Tíminn - 27.06.1964, Síða 3

Tíminn - 27.06.1964, Síða 3
biðtíma Brezka nýlendan Hong Kong veit upp á hár hvenær örlagaklukk an slær. í síðasta lagi eftir 33 ár verður þetta kynlega borgríki eins og hver annar réttur og sléttur partur af hinu kommúníska Kín- verska alþýðulýðveldi. Þeir sem hafa hreiðrað um sig og matað krókinn á liðnum árum í þessari iðandi mannkös út af ströndinni, sjá fyrir, að dagar gróðafrjálsræð- isins eru senn taldir og þeir og margir á þeim slóðum eru þegar komnir í kapphíaup við tímann, því að þeir þykjast sjá fyrir, að þessi furðustaður verði ein af draugaborgum heimsins áður en þessi öld sé öll. England tók þessa lóð á leigu til 99 ára, og árið 1997 rennur samningurinn út, og enginn legg- ur trúnað á það, að Kínverska al- þýðulýðveldið framlengi þann samning. I Flestir ókunnugir furða sig samt | á því, hve margir taka þessu eins , og hverju öðru hundsbiti. En gest í ir ko'mast líka að raun um það j fyrr eða síðar, að öldum saman | hefur það tíðkazt meðal margra' Kínverja að geyma líkkistuna undir rúminu sínu, svo hún sé til taks þegar kallið kemur — eins og til áminningar um fallvaltleika jarð líffsins. En, eins og áður segir, eru borg arbúar flestir á þeysispretti og bera það með sér, að helzti keppi nautur þeirra er tíminn. Mörgum verður vel ágengt í þessu kapp- hlaupi og lifa í vellystingum prakt uglega, veita sér allar heimsins lystisemdir, veizlumat á hverjum degi og viskísjússa eins og flestir nota vatn, en það er raunar oft ein fágætasta lífsnauðsyn á þess Vlkan hetur fengið elnkarétt á ANGELIQUE, metsölubók, sem komið hefur fyrir augu 40 milliön lesenda I Evrópu. ANGELIQUE er byrj- uð sem framhaldssaga I VIKUNNI. ANGELIQUE Hver er AngeliqUe? Hún var fegursta kona slnn- ar samtiðar og slungin eftir þvl. Mtð þá hæfi- leika komst hún langt i Versölum I tlð Lúðvlks 14. Bókin urn ANGELIQUE er metsölubók I Evr- ópu og er framhaldssaga i VIKUNNI. Hl ari leigulóð. Hong Kong er sannarlega heims borg, einn þeirra staða, þar sem austrið og vestrið mætast og búa í nábýli, og lífið við höfnina í Hong Kong er heimur út af fyrir sig. Borgin er nútíðarborg ef nokk j ur staður getur heitið því nafni. ! Ekki endilega í þeim skilningi, að j þar beri allt nýtízkusvip, tilheyrir ! þar allt líðandi stund en hvorki ; fortíð né framtíð, á hvorki trúar- > lega né menningarlega arfleifð j enga óvini og ekkert þjóðar stolt né hugsjónaneista. Þar hafa allir sama markmið, ef nokkurt er, að græða fé. Þeir heima í Englandi hafa gefið Hong Kong nafnið „Vatikan kaupskaparins". Þar er raunar enginn páfi, en hins vegar meira en nóg af ka'rdinálum. Og til að gefa einhverja hugmynd um dyggðir mannlífsins þar, er haft fyrir satt, að Chicago sé eins og . nunnuklaustur í samanburði við Hong Kong. Enginn gerir sér þar rellu út af því að byggja í þágu menningar, einustu nýbygg ingarnar eru verzlunarhús úr járnbentri steinsteypu. En helzt veigra menn sér við því að leggja í fjárfestingu á þessum stað nema nokkurn- veginn sé tryggt að það skili kostnaði eftir svo sem fimm ár og helzt fyrr. Þeir sem vinna fyrir kaupi, verða að láta sér nægja fimmtunginn af því sem tíðkast í Evrópu, en nokkuð bætir það upp mismuninn, að skattar eru BiSröð í hellirigningu — eftir vatni. Slíkt ber daglega fyrir augu í Hong Kong, fólk í löngum biðröðum við vatnspóstana. Vatnsskortur- Inn er oft tilfinnanlegur í nýlendunni og þarf iðulega að flytja vatn inn frá Kína. sáralitlir. Margir óttast að fjár- magn leggi á flótta úr borginni áður en líður á löngu, líkt og gerð ist í Belgísku Kongó- Eiginlega væri Kína í lófa lagið að þurrka Hong Kong út á morg- un, ef því sýndist svo. En það kemur ekki fyrir, því að kínverska Eiturlyfjaneyzlan er landlæg plága í Hong Kong. Lyfjaneytendur eru oft sendir til hálfs árs dvalar á afvötunarhælið, en það er eins og að skvetta vatni á gæs, og sækir tíðast í sama farið. lýðveldið sér sér hag í að byggð haldist þar sem lengst. Þótt ekki flytjist þangað aðrir til að setjast þar að en atvinnulausir kínverskir flóttamenn, hagnast lýðveldið mik ið af verzlun við borgina. Um þess ar cnundir eru flóttamenn frá al- þýðulýðveldinu orðinn um helm- ingur 3,7 milljóna borgarbúanna- Og þótt 97 af hundraði þeirra séu af kínversku bergi brotnir, kemur það varla fyrir, að þeir véljist í þjónustu hins opinbera. Embættis* menn eru náléga allir brezkir og bera mikla virðingu fyrir embætt um sínum, þótt ekki auðgist þeir af því. Allir þeir, sem vilja verða efnaðir, stunda eigin atvinnurekst ur eða kaupsýslubrask. Áhugi á því að berjast fyrir sjálfstæði Hong Kong er furðu- lega lítill. Til er að vísu svonefnd ur „Hong Kong sjálfstjórnarflokk ur“ með brezkan skólakennara og ungan Kínverja fyrir forustu- menn, en hann má sín einskis. Eng lendingar í borginni halda sig á sinni torfu. Þegar þeir eru ekki að puða við sín embættisstörf, er venjulega hægt að ganga að þeim vísum á kricketflötinni. Fátækrahverfin í Hong Kong eru þau hörmulegustu í víðri ver öld. Til dæmis að taka er Liu, 44 ára gamall sem býr í gluggalaus um tréskúr, sem er fáeinir metr- ar á hvern veg, ásamt með konu sinni, fjórutn sonum og þrem dætr um. Konan, sem er tæringarveik, verður að sækja vatn í fötum lOb metra spöl, og álíka langt verða þau að ganga til að komast á sal- erni, sem fleiri fjölskyldur hafa aðgang að. Liu vinnur sér inn sem svarar um tólf hundruð krónum á mánuði. Hann gengur með gull- tennur og svíssneskt silfurúr, verður að kosta rúmum þrjú hundr uð krónuen fyrir börn sín í skóla. Búshlutir eru alúmíndrykkjarkrús, vekjaraklukka, náttpottur, lítil látúnsaskja með spariskildingum, tvær regnhlífar. Evrópumaður búsettur í Hong Kong hefur lýst tilverunni 'þar með þeim orðum, að það sé líkast því að hafa útfararstjóra fyrir sam- býlisfélaga, borgarbúum fjölgar a. m. k. um eitt hundrað þúsund á ári hverju. 3 Máttur samtakanna Það þóttu mikil tíðimdi og góð er samningar náðust um síðustu mánaðamót um kauip og kjör næsta ár. Eftir þróun þeirra mála á s.l. ári voru mairg ir svartsýnir á að slíkt mætti takast Þá fóru margar vikur í verkföll og leit oft æði ófrið lega út milli launastéttanna og ríkisvaldsins þótt verst hafi út litið verið, þegar stjórnin flutti s'itt illræmda lögbindimgarfrum varp á A'lþingi í fyrrahaust. í því máli beið ríkisstjórn in verðugan ósigur, svo sem alkunnugt er, og frumvarpið dagaði uppi. Stjóirnina brast kjark til að berja frumvarpið gegnum þingið, þegar hún sá einhuga andstöðu launþega úr öllum flokkumenda framkvæmd in óhugsandi. Þetta var fyrsti ósigur stjórnarinnar fyrir sam tökum launþega. Samið var um kauphækkun í des. og vinnu friður aðeins tryggður í 6 mán uði Stjórnin óttaðist vnrið. Hvað tæki þá við? Dýrtíðin óx hröðum skrefum og vitað var um nýjar kaupkröfur. Alþýðu sambandið vildi áður gefa stjórninni kost á samningum, ef hægt væri að komast hjá laingvarandi verkföllum. Stjórn in — sem samkvæmt yfirlýstri stefnu sinni ætlaði aldrei að semja um kaupgjald — braut odd af oflæti sínu og settist við samningaborðið og gerði opin- berlega samninga við fulltrúa verkalýðsfélaganna. Með þeim yfirgaf hún flestar yfirlýsing ar sínar, frá því haustið 1959, er hún tók við völdum. Skal hér bent á fáein atriði: Þetta ætluðu þeir að gera 1. Stjórnin ætlaði aldrei að hafa nein afskipti af vinnudeil um og því síður að hafa samráð við fulltrúa launþega. Hefur setzt að samningáboirð inu við fulltrúa verkálýðsfélag anna og gert við þá opinbera samninga um kaupgjaldsmál. 2. Stjórnin lagði niður vísitölu útreikning á kaupgjaldi og taldi hanin undirrót verðbólgunnar. Hefur nú gert samning um að taka hann upp aftur, enda orð ið að viðurkenna að meiri dýr- tíðaraukning hefur orðið á valdatíma hemiar en bjá nokk- urri annarri stjórn. 3. Stjórnin ætlaði að afncma allt uppbótarkerfið. Hefur lagt á nýjan söluskatt til að bæta sjávarútveginum upp útflutningsverðið. auk margs amnars. 4. Stjórnin stórhækkaði alla vexti Hefur nú samið um 4% vexti af íbuðarlánum. 5. Stjórnin ætlaði að draga úr erlendum lántökum, sem hún taldi stórhættulegar. Hefur aukið erlendar skuld iir meir en nokkur önnur stjórn i Farið í hring Þurfa þess? dæmi að vera fleiri? Ætl’i þau nægi ekki til að sýna, að stjórnin er komin í hring Fátt er efti.r af stefnu málum viðreisnarinnar, nema frjálsræði braskaranna og þeirra sem rakað hafa saman gróðanum af striti hinn-a vinn- andi stétta till lands og sjávar, eftir iögmálum vfðrelisinarinn- ar. Framhalfl 8 15 síðu T í M I N N, laugardagur 27. júní 1964. 3

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.