Tíminn - 27.06.1964, Blaðsíða 8
)
BlökkumaSur grelðlr atkvæði.
f hjarta stórborgarlnnar.
YFIR A RAUDU
Menn segja, að New York
heimur útaf fyrir sig, Og sum-
ir, að Manhattan sé heimur út
af fyrir sig. Hvort tveggja er
sennilega rétt þótt miklar hafn
arborgir verði gjarnan alþjóð-
lega við samruna þeirra lifn-
aðarhátta, setn tíðkast í við-
komandi ríki og þeirra, sem
tíðkast annars staðar í heim-
inum . Þess vegna verða mikl
ar borgir stundum hver ann-
arri líkar.
En New York er sjálfri sér
lík og engri annarri borg. Þeg
ar ljósin slokkna í skýja-
kljúfunum, sem ber við rauð
an himininn og bílar streyma
um litlýstar göturnar, sem
gapa við nóttinni, þá er tnanni
Ijóst, að þessi borg á hvergi
sinn líka. Götulífið á Manhatt
an staðfestir þetta. Þar renna
kynþættirnir saman, svartir-
hvítir, árekstralaust að því er
virðist. Annars staðar í borg-
inni lifa þeir útaf fyrir sig, gul-
ir í Chinatown, svartir í Har-
lem.
Þeir segja, að hvítir séu óvel
komnir í Harlem um þessar
mundir og geti þakkað fyrir að
sleppa lifandi, ef þeir fara
þangað einir sér. Þetta hljóm
ar heldur ósennilega, en hvað
sem því líður er kunnugt, að
á undanförnum mánuðum hef-
ur soðið og kraumað í Harlem.
Fregnir um Black Muslim og
vopnabúnað svartra hafa skotið
hvítum skelk í bringu.
Um Chinatown er sagt, að
þar búi dáindisfólk, sem geri
ekki flugu mein. Þeir segja
ennfremur, að margir í China-
town tali kínversku og ekkert
annað mál, séu kurteisin sjálf
og lifi á því að þvo þvott- Kín
verjar sjást tiltölulega fáir á
Manhattan, saman borið við
blökkumenn, og þó er Man-
hattan allra lita borg.
Þrir dagar í New York er
skaimmur tími, svo skammur,
að eftir slíka heimsókn er varla
hægt að segja, að maður hafi
skoðað borgina nema í prófíl,
en nægjanlega langur til að
reyna sumt af þvf, sem er haft
á orði um þennan stað.
Loftleiðir buðu sem kunnugt
er nokkrum fréttamönnum í
þriggja daga heimsókn til New
York í vor, og heimferð með
Leifi Eiríkssyni, hinni nýju
Rolls Roys vél, en þessi heim
sókn, nægði þó til að skyggn
ast að ýmsu, sem bauð í grun
og öðru, sem kom á óvart
íslendingar þekkja Banda-
ríkjamenn að mestu af hern-
um — þessa burstaklipptu,
tyggigúmmíjapplandi ungu
menn, setn virðast steyptir í
sama mótið. Það virðist liggja
í augum uppi, að þessi her
er tortryggileg spegilmynd af
bandarískri þjóð, en ég er ekki
viss um, að menn geri sér það
fyllilega ljóst. Að minnsta
kosti verð ég að játa, að það
kom mér á óvart að sjá éng-
an mann með burstaklippingu
í New York, engan japplandi
tyggigútnmí og tiltölulega fáa
reykjandi. — Að vísu féll sal-
an í vindlingum eftir að skýrsl
an fræga gekk á þrykk, en
mun hafa verið búin að ná
sér aftur um þetta leyti.
Margir Evrópubúar, sem
koma hingað, býsnast yfir am-
eríkaniseringunni á íslandi, og
ekki að ástæðulausu. Frá því
á stríðsárunum hefur ungt fólk
hér á landi tileinkað sér amer
ískt háttalag eða „stæla“ eins
og burstaklippingu og tyggi-
gúmmí, og virðist draga furðu
mikinn dám af því, se«n er
amerískt í vitund Evrópubúa,
það er að segja af hernum.
Eftir komuna til New York
tel ég mig hafa komizt að
raun um, að ameríkaniseringin
á fslandi á furðu lítið skylt
við Ameríkana þar í borg. fs-
Framhaio é 13 sfðu
JÓN H. MAGNÚSSON SKRIFAR FRÁ AMERÍKU
Kynþáttavandamál
í Suðurríkjunum
Houston, Texas.
Texas hefur lengi verið frægt
fyrir sínar öfgafullu stjórn-
málaklíkur, sem blómstruðu
hér'til skamms tíma. Þessar
klíkur höfðu eins mismunandi
markmið og þær voru margar,
sumar þeirra voru mjög hægri
sinnaðar, en aðrar voru langt
til vinsti- Fólk hér hlustaði á
hatursáróður þeirra þar til í
nóvember s. 1. þegar stoðunum
var skyndilega kippt undan til
veru þeirra. Það var morðið á
John F. Kennedy, sem olli því,
að fólk fór fyrst að verða vart
við hættuna sem stafar frá þess
u»n hópum.
Síðan hafa þessar hatursfullu
öfgaklíkur verið að veslast
smám saman upp, og sumar
hafa algjörlega horfið. Allar
þóttust þessar klíkur vera að
VI. GREIN
bjarga Bandaríkjunum frá
einni eða annarri hættunni,
sem áttu að vera langt komnar
að eyða hinu lýðræðislega
stjórnskipulagi landsins. Sum
ar klíkurnar vildu, að Banda
ríkin segðu sig úr Sameinuðu
þjóðunum, því að þeim væri
stjómað af kommúnistum. Aðr
ar klíkur sögðu, að eina von
fólksins í heiminum í dag væri
kommúnístískt skipulag, þar
af leiðandi yrðu menn hér að
losa þjóðina við kapitalismann-
Enn aðrir félagshópar sögðust
vera að rannsaka og koma upp
um glæpsamleg landráð, sem
stefndu að þvi að koma Bandæ
ríkjunum undir vald Rússa. í
þessum hópi áttu menn eins
og Eisenhower og Kennedy að
vera meðlimir. 1
í dag neita flestallir að hlusta
á hatursáróður þessara félags
samtaka, og þeir, sem einú
sinni höfðu samúð með sum
um af þessum klíkum, berjast
nú á móti þeim. Sumir segja,
að ein eða fleiri af þessum klík
um hafi átt hlutdeild í forseta
morðin og segja, að fyrr eða
seinna eigi það eftir að koma
í ljós, hver þeirra það var. En
þangað til eigi þær allar sök
á morðinu á Kennedy.
Þessir haturshópar eiga ræt
ur sínar að rekja til viss sjúk
leika, sem er í þjóðfél. Það
má skilja á fólki hér, að það
vilji komast fyrir þennan sjúk
leika, áður en hann getur vald
ið meiri hættu og skemmdum.
En þar sem þessir hópar, eins
og aðrir þeim líkir, eru mjög
smáir, miðað við fólksfjölda,
má búast við, að auðvelt verði
að vinna bug á þeim, þar sem
viljinn er fyrir hendi. En þang
að til verða menn að þola óþæg
indi, sem frá þeim stafa og
láta sem þeir heyri ekki hávað
ann.
Sjaldan hefur Lyndon B.
Johnson verið eins vinsæll í
sínu heimaríki og einmitt þessa
dagana. Aldrei hefur eins stór
hópur af Texasbúum verið eins
ákveðinn í að kjósa LBJ og í
forsetakosningunum nú í nóv-
Framnald á 13 slðu
8
T í M I N N, laugardagur 27. iúní 1964,