Alþýðublaðið - 18.04.1952, Page 4

Alþýðublaðið - 18.04.1952, Page 4
/ A$-A!þýðubíaðið 18. aprí! 1952. ársafmæli frílistans BJÖRN ÓLAFSSON flutti útvarpserindi á dögu.num í til efni af ársafmæii frílistans. Kepptist ráðherrann við að lof syngja árangurinn af hon- um, sem hann taldi hafa leitt til heilbrigðs viðskiptalífs, og boðaði síðan fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar, að engin stefnu breyting myndi eiga sér stað. Lýsing ráðherrans á afleið ingum frílistans var hin heillavænlegasa í orði, svarti markaðurinn er horfinn, en í staðinn komin samkeppni u,m að selja sem beztar og ó- dýrastar vörur! En þetta er óvart allt annað en veruleik- inn. Svarti markaðurinn hef ur verið lögfestur af stjórnar flokkunum og verzlunarokrið hefur a'drei verið meira, enda markvisst stefnt í þá átt með afnámi verðlagseftirlits ins. Dýrtíðin er allt að sliga, og atvinnuleysið fer eins og -eyðandi eldur um landið. Allt er þetta afleiðing af stefnu og starfi núverandi ríkisstjórn- ar, sem Björn Ólafsson mun hafa mótað manna mest. En samt er heildsalaráðherrann sendur í útvarpið til að til- kynna, að engin stefnubreyt ing muni eiga sér stað, og flytja verzlunarokrurunum þann fagnaðarboðskap, að þeir skuli vera alls óhræddir; ríkisstjórninni detti ekki í hug að afnema frílistann! Ein augljósasta og alvarleg asta afleiðing frílistastefnunn ar er hrun iðnaðarins. Björn Ólafsson treystist ekki í síð- ustu útvarpsræðu sinni að bera á móti atvinnuleysinu lengur og kvað það rétt, að iðnaðurinn hefði orðið fyrir þungu áfalli. Atvinnuleysingj ana huggaði hann með því, að þeir ættu allra samúð! Og iðnaðinum var gefið það fyr- irheit af hálfu ríkisstjórnar- innar, að skipuð skuli nefnd til að athuga vandræði hans. Samúð ríkisstjórnarinnar með atvinnuleysingju.num hefur hins vegar ekki verið meiri en það í verki, að hún hefur haldið að sér höndum til þessa og horft upp á það aðgerðalaus,, að þúsundir karla og kvenna yrðu að þola böl atvinnuleysisins. Sömu sögu er að segja um afstöðui hennar til erfiðleiká iðnaðar ins. Dagar, vikur og mánuðir hafa liðið án þess að ríkis- stjórnin aðhæfist eitt eða neitt iðnaðinum til bjargar. Nú loksins á að skipa nefnd til að athuga erfiðleika þessa atvinnu.vegar, sem má heita í rústum í beinni afleiðingu af frílistanum og stefnu rík- isstjórnarinnar í verzlunar- málunum yfirleitt. En það fu.Utingi verður áreiðanlega skammvinnt, meðan ekki er snúið við á óheillabrautinni. Slíkt lætur Björn Ólafsson sér' ekki til hugar koma. Hann boðar þvert á móti, að hún muni áfram fetuð. Og svo er ósvífni heildsalaráð- herrans í garð iðnaðarins mik il, að hann hikar ekki við að láta sér þau orð um mu.nn fara, að hann geri ráð fyrir, að erfiðleikar þeir, sem iðnað urinn á nú við að stríða, leiði síðar til góðs og geri fyrirtæk- in hæfari en áður til að sinna hlutverki sínu! Hér hefur Björn Ólafsson vafalaust í huga þá fáu einstaklinga, sem hagnast á því, að erlendar iðnaðarvörur séu fluttar inn í stórum stíl samtímis því sem íslenzkur iðnaðu.r leggst í rústir. Þeir standa af skiljan- legum ástæðum hjarta hans nær en þúsundirnar, sem eiga atvinnu sína undir því, að innlendi iðnaðurinn lifi og blómgist. En hefði ekki verið sæmra fyrir Björn Ólafsson að hlakka yfir ágóða þeirra á kostnað innlenda iðnaðarins fremur í hópi þessara sam- herja sinna heldur en í áheyrn allrar þjóðarinnar? Eða er það svo, að heildsalaráðherrann kunni alls ekki að skammast sín? Björn Ólafsson er ánægður með árangur verka sinna. Það mun engan undra. Hitt er furðu.legt, að ríkisstjórnin skuli áræða að senda hann út af örkinni til að gera sig að viðundri frammi fyrir þjóð- inni. Áðalfíindur Rauða Kross íslands * * lí W verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu í Hafnarfirði laugar daginn 24. maí kl. 14. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Reykjavík, 17. apríl 1952. Stjórn R. K. I. Vörubill óskast til kaups eða leigu gegn mánaðarlegri aí- borgun. Bíllinn má vera af eldri gerð, en þarf að vera í fullkomnu lagi. — Tilboð ásamt kaups- eða leigukjörum leggist inn í afgreiðslu blaðsins fyrir sunnudag, merkt: „Vörubílh1. Gamansamur píanóleikari. R&ssneski -píanó. 1 leikarinn Vladim- ir Levinski varð nokkuð síðbúinn á konzert, sem hann hélt í Croydon á Englandi nýlega. Áheyrendur voru búnir að bíða í 10 mínútur, þegar hann kom. En hann lét sem ekkert væri og beið þess, að ljósmyndir væru teknar af honum áður en hanu settist að hljóðfærinu. Þá hrópaði einn úr áheyrendasal til hans og bað hann að segja nokkur orð, en hann kallaði á móti og sagði: „Ég óska fullkominnar kyrrðar í salnum!“ Svo leit hann skálkslega fram í salinn eins og myndin sýnir og fékk dynjandi lófaklapp. En því næst byrjaði hann að spila. Bœkur og höfundar: AB— AlþýðublaSiS. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Augiýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- sími: 490S. — Afgréiðslusími: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. landnáma Ve: Almanak Ólafs S. Thorgeirs- sonar fyrir árið 1952. 58. ár. 120 bls. Winnipeg. Canada. NÝLEGA hefur mér borizt í hendur síðasti árgangur þessa vinsæla og fróðlega rits. Ég vil í stuttu máli tjá útgefendum þess og ritstjóra bakkir mínar fyrir hið merkil-ega menningar- starf, er innt hefur verið af hendi í tæpa tvo mannsaldra með útgáfu þessa rits, sem með vissum hætti mætti kalla Land- námu Vestur-íslendinga. Þegar Ólafur S. Tliorgeirsson prentari í Winnipeg hóf útgáfu , almanaksins árið 1895, hefur | hann naumast gert ráð fyrir, að þ,Tð mundi eignast jafn langa sögu og merkilega og raun hefur á orðið, þótt hitt sé fullvíst, að þegar frá upphafi muni hafa vakað fyrir honum, að það hefði eitthvað meira að flytja en aðeins tímatal og dægradvöl fyrir landa vestan hafs. Hann mun sntmma hafa fengið á-huga á því að safna fróðleik um landnámssögu ís- 1-endinga í Vesturheimi, og hann verður fyrstur manna til þess að fá þess liáttar þætti skráða og tek /r þá til birtingar í almanaki sínu. í fjmmta ár- gangi almanaksinG, árið 1899, birtist sá fyrsti af þessum þátt- um, er Ólafur nefndi „Saín til landnámssögu íslendinga 1 Vest urheimi“. Var það þáttur úr landnámssögu Nýja íslands. Áð ur hafði hann byrjað í aiman- akinu annan þátt, er hann nefndi „Helztu viðburðir og mannalát meðal íslendinga í Vesturheimi“. Þsssir þættir hvorir tveggja urðu að föstum lið í almanakinu og aðaluppi- staða þess, meðan Ólafur lifði, en hann var ritstjór'i þess yfir fjörutíu ár eða allt til ævdoka. Ólafur dó 19. febrúar 1937, 72 ára að aldri. Synir Ólafs, Geir og Ólafur, tóku við útgáfu almanaksins eftir fráfall Ólafs og sáu um ritstjórn þess fá ár. Síðar réðu þeir dr. Richard Beck ritstjóra, og hefur hann gegnt ritstjórn þess nú um tólf ára skeið. Ekki varð nein breyting á efni ritsins við fráfall Ólafs. Þeir þættir, er orkað hijfðu drýgst til þess að skapa því vin sældir beggja megin hafsins, landnámssöguþættirnir, héldu áfram að_ birtast eftir því sem efni vannst til, og þátturinn um helztu viðburði meðal landa vestra hefur færzt í aukana eft- ir því, sem árin liðu. Hins er Richard Beck. ekki að dyljast, að eftir meira en hálfrar aldar skrif og eftir- grennslanir, er efni í landnáms- söguna mikið til þurrðar geng- ið, og jafnframt eru þeir menn, er bezt þekktu til, landnem- arnir sjálfir og samtíð þeirra, nú flestir orpnir molau. Þá er og þess að geta, að nú um tólf ára skeið hefur staðið yfir ritun Sögu íslendinga í Vesturheimi, og -eru komin út fjögur stór bindi. Það er því margt, sem veldur, að n-okkur hin síðustu ár hefur verið minna um hina eiginlegu landnámssöguþætti, en meira af. greinum um einstaka menn, lífs og liðna, og frásögur ýmissa atburða úr landnáms- sögunni, sem minna var um hir t áður, þótt frásagnarverðir séu. Almanakið -hefst að þéssa sinni á grein eftir ritstjórann um aldarafmæli þjóðfundarins 1851. Þá er viðauki við sögu- ágrif íslendinga í Hólabyggð í Manitoba, eftir G. J. Oleson, en hann er einn þeirra manna, er drjúgan skerf hafa lagt til landnámssögunnar á undanförn um árum. Þá eru endurminning ar eftir séra Sigurð Christoph- ersson frá fyrri dögum vestra. Laus blöð úr gamalli minnís- bók, heitir þáttur eftir séra Sig urð Ólafsson, er skýrir frá fyrstu dvalarárum hans vestan hafs upp úr aldamótunum. Þá er Minning mætra landnáms- hjóna, eftir Kristínu S. Bene- dictson. Fjallar sú grein um Hallgrím Friðriksson frá Borg- arg-erði í Skagafirði og kopu hans, Önnu Pétursdóttur, er einnig var skagfirzkrar ættar, ,.Qg,úylgir sýnishorn af kveðskap Harlgríms. Þá er minningar- grein um Gíslínu Gísladóttur .•Olseþ, eftir G. J. Oleson. Gutt| . -.oimitn-Íísá'íd‘Guttörmsson'á þah : grein, er hann kallar, Við neínÖ in, og er það frásögn færð í gamanstíl af sönnum atburði frá fyrri árum. Hefnd íslend- ingsins heitir frásaga frá land- námsárunum eftir Eyjólf. S. Guðmundsson. Drættir úr sögu Tantallon-byggðar nefnist grem eftir ritstjórann. Að lokum eru svo þeir tveir þættir, er enn haldast óbreyttir, Helztu við- burðir meðal íslendinga í Vest- urh-eimi, í annálsíormi, og tek- ur yfir þrettán blaðsíður, og Mannalát, þar er getið um 150 Vestur-íslendinga, er látizt hafa á árinu og gerð grein fyr-ic aldri þeirra, ætterni og æviat- riðum sftir því, sem hægt ar i örfáum línum. Eru þessir þætt- ir saman teknir af rit.stióranum og hafa að geyma margvíslegan fróðleik. Eins og sjá má af þessu stutta yfirliti heldur c’lmátíakið enn í horfi um efnisval, þótt nokkuð sé breytt með því að landnámssöguþættirnir hafa að mestu niður fallið í sinni upp- runalegu mynd. Það er engum vafa bundið, að ólafur S. Thorgeirsson hef- ur unnið vestur-íslcnzkri ,ætt- vísi og sagnfræði ómetanlagt gagn með söfnun og prentun landnámsþáttanna, svo að langt ber af því, er aðrir einstakling- ar hafa lagt til þei’rra mála. Hitt er líka fullvíst, að fáir eða eng- ir eru til þess færari að halda við fornum vinsældum þessa merkilega rits en núverandi rit stjóri þess. Á-hugi Richards pró- fessors um íslenzkar meimt.ir og afköst hans í þágu þjóðemis- mála og bókm-ennta íslendinga austan hafs og ves'úni er víð- kunnur, og þó engum fullkunn- ugt öðrum en þeim, er -i'el þekkja til. í því efni hefur pró- f-essor Richard unnið margfa-lt umfangsmeira og merkilegra starf en okkur hér heima er ál- mennt kunnugt, en livórki er tími né vettvangur til að g-era því nokkur viðunandi skil að þessu sinni. Að lokum vil ég hakka útgef- endum og ritstjóra almanaksins fyrir þrautseigju þeirra og á- huga um útgáfu þess. Ég vænti þess, að enn um Jangt skeið verði þar að finna margt það úr nútíð og fortíð þjóðarbrotsins íslenzka vestan hafsins, sem annars hefði fallið í fyrnsku, — glatazt og gleymzt ísleazkri ætt vísi og sögu sjálfra þeirra, með- an tíminn ekki blandar blóði þeirra og sögu til fullnustu saman við þjóðamúginn milda í fósturlandinu vestan Jiaís. Indriði Indriðason. Hljóp á bifreið á Hverfisgöfu en SEX ÁRA DRENGUR hljóp á bifreið inn á Hverfisgötu síð- degis í gær, en meiddisi lítið. Þetta gerðist -með þeim liætti, að dregurinn hljóp út úr húsa- sundi fram á götuna, án þess að gæta umferðarinnar nokkuð. Fór bifr-eið í þessu suður götuna og íenti hann utan vert á hægri afturhjólhiíf hennar. Bifreiðar-' stjórinn -snarhemlaði bifr-eið sína, er hann varð þessa var, og mun gætni hans og snarræði hafa átt þátt í að afstýra alvarlegu slysi. Dregurinn var fluttur á sjúkra hús, og við læknisrannsókn kom. í ljós að hann hafði snúizt um ökla en ekki hlotið önnur meiðsli. AB inn f hvert hús! AB 4

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.