Tíminn - 27.06.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 27.06.1964, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkværadastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu-húsinu, símar 18300—18305. Skrif- stofur Bankastr. 7. Afgr.simi 12323. Augl., simi 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Furðuleg sagnritun MorgunblaSiS notar norrænu fiskimálaráSstefnuna til óvenjulegrar sagnritunar um landhelgismáliS. Sam- kvæmt þessari sagnritun blaSsins, hafa þeir Ólafur Thors og Bjarni Benediktsson veriS aSalmennirnir í baráttunni fyrir útfærslu fiskveiSilandhelginnar. Þetta minnir á þ'aS, aS rússneskir sagnritarar eru nú farnir aS þakka Krust- joff ýmsa sigra á stríSsárunum, sem hann hefur lítiS eSa ekkert nærri komiS. Þessi sagnritun Mbl. ber þess glögg merki, aS treyst er á minnisleysi hjá almenningi. ÞaS er ætlazt til þess, aS menn séu búnir aS gleyma því, aS þegar Framsóknar- menn fluttu fyrst tillögu um uppsögn brezka landhelgis- samningsins frá 1901, mælti Bjarni Benediktsson gegn þessari tillögu. Það er meira að segja ætlazt til þess, að menn séu búnir að gleyma afstöðu Sjálfstæðisflokksins og skrifum Mbl. vorið og sumarið 1958. Þá neitaði Sjálf- stæðisflokkurinn að standa að útfærslu fiskveiðilandhelg- innar í 12 mílur og Mbl. reyndi síðan í marga mánuði að stimpla þetta sem óþurftarverk, sem kommúnistar hefðu átt frumkvæði til að spilla vestrænni samvinnu! Bretar héldu því, að íslendingar væru klofnir í málinu og því væri vænlegt til árangurs að beita þá hernaðarlegu of- beldi. Mbl. treystir ekki aðeins á, að þetta sé gleymt, heldur álítur það einnig, að hægt sé að telja mönnum trú um, að einhver sigur hafi unnizt með landhelgissamningnum 1961! Bjarni Benediktsson var búinn að játa það 1 umræð- um á Alþingi nokkrum mánuðum áður, að íslendingar væru búnir að vinna fullan sigur í 12 mílna málinu. Þetta var rétt. Því voru allir samningar við Breta óþarfir um þetta atriði. Með þeim vannst ekki neitt, sem ekki var búið að vinna áður, en hins vegar tapaðist það, sem getur valdið íslenzkum sjávarútvegi og íslenzku þjóðinni ómet- anlegu tjóni síðar. Lélegir íslenzkir samningamenn af- söluðu þjóðinni einhliða rétti til útfærslu á fiskveiði- landhelginni, en á honum höfðu útfærslurnar 1952 og 1958 verið byggðar. Svo hörmulega var jafnframt frá þessum samningi gengið, að hann er ekki einu sinni upp- segjanlegur. Hvernig, sem Mbl. gengur að falsa sögu land helgismálsins, mun þjóðin ekki gleyma þessu óhappa- verki, því að hún á eftir að reka sig óþægilega á afleið- ingar þess í framtíðinni. Enn um kvöldsöluna Nýlega hefur birzt í blöðunum ályktun frá kaupmanna- samtökunum, sem helzt gefur til kynna, að þau séu ánægð með það ástand, sem nú ríkir í kvöldsölu- málunum í Reykjavík. Það verður að teljast ótrúlegt, að kaupmenn, sem áreiðanlega hafa flestir áhuga fyrir að veita neytendum sem bezta þjónustu, standi einhuga að þessari ályktun. í þessum efnum hefur verið stigið stórt spor aftur á bak, þar sem neytendur geta nú aðeins keypt sælgæti og tóbak að kvöldlagi, en nauðsynjavörur til heimilanna, sem áður var hægt að fá, eru nú ófáanlegar á þessum tíma. Með þessu hefur hlutur neytenda óum- delanlega verið stórskertur, jafnframt því, sem það er augljós vanmenningarbragur að halda sælgæti og tóbaki að fólki, en neita því um nauðsynjar. Þess vegna geta borgaryfirvöldin ekki látið þessi mál afskiptalaus lengur. Hvað sem umræddri ályktun líður, þá er áreiðanlega hægt að finna marga kaupmenn, er lita aivsg eins á þetta mál og neytendur. Öbreytt stefna í Suður-Vietnam Maxwell D. Taylor hefur öörum fremur mótað hana. ÞAÐ hefur að vonum vakið mikla athygli, að Johnson Bandaríkjaforseti hefur skipað Maxwell D. Taylor hershöfð- ingja, sem var æðsti yfirmaður Bandaríkjahers, sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Viet- nam í stað Henry Cabot Lodge, sem hélt heimleiðis til að geta tekið þátt í baráttunni um frambjóðanda republikana í næstu forsetakosningum. Sum- ir fréttamenn hafa talið þetta merki þess, að Bandaríkja- stjórn hygðist breyta stefnu sinni og jafnvel færa styrjöld- ina til Norður-Vietnam, eins og Goldwater hefur lagt til. Hið rétta í þessum efnum mun þó sennilega það, er Jam- es Reston og fleiri blaðamenn „The New York Times“ halda fram. Þeir segja að útnefning Taylors sé fyrst og fremst árétt ing þess, að fylgt verður óbreyttri stefnu í Suður-Viet- nam. Taylor hershöfðingi hef- ur nefnilega markað þessa stefnu öðrum mönnum fremur, fyrst sem persónulegur fulltrúi Kennedys forseta og síðan sem helzti ráðunautur Johnsons í þessum málum. Taylor er sagð- ur hafa hafnað því jafn eindreg ið, að styrjöldin yrði færð til Norður-Vietnam og að Banda- ríkjamenn færu frá Suður-Viet- nam. Stefna Bandaríkjanna í Suður-Vietnam ætti að vera sú að halda þar vel í hörfinu og þrengja að skæruliðunum og knýja fram samkomulag á þeim grundvelli. Vel má vera, að þetta kosti aukin framlög og aukna íhlutun af hálfu Banda- ríkjanna, en þá ætti þetta líka að vera framkvæmanlegt. Stefna Taylors virðist þannig ekki vera alveg fjarri því, sem Walter Lippmann og „The New York Times“ hafa haldið fram, þ. e. að berjast til að semja. Ef þessi skoðun er rétt, þá er skipun Taylors í sendiherra embætti áminning og árétting til Kínverja um, að Bandaríkin muni ekki láta hrekja sig frá Suður-Vietnam, en hins vegar loki þau ekki leiðinni til sam- komulags, ef það er fáanlegt á viðunanlegum grundvelli. FYRIR Taylor skiptir það miklu máli persónulega, að þessi stefna heppnist. Hann gekk á sínum tíma úr þjónustu Eisenhowerstjórnarinnar vegna þess, að hann Var ósammála þeirri stefnu Dulles, að Banda- ríkin ættu að leggja megin- áherzlu á eflingu kjarnorku- vígbúnaðar og beita kjarnorku vopnum fyrst og fremst, ef til átaka kæmi. Taylor hélt því fram, að Bandaríkin yrðu einn- ig að efla annan vígbúnað nægi lega, svo að þau væru fær um að heyja takmarkaðar styrjald- ir eða minni styrjaldir, án þess að þurfa að beita kjarnorku- vopnum. Kennedy forseti var honum sammála um þetta og gerði hann því að sérstökum ráðgjafa sínum í hernaðarmál- um og síðan að æðsta manni hersins. Það verður nú hlut- verk Taylors að sýna í Suður- Vietnam réttmæti þessara kenninga sinna, þ.e. að hægt sé að leiða takmarkaða styrjöld til lykta, án þess að beita kjarn orkuvopnum. Maxwell D. Taylor ‘ Stj órhmálathebn í Suður- Vietnam eru sagðir fylgjandi þessari stefnu og ófúsir til árása á Norður-Vietnam. Þeir óttast, að það geti enn fram- lengt og aukið styrjöldina, en allur almenningur í Suður-Viet- nam er orðinn mjög stríðs- þreyttur, þar sem hann hefur búið við meira og minna styrj- aldarástand síðan á heimsstyrj- aldarárunum. Til þessa við- horfs verða Bandaríkin einnig að taka tillit. MAXWELL D. TAYLOR er 63 ára gamall, sonur lögfræð- ings í Missouri. Hann lauk prófi frá herforingjaskólanum í West Point 1922 með mjög hárri einkunn. Hann gekk síð- an í hina verkfræðilegu deild hersins og var um skeið kenn- ari við skólann í West Point, en öðru hvoru dvaldi hann er- lendis á vegum hersins. Þetta varð til þess, að hann lærði mörg tungumál og hefur hann lengi verið talinn mestur mála Aluexis Johnson. garpur meðal amerískra hers- höfðingja. Hann talar spönsku, frönsku og þýzku, kínversku og japönsku. Taylor vann sér mikla frægð á stríðsárunum. Árið 1943 var honum falið verkefni, sem oft er talið hið sögulegasta, er bandarískum herforingja var falið í allri styrjöldinni. Eisen- hower fól honum þá að fara til Rómaborgar meðan borgin var í höndum Þjóðverja og semja við ítölsk stjórnarvöld, sem óskuðu eftir viðræðum við vesturveldin. Þegar innrásin var gerð í Normandie ári síð- ar, stjórnaði Taylor fallhlífar- sveitum og var sjálfur með í þeirri sveit, sem fyrst fór þang- að. Síðar tók hann þátt í ýms- um hættulegum leiðöngrum fallhlífarsveita. Taylor er því ein þekktasta stríðsl.etja í röðum amerískra hershöfð- ingja. Fljótlega eftir að Kóreustyrj- öldin hófst, var Taylor sendur þangað og var fyrst yfirmaður bandaríska hersins þar. Síðar varð hann yfirmaður alls her- afla Sameinuðu þjóðanna í Kóreu. Taylor átti mikinn þátt í uppbyggingu hers Suður-Kór- eu á þessum árum. Eftir beim- komuna frá Kóreu gegndi hann ýmsum mikilvægum trún- aðarstörfum, en bað um lausn 1959 vegna þess, að hann var ósamþykkur stefnu þeirra Eisenhowers og Dulles, eins og áður segir. Hann gaf síðan út bók, þar sem hann gerði grein fyrir skoðunum sínum og vakti hún mikla athygli. Fljótlega eftir að Kennedy varð forseti, réð hann Taylor sem sérstakan ráðunaut sinn og tók mikið tillit til hans. Haustið 1961 fór Taylor sem sérstakur fulltrúi Kennedys til Suður-Vietnam og hefur síðan Framhald ð 13. sfSu •' \\ Ú |i T í M I N N, laugardagur 27. iúní 1964. J r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.