Tíminn - 27.06.1964, Síða 2

Tíminn - 27.06.1964, Síða 2
Föstudaginn 26. júní. NTB-Róm, 26. júni Aldo Moro, forsætisráðherra Ítalíu, sagði af sér seint í kvöld, eftir að stjórn hans hafði beðið ósigur í atkvæðagreiðslu um þann hluta fjáriaga, sem fjall- aði um ríkisstyrk til cirnka- skóla í landinu. Segni forseti hefur beðið samsteypustjórnina að halda áfram um stórnar- taumana sem starfsstjórn. NTB-Stokkhólmi. — í fyrra- málið kemur Krustjoff, for- sætisráðherra, ásamt föruneyti sínu til Noregs og mun Ger- hardsen, forsætisráðherra, taka á mó'ti honum á Honnörbryggj- unni. Við komuna verður skot- ið 21 fallbyssuskoti í heiðurs- skyni, og eftir stutt ávarp farið til hústaðar Gerhardsens. NTBIiiopoldville. — Moise Tshomoe, fyrrverandi forseti í Katanga, kom flugleiðis til Leo- poldville frá Brussel í dag. Strax eftir komuna gekk hann , á fund Adoula, ’forsætisráð- hevra. Talið er, að þeir muni ræða möguleikann á, að Ts- hombe taki þátt í nýrri stjórn- armyndun í landinu. NTB-Bulagayo, S-Rohdesiu. — Lögreglumaður skaut Afríku- mann til bana í óeirðum, sem arðu í dag, er hópur innfæddra fagnaði úrskurði hæstaréttar um, að frjálsræðissvipting gagn vart Joshua Nkomo og fleiri Afríkumönnum, hefði ekki við lög að styðjast. Hafði Afríku- maðurinn kastað steini að hundi lögreglumanns og varð að gjalda fyrir með lífi sinu. NTB-Moskvu. — Sovétstjórnin sendi í dag ríkisstjórnum Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands, orðsendingu, þar sem stjómir landanna eru var- aðar við þeirri fyrirætlan vest- ur-þýzku stjórnarinnar að ætla að láta VesturBerlínarbúa taka þátt í forsetakosningunum í V.- Þýzkalandi. Er bent á að krafa Vestur-Þýzkalands til Vestur-Berlínar sé stórhættuleg og geti leitt til hinna alvarleg- ustu tíðinda. NTB-Berlín. — Hundruð þús- unda V.Berlínarbúa stóðu ber- höfðaðir á Kennedytorgi í borg inni í dag, er Robert Kennedy, dómsmálaráðherra, afhjúpaði minnismerki um hinn látna bróður sinn, John F. Kennedy, forseta. Hljómsv. borgarlögregl- unnar lék sorgarlag á undan at- höfninni, sem fór fram á sama stað og Kennedy ávarpaði um 310 þúsund V-Berlínarbúa fyrir ári, er hann var þar í heim- sókn. — Minningarskildinum um Kennedy var komið fyrir greyptum inn í súlu við aðal- dyr byggingarinnar, þar sem hann hélt áðurnefnda ræðu. Undir skildinum, sem er 2,4 m að hæð, eru greyptar setningar úr ræðu forsetans. Þátttakendur fiskimálaráðstefnunnar hlýða á erindi í hátiðasal Háskólans. Tímamynd-KJ prí 1 Hi É- fl Mörg fróðleg erindi flutt á fiskimálaráðstefnunni FB-Reykjavík, 26. júní í kvöld lýkur IX. norrænu fiski- málaráðstefnunni, sem staðið hef- ur hér í Reykjavík frá því á mánu- daginn. Ráðstefnuna sitja 85 full- trúar frá hinum Norðurlöndunum auk 60—70 íslenzkra fulltrúa. Síð- asta fiskimálaráðstefnan var hald- in í Þrándheimi í Noregi, en vænt- anlega verður næst ráðstefna í Finnlandi árið 1966. Ráðstefnan var sett í hátíða- IK-Siglufirði, 26. júní. Frá klukkan 8 í gærmorgun til jafnlengdar í dag tilkynntu 65 skip afla sinn samtals 40-950 mál síldar. Skipin veittu síldina fyrir austan land eins og að undan- förnu. Hér fer á eftir listi yfir þau skip, sem tilkynntu afla: Guðmundur Péturs 900, Harald- ur 900, Sigurpáll 800, Halldór Jónsson 700, Pétur Jónsson 350, Guðbjörg ÓF 700 Fjarðarklettur 700, Húni II. 600, Akurey RE 900, Faxaborg 750, Reykjanes 650, Guðrún 700, Pétur Sigurðsson 500, Jörundur III 1400, Sæúlfur 800 Steinnunn ,600, Framnes 900, Mar- grét 1050, Scnári 500, Mummi II. 900, Garðar GK 700, Gulltoppur 5004, Stefán Árnason 400 Páll Páls son 700, Höfrungur II. 600, Kamba röst 300, Þorleifur Rögnvaldsson 400, Björg SU 150, Björg NK 400, Arnfirðingur 500, Víðir II. 800, Kristján Valgeir 900, Akurey SF 600, Sólfari 1200, Freyfaxi 1000, Sæfaxi 1050, Sveinbjörn Jakobs- son 700, Sunnutindur 900, Hvann ey 300. Þráinn 800, Bergvík 700, Sæfari 150, Ólafur Friðbertsson 1000, Hafþór RE 600, Sigurfari 250, Heimir 300, Snæfugl 100, Fák ur 500 Birkir SU 400. Gnýfari 700, Helga Guðmunds 600, Hafrún ÍS 1100, Skálaberg 500, Hafrún NK 400, Dalaröst 600, Grótta 500, Sig urður Jónsson 550 Sæunn 300, Anna 650, Máni 300, Gullver 200, Jökull 500, Hugrún 750, Áskell 400 Mánatindur 700. sal háskólans á mánudagsmorgun með því að Emil Jónsson sjávarút- vegsmálaráðherra bauð gesti vel- komna. Lagði ráðherrann sérstaka áherzlu á það ,að ráðstefna þessi hefði mikla þýðingu fyrir fsland, þar eð sjávarútvegurinn væri aðal- atvinnuvegur landsmanna, og af- koma þeirra byggðist að mestu leyti á honum. Ráðherrann sagði síðan í ræðulok ráðstefnuna setta. Þá tók til máls Davíð Ólafsson fiskimálastjóri. Davíð sagði að fiskveiðar fslendinga hefðu aukizt stórkostlega síðustu 50—60 árin, og hefði aflamagnið að minnsta kosti 19-faldazt á þessum tíma. Fiskimálastjóri sagði, að nú stund- uðu fáir aðrir en íslendingar veið- ar við ísland, og veiddu íslending- ar sjálfir um 60% aflans af haf- svæðinu í kringum landið. Hann sagði einnig, að miðað við eins árs afla legðu aðeins fjögur lönd í Evrópu meiri afla á land en fs- land, og væru það Sovétríkin, Nor- egur, Spánn og Bretland. Eftir hádegi þennan fyrsta dag ráðstefnunnar, hélt Klaus SunnanS fiskimálastjóri Noregs, fyrirlestur um vandamál og hagsmuni strand- rfkja varðandi skipulag fiskveið- anna. Það er skoðun SunnanS, að nauðsynlegt sé að takmarka heild- arveiðarnar á Norður-Atlantshafi, ef tryggja á það, að veiðin verði góð og jöfn í framtíðinni. SunnanS lagði á það mikla á- herzlu, að nauðsynlegt væri að r takmarka fjölda fiskiskipanna og einnig, að ákveðið verði, hve mikið magn megi veiða af hverri fiski- tegund og á hverju einstöku veiði- svæði. Að eftirmiðdagsfundinum lokn- um var móttaka fyrir þátttakend- ur í ráðherrabústaðnum við Tjarn- argötu, og var það í boði sjávar- útvegsmálaráðherra. Á þriðjudaginn var þátttakend- um boðið að skoða þrjú frystihús hér í Reykjavík, Júpíter og Marz h.f. á Kirkjusandi, ísbjörninn og Bæjarútgerð Reykjavfkur. Að heimsóknum þessum loknum, mættu fundarmenn í Háskólanum, og þar hófst fundur með því, að Jöran Hult forstjóri sænslai lax- rannsóknastofnunarinnar skýrði frá starfsemi hennar og því, hvern ig Svíar hafa bjargað laxastofni sínum frá því að deyja út, en lax- inum er mjög hætt við dauða alls staðar þar, sem ár eru virkjaðar, og þar sem alls kyns úrgangsefni renna úr í árnar og menga þær. Svíar standa fremst allra Evrópu þjóða hvað snertir laxauppeldi en þar eru nú starfandi 20 laxaeldis stöðvar á vegum laxarannsókna- stofnunarinnar. Eftir hátíegið talaði Poul Fr. Jensen verkfræðingur frá Dan- mögu um alþjóðlega stöðlun á fiski og fiskafurðum. Taldi Jensen mikilvægt, að Norðurlandaþjóðirn ar stæðu saman þegar farið verð ur að taka ákvarðanir um alþjóð lega stöðlun á fiski. Einnig sagði hann nauðsyn bera til þess að eitthvert samræmi væri í um- búðum markaðsvara fyrir alþjóða markað, en nú giltu mismunandi reglur um þessi atriði í hverju einstöku landi. í fyrirlestrarlok- in sýndi dr. phil Paul M. Hansen frá Danmörku litkvikmynd um fiskirannsóknir við Austur-Græn- land. Um kvöldið buðu samtök fiskframleiðenda og fiskiútflytj- enda til hófs í Hótel Sögu. Á miðvikudaginn hélt Carl Lind skog forstjóri frá Svíþjóð ræðu um aðstoð á sviði fiskveiðanna við vanþróuðu löndin. Talaði hann um tæknhjálp og kennslu, sem van- þróuðu löndin hafa notið. Sagði hann, að lengri tími liði áður en menn hefðu yfirleitt talið, og þessi aðstoð bæri árangur, en þyrfti því að leggja meiri áherzlu á þetta starf, þar eð fiskveiðar væru ein af þeim leiðum, sem hægt er að fara til þess að afla mannkyninu fæðu. Ætlunin hafði verið, að þátt takendur færu sjóleiðis upp i Hvalfjörð og sxoðuðu þar Hval- stöðina, en veðrið var ekki talið nægilega gott, svo í staðinn voru sýndar íslandskvikmyndir, sem voru bæði um íaxeldi, hvalveiðar, Surtsey, Öskjugosið og að lokum um hálendi íslands. í gær hélt Per Rogstad ráðu- neytisstjóri frá Noregi fyrirlest Frímh'ild e 15 slðu SILDVIIÐIN MARGFALDA2T FB-Reykjavík, 26. júní. Jakob Jakobsson, fiskifræðingur flutti fyrirlestur um síldveiðarnar við ísland á fisklráðstefnunni á fimmtudaginn. Rakti hann fyrir fundarmönnum þróunina, sem orð ið hefur í síldveiðunum, talaði um rannsóknir á sfldarstofnunum, göngum þeirra og merkingum og síðan lýsti hann því hvernig veiði aðferðir hafa breytzt og ný og ný tæki hafa verið tekin í notkun til þess að auðvelda veiðarnar. Jakob kvað fjölda sérfræðinga hafa streymt til íslands að und- anförfnu til þess að fá svör við því, hvernig íslendingum hefur tekizt að auka veiðarnar úr 10— 14 þúsund lestum á ári á tíma- bilinu 1945—1955 í 300—488 lest ir s- 1. þrjú ár. Til þessa liggja margar orsakir. Mikið hefur verið ar, og jafnvel allt að 50% heild- gert að því að rannsaka síldarstofn araflans. ana og göngur þeirra og var dr. Árni FTiðriksson brautryðjandi í því. Áður fyrr höfðu menn ekki önnur ráð til þes að finna síldina, en sjá hana með berum augum, þegar hún kom upp á yfirborðið. Nú eru síldarskipin búin alls kyns tækjum, asdic-tækjum, radartækj um, radíóáttavitum og talstöðvum, og allt þetta auðveldar veiðarnar. Veiðiaðferðirnar sjálfar hafa einnig breytzt og kraftblökkin hef ur ekki hvað sízt haft stórfelldar breytingar í för með sér. Síldarleitin hefur einnig verið I starfrækt hér með góðum árangri | sagði Jakob, og sagði það skoðun margra að leitarskipunum sé að þakka töluverður hluti veiðarinn1 JAKOB JAKOBSSON 2 T í M I N N, laugardagur 27. iúnl 1964.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.