSi einnig pakkaS niSur sérstöku kostgæti handa honum. Kassa meS uppáhalds- kampavíiiihu hans. X Þau höfSu fyrst komiS til Marra kesh árið 1936, eftir aS Lloyd George hafSi lofaS staSinn mjög fyrir fegui'S. Clementine og Win ston höfSu einkum gaman af aS koma á .,DauSatorgið“ í Marra- kesh — ótrúlega skemmtilegt afrískt matkaðstorg þar sem vör- urnar voru breiddar um stræti og á litla stolla. ÞaS er sem öll Afríka eigi þarna fylltrúa á þessu fræga torgt, sem er eins og klippt út úr Þúsflnd og einni nótt. Þar má sjá slöngutemjara, töframenn, galdramenn, spámenn og eld- gleypa. „Þetta verð ég aS mála, Clemmie“ sagði Winston eitt sinn, er þau gengu um mannmargt torgið. En hvemig? Lausnina fundu þau, eft ir að Clementine hafði rætt viS| kaupmann, sem sá sér góðan hagnj að í að loka verzlun sinni og leyfa j Winston afnot af henni. Þannig fékk hann fé í aðra hönd, án þess að þurfa að selja nokkuð af vörum sínum! Annar orlofsstaður, sem þau hafa miklar mætur á er fimmtán herbergja stórhýsi Beaverbrooks lávarðar á Cap d'Ail. Leon Gramaglia, borgarstjóri Cap dfAil bíður alltaf Churchill- hjónanna með hóp af borgarstjórn arfulltrúum í kring um sig og þrí- lita borðann um mittið. Winston er nefnilega heiðursborgarstjóri Cap d‘Ail. Gramaglia býður þau velkomin fyrir framan villu Beaverbrooks. Beaverbrook reynir alltaf að vera á burtu, þegar þau koma, svo að þau geti haft ánægjuna af að sjá um heimilisreksturinn sjálf. Þar nafa þau einnig til afnota litla bifrcið, sem Beaverbrook not ar til að fara á baðströndina. Bif- reiðin er þannig gerð, að frammí er aðeins eitt sæti fyrir bifreið arstjórann, en aftur í er stór hæg indastóll Mesta ánægju hafa þau af að fara í sicemmtiferðir saman Clem entine glcymir aldrei að pakka nið ur skærrauða sundbolnum, sem hann hefur svo miklar mætur á hitamæiinum, sem hann notar til að mæla hitann í Miðjarðarhafinu áður en hann dýfir sér ofan í. Eitt sinn er Clementine neydd- ist til að taka sér hvíld án Win- stons af veikindaástæðum, fór hún til Ceylun. Lagt hafði verið til, að hún færi í burtu í nokkra mánuði, en henni fannst nóg að vera þrjár vikur 1 burtu frá honum. Þegar hún kom til Colombo, kvaðst hún „hlakka til að sjá rauðan fíl“ — fíl, sem væri hættulega geðillur og færi einförum og blandaði ekki geði við aðra fíla. „En ég hleyp upp í tré, ef hann reynir að krækja í mig“, sagði hún hlæjandi. Það er lítið talað um heilsufar Clementine sjálfrar. Hin erfiðu ár og stritið, sem þeim var samfara, höfðu a.m.k. að einu leyti ill áhrif á heilsu hennar. Hún kvaldist stundum af taugabólgu, svo að hún Varð að taka sér algera hvíld frá störfum í nokkrar vikur í senn Yfirleitt hefur hún búið við góða heilsu, en stundum, þegar hún fær taugabólguköstin, þá vill hún helzt vera ein — fara á hjúkrunar heimili cða á hressingarbaðstað. eða þá að hún stingur upp á að Winston fari í frí. Hún vill bera þjáningar sínar í hljóði. og í ein- rúmi — einnig án návistar Win- stons. Eitt sinn þurti hún að hafna boði í hádegisverðarsamkvæmi í Mansion House sem haldið var til heiðurs drottningunni og var það vegna caugabólgunnar. Sömuleiðis þurfti sjúkdómsins vegna að hætta við afmælisfagnað í tilefni sex- tíu og niu ára afmælis hennar. Alltaf þegar taugabólgan kom í veg fyrir , að hún gæti farið með Winston í orlofsferð, hringdi hann á hverju kvöldi kl. 9.30 og- þá bara til að segja „góða nótt, elsk an.“ Eitt sinn, er þau voru 1 orlofi saman, héldu þau og Sarah upp á gamlárskvöldið með hertoganum og hertogaynjunni af Windsor í íþróttahöll Monte Carlo. Á miðnætti risu allir úr sætum sínum, tóku saman höndum og sungu „Alud Lang Syne“. Skyndi lega sneru þessir fjögurhundruð gesti sér að Clementine og Win- ston og sungu „Því að þau eru ágætis náungar!" Winston reis á fætur til að gera V-merkið sitt fræga. cn Clementine og Sarah veiddu a meðan stórar blöðrur úr þeirri hundraða mergð er sveif yfir höfðum þeirra, og sprengdu þær beint yfir höfði Winstons. „Að faia með honum í ferðalag á þessu erfiða tímabili ævi hans, eftir ósigurinn í kosningunum 1945, var skynsamleg ráðstöfun af hendi Clementine", sagði vinur þeirra Tom O'Brien, ,,og það sýndi hve skörp dómgreind hennar er. Skynsemi hennar fékk hana til að leiða hann í brott frá þeim vígstöðvum, þar sem hann fyrst hafði unnið' mikinn sigur og síð an herfilcgan ósigur. Ef hún hefði leyft honum að ráfa um Neðri málstofuna allan tímann, þá má Guð einn vita hvað gerst hefði. Hefði hún látið hann sitja á þing inu áfram, hefði ævi hans áreiðan lega lokið á sorglegan hátt, þar sem óslÖKkvandi gremja og beizkja nagaði hjarta hans. Hann endurtók sífellt fyrir munni sér: „Þegar mér var vísað frá störfum, fannst mér það harkaleg ráðstöfun, eftir allt, sem ég hafði gert.-‘ Hefði hann setið mikið lengur á þinginu í því hugarástandi sem hann var, hefði hann getað eyði- lagt orðsfí sinn. þar sem sársauk inn og viðkvæmnin vegna vanþakk lætis þjóðarinnar gerði hann trylltan ' árásum sínum og náði yfirhöndinni yfir skynsemi hans sem stjói nmálamanm og dipló- mats Það er enginn efi á því að hún bjargaði andlegu heilbrigði hans og bjargaði virðingu hans út á við. Hann hefði áreiðanlega ckki getað einbeitt sér að sagnfræði- bókum sínum síðar hefði hún ekki farið á burt með liann til að hjálpa honum að jafna sig eftir þessi geysilegu vonbrigði og gremju, sem hafði náð tökum á honum. Ef hún hefði ekki látið hann fara svo oft í orlof allt frá áriinu 1945 liefði hann verið um kyrrt í Lond on og þrammað um Neðri mál- stofuna, hefði hann áreiðanlega staðnað og sál hans harnað og hann hefði aldrei getað orðið hinn mikli eftirstríðs stjórnmálamaður sem hann varð, þegar hann var kjörinn forsætisráðherra í annað sinn. Að minni hyggju er það allt konu hans að þakka. Vizka hennar og dómgreind, ðg það að hún gerði sér grein fyrir hve gremjan náði smám saman ríkari tökum á honum, fékk hana til að taka akvörðun. Og hún mælti: „Það veiður að binda endi á þetta“ — og það var gert. Hvert sem þau lögðu leið sína á fyrstu ferð sinni eftir styrjöld- ina, var þeim tekið með fögnuði og þakklæti af fólki sem hann hafði hjálpað til að losna úr viðj- um harðstjórnarinnar. Þakklæti þessa fólks hjálpaði Clementine til að biása nýjum lífsanda, nýj um barattukjarki í Winston. Aðferð hennar — „við skulum koma okkur burt frá þessu öllu“ eftir hið hræðilega áfall eftir kosningaosigurinn bar árangur. Brátt vai hann reiðubúinn til að 19 hristi út urti gluggann. — Þji veizt ósköp vel, að það var ekki allt með felldu í hjóna- bandi þeirra í fyrra. Við tókum öll eftir, hvað hún var eirðarlaus og uppstökk og hvað hann tók það nærri sér. — Þú gerir og mikið úr þessu, svaraði Brett kuldalega. —Hún hefur alltaf haft tilhneigingu til skjótra geðbrigða og Mark skilur hana betur en nokkur annar. Og ef þú ert með Neville í huga veiztu fullvel, að það var ekkert á milli þeirra. Henni leiddist bara og hann var kærkomin tilbreyting. Ef Mark hafði ekkert á móti kunn- ingsskap þeirra þá er ekki okkar að ímynda okkur eitthvað, sem aldrei hefur verið neitt. *■ — Kannski ekki. Nan yppti breiðum öxlunum. — En það er heldur ekki eina ástæðan. Ef hún hefur nú allt í einu uppgötvað það væri dásamlegt að verða frí og frjáls aftur? Gæti hún ekki fengið skilnað á þeim forsendum, að hún myndi ekki eftir eigin- manni sínunV — myndi ekki einu sinni eftir að hafa nokkru sinni gifst honum. — Ég er ekki lögfræðingur. Brett kveikti í pípu sinni gramur á svip. — Og eftir það sem Mark hef- ur þolað vegna hennar getur Tracy ekki komið þamng fram við hann, þegar hún fær minnið aftur. Það væri ómannúðlegt. — Það er einmitt vegna þess sem hann gerði — að hún hefur fengið hugmyndina, sagði Nan hugsi. —Ég geri ráð fyrir það sé heldur ónotaleg tilfinning að vera bundin einhverri manneskju þakk- lætisböndum allt sitt líf. Það hlýt- ur að fara illa með taugarnar. Ég hef aldrei skilið gerðir Tracy- ar, en ég held ég geti skilið hana. — Þetta er eintóm vitleysa. Brett var skelfdur. —Ég skal við- urkenna að það er taugaáreynsla, en Tracy veit að Mark mundi aldrei krefjast slíkrar auðmýktar og undirgefni af henni. Hann mundi hafa viðbjóð á því. — En hann mundi vænta þess að fá eitthvað fyrir snúð sinn, sagði Nan þurrlega. — Heldurðu hún mundi tolla hjá honum, ef henni hundleidd- ist í hjónabandinu. Ó, það er þýð- ingarlaust að bera á móti því, Brett. Henni dauðleiddist. Það er ekki ásökun, ég nefni aðeins blá- kalda staðreynd. Mark var það sjálfum ljóst. Ég er að velta því fyrir mér, hvort einmitt það hafi valdið þvi, að hann kom svo ridd- aralega fram við hana. — Það sem þú þarfnast er að láta sálfræðing sálgreina þig, sagði Brett reiðilega. —Hann gæti kannski losað þig við þessar brjálæðislegu hugmyndir þinar. Geturðu alls ekki skilið að mað- ur getur lagt býsna mikið í söl- urnar fyrir þann, sem hann elsk- ar? Heldurðu að þetta hafi verið klókindalega útreiknað hjá Mark til að hann gæti hreykt sér við Tracy? Ég hélt að þú værir stolt af því, hvað þú skildir hann vel og hvað honum þykir vænt um þig. Ég efast um, að kærleikur hans til þín verði langlífur ef þú gefur honum í skyn þó ekki væri nema brot af því, sem þú hefur nú sagt við mig. Hann gekk út í garðinn og skellti dyrunum ó eftir sér. Nan stóð með sígarettuna í munninum og kreppti hnefana svo fast um bakkann að hana kenndi til. 5. kafli. Brett hafði á réttu að standa um, að blaðamennirnir mundu fljótlega missa áhugann fyrir HULIN FORTIÐ MARGARET FERGUSON heimkomu Tracy. Nokkrum dög- um síðar þurftu blaðamennirnir að eltast við eitthvað annað, enn meira spennandi og fréttnæmara. Sautján ára gamall ríkur erfingi hafði strokið að heiman með íra, en fjölskyldan neitaði að gefa sam þykki sitt til ráðahagsins. Hún ósk aði eklci að afsegja tilkall til arfs ins og setjast að með manninum sem átti lítinn bóndabæ á írlandi. í samanburði við þessi ósköp föln- uðu fréttirnar um konuna sem ekki mundi eftir eiginmanni sín- um og heimili og Avebury varð aftur friðsælt lítið þorp. Þegar Brett var orðinn viss um að síð- asti blaðamaðurinn hefði horfið ó braut, ræddi hann mjög ákveðið við Tracy. — Þú verður að fara og hitta fólk þú getur eklci lokað þig hér inni, eins og þú skammist þín yfir því að hafa misst minnið. Þú þarft ekkert að .óttast, allir hér vita um þetta og skilja. I-Iún hataði þó tilhugsun að fara úr hinu örugga skjóli sínu inni í húsinu, sérstaklega vegna þess sem fyrir hana hafði borið í eina skiptið, sem hún hætti sér út fyr- ir hússins dyr. — Ég efast ekki um að fólkið sé vingjarnlegt. svaraði hún hik- andi. —^En ég . . . ég ætti á hættu að hitta Neville Rollo aftur. Mér þykir það leitt, Brett og sjálfsagt er það mjög kjánalegt. en ég vil helzt komast frjá því. — Þú þarft ekki að hirða um Neville, sagði Brett og herpti saman varirnar. -—Ef þú skyldir rekast á hann, skal ég sjá til þess að hann verði þér ekki til ama. Hann vildi gjarnan vera elsku- legur líka, en án þess að skilja hvernig henni var innanbrjósts. Það var ckki hinn ástæðulausi við bjóður sem var verstur heldur sú staðreynd að hann taldi sjálfsagt mál að það væri annars konar andúð. Fortíðin hafði flækzt sam- an við nútíðina í óleysanlegan hnút. — Var hann . . . vorum við góðir vinir, Brett? spurði hún að lokum og réði ekki við sig. Hún varð að fá fullnægjandi svar. Yfir andlit Bretts breiddist samstund- is hinn torráðni svipur, sem hún hafði lært að hræðast. — Ég sagði þér, að við höfum þekkt hann lengi. Hann hlýtur að skilja að þú getur ekki samstund- is tekið upp þráðinn eins og hann var fyrir slysið. Þetta var ekkert svar við öllu því, sem hana fýsti að vita, en samt fann hún til ógleði af skelf- ingu við að hann segði henni meira. Hún sætti sig við svör hans án frekari spurninga og síðan fylgdist húil með frú Sheldon og Brett til kirkju. Hún fann augn ráð allra hvíla á sér og skildi, hve forvitnir allir voru, þótt þeir reyndu að sýna tillitssemi. Eng- inn minntist á slysið, heldur ekki á Mark og frú Sheldon tók hana með sér til tedrykkju á prests- setrinu, og Tracy til óendanlegs léttis rakst hún hvergi á Neville. En henni til mikillar gremju krafðist frú Sheldon þess að hún hitti að máli doktor Roderick, sem var vingjamlegur, gráhærður og feimnislegur maður. Eftir að hann hafði lagt fyrir hana nokkr- ar spurningar strauk hann óró- lega yfir enni sér og sagði afsak-. andi. — Ég er því miður enginn sér- fræðingur í svona tilfelli. Mig langar til þú farir til sálfræðings við eitthvert af stærri sjúkrahús,- unum í borginni. Ég get pantað tíma . . . — Ó, nei, hrópaði Tracy upp. —Ég hef fengið nóg af spítölum næstu árin og hvað getur annar sálfræðingur gert? Hvemig gætu fleiri þýðihgarlausar tilraunir eða kjánaleg samtöl sprengt þennan vegg — eða hvað það^ nú er — við heilann á mér? Ég á ekki annars úrkosta en bíða . . . Doktor Roderick sá skelfinguna í augnaráði hennar og lét þegar undan: — Gott og vel, Tracy, þá bíð- um við. Ég vona þú hafir ekkert á móti því ég kalli þig Tracy, en ég hef þekkt þig síðan þú varst lítil stúlka. Taktu þessu öllu með ró og gættu þess að ofreyna þig ekki á neinn hátt. Þetta lagast allt jafnskjótt og þú hittir Mark. Einu sirini hafði hún verið á þeirri skoðun, en upp á síðkast- ið hafði skelfingin náð tökum á henni. Hún hafði ekki orðið vör við minnsta leiftur frá fortíðinni. Ætli hún fengi nokkurn tíma 14 T í M I N N, miSvikudagur 24. júní 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.