Alþýðublaðið - 18.04.1952, Síða 5
Friðfinnur Ólafsson: ■. ,' . HfÉj
UM FÁTT hefur meira ver-
ið rætt undanfariö en iðnað-
inn íslenzka. Fyrst og fremst
hafa þær umræður snúizt um
þá erfiðleika, sem iðnaðurinn
á nú við að búa á allar hliðar;
en í sambandi við þær umræð-
ur hefur þó einnig verið rætt
um nauðsyn íslenzks iðnaðar
yfirleitt; og augu manna virð-
ast nú loks hafa opnazt fyrir
því, að hér sé ekki hægt að
lifa menningarlífi án þess að
iðnaður sé rekinn í stórum og
vaxandi mæli.
Stjórnarflokkarnir hafa nú
báðir lofað að framkvæmd
skuli athugun á íslenzkum
iðnaði, með það fyrir augum,
að sá iðnaður skuli studdur.
sem til framfara horfir óg
þjóðhagslegur hagnaður er að.
Er þetta vel, og mætti þó fyrr
hafa verið gert; en þess er þá
líka að vænta, að stjórnarflokk-
arnir standi við gefin fyrirheit
í þessu efni.
Eins og áður segir, e r það
hverjum manni augljóst, að
vel skipulagður og samkeppn-
isfær iðnaður er höfuðnauðsyn
til þess, að unnt sé að lifa hér
menningarlífi og útrýma at-
vinnuleysi og allri þeirri bölv-
un og lamandi áhrifum, sem
það hefur í för með sér.
Þetta er augljóst og þarf ekki
rökstuðnings við. Á hinn bóg-
inn er það líka jafn rétt, að
allur iðnaður á hér ekki óskilið
mál. íslenzkur iðnaður yfir-
leitt, þ. e. verksmiðjuiðnaður,
er mjög ung atvinnugrein í
okkar þjóðfélagi, og fjölmarg-
ar iðngreinar hafa tæplega enn
slitið barnaskónum. Þessar
iðngreinar hafa risið upp á
tímum influtningshafta og að
nokkru leyti í skjóli þeirra, en
þessu hefur fylgt sá annmarki,
að stundum hefur minna verið
hugsað um verð og vörugæði
heldur en nauðsynlegt var, en
treyst á það, að framleiðslan
myndi seljast, þar sem inn-
flutningur hliðstæðra vöruteg-
unda væri ekki leyfður.
Þetta er vitaskuld alrangur
grundvöllur til þess að reisa á
iðnfyrirtæki. Þess vegna var
það fyrirfram vitað, að slíkar
iðngreinar hlytu að draga sam-
an seglin strax og rýmkaðist
um innflutning; og frá þjóð-
hagslegu sjónarmiði er ekkert
nema gott um það að segja.
Hér skal þó skýrt tekið fram,
að mikill minnihluti íslenzkra
iðngreina á hér hlut að máli.
Yfirleitt held ég að megi segja,
að íslenzkir íðnrekendur hafi
gert sitt ýtrasta til þess að
framleiða samkeppnisfærar
vörur, bæði hvað snertir verð
og vörugæði; og f jölmargar iðn-
greinar eru nú orðnar lands-
þekktar fyrir hvort tveggja;
nægir í því sambandi að minna
á t. d. Vinnufatagerð íslands,
Raftækjaverksmiðjuna í Hafn-
arfirði og margt fleira.
Það, sem lofuð og fyrirhug-
uð rannsókn hlýtur að beinast
fyrst og fremst að, er að mín-
um dómi eftirfarandi:
1. ) Hvaða iðngreinar, sem nú
starfa, eigi rétt á sér frá
þjóðhagslegu sjónarmiði.
2. ) Hvaða iðngreinar þurfi að
rísa á legg til þess, að full-
nægja þeim neyzlukröfum,
sem nú eru fyrir hendi.
3. ) Hvaða ráðstafanir þurfi að
gera til þess, að dreifa iðn-
fyrirtækjunum á hina ýmsu
landshluta, miðað við
heppilegt staðarval, og þó
ekkí síður með það fyrir
augum að auka atvinnu á
þeim stöðum, sem nú og í
ófyrirsjáanlegri framtíð
eiga í vök að verjast í þeim
efnum.
Atvinnuástandið í landinu er
nú þannig, að óverjandi er með
öllu að gera ekki nú þegar ráð-
stafanir til úrbóta. Nú þegar
þarf að hlynna að þeim iðn-
greinum, sem starfa á heil-
brigðum grundvelli; og þar
duga engin vettlingatök.
Iðnrekendur hafa fært rök
að því, að þeir eigi við óhag-
stæðari tallalög að búa heldur
en sambærilegir iðnrekendur á
Norðurlöndum. Iðnrekendur
segja, að þeim sé algerlega ó-
kleift að starfrækja fyrirtæki
sín vegna skorts á rekstursfé,
nema að litlu leyti; yfirfærslu-
aðferðir bankanna og bátagjald
eyririnn, að ógleymdri sívax-
andi dýrtíð, krefst stóraukins
fjárrnagns, en á sama tíma er
stórlega dregið úr öllum lánum
til iðnaðarins.
Hér verður ríkisvaldið að
grípa í taumana.
Það er blátt áfram skylda
ríkisstjórnarinnar að sjá svo
um, að tollalögin verði lagfærð
með tilliti til þarfa iðnaðarins,
og að auknu fé sé varið til
lánastarfsemi til þeirra iðn-
greina, sem nú eru lamaðar
vegna skorts á lónsfé.
Á nýsköpunarárunum var
varið geysimiklu fé til innflutn-
ings á margs konar vélum og
tækjum til iðnaðarins. Þessar
vélar og verksmiðjur eru nú
lítt eða ekki starfræktar vegna
skorts á hráefni, sem stafar af
því skipulagi, sem er á öllu
viðskiptalífi í landinu.
Það var sagt, að Njáll væri
misvitur; en eru þau stjórnar-
völd ekki meira en lítið mis-
vitur, sem verja stórfé fátækr-
ar þjóðar til þess að kaupa vél-
ar og reisa verksmiðjur, en
fyrirmuna svo eigendum þeirra
að starfrækja þær, og það jafn-
vel þótt ískyggilegt. atvinnu-
leysi ríki í landinu og hungur
þanmg:
Af bátafiski 5%, 1% hækltun.
Af togaraf. 5%, % Iækkun.
Finna menn Kveldúlfsþefinn
af þessu eða hvað?
Það er talið, að sjávarútvegs
málaráðherra muni með sinni
alkunnu samningalifurð, hafa
komið þessu í kring, að láta
smábátaútveginn borga vaxta
kostnað togaranna að vissurn
hluta.
vofa sé við dyr fjölda heimila?
Það er bezt að hver svari
þessu fyrir sig.
Það hefur nú á síðustu tím-
um komið mjög greinilega í
ljós, að ýmsir staðir á landinu,
sérstaklega norðanlands og
vestan, eru ákaflega ill'a stadd
ir hvað atvinnu snertir. Heilir
kaupstaðir eru að komast á
vonarvöl vegna þsss að sjóvar
aflinn, sem þessir staðir hafa
byggt alla von sína á, hefur
brugðizt um lengri eða
skemmri t’ttia. — Það er óvar-
legt að reikna með því að úr
rætist verulega með aflabrögð
in næstunnir' en ljóst er, að til
einhverra ráða þarf að grípa.
Margir þessara staða hafa
hin ákjósanlegustu skilyrði til
margs konar iðnaðar, bæði iðn-
aðar, sem vinnur að mestu úr
innlendum hráefnum, og eins
iðnaðar, sem þarf innflutt hrá-
efni að nokkru eða öllu leyti.
Þessum stöðum þai'f að hjálpa
til þess að reisa verksmiðjur
og koma ýmiskonar iðnaði á
fót.
Það er engin lausn á vanda-
málum þótt veitt séu hallæris-
lán; það verður að koma á fót
heilbrigðum atvinnurekstri á
þessum stöðum/, — íþað eitt
hjálpar og ekkert annað. —
Núverandi ríkisstjórn er ekki
vinsæl í þessu landi. Henni hef
ur flest illa tekizt; en þyngstur
mun þó áfelli.sdómurinn verða,
ef hún ætlar að eyðileggja, vís
vitandi eða óafvitandi, þau iðn
fyrirtæki, sem þegar hafa sýnt,
að þau framleiða góða og til-
tölulega ódýra vöru, og gerir
ekkert til þess að hjálpa þeim
bæjarfélögum, sem nú eiga erf
iðast.
Vonandi stendur þó stjórnin
við gefin fyrirheit um rann-
sókn á iðnaðinum; og þess er að
vænta, að sú rannsókn leiði af
sér bráðar ráðstaíanir. sem
leysi íslenzkan iðnað úr viðjum
og bæti úr því ófremdarástandi,
sem nú ríkir í íslenzkum at-
vinnumálum.
að það skyri opinberlega fra,
hvaða upplýsingar hafi legið
fvrir u,m þetta eina atriði.
Ef bankaráðið sæi hins veg-
ar ekki ástæðu til þess, væri
fróðlegt að fá svör um það frá
einhverjum bankaráðsmann-
inum. Það er nefnilega stórt
atriði fyrir bæi, þorp og sveit-
ir, að sparisjóðir á viðkomandi
stöðum, séu vel starfshæfir.
Framhald á 7. síðu.
Friðfinnur Ólafsson.
Enn um vaxtahœkkunina:
Vextir bátafiskjarins hækkað-
ir, en togarafiskjar lækkaðir!
ÞAÐ hefur nokkuð verið
rætt um avxtahækkunina í
blöðunum undanfarið; en alls
staðar hefur hingað til láðzt
að geta eins í sambandi við
hana. Það er það, að vextir
togarafiskjar hafa verið lækk-
aðir samtímis því að vextir
bátafiskjar voru hækkaðir.
Vextir af svonefndum fram-
leiðsluvíxlum hafa til þess
tíma, að vextirnir hækkuðu,
verið reiknaðir 5 V2 % af tog'
arafiski, en 4% af bátafiski;
en nú eftir vaxtahækkunina
En það væri fróðlegt að fá
upplýst, hvort ríkisstjórnin eða
bankaráðsmennirnir hafi áður
en þeir ákváðu vaxtahækkun-
ina láti ðathuga, hvernig hún
verkaði á sparisjóði almennt í
landinu.
Það má telja fu.Uvíst, að
bankaráðið hafi rannsakað
þetta eða látið rannsaka það,
og munu þá bankastjórar
Landsbankans eflaust hafa
framkvæmt þá athugun.
AB vill beina þeirri ein-
dregnu ósk til bankaráðsins,
WBiau -AVM ’rgpr-}
Iljónin Ófafur ííalldórsson og Sigríður Snorradóttir.
Minningarorð
Sioríður Snorradóftir frá MelkofL
-----------♦-
SIGRÍÐUR SNORRADÓTT-
IR frá Melkoti í Reykjavík
andaðist að elliheimilinu
Grund þriðjudaginn 8. þ. m.
á 82. aldursári. Hún var fædd
15. nóv. 1870 að Steinsholit í
Reykjavík, en ólst upp í Mel-
koti með móður sinni, Mar-
gréti Einarsdóttur, sem var
ekkja. Margrét andaðist 1910,
þá áttræð að aldri. Sama ár,
12. nóv., giftist Sigríður Ólafi
Halldórssyni frá Hvítársíðu og
bjuggu þau hjón lengstum í
bæ sínum að Bókhlöðustíg 6
hér í bænum eða þar til þau
fluttu á elliheimilið 26. marz
1946.
Ólafur, maðu,r Sigríðar, and-
aðist fyrir tæpum tveimur ár-
um, 12. júlí 1950. Hann var
fæddur 9. sept. 1871 að Fróða-
stöðum í Hvítársíðu og ólst þar
upp hjá afa sínum og ömmu.
Foreldrar hans voru Halldór
Ólafsson og Guðrún Daníels-
dóttir, er bjuggu að Síð.umúla-
veggjum. Móðir hans var
systir Halldórs Daníelssonar
alþm. og þeirra systkyna.
Ólafu.r stundaði lengstum og
meðan heilsa entist algenga
verkamannavinnu, og var í
þjónustu Eimskipafélags ís-
lands frá stofnun þess. Fór orð
af, hvað þau hjón voru mynd-
arleg og samhent í öllu. Með
dugnaði sínum og sparsemi
tókst þeim hjónum að komast
í sæmileg efni. Þar sem þau
voru barnlaus og áttu enga af-
komendur, höfðu þau, fyrir
nokkrum árum gert ráðstöfun
til að eftir látnar eignir þeirra
gengju til Slysavarnafélags
íslands. Málefni, sem þeim var
rnjög hjartfólgið og sem þau
óskuðu að nyti afrakstursins af
margra ára erfiði þeirra og at-
orku. Er hér um bankainn-
stæðu eða sparifé að ræða, sem
í rauninni er margalt verð-
mætari gjöf en kaupmáttur
upphæðarinnar nú segir til um,
þegar athugað er, hvað verð-
í^ildi rfminganna vaír miklu
meira, þegar fyrir þeim var
unnið á sínum tíma. Bak við
þetta veglega framlag til
Slysavarnafélags íslands liggja
margar vöku- og vinnustu.ndir
hinna góðu hjóna, er sjaldan
undu sér hvíldar eða létu sér
verk úr hendi sleppa. Þegar
þau sáu; að styttast tók leiðin
framundan, vildu þau tryggja
að það verðmæti. er þau létu
eftir sig, gengi til líknar- og
hjálparstarfsemi, og þá sérstak
lega til björgunar á mannslíf-
um eða til að fyrra einhvern
fjörtjóni. Slík hjálparlöngun
og fórnfýsi verður aldrei
nægilega þökkuð eða að fullu
metin. Stjórn Slysavarnafélags
íslands óskar að láta í Ijósi
þakklæti sitt fyrir félagsins
hönd. Af félagsins hálfu mun
verða kappkostað að halda sem
bezt á iofti minningu, hinr.a
mætu hjóna, sem svo áþreifan-
lega sýndu vilja sinn og löng-
un til þess að styrkja og efla
hina þjóðnýtu starfsemi félags-
ins.
Sigríður heitin Snorradót.tír
mun hafa átt fjögur systkini;
bræður tvo, Einar og Sigurö,
sem fyrir löngu eru lánir, og
t’fær systur, Vilborgu og Guð-
rúnu, sem voru giftar og bú-
setar í Ameríku,, en eru einnig
látnar.
Sigríður var jarðsungin frá
Frikirkjunni í gær, fimmtu -
daginn 17. apríl, kl. 11. Slysa-
varnafélag íslands sá um út •
förina. Jarðað var í grafreit
þeirra hjóna í Sólvallakirkjtv-
garðinum.
ÍNýkomnar alls
xonar Diiavoru
Framluktir
Afturluktir, 3 teg.
Samlokur
Þokuluktir
Parkluktir
Hættuljós, Benzínbarka:
Ljóskastarar
Ljósaswitchar
Ljósaskiptar
Verkstæðislampar
Flautur. Hraðakaplar
Benzíndælur, Benzínlok
Suðubætur, Hurðaþétti
Bremsuborðasett, Ford,
Chv. og Dodge fólksb.
Kertavírasett Jeep, Chv.
Speglar, inni og úti
Bremsupumpur Dodge
Pakkningar Dodge
Púðar í sæti
Olíubarkar Dodge, Jeep
Demparar, Vatnshosur
Kúpl. diskar, Ford, Plym.
Varahl. i blöndunga
Ford. Chv.
Viftureimar Dodge, Jeep
Boltar og rær
Haraldur
Sveinhjarnarson,
Snorrabraut 22.
FLUGVEÐUR var óhagstætt í
gær og gátu flugvéiar því ekki
ieitað norsku skipanna, en ein
eða tvær flugvélar frá Flugfé-
lagi íslands munu leita í dag, e£
! veður leyfir.
AB 5